Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 7
Þessi náungi er greini-
lega á leið til suð-
rænna stranda.
NÝJAR UPPLÝSINGAR UM
AFLEIÐINGAR TSÉRNÓBÍL-
SLYSSINS VARÐA AFMÖRKUÐ
SVÆÐI í SVÍÞJÓÐ OG Á
ÍTALÍU:
GEISLAVIRKNIN
MEIRI EN BÚIST VAR VIÐ
ÍSLENDINGUR í SVÍPJÓÐ: FÓLK ER HÁLF RÁÐVILLT HÉRNA
ÍSLENDINGUR Á NORÐUR-ÍTALÍU: FER EKKI MEÐ BÖRNIN Á STRÖNDINA
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart
Um heim allan hefur fólk verið
slegiö óhug vegna kjarnorkuslyss-
ins í Tsérnóbíl í Sovétríkjunum.
Mikil hrœðsla greip að vonum um
sig í nágrannalöndunum, eflir að
fregnir tóku að berast um atburð-
inn, en með tímanum tókst yfirvöld-
um á hverjum stað og alþjóðlegum
stofnunum að sefa óttann að veru-
legu leyti.
A síðustu dögum hafa hins vegar
borist fréttir af óvenjumikilli geisla-
virkni í kringum bæinn Gávle í Sví-
þjóð og á afmörkuðum svæðum á
Norður- og Mið-Ítalíu hafa yfirvöld
látið bann við mjólkurdrykkju
ganga aftur i gildi, sökum nýrra upp-
lýsinga. Bæði þessi svæði, og þó
einkum það síðarnefnda, sækja ís-
lendingar í sumarleyfum sínum,
sem nú eru að bresta á.
Helgarpósturinn náði tali af fjór-
um íslenskum konum, sem búsettar
eru á þessum svæðum og ræddi við
þær um ástandið í kjölfar brunans í
Tsérnóbíl og framtíðarhorfurnar.
Einnig var haft samband við veður-
fræðing á Veðurstofu íslands, að-
stoðarlandlækni og Geislavarnir
ríkisins, sökum fregna af nýjum upp-
lýsingum um aukna geislavirkni,
m.a. í Svíþjóð, á Ítalíu og víðar.
Sigurður Magnússon hjá Geisla-
vörnum ríkisins tjáði blaðamanni
HP að sífellt væru smábrot að bæt-
ast í þá heildarmynd sem menn
gerðu sér af afleiðingum Tsérnóbíl-
slyssins. Varðandi fregnir um að
aukinnar geislavirkni gætti, m.a. á
vissum svæðum í Svíþjóð og Ítalíu,
hafði Sigurður eftirfarandi að segja:
,,Þau geislavirku efni sem fóru út
í andrúmsloftið við brunann í Tsér-
nóbíl, dreifast um allar jarðir með
loftstraumum. Ef það rignir þar sem
þau eiga leið um, fellur mun meira
til jarðar þar heldur en annars stað-
ar. Rigningin hreinsar skýin að ein-
hverju leyti og það hefur m.a. gerst
á ákveðnum svæðum í Svíþjóð, t.d.
í bænum Gávle í nágrenni Uppsala.
Þegar þessi ósköp dundu yfir, dag-
ana 27. til 29. apríl, voru vindarnir
þannig, að á tímabili blésu þeir yfir
Balkanlöndin og yfir til Italíu. Ef það
hefur rignt þar, hefur magn geisla-
virkra efna á viðkomandi svæði
aukist. Þetta þvæst síðan smám
saman burt og berst niður í jörðina,
eins og annað sem á yfirborðið fell-
ur.
Ég hef hins vegar engin gögn í
höndunum um það að ástand sé var-
hugavert á Ítalíu og það hafa ekki
verið gefnar út neinar tilkynningar
í nágrannalöndunum um að fólk
eigi ekki að ferðast þangað."
Hjá Veðurstofu Islands fengust
Á þessu svæði, á mótum Ítalíu, Austurrlkis og Þýskalands, hafa menn áhyggjur vegna
regnskúra sem féllu í kjölfar kjarnorkuslyssins.
þær upplýsingar að vindátt hefði
vérið þannig fyrstu dagana eftir
slysið í Tsérnóbíl að mest af geisla-
virku ryki hefði borist norður og
norðvestur, eins og fram hefur kom-
ið í fjölmiðlum. Það hafi hins vegar
tekið langan tíma að ráða niðurlög-
um brunans og þess vegna hafi
geislavirkni haldið áfram að berast
upp í háloftin í nokkurn tíma, þó
þetta hafi verið mest á allra fyrstu
dögunum. „Geislavirkt ryk, sem
lendir ekki í vætu, getur farið með
vindum eftir ótal krókaleiðum um
hnöttinn. Ef kjarni af geislavirkni
lendir í úrkomu, fellur hún gjarnan
á tiltölulega afmörkuðu svæði. Það
getur m.a. verið skýring þess að
geislavirkni mælist meiri á einum
stað en öðrum, því það hreinsar
nánast loftið af þessum geislavirku
rykögnum, ef mikið rignir.“
Þannig fórust veðurfræðingi á
Veðurstofunni orð um ferðir geisla-
virku agnanna frá kjarnorkuverinu
í Sovétríkjunum.
Elsa Harðardóttir lyfjafræðingur
er ein þeirra fjölmörgu sem búa á
svæðum þar sem rigndi á fyrstu
dögunum eftir brunann í Tsérnóbíl.
Hún býr í borginni Udine á Ítalíu og
kom heim til Islands með börnin sín
tvö eftir að fregnir bárust af kjarn-
orkuslysinu. Nú hefur Elsa snúið til
HELGARPÓSTURINN 7