Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 32
 Sumarverk manna eru misjöfn. Sveinn Hauksson ætlar til dæmis að þræða hvern einasta sveitabæ í landinu f sumar og selja nýútkomna hljómplötu sína með eigin verkum. Hún heitir „Alíslenskt þjóðráð" en nafngiftin stafar af þjóðernisrembu flestra aðstandenda hennar, að sögn Sveins sjálfs. Og hann er hvergi smeykur um að gripurinn seljist ekki svipað og heitar lummur í leiðangrinum sem hefst núna í vikunni á heimaslóðum hans. Þetta sé enda einfaldar og grípandi melódíur í bland við rokk og klassík sem falli vel að hlustum kyn- slóðanna... Þetta er önnur platan sem Sveinn sendir frá sér, segir Sveinn, „já, hún seldist nánast ekkert, aðallega fyrir þær sakir hvað hún var léleg!" Núna er komið annað hljóð í strokkinn, Ijúfasta landsbyggðarpopp, sem ku leyna á sér... Islensk leikkona í Bergmansmynd Ingmar Bergman er heidursgest- ur á Listahátíd og í tilefni af þuí sýnir sjónvarpið á föstudagskvöld hreyfimynd hans Úr lífi leikbrúð- anna (Aus dem Leben der Marion- etten), sem hann gerði á útlegðar- árum sínum í Þýskalandi — nánar tiltekið árið 1980. Helgarpósturinn vekur athygli á því að ein leik- kvennanna t myndinni er af ís- lensku bergi brotin; hún heitir Ruth Ólafsdóttir og var leikkona við Residenzleikhúsið í Munchen þegar Bergman starfaði þar. Ruth fæddist í Reykjavík 1956 og er dóttir Ólafs Bergþórssonar kennara og Sybil Victorsdóttur Urbancic orgelleikara, en flutti ung ásamt móður sinni til Vínar- borgar þar sem hún hefur lengst af búið. Um þátttöku sína í mynd- inni sagði Ruth í viðtali: ,,Ég fékk lítið hlutverk hjúkrunarkonu og tökurnar gengu bara vel. Hann lét mig sjálfráða og lagði fátt til mál- anna, einna helst fyrirmæli til kvikmyndatökumannsins, Sven Nykvist. Ég hélt að hann yrði harður og nákvæmur, myndi mæla mér fyrir hverja áherslu og smáhreyfingu. I myndum hans virðist hvert atriði þaulhugsað og ekkert af tilviljun. Én ekki í þetta skiptið. Ég undraðist þögn hans og var raunar hálfhrædd við sjálfræð- ið. En allt gekk mjög vel.“ POPP „Prúöasta rósin á íslenska poppakrinum“ MEGAS ALLUR Útgefandi: Hitt leikhúsiö Og þó ekki alveg allur. í heildarútgáfuna vantar tvö lög sem Megas vann með Bubba Morthens á plötunni Fingraför. Þau lög eru hins vegar ekki ætluð á safnplötur. Svo mælti meistarinn að minnsta kosti sjálfur i útvarps- viðtali á dögunum og glotti prakkaralega. En okkur er bættur skaðinn. 1 kassa Megasar er í staðinn ýmislegt annað efni sem ekki hefur komið út áður. komdu nú & skoðaðu oní kistuna mína kíkt' & sjáðu hve ég breyttur orðinn er komdu í nótt þegar niðamyrkur ríkir <S nályktin hún mun setjast að í vitum þér Það er hálfgerð synd að ekki skuli hafa verið unnt að hafa öskjuna utan um plötu- safn Megasar kistulaga. Og ekki hefði spillt að hafa smá nálykt með svona rétt upp á gamla tíma. Það hefði verið stæll á slíkri út- gáfu. Ekki ætla ég þó að kvarta þó að askjan sé kassalaga og í sjálfu sér er alveg nóg að heyra Megas syngja um nályktina. I Megasi öllum eru níu plötur, hvorki meira né minna. Þar eru sólóplöturnar hans sex, þar af ein tvöföld, safnplata með lögum frá ýmsum tímum og loks plata með sjö passíu- sálmum sem voru hljóðritaðir á páskatón- leikum '85. Auk þessa er í kassanum texta- bók upp á fjörutíu síður. Þar eru einnig gamlar blaðaúrklippur með viðtalsbrotum við Megas eða umsögnum um plötur hans. Sannarlega skemmtilegt að renna yfir þessar gömlu úrklippur. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ráðist er í að gefa út heildarsafn eins tónlistarmanns hér á landi. Þetta er gert til að bæta úr brýnni þörf. Plötur Megasar hafa til þessa verið ófá- anlegar flestar, ef ekki allar. Óg nú — á ofan- verðum níunda áratug aldarinnar — er Meg- as á hátindi frægðar sinnar, virtur og viður- kenndur listamaður af flestum. Á meðan hann var hvað afkastamestur í hljóðverum og á tónleikum frá 1975 til 1979 var hann svo sem nógu þekktur. Alræmdur væri kannski réttara orð. Textar hans þóttu á þessum árum full berorðir. Sögulegu textarnir voru teknir bókstaflega og fordæmdir sem slíkir. Flutn- ingur Megasar á eigin efni var talinn argasta klám (pönkið kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en 1977) og lífsstíll listamannsins var biti sem mörgum meðalmanninum þótti erfitt að kyngja. Megas átti þó ávallt sinn trygga að- dáendahóp sem fylgdi honum gegnum þykkt og þunnt, keypti plöturnar hans og kom á tónleikana. Þessi hópur fór stækkandi með hverju árinu sem leið. Sífellt fleiri fóru í menntaskóla og voru þar kynntir fyrir text- um hans og tónlist. Og þar sem ekkert saxað- ist á hópinn í hinn endann gat dæmið ekki endað nema á einn veg: Einn góðan veður- dag var Magnús Þór Jónsson orðinn Megas Superstar. Kíkt’ & sjáðu hve ég breyttur orðinn er, syngur Megas meðal annars í Komdu og skoðaðu í kistuna mína. Það er alveg ótrú- lega gaman að hlusta á plöturnar níu í heild sinni og fá með því heildarmynd af ferli hans. Það vantar, heyrist mér, aðeins einn bita í pússluna. Mikið skelfing hefði verið gaman ef á einni plötunni hefði verið áttunda ára- tugar einleikskonsert með Megasi, til dæmis frá 77 eða 78 í Félagsstofnuninni. Já, hann hefur breyst með árunum. Fyrsta platan, sem kom út árið 1971, er dálítið sér á báti. Hún er auðheyrilega gerð af mestum vanefnum og við frmstæðustu skilyrðin. Sú næsta, Millilending, er allt annars eðlis. Hljómsveitin Júdas er mætt til leiks og nú er Megas farinn að rokka. Sömu sögu er að segja um Fram og aftur blindgötuna. Þar leika okkar fremstu sessionmenn anno 1976 með Megasi. Ég hafði það á tilfinningunni áður en ég hlustaði á plöturnar níu i sam- hengi að þessar tvær hefðu elst illa og væru botninn á tónlistarferli Megasar. En þegar heildin er skoðuð standa Millilending og Fram og aftur blindgötuna fyllilega fyrir sínu enn þann dag í dag. Fjórða platan, Á bleikum náttkjólum, virð- ist hafa eiginleika léttvínsins. Hún batnar með árunum ef eitthvað er. Þarna er Spil- verk þjóðanna mætt til leiks með Megasi. Saman eiga Spilverkið og Megas ógleyman- legar perlur svo sem Heimspekilegar vanga- veltur um þjóðfélagsstöðu, Útumholt&hóla- blús, Paradísarfuglinn og Orfeus & Evridís. Tvímælalaust besta plata Megasar á áttunda „Það er alveg ótrúlega gaman að hlusta á plöturnar níu í heild sinni og fá með því heildarmynd af ferli Megasar." eftir Ásgeir Tómasson áratugnum og það er eiginlega synd að sam- starf hans og Spilverks þjóðanna skyldi ekki verða lengra. Nú er ég klœddur og kominn á ról kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum og hefur alla tíð verið dálítið á skjön við annað á tón- listarferli Megasar. Þarna tekur hann fyrir gamlar barnavísur og gælur við einfaldan undirleik Guðnýjar Guðmundsdóttur og Scotts Glecklers, sem lék með Sinfóníu- hljómsveitinni um nokkurt skeið. Loks var svo ráðist í að hljóðrita hljómleika með Megasi. Drög að sjálfsmorði nefndust þeir sem og plöturnar tvær sem síðar komu út með því besta frá tónleikunum. Þegar þarna var komið sögu var Megas orðinn ákaflega utangarðs í augum fólks og var jafn- vel búist við því að honum entist ekki aldur til að taka upp fleiri plötur. Enda virtust Drög að sjálfsmorði ætla að verða endapunktur- inn á fónlistarferli Megasar. Að minnsta kosti lét hann ekkert í sér heyra fyrr en árið 1983 með Þorláki Kristinssyni og hljómsveitinni Ikarusi. Platan Gult og svart — holdið hefur að geyma upptökur af The Boys From Chi- cago og Rás 5—20 sem og nokkur lög áður óútgefin. Síðasta plata heildarútgáfunnar er Gult og svart — andinn. Megas hefur samið lög við alla passíusálmana fimmtíu. Vonandi eru sjö þeir fyrstu aðeins byrjunin á heildarútgáfu þeirra. Með öðrum orðum: vonandi er Meg- as ekki allur þó að Megas allursé kominn út! Svo eru hér í lokin bestu þakkir til Hins leikhússins fyrir það merka og menningar- lega framtak að gefa út heildarsafn Megasar. Gömlu öndergrándhetjunnar sem blómstrar nú sínu fegursta. Öll vinna við öskjuna er til fyrirmyndar. Eitthvað hefur lítillega hrærst til í textabókinni en það kemur ekki að sök. Það er ómetanlegt að hafa hana við höndina meðan hlustað er á tónlistina. Og ætli það sé ekki fyrst og fremst vegna textanna sem Megas er orðinn jafn vinsæll og raun ber vitni. Margir eru þeir ortir í hálfkæringi en aðrir af þeirriframsýni að þeir eru í gildi hve- nær sem er. Hvað segja til dæmis lesendur HP við þessu versi, og rennið nú huganum til Hafskips: horfin skjöl af skrifstofunni skakkafall bœði þungt & hátt létt verk rannsóknarlögreglunni að lýs’yfir þeirri skoðun sinni að stuldur það vœri gaman grátt en svo héti hefði skjalabunkinn af , þjófsvöldum þynnzt gleymdur tími er glataður þar til hann finnst 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.