Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSYN Lokun tveggja hérðasskól^ hefur nú verið boðuð og svo virðist sem aðeins sé tímaspursmál hvenær þeir heyra allir sögunni til... Fjárfestingin ævintýralega vitleysisleg, segir Benedikt á Laugarvatni. Héraðsskólarnir eru kostnað- arsöm nátttröll í skólakerfinu Héraðsskólar í landinu hafa verið átta tals- ins en með boðskap menntamálaráðherra í síðustu viku hefur verið ákveðið að leggja tvo þeirra niður, skólann að Núpi í Dýrafirði, sem hættir starfsemi í vor, og Héraðsskólann á Laugarvatni sem hættir að ári. Aðsókn að öðrum héraðsskólum hefur minnkað og svo virðist sem aðeins sé tímaspursmál hvenær þeir heyra allir sögunni til. Fjárfestingar í skóla- og heimavistarhúsnæði undir öðrum nöfnum hefur skilið þessa skóla eftir án nokkurs tilgangs í menntakerfinu og fljótt á litið virðist svo sem í menntakerfinu sé keyrt á offjárfestingu til þess eins að láta undan þrýstingi frá stærri sveitarfélögum. Sumir skólanna eru síst betur staddir en Héraðsskólinn á Laugarvatni, sem undanfar- in ár hefur útskrifað 32 nemendur úr tveim- ur bekkjardeildum grunnskóla á ári hverju. Þannig hefur tilgangi skólastarfs að Reykjum í Hrútafirði verið kippt burt með eflingu barnaskóla að Laugabakka í Miðfirði og Hvammstanga. Einmitt á Reykjum var byggt nýtt heimavistarhús fyrir tveimur áratugum og fullkomið kennsluhúsnæði tekið í notkun fyrir 10 árum. Annarsstaðar, svo sem á Eið- um og í Reykholti, hefur tekist að virkja skól- ana til framhaldsfræðslu með góðum árangri en þó þykir mönnum sem nú sé næsta ótrygg framtíð Reykholtsskóla með því að til stendur að byggja heimavist á Akranesi og að hluti unglingafræðslu Reykholtsdalshrepps, hefur verið færð að Kleppjárnsreykjum, 8 km frá Reykholti. Héraðsskólar í landinu eru velflestir gam- algrónar stofnanir og hefur hlutverk þeirra verið unglingafræðsla, frá því að barnaskóla- námi loknu um 12 ára aldur og þar til nem- andinn taldist fullfær til þess að takast á við menntaskólanám. Þegar kom fram á söunda áratug þessarar aldar var orðið æ algengara að sveitarfélög í landinu létu sér ekki nægja að reka barna- skóla heldur starfræktu ennfremur tvo og stundum þrjá bekki gagnfræðaskóla í eigin heimasveitum. Þannig var komið á Suður- landi um 1970 að nær öll sveitarfélög buðu upp á nám allt að landsprófi og mörg lands- próf einnig. Sú þróun, sem leitt hefur til þess að héraðs- skólar í landinu hafa ekki lengur neitt hlut- verk í skólakerfinu, var því Ijós fyrir að minnsta kosti 20 árum og jafnvel fyrr. Flestir skólarnir bjuggu þá og búa enn að þokka- legu húsnæði, þó að við flesta þeirra sé ein- hver hluti húsanna kominn til ára sinna. Ó- víða er húsnæði héraðsskóla eins glæsilegt og að Reykjum í Hrútafirði en líklega hafa þau verið lélegust að Núpi í Dýrafirði en sá skóli er einmitt lagður niður á þessu vori. Með uppbyggingu grunnskóla í strjálbýl- um sveitum landsins hefur sorfið æ meira að héraðsskólunum. Leiðin út úr ógöngunum hefur verið að koma upp framhaldsskóla- deildum þar sem boðið er upp á hinar ýmsu greinar fjölbrauta- og menntaskólanáms. Víðast hvar hefur þessari kennslu þó verið komið upp af miklum vanefnum og án sam- ræmingar eða teljandi stuðnings frá ríkis- valdi. A sama tíma og við blasir að dýrar fjár- festingar í héraðsskólum komi til með að standa auðar innan fárra ára ráðast yfirvöld ríkis og bæja í það verk að koma upp fjöl- brautaskólum og framhaldsskóladeildum í bæjarfélögum þar sem engar slíkar skóla- stofnanir voru fyrir. Dæmi um þetta eru fjöl- brautaskólar á Selfossi og Sauðárkróki en skólarnir að Reykjum og Laugarvatni eru í nágrenni þessara bæja. Undanfarin ár hefur rekstur framhaldsdeildar við Héraðsskólann að Laugum gengið nokkuð vel en ráðagerð- ir, sem nú eru uppi um fjölbrautaskóla á Húsavík, gera væntanlega út af við þá menntastofnun. Fjöldamörg önnur dæmi mætti nefna og i flestum stærri bæjarfélög- um hefur verið komið upp einhverjum vísi að framhaldsskóla, sem um leið dregur úr aðsókn að framhaldsdeildum héraðsskól- anna þar sem boðið er upp á heimavist. Ein meginástæða þess að ráðist hefur ver- ið i byggingu framhaldsskóla í þéttbýliskjörn- um, þar sem skólahúsnæði er til í dreifbýli sömu héraða, er án efa þrýstingur þessara fjölmennu sveitarfélaga. Þannig sjá þau hag sínum borgið að geta með öflugum skóla fjölgað bæjarbúum og glætt atvinnulíf. Þess utan auka bæjarstjórnarmenn vinsældir sín- ar meðal kjósenda með því að nú þurfi ekki lengur að senda börnin í heimavist í ókunn- ugri sveit. Önnur ástæða, sem án nokkurs vafa hefur ýtt undir stofnun framhaldsdeilda í landinu, eftir Bjarna Harðarson er frumvarp til laga um framhaldsskóla sem i legið hefur fyrir Alþingi í um áratug. Með- fylgjandi því frumvarpi sömdu alþingis- og embættismenn drög að niðurröðun fram- haldsdeilda í landinu. Þó svo að lög þessi hafi aldrei hlotið neina afgreiðslu hjá Alþingi hef- ur að miklu leyti verið fylgt þeirri skólabygg- ingaáætlun sem þar er lögð fram. í þeim drögum er víðast gengið framhjá þeirri hug- mynd að nýta megi þá héraðsskóla sem til eru í landinu en miðað við að ungmenni í stærri þéttbýliskjörnum landsins þurfi ekki að leita út fyrir eigin heimabæ vegna mennt- unar fyrr en náð er að minnsta kosti 18 ára aidri. En það eru fleiri stofnanir en héraðsskól- arnir sem eiga undir högg að sækja. Um leið og Sverrir boðaði landslýð að tveir héraðs- skólar skuli lagðir niður boðaði hann einnig lokun þriggja af fjórum húsmæðraskólum landsins. Ollum heimildum HP ber saman um að fruntalega hafi verið að þessari ákvörðun staðið, þar sem hvorki skólastjór- um né öðrum yfirvöldum þessara skóla var tilkynnt um það áður en útvarpið fékk fréttir af málinu. Kvöldfréttir á fimmtudag í síðustu viku komu því eins og köld vatnsgusa á þessa skólamenn sem lengi hafa mátt þola áhugaleysi yfirvalda á því vandamáli að dýr- um og vönduðum stofnunum þeirra væri fundinn staður í menntakerfinu. Yfirvöldum skólans að Núpi hafði verið sagt frá þessari ákvörðun. En hvað sem líður mannasiðum ráða- manna þá er næsta víst að Héraðsskólana dagarnú uppi í menntakerfinu, — nátttröll sem reynst hafa íslenskum skattgreiðendum dýr. „Fjárfestingin hefur verið ævintýralega vitleysisleg," sagði Benedikt á Laugarvatni í samtali við HP. Ástæðan var vafalítið stefnu- leysi í menntamálum. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til stefnumótunar hafa byggt á þeirri vafasömu hugmynd að byggja allt frá grunni og skilja það gamla eftir tómt og autt. ERLEND YFIRSÝN Hvern dag má vænta skýrslu frá nefndinni sem Bandaríkjastjórn skipaði til að kanna aðdraganda og orsakir þess að geimskutlan Challenger fórst 28. janúar í vetur með sjö manna áhöfn. Fastlega er búist við að skýrsl- an verði þungur áfellisdómur yfir stjórn og starfsháttum Geimferðastofnunar Banda- ríkjanna (NASA). Sú ályktun er dregin af þeim opinberu yfirheyrslum sem fram hafa farið og ummælum Williams Rogers, for- manns nefndarinnar, sem var um tíma utan- ríkisráðherra í stjórn Nixons og áður og síð- an virtur lögmaður. Krafan um að málefni NASA verði rann- sökuð ofan í kjölinn og ekkert undan dregið, hefur harðnað í Bandaríkjunum eftir að tvö önnur geimskot mistókust. Títan eldflaug með þýðingarmikinn njósnagervihnött inn- anborðs sprakk í tætlur ásamt farminum skömmu eftir að hún hófst á loft frá Vanden- berg flugherstöðinni í Kaliforníu 18. apríl. Hálfum mánuði síðar, 3. maí, fór Delta eld- flaug með annan gervihnött sömu leiðina í skoti frá Canaveralhöfða. Þar með eru öll þrjú kerfin sem Banda- ríkjastjórn ræður yfir til að koma geimförum á loft úr leik fyrst um sinn. Hvorki geimskutl- urnar sem éftir eru né eldflaugagerðirnar tvær verða notaðar fyrr en rannsókn á slys- inu og óhöppunum er lokið og búið að leið- rétta það sem úrskeiðis hefur farið. Þetta hef- ur áhrif á marga þætti hernaðarviðbúnaðar Bandaríkjanna, allt frá loftmyndatöku og hlerun fjarskiptakerfa utan úr geimnum, til verkefna í þágu áformanna um geimhernað, sem hlotið hafa nafnið stjörnustríð.. Þar að auki truflast áform fjarskiptafyrirtækja, sem tekið hafa þann kost að leita til geimskota- fyrirtækja Vestur-Evrópuþjóða og Kínverja. Ekki eru þau þó heldur laus við óhöpp, síð- asta geimskot frá Frönsku-Guyana með Ari- ane-flaug mistókst, þegar þriðja þrepið kveikti ekki og flaugin var sprengd með merki úr stjórnstöð. Enn beinist þó athyglin einkum að Chall- enger-slysinu, því þar fórust mannslíf og það meira að segja geimfarar, eftirsóttur fjöl- miðlamatur. Fastlega er búist við að banda- ríska rannsóknarnefndin kveði upp þann úr- skurð, að yfirstjórn NASA hafi með óafsakan- legum hætti brotið gegn sjálfsögðum ör- yggissjónarmiðum með því að láta skjóta geimskutlunni á loft frá Canaveralhöfða í þeim kulda sem þar ríkti morguninn 28. jan- Fletcher a Ae! f ramk væ m dast j ó ra NÁS-4 er borið á brýn að hafa ekkert iært af því sem er komið á daginn. Hátækniháskinn efst á baugi eftir Challkiíiger og Tsérnóbil úar. Vitað var að þéttihringir á samskeytum ræsiflauganna gátu orðið óvirkir færi hita- stig niður fyrir 10 selsíusstig, og lofthiti á Kanaveralhöfða við ræsingu Challenger var 2.2 stig. Eftir 74 sekúndur sprakk burðar- flaugin, ferjan brotnaði í mola, en stjórnklef- inn með áhöfninni kom heill í sjó. Ekki dreg- ur úr athyglinni, að ýmislegt bendir til að fólkið hafi verið á lífi mínúturnar sem hrapið tók. í upphafi rannsóknarinnar þóttust yfir- menn NASA enga skýra vitneskju hafa feng- ið um að þéttihringir ræsiflauganna væru ekki öruggir við lágt hitastig, en þá kom í ljós bréf frá verkfræðingi hjá Morton Thiokol Inc., framleiðanda flauganna, með þeim upplýsingum um óvirkni við 10 stig sem áður voru greindar. Rogers rannsóknarnefndar- formaður lét hafa eftir sér, eftir að bréfið fannst, að ekki væri annað að sjá en NASA hefði reynt að dylja vitneskju sem fyrir lá um að þéttihringirnir væru ótraustir. Könnun á aðdraganda Challenger-slyssins hefur leitt í ljós togstreitu milli tæknimanna, sem vissu hver hætta var á ferðum, og for- stjóra, sem hugsuðu fyrst og fremst um pen- inga og metnað. Skoti geimskutlunnar hafði verið frestað hvað eftir annað vegna tækni- galla, og yfirmenn voru orðnir óþolinmóðir. Komið hefur á daginn að aðfaranótt 28. jan- úar vöruðu verkfræðingar Morton Thiokol forstjórana eindregið við að láta verða af geimskotinu, vegna vitneskju sinnar um þéttihringina. Loks var yfirverkfræðingi fyr- irtækisins skipað að „taka niður verkfræð- ingshattinn og setja upp stjórnandahattinn." Hann hlýddi, með þeim afleiðingum sem brátt komu í Ijós. Þegar tveir verkfræðingar Morton Thiokol skýrðu rannsóknarmönnum frá þessari at- burðarás, gripu forstjórar fyrirtækisins til hefndaraðgerða. Verkfræðingarnir Allan McDonald og Roger Boisjolov voru sviptir mannaforráðum og ýtt til hliðar frá áhrifum á starf fyrirtækisins. Rogers rannsóknar- nefndarformaður kvaðst hneykslaður á þessari framkomu stjórnenda Morton Thio- kol. Grunur leikur á að svipuð vinnubrögð hafi verið viðhöfð víðar í geimferðakerfinu. Skýrt hefur verið frá að verið sé að rannsaka, hvort yfirmenn geimskutludeildar NASA í Huntsville í Alabama hafi fyrirskipað eyði- leggingu skjala, þegar ljóst varð að rann- sóknarnefndin myndi krefjast afhendingar allra gagna um slysaskot Challenger. Þegar slysið varð var aðalframkvæmda- stjóri NASA í leyfi, vegna þess að rannsókn stóð yfir á meintu fjármálamisferli hans gagnvart landvarnaráðuneytinu í þágu fyrri vinnuveitanda, hergagnaframleiðandans General Dynamics. Eftir að ósköpin urðu eftir Magnús Torfa Ólafsson var hann leystur frá starfi að fullu og skipað- ur nýr aðalframkvæmdastjóri, James C. Flet- cher, sem áður stjórnaði stofnuninni frá 1971 til 1977. Eitt af því sem nú hefur komið á daginn er að um langa hríð, meðal annars í fyrri stjórn- artíð Fletchers, hefur NASA legið undir þungri gagnrýni ríkisendurskoðenda fyrir lélega stjórn, sóun fjármuna svo milljörðum dollara skiptir og slælegt eftirlit með verk- tökum og öryggisráðstöfunum. - í fyrstu meiriháttar ræðu sinni eftir að þingið staðfesti ákvörðun Reagans forseta að skipa hann á ný yfir NASA, sýndi Fletcher, að dómi Washington Post, að hann hefur ekkert lært af því sem gerst hefur. Framkvæmda- stjórinn sakaði bandarísk blöð um að spilla áliti NASA með fréttaflutningi sínum. Mestar áhyggjur lét hann uppi af því, ef gagnrýnin yrði til þess að erfiðlegar gengi en áður að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja ríflegar fjárveitingar til NASA. Slík framkoma af hálfu yfirmanns stofnunarinnar má ekki lengur eiga sér stað, segir Washington Post. Helför Challenger, slysið í kjarnorkuver- inu við Tsérnóbil í Úkraínu og deilurnar um óheyrilega flókin stjörnustríðsáform Reag- ans Bandaríkjaforseta hafa vakið umræður um sambúð manna við vandmeðfarna og háskalega hátækni. Rannsókn unnin á vegum þriggja demó- krata í fjárveitinganefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings leiðir í ljós, að til að koma út í geiminn þeim vopnakerfum, sem geim- varnaáætlunin gerir ráð fyrir, þyrfti 2000 geimskutluflug, og kostaði sá þáttur einn allt að 174 milljarða dollara. Er þá gert ráð fyrir að tæknin sem verið er að reyna að þróa verði meðfærileg, en það er enn með öllu óséð. Þar á ofan þyrfti hundruð tilrauna- sprenginga kjarnavopna, til að sjá fyrir kjarnorkusprengjum hæfilegum til að sjá röntgengeislaleisum geimvarnakerfisins fyr- ir orku frá kjarnorkusprengingum. Og eina leiðin til að þetta kerfi veitti nokkra vörn, væri að ná samningi við Sovétríkin um að þau neiti sér um að gera tiltölulega ódýrar ráðstafanir til að skjóta það niður, segja sér- fræðingar bandarísku öldungadeildarmann- anna. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.