Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 30
LEIÐARVlSIR HELGARINNAR
HVAÐ ÆTLARÐU AÐ
GERA UM HELGINA?
Rolf Johansen stórkaupmaður
„Ég ætla út á skak. Ég fer alltaf
út á skak tvisvar, þrisvar í viku og
veiði fisk. Sjórinn er fullur af fiski,
við höfum þetta hérna rétt við bæj-
ardyrnar, upplagt útisvistarsvæði
sem er allur Flóinn. Svæðið er allt
frá Garðsskaga og upp að Snæ-
fellssnesi.
Laxveiðar eru bara tómt rugl
meðan við höfum þetta. Ég er bú-
inn að reyna þetta allt saman; lax-
inn, hestamennskuna og golfið en
þetta er það albesta. Já, ég á bát,
ég á fallegasta bát á íslandi, skal ég
segja þér."
SÝNINGAR
Árbæjarsafn
Opið alla daga kl. 13.30—18, lokað
mánudaga.
ÁSGRIMSSAFN
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnu-
daga kl. 13.30-16.
Ásmundarsafn
Sigtúni
Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram
á haustið kl. 10—17 alla daga.
Gaíleri Grjót
Jónína Guðnadóttir sýnir lágmyndir og
steinleirsskúlptúra til 12. júní, kl. 12—18,
14—18 um helgar.
GALLERÍ LANGBRÓK, TEXTÍLL
Bókhlöðustíg 2
Opið 14—18 virka daga. Samsýning að-
standenda til 15. júní.
KJARVALSSTAÐIR
við Miklatún
Picasso-sýning á vegum Listahátíðar og
„Reykjavík i myndlist" til 27. júlí.
opið kl. 14 — 22 alla daga.
Listasafn ASl
Yfirlitssýning á verkum Tryggva Magnús-
sonar málara og teiknara til 22. júní, kl.
16—20, 14 — 22 um helgar.
LISTASAFN EINARS
JÓNSSONAR
Hnitbjörgum við Njarðargötu
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safns-
ins er opinn daglega kl. 10—17.
LISTASAFN HÁSKÓLA
ÍSLANDS
í Odda, hugvísindahúsinu
Til sýnis eru 90 verk safnsins, aðallega
eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að-
gangur ókeypis.
LISTASAFN ISLANDS
Yfirlitssýning á verkum Karls Kvaran til
29. júní, opin kl. 13.30—22.
NORRÆNA HÚSIÐ
Thor Vilhjálmsson rithöfundur og örn
Þorsteinsson myndlistarmaður sýna sam-
stæð pör mynda og Ijóða í anddyrinu.
Ole Kortzan sýnir silfur- og postulíns-
muni, vefnað, vatnslitamyndir o.fl. kl.
14-19 til 10. júní.
Nýlistasafn
Vatnsstfg 3
10 Austurríkismenn sýna til 15. júní kl.
16 — 20, 14 — 20 um helgina.
PÍTUBAR
Hafnargötu 37 Keflavík
Öskar Pálsson sýnir oliumálverk kl.
11.30-23.30 til 25. júní.
Selfoss
Myndlistarfélagið Ölafur tvennumbrúni
sýnir í Félagsheimilinu til 8. júní. Sýnend-
ur: Ásta Guðrún Eyvindardóttir, Kristinn
Harðarson, Ólafur Th. Ólafsson, Gunnar
Karlsson, Eyvindur Erlendsson, Hildur
Hákonardóttir, Kristinn Pétursson.
STOFNUN ÁRNA
MAGNÚSSONAR
Handritasýning þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 14—16.
VERKSTÆÐIÐ V
Þingholtsstræti 28
Opið alla virka daga kl. 10—18 og laugar-
daga 14—16.
LEIKHÚS
IÐNÓ
Látbragðsleikur á Listahátíð í kvöld,
fimmtud. 5. júní: Nola Rae og John
Mouvat. Sýningarnar hefjast kl. 20.30.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Land míns föður
Föstud., laugard. og sunnud. kl. 20.30.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
f deiglunni
eftir Arthur Miller í þýðingu dr. Jakobs
Benediktssonar.
Kl. 20 fimmtud. 12.6.
Helgispjöll
í kvöld og miðvikud. 11.6. kl. 20.
Fröken Júlfa
Laugardag og sunnudag kl. 20. Leikstjór-
inn Ingmar Bergman verður viðstaddur.
TÓNLIST
BROADWAY
Gunni Þórðar föstud. og laugard. með
söngbókina.
Herbie Hancock v/Listahátíðar í kvöld,
fimmtud. 5. júní kl. 21.
Shadows spila svo 12. til 17. júní. Þetta
er aldeilis internasjónal. . .inn. . . eða
þannig.
Dómkirkjan
v/Austurvöl!
Enski orgelleikarinn Colin Andrews leikur
á hið nýja orgel kirkjunnar þriðjudag kl.
20.30.
Gamla bíó
Sænski barítón-ljóðasöngvarinn Thomas
Lander syngur í islensku óperunni
v/undirleik Jans Eyron, sunnudag kl. 15.
HÁSKÓLABlÓ
Dave Brubeck kvartettinn djassar
sunnudag kl. 21.
Píanósnillingurinn Claudio Arrau
mánudag kl. 20.30.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
The New Music Consort — 4 ásláttar-
hljóðfæraleikarar frá New York, laugar-
dag kl. 15.
NORRÆNA HÚSIÐ
íslensk nútímatónlist — Guðni Franzson
— miðvikudaginn 11. júní kl. 20.30.
VIÐBURÐIR
KLÚBBUR LISTAHÁTlÐAR
Hótel Borg
Starfræktur meðan á hátíð stendur alla
daga: veitingar margskonar og sörhuleið-
is skemmtiatriði.
KRAMHÚSIÐ
Bergstaðastræti, sími 15103
Annan júní hófst tveggja vikna námskeið
Adrienne Hawkins, dansara frá Boston.
Hún kom, sá og sigraði hér síðastliðið
sumar og enn á ný býðst áhugasömum
byrjendum jafnt sem þaulæfðum dönsur-
um að njóta krafta hennar.
SÆDÝR ASAFNIÐ
Opið alla daga kl. 10—7.
BÍÖIN
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góð
★ þoianleg
O léleg
AUSTURBÆJARBlÓ
Salur 1
Flóttafestin
(Runaway Train)
★★★
Bandarisk, árgerð 1985. Leikstjóri Andrei
Konchalovsky. Handrit byggist á sögu
Akira Kurosawa. Aðalleikarar: John
Voight, Eric Roberts, Rebecca De Morray.
Meitluð túlkun helstu leikara — Voight
hreinn og beinn viðbjóður — á mestan
þátt í að gera þessa kvikmynd sterka.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 2
Salvador
★★★
Bandarísk. Árgerð 1985. Leikstjórn: Oliv-
er Stona Aðalhlutverk: James Woods,
Jim Belushi, John Savage, Michael
Murphy, Cindy Gibb o.fl.
Gott verk, en viðbjóðurinn of taumlaus á
köflum.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
Salur 3
Maðurinn sem gat ekki dáið
(Jeremiah Johnson)
Aðalhlutverk: Robert Redford. Leikstjóri:
Sidney Pollack.
Bönnuð innan 14 ára.
Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
BÍÓHÖLLIN
Salur 1
Ú.tog suður f Beverly Hills
★★★
(Down and Out in Beverly Hills)
Gamanmynd með Nick Nolte, Richard
Dreyfus, Bette Midler og Little Richard.
Leikstjóri: Paul Mazursky.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Hækkað verð.
Sjá umsögn í Listapósti.
Hefðarkettir
(Aristocats)
Sýnd kl. 3 um helgina.
Salur 2
Læknaskólinn
(Bad Medicine)
Grínmynd. Aðalhlutverk: Steve Gutten-
berg (Rolice Academy), Alan Arkin (The
In-Laws), Julie Hagerty (Airplane), Curtis
Hagerty (Revenge of the Nerds). Leik-
stjóri: Harvey Miller.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 (og kl. 3 um helg-
ina).
Hækkað verð.
Salur 3
Einherjinn
(Commando)
★★
Bandarfsk. Árgerð 1985. Leikstjórn: Mark
L. Lester. Aðalhlutverk: Arnold Schwarz-
enegger, Rae Dawn Chong, Dan Hedaya,
Vernon Wells, James Olson, Alyssa
Milano.
Innantóm dægrastytting, en hæfni tækni-
liðsins er stórkostleg.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Pétur Pan
Sýnd kl. 3 um helgina.
Salur 4
Nílargimsteinninn
(Jewel of the Nile)
★★
Bandarísk. Árgerð 1985. Framleiðandi:
Michael Douglas. Leikstjórn: Lewis
Teague. Tónlist: Jack Nitzsche. Aðalhlut-
verk: Michael Douglas, Kathleen Turner,
Danny DeVito, Spiros Foces, Avner Eisen-
berg, Baul Davis Magid o.fl.
. . .átakanlega skemmtileg afþreying. . .
heima er best, þrátt fyrir allt.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 (og 3 laugard. og
mánud.)
Hrói höttur
Sýnd kl. 3 um helgina.
Salur 5
Rocky IV
★★
Bandarísk. Árgerð 1985. Leikstjóri: Sylv-
ester Stallon& Aðalhlutverk: Sylvester
Stallone, Talia Shire, Carl Weathers,
Brigitte Nilsen og Dolph Lundgren.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Gosi
Sýnd kl. 3 um helgina.
HÁSKÓLABÍÓ
Bflaklandur
Drepfyndin grínmynd um bílakaup, með
Julie Waltersog lan Charleson. Leikstjóri:
David Green.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LAUGARÁSBÍÓ
Salur A
Bergmálsgarðurinn
(Echo Park)
Aðalhlutverk: Tom Hulce (Amadeus).
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
SalurA
Það var þá, þetta er núna
(That was then, this is now)
★★
Leikstjórn Christopher Cain. Aðalhlut-
verk: Emilio Estevez, Craig Sheffer, Larry
B. Scott, Kim Delany, Frank Howard,
Barbara Babcock o.fl.
Athyglisverð mynd og betri en flestar
unglingamyndir sfðustu missera, þrátt
fyrir skrykkjótta hrynjandi.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Salur B
Jörð f Afríku
(Out of Africa)
★★
Bandarísk. Árgerð 1985.
Framleiðandi/leikstjórn: Sidney Fbllack.
Handrit: Kurt Luedke. Tónlist: John Barry
Aðalhlutverk: Meryl Streep, Robert Red-
ford, Klaus Maria Brandauer o.fl. o.fl. o.fl.
o.fl.
Stórbrotin kvikmynd en ósanngjörn
gagnvart Karen Blixen, þrátt fyrir að aðal-
leikarar fari á kostum... innantóm glans-
mynd — 7 Óskarsverðlaun segja ekki allt.
Sýnd kl. 5 og 9.
Salur C
Ronja ræningjadóttir
Ævintýramynd eftir sögu Astrid Lind-
gren. islenskt tal. Verð 190 kr.
Sýnd kl. 4.30.
REGNBOGINN
I hefndarhug
(Mission Kill)
Spennumynd um vopnasmygl og skæru-
liða I Suður-Amerfku, með Robert Ginty,
Merete Van Kamp og Cameron Mitchell.
Leikstjóri: David Winters.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Ljúfir draumar
(Sweet Dreams)
★★
Bandarísk. Árgerð 1985. Leikstjórn:
Charles Gross. Aðalhlutverk: Jessica
Lange, Ed Harris, Ann Wedgeworth,
David Clennon o.fl.
Samhengislausar svipmyndir úr lífi kán-
trýsöngkonunnar Patsyar Cline, sem gefa
þó nokkuð trúverðuga mynd af ævi henn-
ar þegar á heildina er litið — „hvunn-
dagsrealismi".
Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15.
Með Iffið í lúkunum
★★
(The Ultimate Solution of Grace Quigley)
Bandarfsk: Árgerð 1985. Leikstjóri An-
thony Harvey. Aðalleikarar: Katharine
Hepburn og Nick Nolte.
Smellin framanaf, en endist illa. En Katha-
rine Hepburn leikur vel og er skemmt
myndina á enda.
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05.
Musteri óttans
(Young Sherlock Holmes — Pyramid of
Fear)
★★
Bandarísk. Árgerð 1985. Framleiðandi:
Steven Spielberg. Leikstjórn: Barry Levin-
son. Aðalhlutverk: Nicholas Rowe, Alan
Cox, Sophie Waed, Anthony Higgins,
Susan Fleetwood, Freddie Jones o.fl.
Hreint ekki svo slök afþreying.
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10.
Vordagar með Tati
Hulot frændi
Gamanmynd, þar sem hrakfallabálkurinn
elskulegi gerir góðlátlegt grín að tilver-
unni. Höfundur, leikstjóri og aðalleikari:
Jacques Tati.
Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15.
Bakvið lokaðar dyr
Spennumynd. Leikstjóri: Liliana Cavani.
Sýnd kl. 3, 5.30 og 11.15.
Og skipið siglir
(E la nave va)
★★★★
Itölsk/frönsk: Árgerð 1983. Leikstjórn og
handrit (með Tomino Guerra) Federico
Fellini. Aðalhlutverk: Freddie Jones, Bar-
bara Jefford, Victor Fbletti, Pina Bousch
o.fl. Stórbrotin mynd.
Sýnd kl. 9.
STJÖRNUBfÓ
Salur A
Bjartar nætur
(White Nights)
Aðalhlutverk: Michail Baryshnikov,
Gregory Hines, Jerzy Skolimowski,
Helen Mirren, hinn nýbakaði Óskarsverð-
launahafi Geraldine Page og Isabella
Rossellini. Titillag myndarinnar, Say you,
say me, samið og flutt af Lionel Richie
Þetta lag fékk Óskarsverðlaunin hinn 24.
mars s.l. Lag Phils Collins, Separate lives,
var einnig tilnefnt til Óskarsverðlauna.
Leikstjóri er Taylor Hackford (Against All
Odds, The Idolmaker, An Officer and a
Gentleman).
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Salur B
Agnes barn guðs
(Agnes of God)
★★
Bandarfsk. Árgerð 1985. Leikstjórn: Nor-
man Jewison. Handrit: John Pielmeier
eftir eigin leikverki. Kvikmyndun: Sven
Nykvist. Aðalhlutverk: Jane Fonda, Anne
Bancroft, Meg Tilly, Gratien Gelinas,
Winston Rekert, Guy Hoffman o.fl.
Frábær leikur, en lætur mann þó ósnort-
inn; hlutlægt og yfirborðskennt.
Sýnd kl. 5 og 9.
Eins og skepnan deyr
★★★
Leikstjórn og handrit: Hilmar Oddsson.
Kvikmyndun: Sigurður Sverrir Rálsson og
Þórarinn Guðnason. Hljóð: Gunnar Smári
Helgason og Kristfn Erna Arnardóttir.
Tónlist: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson,
Hilmar Oddsson og Mozart. Leikmynd:
Þorgeir Gunnarsson. Búningar: Hulda
Kristfn Magnúsdóttir. Aðalleikarar: Edda
Heiðrún Backman, Þröstur Leó Gunnars-
son og Jóhann Sigurðarson.
Sjarmi þessa verks felst einkanlega (
tveimur þáttum; töku og leik, en að hand-
ritinu má ýmislegt finna. Hilmar Oddsson
má samt vel við una. Þessi fyrsta kvik-
mynd hans er góð.
Sýnd kl. 7.
Bjartar nætur
(White Nights)
Sýnd kl. 11.10.
30 HELGARPÓSTURINN