Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÖSTUR
Lá við flugslysi
DC-8 þota frá SAS og Boeing 747 þota frá British Airways
flugu mjög nálægt hvor annarri yfir Austurlandi á þriðju-
daginn. 561 farþegi var um horð í vélunum en flugmenn
þeirra telja að ekki hafi verið nema fáir tugir metra á milli
vélanna þegar þær mættust. Pétur Einarsson flugmálastjóri
sagði að um væri að ræða röð mannlegra mistaka en málið
væri í rannsókn hjá rannsóknarnefnd flugslysa. Einnig
fylgist Rannsóknarlögregla ríkisins með málinu. Ekki var
tilkynnt um atvikið af hálfu íslenskra flugyfirvalda fyrr en
eftir að danska dagblaðið BT hafði slegið málinu upp. Pétur
sagði að atvik sem þessi kæmu nokkuð oft fyrir en venjan
væri að þegja yfir þeim.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar
Laugardaginn 31. maí fóru fram kosningar til bæjar- og
sveitarstjórna um allt land og til borgarstjórnar í Reykjavík.
Nokkrar sveiflur urðu á fylgi flokkanna. A-flokkarnir svo-
kölluðu bættu við sig fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Sjálfstæðisflokkurinn náði þó góðri
kosningu í Reykjavík og hreinum meirihluta. Kjörsókn var
dræmari í þessum kosningum enáður eða 88,35%, sem þýð-
ir að næstum fimmtungur kjósenda sat heima. Sigurvegar-
ar kosninganna teljast vera Alþýðuflokksmenn, sem náðu
t.d. hreinum meirihluta í Keflavík með því að auka fylgi sitt
frá tveimur kjörnum fulltrúum upp í fimm fulltrúa. Þeir
bættu einnig við sig þremur mönnum í Hafnarfirði. Að af-
loknum kosningum töldu flestir forsvarsmenn flokkanna
sinn flokk hafa sigrað á einn hátt eða annan.
Listahátíð í Reykjavik
Listahátíð í Reykjavík var sett 31. maí á Kjarvalsstöðum.
Sverrir Hermannsson setti hátíðina. Doris Lessing afhenti
verðlaun i smásagnakeppni Listahátiðar. Fyrstu verðlaun,
250 þús. (nú 307.250,-) krónur hlaut Sveinbjörn I. Baldvins-
son fyrir sögu sina Icemaster. Önnur verðlaun hlaut Guð-
mundur Andri Thorsson og þau þriðju hlaut Úlfur Hjörvar.
Að því loknu opnaði Jacqueline Picasso, ekkja Pablos Picass-
os, stærsta viðburð Listahátiðar í ár, sýningu á verkum
meistarans úr einkasafni ekkjunnar. Á Kjarvalsstöðum var
einnig opnuð sýningin Reykjavik í myndlist. Listahátíð
stendur til þjóðhátíðardagsins 17. júní.
Fjórir skólar lagðir niður
Öllu starfsfólki hússtjórnarskólanna að Varmalandi,
Laugum og Laugarvatni hefur verið sagt upp störfum frá og
með 1. júní og verða skólarnlr lagðir niður. Einnig hefur öllu
starfsfólki Núpsskóla á Vestfjörðum verið sagt upp störfum
og mun starfsemi skólans liggja niðri í a.m.k. eitt ár. Allt er
þetta fyrir tilstuðlan menntamálaráðherra Sverris Her-
mannssonar sem einnig hefur i hyggju að leggja niður
Héraðsskólann á Laugarvatni að ári liðnu. Sverrir telur að
með þessu megi spara tugmilljónir fyrir ríkissjóð.
Skepnur brunnu inni
Mikið tjón varð er eldur kom upp í fjósi við bæinn Ketils-
staði á Héraði aðfaranótt siðastliðins laugardags. Fjósið
brann til kaldra kola og drápust tuttuguogf jórir nautgripir
í eldinum. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var fjósið orðið
alelda og gripirnir dauðir. En slökkviliðinu tókst að varna
því að eldur kæmist í hlöðu samtengda fjósinu og bjarga
nokkrum kálfum sem þar voru. Fólk var aldrei í hættu þar
sem íbúöarhúsið er langt frá fjósinu.
Fréttapunktar
• Útsöluverð búvara hækkaði um 0,8% uppí 3,0% um mán-
aðamótin. Þannig hækkaði mjólkurlítrinn um 80 aura og
kostar nú 36.20. Til samanburðar er hægt að kaupa kóla-
drykki í einsoghálfs lítra umbúðum fyrir allt niður í 70
krónur.
• Samfara kosningunum á laugardaginn fóru fram skoð-
anakannanir í Kópavogi og Ólafsvík um opnun áfengisút-
sölu í bæjunum. A báðum stöðum var meirihluti fylgjandi
áfengisútsölu.
• Tónleikar voru haldnir í Þjóðleikhúsinu á miðvikudags-
kvöldið í tilefni 60 ára afmælis Kristins Hallssonar. Fram
komu 18 söngvarar við undirleik sjö pianóleikara.
• Vöruskiptajöfnuður fyrstu fjóra mánuði ársins var hag-
stæður um 1.744 milljónir króna en var á sama tíma í fyrra
óhagstæður um 515 milljónir króna.
• Hinn þrettán ára ungi skákmaður Hannes Hlífar Stefáns-
son sigraði glæsilega á afmælismóti Landsbankans í skák
með 9Vz vinning.
• Fyrir stuttu komu út á vegum Hins leikhússins allar plöt-
ur MagnúsarÞórs Jónssonar, Megasar; sjö eldri plötur og
tvær áður óútkomnar. Þetta er fyrsta heildarútgáfa eins
hljómlistarmanns á íslandi af þessu tagi.
• Verkmenntaskóla Austurlands var slitið i fyrsta sinn 17.
maí síðastliðinn. 14 nemendur útskrifuðust af sex náms-
brautum.
• Laxveiði er byrjuð. Veiðin er hafin í Norðurá, Þverá og
Laxá á Ásum. Á sunnudaginn var gaf Norðurá 23 laxa og
Þverá eina 15.
• Hljómplatan Ástarjátning, sem kom út i fyrra að tilhlutan
Gísla Helgasonar, hlaut á dögunum gullplötu vegna mikillar
sölu. Ágóði rann til bókaútgáfu á blindraletri.
• AA-samtökin ætla að halda landsmót samtakanna í Vest-
mannaeyjum síðustu helgi í júní og stefna þangað 800—1000
alkóhólistum.
• Hafin hefur verið sala á svartri og hvitri papriku í versl-
unum í Reykjavík og er það nýjung.
Andlát
Sveinn R. Eiriksson, slökkviliðsstjóri á Keflavikurflug-
velli, lést á sjúkrahúsi í London síðastliðinn mánudag, 51
árs að aldri.
RETTA LAUSNINíl
MÚRBOLTAR
OG FESTINGAR
verkprýái hf
SlÐUMÚLA 10, 108 REYKJAVlK,
P.O. BOX 8712. SIMI 688460.
ÞU Þarft að Spyria nm Þegar þú kaupir tölvu?
1 Fylgja tölvunni nauðsynlegar handbækur .
2. Hefur seljandi reynslu á tölvusviði?
3 Er viðhalds- og varahlutaþjónusta fynr nendi.
4. Er viðhalds- og ,araUu«M<» á '
5. Getur tölvusalinn annast tengmgar v
6. Rekur seljandinn eigin tölvuskola_ viðkomandi tölvu?
7 Er allur algengur hugbunaður nothæfur
8. EríjardLtóUwraðu,afviðurkauudr,tegund?
að þú fáir það sem
Vertu viss um
Eins og þú sérð hö
JA og NEI. Klipptu
tolvukaupa. Ef sva
spurningu er NEI skaltu
Það ódýrasta
litið.
mn út og hatöu hSi'Shéríe* mhð fl," merk,u*"
er nefrufega ekki alitaf það hagkvæmasta - þegar tii iengri tíma er
Okkar þekking í þína báfn,
KÓPAVOGI
HELGARPÓSTURINN 39