Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 12
Hafskipsmálið vindur upp á sig viö lögreglurannsóknina og
ýmislegt bendir til þess að máliö sé viöameira en œtlaö var
SAKAREFNUM
HEFUR FJÖL6AB
Halldór Halldórsson
Gœslufangarnir fjórir
yfirheyröir daglega
— afstaöa til fram-
lengingar varöhalds
tekin um helgina
Við rannsókn Hafskipsmálsins hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins hefur med hverjum
deginum komid betur í Ijós ad þau sakarefni,
sem skiptaráðendur í Reykjavík nefndu í
skýrslu sinni til ríkissaksóknara, eru á rökum
reistar og raunar hefur Helgarpósturinn það
eftir áreiðanlegum heimildum aö rannsóknin
hafi tekið nýjar stefnur og sakarefnum þannig
fjölgað frekar en hitt. HaUvarður Einvarsson
rannsóknarlögreglustjóri staðfesti í samtali
við HP á miðvikudag að rannsókn málsins
hefði styrkt enn frekar þœr sakargiftir sem rík-
issaksóknari óskaði rannsóknar á.
Enn sitja fjórir Hafskipsmanna í gæzluvarð-
haldi; þeir Björgólfur Guðmundsson, Ragnar
Kjartansson, Helgi Magnússon og Páll Bragi
Kristjónsson. Hallvarður sagði að keppzt væri
við að vinna að málinu, fangarnir væru yfir-
heyrðir daglega og allt kapp væri lagt á að
klára rannsókn þeirra atriða er krefðust
gæzluvarðhalds yfir mönnunum fjórum fyrir
11. júní. Bjóst rannsóknarlögreglustjóri við að
afstaða yrði tekin til þess um helgina hvort far-
ið yrði fram á framlengingu gæzluvarðhalds-
ins.
Á morgun, föstudag, verður liðið nákvæm-
lega eitt ár frá því Helgarpósturinn birti fyrstu
grein sína um Hafskipsævintýrið. Pá var sjón-
um beint að stöðu fyrirtækisins og staðhæft að
Hafskip væri á hausnum. Fyrirtækið var tekið
til gjaldþrotaskipta í desember.
Síðar hefur Helgarpósturinn svo birt greinar
um ýms innri málefni Hafskips og greint frá
alls kyns sukki og klúðri þar innandyra. Blaðið
greindi frá því að fyrirtækið hefði gerzt brot-
legt við bandarísk lög, greint var frá umboðs-
launasvindli Hafskips í viðskiptum sínum við
Hillebrand-flutningsmiðlunarfyrirtækið, við
sögðum frá handhafaávísununum til útval-
inna, afsláttarmálum og úrvaldsdeildinni, sem
í raun var mun stærri en sagt var frá í blaðinu,
raktar voru blekkingar Hafskips gagnvart Út-
vegsbankanum, fölsuðum ársreikningum, gíf-
urlegum flottheitum á forsvarsmönnum Haf-
skips o.s.frv., o.s.frv.
Állt hefur þetta reynzt rétt og nú hefur kom-
ið í ljós að í frásögnum blaðsins af málinu var
sízt ofsagt.
í skýrslu skiptaráðenda, sem er grunnur
þessarar rannsóknar, eru þessi mál og fleiri
atriði úr greinum HP sérstaklega tiltekin og
voru þau rannsökuð að svo miklu leyti sem
skiptaráðendur höfðu tök á.
Til dæmis munu skiptaráðendur hafa reynt
að grafast fyrir um erlenda bankareikninga
forsvarsmanna Hafskips, en á endanum rek-
izt á vegg. Svo var reyndar um fleiri atriði. Það
eru m.a. mál af þessu tæi sem RLR kannar sér-
staklega fyr'ir milligöngu erlendra aðilja. Sama
gildir t.d. um það hvort Hafskip hafi staðið
straum af ferðakostnaði manna, sem bæði
voru tengdir fyrirtækinu og ekki.
Heimildir Helgarpóstsins herma að nú sé
ekki spurt hvort ársreikningarnir voru falsaðir
Á morgun, föstudag, verður eitt ár liðið frá þvl HP
fletti ofan af Hafskipsævintýrinu.
og röng eða ófullnægjandi undirgögn notuð
við gerð þeirra.
Sama gildir um skýrslur þær sem Hafskips-
menn lögðu fyrir bankastjóra og aðra starfs-
menn Útvegsbankans. Pær eru taldar hafa
verið falsaðar og lagðar fram til þess beinlínis
að blekkja Útvegsbankann.
Þá þykir ekki lengur leika vafi á því að þeir
hluthafar, sem tóku þátt í hlutafjáraukning-
unni í febrúar í fyrra, hafi verið blekktir með
röngum upplýsingum nákvæmlega eins og
síðasti aðalfundur félagsins var biekktur með
Hallvarður Einvarðsson RLR-stjóri.
rangri ársskýrslu. Þar var risið úr sætum og
klappað fyrir stjórnendum fyrirtækisins.
Enda þótt rannsóknin hafi upphaflega
beinzt að Hafskipsskrifstofunni í Bandaríkj-
unum og forstöðumanni hennar, Baldvin
Berndsen, hefur sá þáttur málsins mætt af-
gangi. Baldvin er utan íslenzkrar lögsögu og
krefjast yrði framsals hans til lslands, ef þörf
krefði vegna rannsóknarinnar.
Hallvarður Einvarðsson var spurður hvort
óskað hefði verið framsals og kvað hann nei
við. Hins vegar sagði hann, að ef RLR þyrfti að
spyrja menn erlendis spurninga væri oft leitað
aðstoðar milligöngumanna í viðkomandi ríki.
í þessu tilviki hefði það ekki verið gert, a.m.k.
ekki ennþá.
Aðspurður um ný rannsóknarefni, sem upp
hefðu komið við rannsóknina nú, kvaðst hann
ekki vilja tjá sig neitt um þau á þessu stigi máls-
ins.
Hefur málið stækkað, orðið viðameira en
það var í upphafi rannsóknar, var spurning
sem við lögðum fyrir Hallvarð Einvarðsson
rannsóknarlögreglustjóra.
,,Já, þau gögn og þær skýrslur, sem lágu fyr-
ir við upphaf rannsóknar, hafa leitt ýmislegt í
ljós sem rennir stoðum undir það,“ sagði Hall-
varður. Hann bætti því við að það væri verk-
efni RLR að rannsaka ekki einvörðungu það
sem fram kæmi í þeim gögnum sem þeim bær-
ust, heldur hvaðeina sem verða kynni á vegi
rannsóknarmanna í samræmi við 39. gr. rétt-
arfarslaganna. Samkvæmt þeirri grein hvílir
rík, hlutlæg skylda á rannsóknarlögreglunni
til þess að leiða allt hið rétta og sanna fram í
hverju máli og rannsaka jöfnum höndum þau
atriði sem benda til sektar og sakleysis.
Að þessari rannsókn hafa unnið í kringum 10
manns frá upphafi og hafa rannsóknarmenn
notið aðstoðar Markúar Sigurbjörnssonar og
Ragnars Hall skiptaráðenda, auk endurskoð-
enda frá N. Manscher, Endurskoðunarmið-
stöðinni.
Hafskipsmálið er svo viðamikið, að í raun er
mjög -erfitt að tala um játningar í málinu. í
sumum tilvikum liggur játning fyrir, en í öðr-
um ekki. Meðal annars hefur HP heyrt að einn
gæzlufanganna hafi játað tilteknar misfellur
eða misferli, sem snerta menn sem voru ná-
tengdir fyrirtækinu, og er játningin túlkuð
sem eins konar hefnd. Viðkomandi telur nefni-
lega að hann hafi verið svikinn af lykilmönn-
um, sem að öllum líkindum munu flestir
sleppa.
I |dví sambandi er talað um að þessar játning-
ar geti haft stórpólitískar afleiðingar í för með
sér, einkum í Sjálfstæðisflokknum. Eins og
margoft hefur komið fram tengjast flestir
framámenn Hafskips Sjálfstæðisflokknum
með einum eða öðrum hætti.
Má t.d. nefna, að Páll Bragi Kristjónsson og
Árni Árnason, sem var erlendis þegar hand-
tökurnar fóru fram, voru kosningastjórar Sjálf-
stæðisflokksins í tveimur hverfum hér í
Reykjavík.
12 HELGARPÓSTURINN