Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 22
l: LEIKUSTARVIÐBURÐUR: HELGIOG HELGA LEIKSTÝRA NJÁLU í HAFNARFJARÐARHRAUNI i i i i Leikarar og leikstjórar útileik- hússins sem æfir nú Njálu af kappi: (aftari röð frá vinstri) Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Þröstur Leó Gunnarsson, Erlingur Gíslason, Jakob Þór Einarsson, Rúrik Haraldsson.’Þá koma þau Guðrún Þórðardóttir og Skúli Gautason og fremst krjúpa Aðal- steinn Bergdal og Bryndís Petra Bragadóttir. Á myndina vantar Ásdísi Skúladóttur. Leiklist á íslandi hefur að mestu legið niðri yfir sumartímann, helst að Stúdentaleikhúsið hafi haldið uppi einhverri starfsemi. Erlendir ferðamenn sumir hafa því hyllst til að halda að íslendingar vœru vart leikmenntir þrátt fyrir góð lilþrif apans í Hveragerði. Nú verður svo sannarlega ráðin bót á þessu þar sem hóp- ur vaskra leikara hefur í samvinnu við tvo unga athafnamenn, þá Friðrik Brekkan og Svein Sveinsson, stofnaði útileikhúsið Sögu- leikina. Fyrsta uppfcersla þess verður hvorki meira né minna en sjálf Njála í leikgerð og leikstjórn þeirra Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar sem í vetur leið ráku Kjallaraleik- húsið af myndugleik. Æfingar hafa nú staðið yfir í þrjár vikur, allt er nánast klappað og klárt og stefnt að frumsýningu í síðari hluta júnímánaðar. Spurningin er bara hvar hetjurn- ar munu takast á. Málið er nefnilega þannig vaxiö að Þingvallanefnd, sem skipuð er þrem- ur alþingísmönnum úr flokki Sjálfstœðis, Framsóknar og Alþýðubandalags fýldi grön yfir uppátœkinu. HP rœddi þetta framtak við þau Helgu, Svein og Friðrik. ,,Við höfðum hugsað þetta sem framtíðar- sýn,“ sagði Sveinn Sveinsson, ,,að koma á fót leikhúsi sem flytti útlendingum jafnt sem ís- lendingum verk byggð á því merkilegasta úr menningararfi okkar. Og hvaða staður hentar þá betur sem leiktjöld en Þingvellir? Erlendis eru þjóðgarðar gjarnan miðstöðvar fyrir fjöl- skyldur og ferðamenn. Hér virðist helst sem eigi að geyma hann í formalíni." ÞINGVALLANEFND: HESTAMANNAMÓT í LAGI EN EKKI LEIKHÚS ,,Það hefur verið stórkostlegt að vinna að þessu," segir Helga Bachmann. „Við Helgi sömdum handritið að þessari klukkutíma- Iöngu sýningu upp úrNjálu og Merði Valgarðs- syni sem Jóhann Sigurjónsson skrifaði 1910 fyrir Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Síðan langaði okkur til að yngja Njál og Bergþóru aðeins upp. Yfirleitt hefur verið tal- að um þau sem einhverja gamla þuli, heldur ólífrænar persónur. Okkur þótti það rangt í sýningu af þessu tagi, við höfum þau miðaldra eða varla það: Erlingur Gíslason leikur Njál, en Ásdís Skúladóttir Bergþóru. Af þessu leiðir að afkomendur Njáls og Bergþóru eru í yngri kantinum. Við höfum fengið til liðs við okkur nokkra unga leikara sem við höfum fylgst með undanfarin ár og hafa staðið sig mjög vel. Þrjú þeirra útskrifuðust úr LÍ í vor, þau Bryndís Petra Bragadóttir, Skúli Gautason og Vald- imar Örn Flygenring, og tveir í fyrra: Jakob Þór Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson." — Hvað svo með hin fögru leiktjöld náttúr- unnar sem þið höfðuð fundið á Þingvöllum? „í Hvannagjá fundum við stað sem hentaði verkinu svo vel að það var eins og guð almátt- ugur hefði gert tjöld fyrir verkið," segir Helga. „Síðan skrifuðum við Þingvallanefnd og bár- um upp þetta erindi. Fyrst fengum við þau svör að gróðurinn í Hvannagjá væri of við- kvæmur og að þeir teldu að Bolabás væri hentugri. Þar hafa t.d. verið haldin hesta- mannamót. Tveimur vikum síðar fengum við annað bréf frá nefndinni þar sem sagði að Bolabás væri heldur ekki falur sökum við- kvæms gróðurs. Þetta þykir manni dálítið furðulegt, séu hestamannamótin höfð í huga. Við erum ekki einu sinni járnuð. MENNTAMÁLARÁÐHERRA OG ÞJÓÐGARÐSVÖRÐUR HLYNNTIR ÚTILEIKHÚSI Á ÞINGVÖLLUM „Þar með er útséð um Þingvallaleikhúsið, að minnsta kosti í bili. En þessi hugmynd á sér þó marga dygga stuðningsmenn, þar á meðal Sverri Hermannsson menntamálaráðherra og Heimi Steinsson þjóðgarðsvörð og vonandi nær hún fram að ganga með þeirra stuðningi og annarra i framtíðinni," bætir Helga við. — Hvaða ástœður tilgreinir Þingvallanefnd fyrir synjuninni? „Það er allt dálítið óljóst," segir Helga. „Ég held þeir séu hræddir við fordæmi, sjái fyrir sér sölubúðir í stórum stíl. Þeir spurðu okkur fljótlega hvort við ætluðum að selja inn á leik- sýninguna. Þetta er brosleg spurning: ekki býður maður tíu manns upp í dans launalaust í tvo mánuði, og það leikurum sem vinna nú bara eftir BSRB-töxtum sem flestum þykja hlægilegir. Fyrst Þjóðleikhúsið, sem er ríkis- styrkt, hefur ekki efni á að bjóða þjóðinni upp á svona smásýningu þá höfum við varla efni á því! Þetta er fáránleg viðkvæmni, þegar maður hugsar t.d. til fornra menningarborga eins og Rómar og Aþenu, hvernig þeir nýta sinar söguslóðir — Forum Romanum, Akropolis: þar má vera fólk, þar má þrífast menningar- starfsemi." Sveinn Sveinsson bætir við að í bréfi Þing- vallanefndar sé getið um eitthvert aðalskipu- lag þjóðgarðsins á Þingvöllum þar sem gert sé ráð fyrir kvikmyndahúsi. „Væntanlega til að sýna kvikmyndir frá Þingvöllum, eða hvað?“ spyr Sveinn. „Það er í lagi, en þeir vilja ekki lif- andi leikara!" Þótt aðstandendum Söguleikjanna sé heitt í hamsi eru þeir þó síður en svo af baki dottnir, og hafa verið að athuga ýmsa staði í nágrenni Reykjavíkur sem hafa til að bera þau leiktjöld náttúrunnar sem henti Njálu á líkan hátt og Hvannagjá. Sá staður sem þeim líst best á er dalur í Hafnarfjarðarhrauninu rétt fyrir innan Kaldársel. Hafnfirðingar hafa tekið máli þeirra vel. „Mér virðist Þingvallanefnd aðallega vera á móti beinni sölu innan þjóðgarðsins á Þing- völlum og það get ég vel skilið," segir Friðrik Brekkan. „Það gengur náttúrulega ekki að selja þar hvað sem er. En mér finnst öðru máli gegna með valda menningarlega hluti sem gætu komið þjóðinni og forsvarsmönnum hennar til gagns, þannig að þeir hefðu t.d. eitt- hvað menningarlegt að grípa til þegar virta erlenda gesti ber að garði.“ TILBREYTING FRÁ TÍVOLÍI OG TÓMATAKAUPUM „Já, það er illt til þess að hugsa að íslensku helgarferðafólki skuli ekki bjóðast önnur til- breyting en tívolí og tómatakaup í Hvera- gerði," bætir Helga við. „Mér skilst að fjögur hundruð þúsund Islendingar komi þar við á ári hverju, eða hver landsmaður tvisvar að meðal- tali.“ En hvar svo sem sýningar Söguleikjanna koma til með að verða er stefnt að frumsýn- ingu í kringum 17.—20. júní. Sýningarnar verða að einhverju leyti háðar veðrum og vindum, en Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönn- uður er nú að búa til himin sem verður rennt yfir áhorfendur á stálvírum. „En leikararnir verða undir berum himni þar sem verkið fjall- ar að stórum hluta um land og fólk," segir Helga, „þess vegna kom líka upphaflega sú hugmynd að leggja áherslu á landið." Þá hafði blaðið samband við Valdimar Örn Flygenring nýútskrifaðan úr LÍ, sem fer með hlutverk sjálfs Skarphéðins, og spurði hann hvernig þetta legðist í hann. „Mér finnst mjög sniðugt að Skarphéðinn skuli fá þarna tæki- færi til að drepa dag eftir dag,“ sagði hann. „Það er alveg í anda Valhallardraumsins þar sem þeir sem féllu í bardaga risu upp fílefldir á hverjum morgni og gátu haldið áfram að berjast. Ég er mjög hrifinn af þessu framtaki. Með áhrifameiri leiksýningum sem ég hef séð eru einmitt útileiksýningar með „náttúruleg- um“ leiktjöldum. Ég sá t.d. úti í Svíþjóð Beðið eftir Godot leikið á sólbökuðu malbiki og Shakespeare-sýningu í London sem var leikin úti í garði. Það er svo sannarlega kominn tími til að stofnað sé leikhúsið af þessu tagi á íslandi og ég vona að sem flestir sýni þessu framtaki stuðning.“ 22 HELGARPÓSTURINN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.