Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 28
með eindæmum undarlegt og jafn- an hvað mest brenglað skömmu fyr- ir kosningar. Þannig tóku menn eftir því að blaðið sá sér, einhverra hluta vegna, ekki fært að skýra lesendum sínum frá því að Halldór Laxness hefði sent Sjónvarpinu mótmæla- bréf vegna styttingar á uppruna- legri leikgerð Hrafns Gunnlaugs- sonar á Silfurtúnglinu en endur- gerðin var sem kunnugt er ekki bor- in undir nóbelskáldið. Þessu var hinsvegar slegið upp í öðrum blöð- um, enda um mikla menningarfrétt að ræða — en sem sagt, ekki stafur í Mogga. í framhjáhlaupi er þess kannski að geta að Hrafn Gunn- laugsson var einhver raunbesti stuðningsmaður Davíðs í kosninga- slagnum fyrir helgi. .. M fli V ■leirihluti á Selfossi hefur undanfarin ár verið myndaður af sjálfstæðismönnum og framsóknar- mönnum. Nú eftir kosningarnar eiga þeir enn kost á meirihluta með samtals sex menn af níu. Það geng- ur hinsvegar ekki upp því algerlega hefur skipt um menn í bæjarstjórn- inni. Nú geta framsóknar- og sjálf- stæðismenn ekki lengur unnið sam- an. Því hafa framsóknarmenn biðl- að til Alþýðuflokks og Kvenna- lista um meirihlutamyndun á Sel- fossi. Víst er talið að sjálfstæðis- menn verði í minnihluta. Mun þetta allt stafa af óánægju manna með efsta mann D-lista, Brynleif H. Steingrímsson, að því er HP heyr- ir. Jafnvel má skýra hluta fylgistaps D-lista á Selfossi með þessari óánægju, að sögn heimildamanna HP. . . Þ að eru alls ekki öll kurl kom- in til grafar í Hafskipsmálinu — eða þeim anga þess sem snýr að Ameríku. Erfitt er að eiga við mál þegar um slíkar fjarlægðir er að ræða sem raun ber vitni, en Skipta- réttur í Reykjavík er þó svo hepp- inn að hafa Islending sem getur sinnt Hafskipsmálinu yfir í Ameríku. Það er Magnús Gylfi Þorsteinsson lögfræðingur. Eftir próf hér fór hann utan og lagði stund á framhaldsnám í Sviss. Hann hélt síðan til Bandaríkjanna og vann á lögmannsstofu í New York og með því ávann hann sér full iögmanns- réttindi í New York. Samtímis því að hann ákvað að fara út í sjálfstæðan lögmannsrekstur kom svo Hafskips- málið upp. Og það varð því Hafskip sem ýtti Magnúsi Gylfa úr vör. Það er svo auðvitað ómetanlegt fyrir Skiptarétt að hafa mann á staðnum sem þekkir til í frumskógi laganna r henni Ameríku, en þeir kalla ekki allt ömmu sína þar á bæ ... Þú borðaðir rúmlega eitt hundrað SS pylsur á síðasta ári. SLATURFELAG O =1 cn >' SUÐURLANDS Ariö 1985 borðuðu íslendingar hvorki meira né minna en 17 milljónir og eitt hundrað þúsund (17.100.000) SS pylsur. Það gera liðlega 100 pylsur á hvert mannsbarn sem náð hefur ,,kjötaldri“. Betri meðmæli eru vandfundin. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.