Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 35
'ii'Wi Nokkur húsa BSFK við Álfatún: Glæsileg og vönduð hús, en í upphaflegri áætlun um byggingarkostnað var miðað við ódýrar framkvæmdanefndaríbúðir í Breiðholti. Enda fóru allar áætlanir úr skorðum og bakreikningar bárust. Húsbyggjendur hættu að borga og upp hafa hlaðist 2,6 milljóna króna vanskil. Eftir lartguarandi deilur innan Byggingarsamvinnufélags Kópa- vogs var á félagsfundi síðast lidið mánudagskvöld samþykkt van- traust á stjórn félagsins og ný stjórn kjörin. Skrifstofu félagsins hefur verið lokað á meðan gagnger end- urskoðun fer fram á bókhaldi og fjárhagsstöðu félagsins. Fjölrnargir húsbyggjendur innan félagsins höfðu hœtt greiðslum í allt að ár og skuldir og vanskil hlaðist upp svo milljónum króna nemur. Deilurnar innan BSF Kópavogs hafa staðið yfir um nœr tveggja ára skeið. Einkum ríkir megn óánœgja meðal húsbyggjenda við Alfatún og. f Sœbólsbraut í Kópavogi. Hart hefur verið deilt á stjórnendur félagsins vegna brostinna fjárhagsáœtlana og óeðlilegs hlutfalls stjórnunar- kostnaðar. í Morgunblaðinu 17. mars á síð- asta ári var rætt við ónafngreindan húsbyggjanda við Álfatún og sagðist honum svo frá: „í tvö ár höfum við greitt mánað- arlega 20 til 30 þúsund krónur og átti þeim greiðslum að Ijúka um síð- ustu áramót. Við höfðum því lengi beðið eftir þessum tímamótum að vera laus við þessar greiðslur. Þá gerist það, að okkur er tilkynnt áð náestu 22 mánuði verðum við að greiða áfram 30 þúsund krónur á mánuði. Skýringarnar sem við feng- um voru þær, að fyrrverandi fram- kvæmdastjóri félagsins, sem hætti á síðasta ári, hafi ekki haft nægilega yfirsýn yfir bókhaldið og greiðslur okkar áður hefðu verið of lágar. Verðið á íbúðinni er auðvitað orðið langt umfram það sem upphaflega var talað um og raunar höfum við aldrei fengið skýr svör um hvert endanlegt verð yrði.“ Skekkja í kostnaðar- áætlun Þessi tilgreindi, fyrrverandi fram- Húsbyggjendur f BSFK við Sæbólsbraut hættu að greiða sína „bakreikninga" og þar hafa hlaðist upp 5 milljóna króna vanskil. Skrifstofur BSFK við Hamraborg (Kópavogi eru nú lokaðar „vegna skipulagsbreytinga" eins og símsvarinn orðar það. Skrifstofunni var lokað til að minnsta kosti 9. júní á meðan ný stjórn áttar sig á hlutunum... kvæmdastjóri BSF Kópavogs var Ragnar Snorri Magnússon, sem nú rekur bókhaldsstofu í Kópavogi. Að minnsta kosti tók hann þetta til sín og ritaði fáeinum dögum síðar at- hugasemdir í sama blað og greindi frá því að hann hefði verið varaður við af byggjendum við Álfatún að í gangi væri rógsherferð gegn hon- um af hendi formanns félagsins og jafnvel hluta starfsmanna þess. Seg- ir Ragnar Snorri að hann haf i sem framkvæmdastjóri lagt fram sumar- ið 1984 nýja greiðsluáætlun, sem hafi byggst á þrennu: bókhaldi fé- lagsins, sem löggiltur endurskoð- andi hefði þá þegar farið yfir, áætl- unum fastráðinna meistara félags- ins og á upplýsingum starfandi tæknifræðings félagsins, sem hafði á sinni hendi öll viðskipti við verk- taka og efnissala. „Þessar upplýs- ingar tel ég þær veikustu í áætlun- inni, af ástæðum sem ég tel ekki þjóna neinum tilgangi að greina frá hér.“ Fram hafði komið skekkja í kostn- aðaráætlun félagsins upp á 12—14 milljónir króna, sem samsvarar 18—20 milljónum á núvirði. Starfandi tæknifræðingur félags- ins var Porgrímur Stefánsson, en Kristján Kristjánsson tæknifræðing- ur hefur verið formaður félagsins — þar til á mánudagskvöldið að sam- þykkt var vantraust á stjórnina. Kristján starfar að öðru leyti við ráð- gjafarfyrirtækið Ráðgarð við Nóa- tún. „Fjármálin í óefni" En hvers vegna var þetta van- traust samþykkt? Talsmaður þeirrar stjórnar sem tók við í vikunni er Magnús M. Norðdahl lögmaður. „Það er búið að standa yfir mikið rifrildi síðustu mánuðina og fjármál félagsins komin í óefni. Stór hópur húsbyggjenda hefur haldið eftir greiðslum og safnast hafa upp mikl- ar skuldir og vanskil af þeim sökum. Hallarbylting í Byggingarsamvinnufélagi Kópavogs: SnÓRNINM VIKIÐ FRÁ Milljóna króna bakreikningar vegna mistaka við áætlanagerð. Stjórnunarkostnaður tvöfalt til þrefalt hærri en eðlilegt er talið. Stjórnarformað- urinn var með 100 þúsund króna stjórnunarlaun á mánuði en er í fullu starfi annars staðar. Mér reiknast lauslega til að hús- byggjendur við Sæbólsbraut hafi haldið eftir um 5 milljónum króna og húsbyggjendur við Álfatún um 2,6 milljónum. Það hefur komið fram mikil gagnrýni á áætlanagerð og stjórnunarkostnað félagsins. Sér- stakur endurskoðandi á vegum Hús- næðisstofnunar var fenginn í bók- haldið og hann fann ekki neitt sem benti til óeðlilegra færslna, enda erum við ekki á höttunum eftir neinum glæp. En það eru skiptar skoðanir um ákveðnar skattalegar verðbreytingafærslur, sem óvíst er hvaða fjárhagslega þýðingu hafa.“ Magnús sagði að það lægi á borð- inu að stjórnunarkostnaður væri hár, og þá einkum launakostnaður. Nefndi hann að húsbyggjendur hefðu t.d. verið óánægðir með þóknun stjórnarformannsins, Krist- jáns Kristjánssonar, sem hefði feng- ið yfir 1100 þúsund krónur á síðasta ári, að vísu að hluta til sem launaður starfsmaður félagsins, enda virðist löglega kjörin stjórn hafa lagt bless- un sína yfir þá reikninga. Vitlaust mat En hvers vegna kom fram þessi mikla skekkja í kostnaðaráætlun- inni? Hvernig stóð á þessum óvæntu bakreikningum? „Það er rétt að það áttu sér stað áveðin mistök, þannig að áætlunin frá 1982 riðlaðist. Mistökin snerust um það að frá upphafi var miðað við byggingarkostnað út frá ódýrum framkvæmdanefndaríbúðum í Breiðholti, en nær hefði verið að miða við raðhúsaíbúðir, enda um vandaðar og stórar íbúðir að ræða. Þessu fylgdi síðan sá vandi að bygg- ingarkostnaður var verulega van- áætlaður og vanskilin tóku að hlað- ast upp. Húsnæðisstofnun hefur kveðið upp þann úrskurð að bygg- ingarkostnaðurinn sé ekki óeðliíega hár, en eftir stendur að hann er tals- vert hærri en upphaflega var geng- ið út frá. Nú stöndum við í hinni nýju stjórn frammi fyrir því verkefni að greiða úr stórum hlaða af skuldum og við ætlum okkur að endurvinna traust byggjendanna, því svo var komið að húsbyggjendur og stjórn gátu ekki talast við lengur,“ sagði Magnús. „Þetta eru glæframenn" Magnús ítrekaði að ekki stæði yfir nein glæpaleit í þessu máli og sagði aðspurður að síður en svo stæði fyr- ir dyrum málshöfðun. Húsbyggj- andi einn við Álfatún, sem Helgar- pósturinn ræddi við, var þó öllu ómyrkari í máli í garð fráfarandi stjórnar: „Við tókum af þessum mönnum öll völd, enda eru þetta glæfra- menn. Það ber allur ferillinn ljósan vott um, framkvæmdirnar og með- ferðin á fólkinu. Ég lít svo á að ólög- legar upphæðir hafi runnið í vasa þessara manna með alls konar spill- ingu, það hafa verið greiddar upp- hæðir langt umfram allt velsæmi. Ég vil sérstaklega nefna í þessu sam- bandi stjórnarformanninn, sem tók til sín 1100 þúsund krónur í stjórn- unarlaun. Að auki hefur allt brugð- ist sem áætlað var og greiðslur langt frá því sem ráð var fyrir gert,“ sagði viðmælandinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins hefur stjórnunarkostnaður- inn margnefndi verið sem nemur 7—10% af byggingarkostnaði en eðlilegt hlutfall stjórnunarkostnað- ar er talið vera 3—4%. Helgarpósturinn reyndi í gær að ná tali af Kristjáni Kristjánssyni, tæknifræðingi og fráfarandi stjórn- arformanni BSF Kópavogs, en ár- angurslaust, þrátt fyrir að hann hafi ítrekað fengið skilaboð. eftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smartl HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.