Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 17
ið upp við sem flesta skóla í þéttbýli.
Sverrir Hermannsson sló því ný-
lega fram að stytta þyrfti skóla-
skyldu til þess að börn gætu fylgst
með sauðburði. Kennarar sem hafa
fylgst aðeins með, vita að sá munur
er á sveitadvöl barna nú og þegar
Sverrir var polli að bændur taka
peninga fyrir að ala upp börn fyrir
kaupstaðarbúa — rétt eins og aðrir
sem taka að sér uppeldi fyrir vanda-
lausa. Það kostar því orðið vel mán-
aðarlaun að senda einn grísling í
hálfsmánaðardvöl til bænda og því
engin leið önnur til þess að hafa
eitthvert skikk á því að börnin
kynnist sauðburði en að skólarnir
komi sér sjálfir upp fjárhúsum.
Helsti meinbugur sem menn sjá á
þessari tilhögun er að ekki er víst að
bændamafían, margfræg, eigi
nokkurt búmark aflögu fyrir svona
lagað sem bændur eru vísir til að
kalla leikarabúskap. . .
A
^^^^ðfaranott föstudagsins 30.
maí síðastliðinn lagði af stað
heil geðdeild af Kleppsspítala til
tveggja vikna dvalar í sumarhúsum
í Hollandi. Þetta mun í fyrsta sinn
sem heil deild fer í slika ferð. Sextán
vistmenn fóru ásamt átta starfs-
mönnum. Þetta hefði ekki verið
hægt nema vegna dugnaðar bæði
vistmanna og starfsmanna við að
safna fé, því fé það sem rennur úr
ríkiskassanum dugir ekki til að heil
deild komist í utanlandsferð. Sótt
hefur verið um styrk til fararinnar til
hins opinbera en mestmegnis hafa
verið neitanir á þeim bæ. Hver
kannast ekki við það? En menn á
Kleppi dóu ekki ráðalausir og í allan
vetur hafa staðið yfir flóamarkaðir,
pizzusala, útgáfa brandarablaðs
sem ber nafnið Gleðibankinn
o.s.frv., o.s.frv. Víst er að vistmenn-
irnir ætla að skemmta sér konung-
lega í Hollandi.. .
BILSOM COM
Þráðlaust fyrir útvarp/segulband
• Hljómlist • Tilkynningar • Menntun • Útvarp
Þetta kerfi er svokallað þriggjarása kerfi sem sendir á þrem rásum í einu, starfsmaður getur valið
um rás sjálfur óháð öðrum, þ.e.a.s. Rás 1, Rás 2 frá Ríkisútvarpinu og/eða segulbandi, einnig er
hægt að kalla inn á kerfið með hljóðnema ýmsar tilkynningar eins og ef þarf að ná til starfs-
manns í síma eða til viðtals.
Hentar t. d. fyrir verksmiójur, fiskiskip, frystihús,
trésmiðjur, vélsmiöjur, saumastofur o. fl.
Kerfið er ekki stefnuvirkt
Upplýsingar og tæknilega ráðgjöf færðu hjá
Ármúla 34,108 Reykjavík.Símar: 91-34060 34066.
3 slórkostlegar songkonur
m.a. Shella Bonnick sem var ein aðal-
söngkonan í Boney M. skemmta gestum
okkar í Y fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöld.
Opið öll kvöld
Smiðjuvegi Kópavogi.
Opið öll kvöld
SHELLA ANÐ THE EXTREMES
HELGARPÓSTURINN 17