Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 9
MÁLFLUTNINGUR í FÓGETAMÁLINU í EYJUM Á MÁNUDAG - DÓMS AÐ VÆNTA FYRIR HELGI „EINKABANKI" BÆJARFÓGETANS A mánudaginn fór fram mál- flutningur í allsérstœdu sakamáli, sem kallaö hefur ueriö Fógeta- máliö og er kennt viö Kristján Torfason, bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum. Sérskipaöur dómur þriggja manna sat frá því klukkan 9 aö morgni og til rösklega 18 og hlýddi á Braga Steinarsson vara- ríkissaksóknara sœkja mál á hendur Kristjáni fógeta og Olafi Jónssyni, fv. gjaldkera og aöalbók- ara viö fógetaembættiö í Eyjum og varnarrœöu r lögmanna ákœröu. Geröi vararíkissaksóknari kröfu um aö þeir Kristján og Olafur yröu sakfelldir skv. ákœru fyrir brot í opinberu starfi og Ólafur auk þess fyrir auögunarbrot. Hámarksrefsing fyrir brot í opin- beru starfi getur oröiö allt aö fjóru og hálfu ári í fangelsi, en fyrir auögunarbrot 9 ár. Dómurinn óskaði eftir því að kannað yrði hvort vera kynni að um auðgunarbrot hefði einnig ver- ið, að ræða hjá fógeta. Við flutn- ing málsins breytti ákæruvaldið dómkröfum og taldi fjártökur Ólafs eiga að teljast fjárdráttar- brot. Sök aðalbókarans er að mati ákæruvaldsins meiri, en báðir taldir sekir um bókhaldsfals, óheimilar lánveitingar úr sjóðum embættisins, óheimilan greiðslu- frest vegna tollafgreiðslu o.fl. í stuttu máli má segja að málið snúist um þá staðreynd, að bæjar- fógetinn og aðalbókarinn hafi notað sjóði embættisins sem eins konar banka eða sparisjóð til þess að taka lán handa sjálfum sér og starfsstúlkum á skrifstofunni. Aðferðin, sem beitt var, var sú að viðkomandi aðiljar fengu lán sem skráð voru sem endur- greiðslur á ofgreiddum þinggjöld- um. Einnig var um að ræða inni- stæðulausar ávísanir. í tveimur til- vikum „veittu" aðalbókarinn og bæjarfógetinn sjálfum sér lán með því að skrifa gúmmítékka, sem síðan voru geymdir í sjóði embættisins án þess að tékkunum væri framvísað við banka til skuld- færslu á viðkomandi tékkareikn- ingum. Þá er ákært fyrir að það hafi verið tíðkað að taka við inni- stæðulausum ávísunum frá fyrir- tækjum sem greiðslum fyrir vangoldnum opinberum gjöldum í miklum mæli og þeim síðan ekki framvísað um margra mánaða skeið. Ákært er vegna 11 tiltek- inna tékka í þessu sambandi. „Akæran eins og ísjaki..." Hins vegar lét vararíkissaksókn- ari þess getið, að í þessu máli væri ekki ákært nema vegna tiltekinna tékka, sem voru í kassa þegar málið fór í rannsókn. „Það var ekki ákært vegna tékka sem þegar voru komnir í banka,“ sagði Bragi Steinarsson. „Það er spurn- ing hvort ákæran hefði ekki átt að vera víðtækari, því RLR tók til rannsóknar mun fleiri tékka. Það má líkja ákærunni og rannsókn- inni við ísjaka. Við sjáum bara toppinn," sagði saksóknari. I máli þessu er Kristján Torfason bæjarfógeti ekki ákærður fyrir auðgunarbrot, heldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sér til fram- dráttar, en Ólafur Jónsson er sak- aður um auðgunarbrot. Málið snýst um það hvort bæjar- fógetaembætti megi „reka útlána- starfsemi", eins og sækjandi orðaði þetta. Lög taka af öll tví- mæli um að svo er ekki og því höfðar ákæruvaldið refsimál. Benedikt Blöndal hrl., verjandi bæjarfógetans, Iagði ríka áherzlu á að Kristján Torfason hefði reynzt ríkinu góður innheimtumaður og ekkert væri athugavert við það þótt skuldurum þinggjalda væri veittur gjaldfrestur með útgáfu gúmmítékka. Það hefði reynzt vel í „þessu sérstæðasta bæjarfélagi á Islandi, þar sem peningarnir fara ekki að koma fyrr en bátarnir fara að róa.“ Benedikt krafðist sýknu. Sveinn Snorrason hrl., verjandi Ólafs Jónssonar, krafðist vægustu refsingar vegna málsbóta skjól- stæðings síns, sem fælust m.a. í því að hann hefði í flestum til- vikum farið að eins og fógeti eða að fyrirmælum hans. Hjá báðum lögmönnunum kom fram að „innheimtuaðferðir" bæjarfógeta og starfsmanna hans væru tíðkaðar víðar á landinu en í Vestmannaeyjum. Dómsmólaráðuneytið aerir greinarmun á fógeta og starfsmanni hans Af máli Braga Steinarssonar mátti ætla, að við rannsókn máls- ins hefði borið á afskiptum og fyrirmælum dómsmálaráðuneytis- ins. Vararíkissaksóknari talaði raunar aldrei um bein afskipti, en af orðum hans varð ekki annað skilið en svo hefði verið. Er það í samræmi við skilmerkilega grein Helgarpóstsins um þetta mál í marz á sl. ári, þar sem vitnað var til heimilda í dómskerfinu þess efnis að starfsmenn dómsmála- ráðuneytisins hefðu haft afskipti af rannsókninni og störfum sak- sóknara. leftir Halldór Halldórsson^HH KRISTJÁN TORFASON ÁKÆRÐUR FYRIR BROT í OPINBERU STARFI, M.A. SKJALAFALS, ÓLÖGLEGAR LÁNVEITINGAR ÚR SJÓÐI EMBÆTTISINS, GREIÐASEMI VIÐ ÚTVALDA SKULDARA, GEYMSLU Á GÚMMÍTÉKKUM ÞRÁAÐIST VIÐ AÐ MÆTA í YFIRHEYRSLUR DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ TELUR MÁL FÓGETA „INNANHÚSSVANDAMÁL" Kristján Torfason, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. ÁKÆRA RÍKISSAKSÓK.NARI gjönr kunrwgt: Olaíl Jómtyni, fyrrvirandl aialbókara, Asbyrgi, Ve*cr.annaey3um, íadtfum þar 1 be 23. Jilnl 1940, bifus fynr brot i oplr.beru itaríi, ir.aria r.riitjini íyrir brot i eriettiiitðríum tem bejarfógeti i Veit- mar.naeyjum, en ifceria Olafl íynr brot i itarfi len aiaibókari 09 um itundaraakir lem qjaidkeri víó tara enbatti. Biium ikeriu er geíid ai lök ai hafa r.eó •taríiaðicöiu lina vid bejarfógetaembettið, ýmiit Ijilfum iér eða öðrum tii ivinningi 09 fyrirgrciiilu 09 þi jafnframt raeð gerium linum hallað rétti him opinbera 09 rýrt að lama ikapi hlut pesi i ijóðum embectlsim fri þvi icm annari heíðl verið. Ákæran á hendur Kristjáni Torfasyni og Ólafi Jónssyni, fyrrverandi aðal- bókara (Vestmannaeyjum. Aðalskjalið um þetta atriði er umsögn dómsmálaráðuneytisins frá 23. janúar í fyrra, um lögreglu- rannsókn málsins, en samkvæmt lögum ber saksóknara að óska slíkrar umsagnar, þar sem bæjar- fógeti er undirmaður dómsmála- ráðherra Jóns Helgasonar, en svo vill til að þeir Jón og Kristján 'lorfason eru systkinasynir. I umsögn ráðuneytisins er lögð áherzla á það, að meintar sakir aðalbókarans hljóti þá meðferð, sem ákæruvaldið telji efni standa tii. Hins vegar er Kristján bæjarfógeti skilinn útundan að þessu leyti í bréfi dómsmálaráðuneytisins. Um hann og hans mál er rætt sem eins konar „innanhússvanda- mál“ dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis og fjárreið- ur bæjarfógetaembættisins, að því er hann varðar, verði kann- aðar og leystar á vettvangi ráðuneytanna, þar sem um sé að ræða mál sem sé „stjórn- sýslulegs“ eðlis, eins og segir í bréfi dómsmálaráðuneytisins. „Hér eru dregin skil á milli aðal- bókara og bæjarfógeta", sagði vararíkissaksóknari í ræðu sinni. „Ákæran gengur þvert á um- sögnina vegna þess að báðir (þ.e. Kristján Torfason og Olafur aðal- bókari) eru taldir hafa unnið til saka,“ sagði Bragi Steinarsson í ræðu sinni í dómsala A í Saka- dómi Reykjavíkur á mánudag. Og hann bætti við: „Auðvitað geta ráðuneytin fjallað um misfellur, sem undir þau heyra, en þegar um misferli er að ræða er það ákæruvaldsins og dómstólanna að fjalla um það. Það er á þessum grundvelli sem ákært er í málinu, en ekki á grundvelli sjónarmiða dómsmálaráðuneytis eða fjármálaráðuneytis." Varðandi umsögn dómsmála- ráðuneytisins hlýtur það að vekja athygli, að það tók dómsmálaráðu- neytið nær því þrjá mánuði að svara embætti ríkissaksóknara. Fógeti ósamvinnuþýður og neitaði að afhenda RLR umbeðnar upplýsingar En það var ekki einungis ráðu- neytið sem var tregt í taumi, heldur kvartaði vararíkissaksókn- ari yfir því að Kristján Torfason bæjarfógeti, sem nú mun vera í námsleyfi, hefði verið ósamvinnu- þýður við rannsóknarmenn. Öðru máli hefði gegnt með Ólaf aðal- bókara, en með framburði sínum hefði hann einmitt orðið þess valdandi að rannsóknin varð víð- tækari en til stóð í upphafi. Upphaf málsins er það, að starfs- menn Ríkisendurskoðunar fóru í heimsókn á fógetaskrifstofurnar í Eyjum, í maí 1983, og gerðu af- markaða könnun á fjárreiðum embættisins. í ljós kom að ekki var allt með felldu og var bent á tvennt. Annars vegar geymslu embættisins á innistæðulausum ávísunum í „kassá' skrifstofunnar og hins vegar óheimila tollaf- greiðsluhætti. Dómsmálaráðu- neytið var látið vita, þar sem starfsmenn Ríkisendurskoðunar töldu málið það alvarlegt. Luku þeir sjóðtalningu og sendu síðan röskar tvær milljónir, sem voru í vörzlu fógetaembættis, á reikning þess nr. 2 í Útvegsbankanum í Vestmannaeyjum og fengu Fyrir rösku ári fjallaði HP sérstaklega um meint afskipti dómsmálaráðuneytisins af rannsókninni og benti á frændsemi dómsmálaráðherra og fógetans í Eyjum. kvittun. Átta dögum síðar kom svo í ljós, að útibússtjórinn hafði ekki bókfært innleggið á reikn- inginn og mun það hafa verið að ósk Ólafs aðalbókara, sem við yfirheyrslu kvaðst hafa óskað eftir því að svo yrði ekki gert strax og hefði Kristján bæjarfógeti sam- þykkt það. Með þessu var farið að grípa fram fyrir hendurnar á eftir- litsmönnum rikisins og reynt að „reddá' málum. Frarr. kom í máli Braga Steinars- sonar vararíkissaksóknara, að Kristján Torfason bæjarfógeti virð- ist hafa verið tregur til að sinna boðunum í yfirheyrslur, en þess í stað fallizt á að „taka afstöðu til tiltekinna spurningá' skriflega, sem hann og gerði. Þá kom einnig fram að fógeti neitaði ósk Erlu Jónsdóttur, deildarstjóra hjá RLR, um reikningsyfirlit á tilteknum tímum. RLR hefði svo loks fengið yfirlit yfir einn mánuð eftir að hafa hótað að krefjast úrskurðar Sakadóms um neitun Kristjáns. Að lokum skal þess getið að Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari gerði grein fyrir fordæm- um í Hæstaréttardómum og öðr- um dómum, þar sem nær undan- tekningarlaust hefði verið dæmt óskilorðsbundið í málum er varða brot í opinberum störfum. Það verður hlutverk þeirra - Gunnlaugs Briem yfirsakadómara, Haralds Henryssonar sakadómara og Ásgeirs Péturssonar sýslumanns að skera úr um. Dóms má vænta jafnvel fyrir helgi. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.