Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 3
FYRSI OG FREMST SMARTSKOT SIÐUSTU VIKUNA hefur fátt borið oftar á gömlu gómana en svokallaðan „umskiptingalistá' fjórdálka auglýsingu sem birtist í Mogganum síðastliðinn föstudag. Þar lýstu níu listamenn — tónlist- armenn, leikarar, rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn — yfir stuðningi við Davíð borgarstjóra, en áréttuðu um leið að þeir kysu „menn en ekki flokká', sumsé Davíð Oddsson en ekki endilega Sjálfstœðisflokkinn. Nafnið umskiptingalistinn hefur fest við þetta tiltæki af þeirri einföldu ástæðu að ýms nöfn sem á honum eru hafa hingað til verið fremur bendluð við vinstristefnu og vinstriöfl en íhaldið. Enda stóð það heima að Alþýðubandalagið rauk upp til handa og fóta við þessi tíðindi og safnaði óvígu liði fjörutíu listamanna á annan lista, i þetta sinn undir slagorðinu „við kjósum menn og málefni". Segir sagan að þótt tíminn hafi verið naumur — aðeins einn dagur — hafi Alþýðubandalaginu veist létt að safna fjörutíumenningunum á listann vegna þeirrar undrunar og hneykslunar sem vera ýmissa lista- manna á Davíðslistanum vakti — nefnum Þórarin Eldjárn, Steinunni Sigurðardóttur, Friðrik Þór Friðriksson, Kjartan Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson og Sigurð Pálsson. EITT NAFN þykir áberandi fjarveru sinnar vegna á téðum stuðningslista Davíðs — hvar, heyrðist spurt, er Hrafn Gunn- laugsson, kvikmyndaleikstjóri, rithöfundur, formaður fram- kvæmdastjórnar Listahátíðar, dagskrárdeildarstjóri o.s.frv.? Það þurfti ekki annað en að fletta fram um eina síðu í Morgunblaðinu og þar blasti svarið við — greinarstúf- urinn „Davíð þarf á atkvæðum okkar allra að halda", eftir Hrafn Gunnlaugsson. Það er náttúrlega alkunna að Davíð og Hrafn eru nánir vinir og samstarfsmenn — er ekki með réttu hægt að kalla Hrafn skemmtanastjóra Davíðs? — og það er heldur ekkert leyndar- mál að flestir þeir sem rituðu nöfn sín á umskiptingalistann eru líka vinir og samstarfsmenn Hrafns. Því lögðu menn saman tvo og tvo og þótti enginn vafi leika á því að listinn hefði verið saman settur og birtur að undirlagi Hrafns Gunnlaugssonar. Reyndar hefur Helgarpósturinn heimildir fyrir því að sú sé raunin. Það er altént ljóst að stjórnmála- flokkum þykir mikill akkur í stuðningi listamanna þegar kosn- ingar eru í uppsiglingu; það má reyndar velta því fyrir sér í hálf- kæringi hvort hér séu þær að koma aftur uppá yfirborðið vær- ingarnar eilífu sem hér áður fyrr voru á milli vinstri- og hægrisinn- aðra listamanna. Síðasta áratuginn eða svo hefur verið friðlegt í þess- um herbúðum, en nú — er þetta upphafið að langvinnu og hat- römmu stríði sem gæti, þegar fram líða stundir, hlotið nafnið „listastríðið?" ÞAÐ GEKK á ýmsu í kosninga- baráttunni eins og endra nær. Nokkuð hefur verið rætt um rósir og er Helgarpóstinum ljúft að bæta við eftirfarandi sögu sem við höfum heyrt: Kvenfélag Breiðholtssóknar vildi af eðlilegum hvötum nýta sér fólksstrauminn sem ferðaðist um með x-in sín og héldu konurnar niður á sinn kjörstað til að freista þess að safna nokkru fé með því að bjóða fallega vöru til sölu. Ekki skal fullyrt um pólitíska vitund þessara vel meinandi kvenna, en alténd þótti boðin vara ekki við hæfi á staðnum svona á meðan atkvæðin gengu inn og voru ef til vill í þann mund að ákveða sig. Hin boðna vara reyndist nefnilega vera rauðar rósir — sem eins og allir, ja, flestir, vita að er tákn krata. — Nú, blómasalan var stöðvuð hið snarasta. . . MEIRA ÚR kosningabarátt- unni. Alþýðuflokkurinn rak sem kunnugt er útvarpsstöðina Rás-A síðustu vikuna fyrir kosningar. Eitt sinn þegar verið var að leika diskólag af miklum móð var hringt í stjórnendur rásarinnar og reyndist það vera kvenkjósandi úr hinum fjölmenna hópi óákveð- inna. Tilkynnti hún að ef stjórn- andinn myndi innan tveggja mín- útna setja á fóninn lagið Kötu- kvæði með Örvari Kristjánssyni myndi hún umsvifalaust gera upp hug sinn og kjósa A-listann. Stjórnandinn fann lagið á minna ,en hálfri mínútu og varð diskó- lagið miskunnarlaust að víkja, enda atkvæði í húfi. Kratar unnu svo kosningarnar einsog menn muna! DRAUGAGANGUR hefur lengi fylgt íslendingum og virðist meira að segja laumast í ritvél blaðamanna. Þannig gengur franska skáldkonan Simone de Bouvoir aftur á síðum DV á mið- vikudaginn þar sem blaðamaður dáist að því að þessi tæplega átt- ræða kona „er óvenjuung, svo heilsugóð að aðeins einu sinni á ævinni hefur hún farið á sjúkra- hús. ..“ Pistillinn endar svo á að segja að á kaffihúsarölti um París geti ferðalangar enn átt von á að sjá þessa þjóðsagnapersónu með morgunkaffið.. . Það skyldi þó aidrei hafa verið lygi sem sagt var fyrir fáum vikum að konan væri jú barasta dáin. HÉR í ,,DEN“ var það ein helsta skemmtun íslendinga að segja fyndnar sögur af atkvæða- veiðum Sjálfstæðisflokksins — karlægu fólki sem íhaldið dró út af sjúkrahúsum og flutti á kjörstað, gömlum konum sem voru vélaðar útí bílaflota flokksms og leiddar i sannleik um dyggðum prýdda flokksleiðtoga, Gunnar Thor, Geir og Bjarna Ben. Minna hefur heyrst um þessa gríðarlegu sjúkraflutn- inga hin síðari ár, sumir hafa jafn- vel haldið að þeir heyrðu sögunni til, en samkvæmt góðum vini Helgarpóstsins fer þvi fjarri að sú sé raunin: Hann var nefnilega staddur við sinn kjörstað í Mið- bæjarskólanum þegar kom aðvíf- andi fiennistór Volvó-bifreið og við stýrið sat vel klæddur ungur maður, áhrifamaður í ungliða- hreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Útúr bílnum stigu svo fjórir eldri menn af nokkuð ólíku kalíberi, einsog sagt er. Þeir voru þeirrar manntegundar sem í daglegu tali heitir ,,rónar“, „utangarðsmenn" eða „útigangsmenn". Á hæla þeim kom ungliðinn snyrtilegi, vatt sér djarfmannlega útúr bílnum, deplaði auga til fjórmenninganna og mælti þessi orð sem alltaf eiga jafnvel við á kjördag: „Þið munið að kjósa rétt, strákar..." HELGARPÚSTURINN Sigur Víða rísa vonahallir og viðbyggingar með. í kosningunum unnu allir, einhvernveginn séð. Niðri. Eruð þið steinsofandi á verðinum? Árni Þorgrímsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra „Nei, þvert á móti. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að við erum það ekki." — En hvernig gat það gerst að íslenskir flugumferð- arstjórar voru næstum því búnir að valda mesta flug- slysi sögunnar? „Hér get ég nú ekki gefið neitt ákveðið svar. Maður veit þeg- ar svona lagað kemur upp, hvort sem það eru slys í lofti eða á jörðu niðri eða hvað sem er, að þá er það fyrir einhver mistök einhvers." — Er um að kenna agaleysi, ógætni eða ónákvæmni? „Ég er ekki það kunnugur þessu atviki að ég geti sagt hvað olli því, það liggur heldur ekki á lausu ennþá. Nefndin sem er að vinna í málinu kemur til með að skila sínu áliti og þá kemur það vonandi í Ijós hvað olli þessu." — En af hverju hefur flugmálastjóri kvatt rannsóknar- lögregluna til að fylgjast með rannsókn mála? Hefur viðkomandi vakt í flugstjórnarmiðstöðinni brotið eitt- hvað af sér? „Að okkar áliti ekki. En hann verður náttúrulega að velja sínar starfsaðferðir." — Nú er ekki bara svo að allt of stutt hafi verið á milli vélanna og þær hafðar í sömu hæð heldur er mikill mis- munur á milli framburðar flugmanna sem flugu þess- um þotum og flugumferðarstjóranna. Þeir fyrri segja að það hafi verið 200 fet á milli en flugumferðarstjórarn- ir 12 mílur. „Mér er ekki kunnugt um að nokkur flugumferðarstjóri hafi sagt eitthvað opinberlega um fjarlægðina þarna á milli. Hitt er annað mál að flugmálastjóri telur það eftir fyrstu rannsókn á einhverjum skeytasendingum þarna á milli. Það er nú svolítið erfitt, þegar vélar mætast með 800 mílna hraða, að segja ná- kvæmlega fyrir um það hvort það eru 100 fet, 200 eða 500 fet þarna á milli, þannig að ég skal ekkert segja hvað rétt er í þessu máli." — Hafa langvarandi deilur ykkar og flugmáiastjóra eitthvað að segja varðandi þetta atvik? „Það er engin frumorsök. Hitt er annað mál að ég fer ekkert í launkofa með það að á vinnustað er æskilegt að starfsandi sé góður og það verður að segjast eins og er að I flugstjórnarmið- stöðinni hefur hann ekki verið það undanfarna mánuði." — Verða þeir flugumferðarstjórar sem þarna eiga hlut að máli gerðir ábyrgðir og þeir reknir úr starfi? „Nú skal ég ekki segja. Ég held að það gerist ekkert í þessu máli fyrr en búið er að rannsaka. Ég heyrði í fréttum í dag (mið- vikudag) að ekkert hefði komið fram sem segði að um sakhæft atriði væri að ræða. — Hver er réttarstaða flugumferðarstjóra þegar svona lagað kemur upp? „Það hefur ekki komið til dómstóla hér neitt svona mál. En það hefur gerst erlendis að flugumferðarstjóri hefur verið gerð- ur ábyrgur og fengið dóm. Síðar þegar málið var tekið upp aft- ur kom í Ijós að fleira hafði spilað inn í og var maðurinn sýkn- aður í kjölfar þeirra upplýsinga. Ég man hins vegar ekki í svip að svona mál hafi komið upp í nágrannalöndum okkar. — Nú hefur einn flugumferðarstjóranna verið tekinn af vöktum vegna þessa máls! Já, svo sagði Morgunblaðið, en ég grennslaðist fyrir um það hjá yfirflugumferðarstjóra og hann sagði mér að svo væri ekki." — Maðurinn situr þá ennþá vaktir? „Já, eftir því sem ég best veit." Það lá við stórslysi yfir Égilstöðum á mánudag þegar DC-8 þota frá SAS með 186 farþega innanborðs og Júmbóþota frá British Airways með 375 farþega heilsuðust yfir Austfjörðum. Talið er að þarna hefði stærsta flugslys sögunnar næstum því gerst. Farþegar og áhöfn í vélunum voru aðeins nokkur hundruð fet frá tortímingu. Flugmálastjóri fékk ekki að vita um málið fyrr en tveimur tlmum síðar, og íslenska þjóðin ekki fyrr en á miðvikudag. Rannsóknarnefnd flugslysa og rannsóknarlögreglan rannsaka nú málið. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.