Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 18
eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur mynd Jim Smarti Jt GÆTI STAÐIÐ MEÐ SPJÓT OG SAGT Hann kemur mér á óvart. Hann er rólegur og yfirvegaður og stillir hinum sérkennilega, gjallandi hlátri í hóf. Annan eins hlátur hef ég hvorki fyrr né síðar heyrt, nema ef vera skyldi hjá Nonna bróður hans. I fyrstu viröist hann svolítið feiminn og sérdeilis hógvœr, en svo fatta ég djókinn og fljótlega stend ég mig að því að kútveltast afhlátri; efekki upp- hátt, þá innra meö mér. Hann segir mér þó seinna að fólk geri sér oft rangar hugmyndir um hann, haldi að hann sé harðlokaður og erfitt að komast að kjarnanum í honum. En þetta sé nú bara vitleysa, það sé ekkert meira á bak við yfirborðið. Hann haldi sjálfur að hann sé bara svona þunnur. En ég þykist nú aldeilis vita betur.. . Háls-, nef- og eyrnalæknirinn, vínsnobbarinn og dellukarlinn Einar Thoroddsen hittir mig heima í stofu sinni á sjálfan kosningadaginn. Það er hreint engin kosningaspenna í Einari en hann viðurkennir að sig langi mikið til að horfa á heimsmeistarakeppnina í fótbolta í sjónvarp- inu. „Ég er með dellu fyrir fótbolta en ég hef engan áhuga á pólitík. Ætli ég lufsist nú ekki samt til að kjósa. En mér leiðist pólitík og ég á voðalega erfitt með að hugsa mér að fara að hugsa eftir einhverri fyrirframgefinni línu.“ — Já, en er þad ekki ósköp þœgilegt, spyr ég svona til að skora hann svolítið á hólm. ,,Nei,“ svarar hann að bragði og sest í þægileg- an leðursófann, „ekki þegar maður á að fara að hafa skoðanir á smámálum. Mér finnst það t.d. afleitt að ef maður er vinstri maður þá eigi manni að finnast Hallgrímskirkja Ijót og vont að styðja kvennabaráttu þegar maður má ekki hafa bíladellu." Ég hvái og það hneggjar svolítið í Ein- ari. „Auðvitað eru þetta fanatísk dæmi, en fras- anum „burt með blikkbeljurnar hefur verið laumað inn í kvennabaráttuna. Ég er óttalega fanatískur. Það er talsverð fanatík í ættinni, Guðjónsenfanatíkin." Pabbi var mikill stemmningsmaður Ættin, já. Einar er af m.a. Thoroddsen- og Guðjónsenætt, sonur hjónanna Drífu Viðar, skáldkonu og listmálara, og Skúla Thoroddsen heimilis- og augnlæknis. Bæði eru nú látin en þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna sjálf- sagt til þess að hafa heyrt að heimili Skúla og Drífu hafi verið einstaklega líflegt og skemmti- legt og Skúli feikilega vinsæll, bæði sem læknir og manneskja. Sjálf man ég.eftir því að Skúli var dýrkaður á heimili þar sem ég var heimagangur þegar ég var smápeð. Mér leikur því mikill hug- ur á að heyra Einar segja frá foreldrum sínum, æsku og uppvexti. „Pabbi var maður sem aldrei gat séð autt ræðupúlt í friði og þóttist alltaf hafa vit á hlutun- um og ef hann gat ekki látið sem hann hefði vit á hlutunum sneri hann öllu upp í grín, þannig að það var mikið grín hjá honum. Allir Thorodd- senar eru með senukomplex." Einar kímir. „Hann var dálítill ofurhugi og stemmningsmað- ur. Ef hann fann inn á að eitthvað myndi passa inn í stemmninguna lét hann það fjúka. Hann var bæði heimilislæknir og augnlæknir. Það var á þeim tíma meðan hægt var að vera bæði sér- fræðingur og heimilislæknir. Og hann var með fjöldann allan af sjúklingum, 700 sjúklinga fyrir utan þá föstu hirð sem hann hafði erft frá Katr- ínu Thoroddsen, afasystur minni, þegar hún hætti að praktísera. Mig langaði ekki til að verða læknir þegar ég var lítill, það var svo mikill ófriður sem fylgdi því. Mér fannst svo leiðinlegt að verða að ljúga í símann að pabbi væri ekki heima þegar hann fleygði sér upp í sófa og lagði sig. Ég var svo hreinskilinn þegar ég var lítill strákur að ég var farinn að segja að hann væri ekki við...látinn. Ég er líka og hef alltaf verið óttalega jarðbundinn og ég hugsa að ég hafi það frá mömmu. Ég er fæddur í Meyjarmerkinu og er tvöföld meyja, því ég er rísandi meyja í ofan- álag. Ég ætti þess vegna að vera ógurlegur perfeksjónisti en einhvern veginn klikkaði það líka. Ég á tiltölulega auðvelt með að yppa öxl- um. En ég er samt svolítið jarðbundinn; ég var t.d. strax byrjaður að leiðrétta útlendar siettur hjá mömmu og pabba þegar ég var 7 ára.“ Mömmu leið best í rigningu... Já... hugsa ég og nótera hjá mér að ég þurfi nú endilega að spyrja hann að því hvernig hann skilgreini hugtakið „að vera jarðbundinn". En Einar er kominn í stuð og heldur áfram. „Mamma var líka mikil útimanneskja. Henni leið best í rigningu á Þingvöllum. Hún var nú samt ekki sundlaugarmanneskja, þótt sundlaug- in væri ekki langt frá heimili okkar. Henni þóttu litbrigðin í rigningunni svo falleg. Og hún hafði líka mikið hugmyndaflug þótt hún væri jarð- bundin." Miklu þægilegra að vera þægur en óþægur — Hvernig var uppeldinu háttað? Einar brosir. „Uppeldið var allt mjög laust í reipunum. Við vorum fjögur systkinin, ég elstur, og þeir sem vildu vera óþekkir voru það. Ég hætti sjálfur að vera óþekkur þegar ég var 7 ára. Það var kannski vegna þess að ég var í sveit á hverju sumri frá 6 ára aldri. Ég var alltaf mjög hlýðinn við ókunnugt fólk og þótt ég kynntist síðar þessu fólki og það yrði vinir mínir, hlýddi ég því alltaf. Mér fannst líka miklu þægilegra að vera þægur en óþægur. Foreldrar mínir dóu með stuttu millibili þegar ég var rúmlega tvítugur. Þá var Nonni bróðir 13 ára, Theódóra systir um tvít- ugt og Guðmundur bróðir eitthvað yngri.“ — Tókuö þid systir þín þá vid uppeldi brœöra ykkar? „Nei, nei,“ svarar Einar að bragði, „það hélt bara áfram sama uppeldi og verið hafði. Það voru ekki lagðar á okkur miklar hömlur og ég er bara ánægður með það.“ Köld skynsemin ein saman — Ertu gódur teiknari eins og myndlistarmad- urinn, hann Guðmundur bróðir þinn? Drukkuð þið ekki öll í ykkur myndlistarhœfileika með móðurmjólkinni? „Ég fór í Handíða- og myndlistarskólann þeg- ar ég var 5 ára og teiknaði tígrisdýr þar sem rendurnar náðu út fyrir skrokkinn.“ Einar er sposkur. „Ég var þar í nokkrar vikur. Mömmu þótti ég svo efnilegur að hún hætti að mála um skeið. Síðan eru engar fréttir af hæfileikum mín- um fyrr en í fyrsta bekk gaggó þegar teiknikenn- arinn okkar Theódóru varð steinhissa og sagðist aldrei hafa séð þvílíkan mun á systkinum. Sagði að hún teiknaði af listrænu næmi en ég af kaldri skynseminni einni saman.“ — Varstu sleginn yfir þessum orðum hans? „Nei, nei,“ segir Einar barnslegur, „ég var voða glaður yfir þessu. Þetta var ekkert nýtt fyr- ir mér. Hins vegar hef ég verið að fullkomna mig undanfarið við að teikna kanínur, Ijón og fíla handa krökkunum sem koma á stofuna til mín. Ingrid!" kallar hann til sambýliskonu sinnar, sem rétt í þessu birtist og heilsar hlýlega, „þekkja börnin þessi dýr sem ég er að teikna?" „Jahá,“ segir Ingrid og það er enginn vafi í rödd- inni og síðan hverfur hún inn í herbergi. „Já. Þó að börnin séu oft tiltölulega ánægð með þessar teikningar sem ég nota til að verðlauna þau og múta þeim til að vera þæg, þá myndi ég lýsa mér sem óskaplega lélegum teiknara þar sem ísköld skynsemin hefur yfirhöndina." Kinn almenna Thoroddsen skortir metnaðargirni — En einhverja listrœna hœfileika hefurðu þó erft? Nú eru svo mörg skáld og rithöfundar í Thoroddsenættinni — og svo auðvitað lœknar og stjórnmálamenn? „Já og nei,“ segir Einar og lætur sig síga ofan í gríðarmjúkan sófan.“ Fyrir utan senukomplex- inn hrjáir Thoroddsenættina svo mikil eðlisleti. Hinn almenni Thoroddsen nennir ekki að standa í neinu veseni og vantar alveg alla metn- aðargirni. Ég lærði þó á píanó í átta ár, fyrst hjá Katrínu Viðar, ömmu minni, síðan hjá Jórunni Viðar, móðursystur minni, og loks hjá Árna Kristjánssyni. En ég er eins og Englendingar segja „jack of all trades and master of none“. Ég myndi aldrei vilja vera fullkominn í einu og þurfa þá að fórna öllu hinu, því ég held að það væri svo leiðinlegt. Ég hætti líka vegna þess að síðustu 4 árin fannst mér ég vera nákvæmlega jafngóður í öllum tímum. Ég æfði mig nefnilega ekki í tækninni. Mér fannst miklu skemmtilegra að vera á músíkölsku fylliríi og var alltaf að spila ný og ný Iög af blaði. En ég fékk dellu fyrir klass- ískri músik þegar ég var 13 ára gamall en hafði aldrei nokkurn áhuga á rokki. Þess vegna var ég örugglega álitinn vera svolítið skrítinn meðal jafnaldra minna en ég lét það ekkert á mig fá. Mér fannst Bítlarnir þó helvíti góðir." Tilraunir með tóna og Ijóð — Samdirðu sjálfur tónlist? „Ég samdi einu sinni laglinu og tveimur árum síðar heyrði ég mjög líka laglínu hjá hljómsveit- inni Kinks, þannig að maður hefði kannski átt að fara út í þetta? Svo samdi ég líka nokkrar lag- linur sem voru rómantískar í stíl við Chopin. Þó hætti ég mér aldrei út í að útsetja. Ég bjó að vísu einu sinni til lítið barokklag sem við systir mín sungum tvíraddað og gáfum Jórunni frænku i jólagjöf. Svo orti ég líka pínulítið þegar ég var í menntó. í máladeild voru menn eins óg Pétur Gunnarsson sem gengu með skáld í maganum en við í stærðfræðideildinni vorum hagyrðing- ar. Létum minna fyrir okkur fara en köstuðum stundum fram vísu eftir mikinn undirbúning og komum stundum einni ferskeytlu í blöðin ef við vorum djarfir." Og svo hneggjar í honum. — Yrkirðu enn? „Nei,“ segir Einar á sinn rólega hátt. „Það væri gaman að prófa að setjast niður og yrkja en ég geng ekki með skáld eða rithöfund í maganum. Eg myndi sennilega ekki endast til að búa til persónu sem náttúru sinnar vegna yrði að hjakka í sama farinu út alla skáldsöguna. Ef ég færi að snúa mér að skáldskap yrði það sem ég semdi æ styttra og yrði bara að málshætti fyrir rest, sem kannski sýnir best hvað ég er mikil meyja. Nei, ég hef ekkert vit á stjörnuspeki en ég læt oft eins og ég viti.“ Og enn hneggjar í hon- um. Það tekur heldur enginn eftir Alec Guiness... — Varstu áberandi í félagslífinu í menntó? „Nei,“ segir Einar með hægð, „ég var léttur fé- lagsskítur. Ég var að vísu stundum fenginn til að troða upp á skemmtunum, þannig að ég geri ráð fyrir að fólk hafi vitað hver ég var. Þá söng ég og hermdi pínulítið eftir kennurunum, var með svona grínþætti. Þetta var bara týpískur senu- komplex Thoroddsenættarinnar. Ég var hins vegar ekkert áberandi og er ekkert áberandi í hópi. Allaveg ekki útlitsins vegna. Það er heldur ekki tekið eftir Alec Guinness í hópi. Heyrðu nei, hne, hnje, hnje. Nei, ég var óttaleg kennara- sleikja. Gerði gjarnan það sem kennararnir vildu, fyrir utan heimalærdóminn sem ég var hálflélegur við; Ég var samt í uppáhaldi hjá kennurunum. Ég veit ekki afhverju. Sennilega vegna þess að ég var kurteis en ekki frakkur og mætti alltaf vel. En ég hef líka alltaf verið hræddur við vald einkennisbúninga og stétta. Ég var t.d. sá eini í gaggó sem alltaf skipti í miðju. Það kom að vísu ekki til af góðu. Ég lenti hjá rakara sem neitaði að klippa mig sveitaklipp- ingunni, þú veist þessari með vaskafatið, heldur vildi hann koma á mig Tommy-Steele klippingu. Greiddi þess vegna hárið allt aftur og sagði að svona ætti ég að hafa það. En 10 mínútum eftir að ég kom frá rakaranum skiptist hárið sjálf- krafa í miðju. Og af því að ég var svo hræddur við hann þorði ég ekki annað en að greiða hárið sjálfur aftur og alltaf skiptist það sjálfkrafa í miðj- unni. Ég hugsa að ég hafi örugglega verið talinn skrítinn með hárið svona. En að öðru leyti var ég ekki áberandi." Varð að hætta við drauminn, helv. vesen... — Þú sagðir áðan að þig hefði ekki langað til að verða lœknir þegar þú varst lítill strákur. Hvað langaði þig þá að verða þegar þú yrðir stór? „Atvinnuspjótkastari. Ég hélt nefnilega að ég yrði góður í því. Það var nú bara vegna þess að í hvert skipti sem ég kastaði, var ég svo helvíti góður. Nei, nei, ég æfði mig ekki neitt, ég kast- aði bara hrífusköftum í sveitinni. En svo varð ég að hætta við drauminn þegar ég var 12 ára, því þá sá ég að þetta þýddi ekkert því spjótkast er ekki atvinnugrein. Það má ekki þiggja fé fyrir íþróttir, helvítis vesen. Ég var hins vegar ekkert í löggustandinu eða strætóinu. Mig langaði ekki einu sinni til að verða leikari. Ég held að það hljóti að vera ofsalega leiðinlegt að segja sömu setninguna kvöld eftir kvöld. Hvað þá að láta sjá til sín vera að æfa eitthvað sem maður þarf að segja seinna. Jú, mér flaug nú í hug að verða leikari en það hefði ekkert þýtt. Ég hefði orðið 1. flokkur B, en aldrei mjög góður. Ég hefði get- að staðið með spjót og sagt: Já, herra. En ekki meir. Þá hefði spjótkastið allavega komið að gagni. Jú, kannski hefði þetta gengið, alla vega

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.