Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 16
össur Skarphéðinsson. Bryndís Schram. Ásgeir Arngrímsson. Júlíus Sólnes. Valdimar Þorsteinsson. Áshildur Jónsdóttir. Bœjar- og sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram um síðustu helgi meö þátttöku töluvert fœrri kjósenda en oftast áður. Helstu árslit kosninganna eru á þá leið að A-flokkarn- ir unnu á, ogþó einkum Alþýðuflokkurinn, á meðan ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu, þar af Sjálfstæðisflokkurinn tveimur sterkum meirihlutavígum, Vestmannaeyjakaupstað og Njarðvíkurbœ. Á meðan náði Alþýðuflokkurinn hreinum meirihluta í Keflavík og vann stórsigur í Hafnarfirði þar sem flokkurinn stóð uppi með fimm fulltráa í stað tveggja áður og þurrkaði þar með framboð Oháðra út, en þeir höfðu þar tvo fyrir. Samanlagt fjölgaði krötum um átján í bœjarstjórnum víösvegar um land, en allaböllum um sex, mest á Hásavík, þar sem þeir höfðu einn en fengu þrjá. Hér á eftir fylgja viðtöl sem Helgarpósturinn átti við nokkra þá frambjóðendur sem fyrir helgi þóttust vera íöruggum sœtum eða var spáð að nœðu inn með herkjum, en stóðu svo frammi fyrir öðrum staðreyndum að morgni sunnudagsins. Þetta eru nokkrir ósigurvegarar kosning- anna.. . OSIGURVEGARAR KOSNINGANNA ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, 4. MAÐUR ÁG-LISTA í REYKJAVÍK: „TAPAÐI LÍKA RODDINNI" „Ég vœri hressari hefði ég komist inn," sagði Össur Skarphéðinsson, fjórði maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. „Það var annars búið að vera Ijóst nokkuð lengi að litlar lík- ur vœru á því að ég kœmist inn. Eg hefði viljað sjá okkur með 1—2% meira fylgi en við fengum. Þetta var erfið kosningabarátta og mikil vinna. Ég hafði þó það útúr henni að ég tapaði fimm kílóum. Ég tapaði líka röddinni á stöðugum vinnustaðafundum og erli en hún er að koma aftur. En einsog ég sagði þá bjóst ég við 21—22% fylgi. Hinsveg- ar er ég ánægður með að við bætt- um við okkur í Reykjavík og erum með næsthæsta hlutfall sem Al- þýðubandalagið hefur fengið. Við virðumst vera í sókn alls staðar á landinu. Það sem ég er aftur á móti enn ánægðari með er að það virðist vera lokið ákveðnu tímabili, frjáls- hyggjan er ekki lengur í sókn. Nú held ég að við taki ákveðið pólitískt tómarúm. í kjölfar slíks átands er möguleiki á nýjum hlutum. Félags- hyggjuflokkarnir geta notað sér þetta tómarúm, sem mun vara í nokkra mánuði, til að móta nýjan valkost. Ef félagshyggjuöflin ná að setja fram mótaðan valkost, sem þau geta átt samleið um, getum við átt von á breytingum í hinu pólitíska landslagi á næstu tveimur árum,“ sagði Össur að lokum. BRYNDÍS SCHRAM, 2. MAÐUR Á A-LISTA I REYKJAVÍK: „EKKI HÆTT í POLITIK" ,,Eg bjóst nú aldrei við því að fara inn," sagði Bryndís Schram, önnur á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. ,,Eg hugsaði það aldrei til enda hvað ég hefði gert hefði ég farið inn. Það var fœkkað fulltrúum í borgar- stjórn úr 21 í 15 og þó að v'ð fklivx fylgi okkar um 20% þá var ailrjf mjög ólíklegt að við nœðum tveim- ur inn. Hefðum við ekki aukið fylgið um 20% frá síðustu kosningum hefðum við misst þennan eina mann út. Framsóknarmenn tala um varnar- sigur í Reykjavík en um mig er sagt að ég hafi fallið. En ég var aldrei í neinni stöðu til að falla úr. Ég fór í þetta með því hugarfari að halda í það sama og við höfðum. Síðan bættum við fylgið um 20% og ég er ánægð með þá útkomu. Hvers- vegna í ósköpunum áttum við að gera ráð fyrir því að fá tvo menn inn þegar allir töpuðu mönnum af því að borgarfulltrúum var fækkað um sex? Ég var aldrei trúuð á það að ég færi inn, ég sagði alltaf að mér nægði að koma Bjarna P. Magnús- syni inn og bæta við fylgið. Enda sá ég fram á það að sitja í borgarstjórn í algjörum minnihluta. Það á ekki við mína skapgerð. Ég vil frekar fara út í eitthvað annað. Vinna á öðrum grundvelli. Ég var í kosningabarátt- unni með tvö mál á oddinum sem ég mun vinna að áfram en þau voru húsnæðislausn bæði fyrir unga og aldraða. Ég sé það núna á stefnu- skránni sem búið er að birta fyrir næstu fjögur ár að ekki er minnst á þessi mál. Þannig að ég held að það verði að berjast fyrir þessu á öðrum vettvangi og ég er alveg til í slaginn með það. Mig langar til þess.“ — Ætlarðu þá að halda áfram í pólitík? ,,Ég hugsa það. Mér fannst mjög gaman að vera í svona miklu návígi við fólk. Ég fór á marga vinnustaða- fundi. Mér finnst dálítið endasleppt að vera allt í einu hætt að tala við fólkið og vera bara komin heim í eldhús," sagði Bryndís að lokum. ÁSGEIR ARNGRÍMSSON, 3. MAÐUR Á B-LISTA Á AKUREYRI: „FALL ER FARAR- HEILL" ,,Ég verð að viðurkenna það að ég er vonsvikinn," sagði Ásgeir Arn- grímsson, þriðji maður á lista Fram- sóknarflokksins á Akureyri. ,,En það þýðir ekkert annað en að taka sig á og berjast. Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona slag en mér fannst frekar dauft yfir kosn- ingabaráttunni hjá okkur fram- sóknarmönnum. Eg hefgrun um að menn hafi talið sig örugga með þrjá menn; ég var þó alls ekki öruggur. Ef til vill var ekki unnið nógu vel í kosningabaráttunni vegna þess að menn töldu þriðja sætið öruggt. Það kom inn núna gífurlegur fjöldi nýrra kjósenda og mig grunar að Fram- sóknarflokkurinn eigi ekki mjög stóran hJuta þar. En á hitt ber líka að líta að Sjálfstæðismenn töldu sig eiga 80% af þessu nýja fylgi en þeir virðast ekki hafa náð verulegum árangri þar. Það styður þetta líka að við höf- um fengið hringingar frá fólki sem studdi aðra en okkur af þeirri ástæðu einni að viðkomandi töldu okkur örugga með þrjá inn. Það finnst mér dálítið fáránlegt. En þetta þýðir náttúrulega að við verðum að endurskoða okkar mál. Við verðum að átta okkur á hlutunum, því það er ljóst að margir samverkandi þættir eru ástæðan fyrir fylgistapi okkar. Það er engin ein ástæða sem hægt er að hengja hatt sinn á. Hins- vegar er sveiflan yfir til Alþýðu- flokksins ekki bara bundin við Akureyri, hún virðist vera víðar um landið. Ég tel að við verðum að gera einhverjar breytingar til þess að ná til fólks, og þá sérstaklega ungs fólks. Fylgjendur Framsóknar- flokksins virðast samkvæmt skoð- anakönnunum vera frekar eldra fólk, — hvort það er vegna þess að fólkþroskastmeð aldrinum eða cif öðr- um ástæðum skal ég ekki segja um. Niðurstaðan er sú að þetta er veru- legt áfall fyrir okkur en við verðu'm bara að segja að fall sé fararheill," sagði Ásgeir. VALDIMAR ÞORSTEINSSON, 4. MAÐUR Á D-LISTA Á SELFOSSI: „MJÖG MIKILL ÓSIGUR" „Þetta er mjög mikill ósigur fyrir Sjálfstœðisflokkinn," sagði Vald- imar Þorsteinsson, fjóröi maður á lista Sjálfstœðisflokksins á Selfossi. „Ósigurinn stafar eftil vill af því að það er allt nýtt fólk sem fer á lista hjá okkur. Við vorum einnig í meiri- hluta áður og það er alltaf við ramman reip að draga þegar þann- ig stendur á. Samt sem áður erum við ekkert ósáttir við úrslitin, þannig séð. Þetta var svona víða um land." — Telurðu að ósigurinn hafi nokkuð með Þorstein Pálsson að gera? ,,Nei, alls ekki. Við rekum í sveit- arstjórnarkosningum allt aðra póli- tík en landsmálapólitík. Annars er- um við hvergi bangnir. Alls ekki. Við teljum okkur hafa ótal mögu- leika ennþá. Úrslitin sýna að Sjálfstæðisflokk- urinn vinnur á þar sem hann var í minnihluta en tapar líkt og hér á Selfossi þar sem hann var í meiri- hluta eða meirihlutasamstarfi. Meirihlutarnir falla. Og einhver áhrif hefur landsmálapólitíkin einn- ig haft,“ sagði Valdimar. JÚLÍUS SÓLNES, 5. MAÐUR Á D-LISTA Á SELTJARNARNESI: „OKKUR SJÁLFUM AÐ KENNA" „Það að við höfum tapað manni er bara okkur sjálfum að kenna," sagði Júlíus Sólnes, fimmti maður á lista Sjálfstceðisflokksins á Seltjarn- arnesi. „Við vorum alltof öruggir með okkur og alls ekki nógu dugleg- ir. Það munaöi tveimur atkvœðum, einsog frcegt er orðið, og reyndar lá það mér nœst að finna þessi tvö at- kvœði því ég vissi um fleiri en einn og fleiri en tvo, sem síðan kusu ekki. Eg haföi bara ekki dugnað í mér til að gera neitt í því. Við höfum nú ekki miklar áhyggjur af þessu. Það sem stendur eftir er að við erum eftir sem áður með langhæsta hlutfall greiddra atkvæða af öllum stöðum á landinu hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Við höldum þar með mjög öruggum og traustum meirihluta hér eftir sem áður. Og það er í sjálfu sér aðalatrið- ið finnst mér.“ — En er ekki alltaf slœmt að tapa manni? „Jú, það má segja það. En við er- um eftir sem áður með fjóra menn af sjö í bæjarstjórninni og höfum þar með öruggan meirihluta. Ég held áfram störfum í nefndum fyrir bæ- inn þannig að ég er nú ekki alveg glataður í þessu starfi. Annars held ég að allir séu nú tiltölulega sáttir við þetta eftir atvikum. Menn líta frekar á þetta sem hvatningu um að láta ekki deigan síga fyrir næstu kosningar. Við förum annars ekki að leita mikilla skýringa á þessu, til þess eru þær alltof augljósar," sagði Júlíus að lokum. ÁSHILDUR JÓNSDÓTTIR, 1. MAÐUR Á M-LISTA í REYKJAVÍK: „VIÐ GRÁTUM EKKERT" Nú, ég er bara tiltölulega ánœgð," sagði Ashildur Jónsdóttir, efsti mað- ur á lista Flokks mannsins í Reykja- vík. „Éger ánœgð vegna þess að þó við höfðum ekki náð inn manni þá náðum við því takmarki að verða til sem flokkur. Það er ákveðið skreftil þess að geta haldið áfram. Við getum líka verið ánægð vegna þess að við höfum komið það mikilli umræðu af stað í sambandi við ýmis mál. Ég hef líka heyrt utan að frá, að við höfum kannski fengið hina flokkana til þess að tala meira um aðalatriðin í stað þessa venju- lega karps. En við erum frekar ánægð með þetta en hitt. Við grátum ekkert. Við erum að sjálfsögðu öll mjög óvön að standa í kosningabaráttu en nú stöndum við betur að vígi fyrir næstu kosningar. Þannig að á heild- ina litið þá höfum við náð okkar tak- marki,“ sagði Áshildur. eftir G. Pétur Matthíasson myndir Jim Smart o.fl.i 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3944
Tungumál:
Árgangar:
10
Fjöldi tölublaða/hefta:
530
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1979-1988
Myndað til:
02.06.1988
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Árni Þórarinsson (1979-1988)
Björn Vignir Sigurpálsson (1979-1988)
Útgefandi:
Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi (1979-1988)
Efnisorð:
Lýsing:
Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (05.06.1986)
https://timarit.is/issue/53866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (05.06.1986)

Aðgerðir: