Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 24
SKÁK Ungir menn að tafli Það var óvenju líflegt í félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur í síðustu viku þegar ég leit þar inn, fullt hús af ungu fólki að tefla, drengjum allt frá átta ára aldri og upp eftir. Þetta var landsmótið í skóla- skák, nemendur úr grunnskólum víðs vegar að komnir til loka- keppni ársins. Þarna er teflt hratt og röskiega, menn láta sig ekki muna um að tefla þrjár umferðir á dag — og bæta við aukaskákum, ef tími vinnst til milli umferða. Leikgleðin skín af hverju andliti og áhuginn er augljós. Þetta er lokaáfanginn í langri keppni; fyrst er keppt í hverjum grunnskóla fyrir sig, síðan taka við sýslu- eða kaupstaðamót, sig- urvegararnir á þeim hittast síðan á kjördæmamótum, og þeir sem best standa sig þar keppa svo til úrslita hér. Keppt er í tveimur aldursflokk- um. í yngri flokknum ber einn keppandi höfuð og herðar yfir aðra og vinnur allar skákir sínar: Héðinn Steingrímsson. Einhverjir kannast við nafnið, hann vakti á sér athygli á Skákþingi Reykjavík- ur ellefu ára gamall, í keppni við sér miklu eldri menn. Næstur hon- um kom Helgi Áss Grétarsson og þriðji varð Magnús Armann. í eldri flokknum stóð úrslita- glíman milli tveggja, sem báðir eru kunnir þótt ungir séu, annar reyndar skákmeistari Reykjavíkur í ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti að þeir glíma um fyrstu verðlaunin á skólaskákmóti. Þeir eru jafnir þeg- ar upp er staðið og verða að tefla aukaskákir til úrslita. í þetta sinn sigrar Hannes Hlífar Stefánsson en Þröstur Árnason verður að láta sér nægja annað sætið. I þriðja sæti kemur svo Sigurður Daði Sig- - fússon. Allt eru þetta Reykvíking- ar, landsbyggðin á enn undir högg að sækja. Ætli sé ekki rétt að líta á þrjú dæmi um taflmennsku efstu manna, þau eru valin af nokkru handahófi, en gefa þó líklega góða mynd af taflmennskunni. Sigurður Daði — Hannes Hlífar 01 Rf3 c5 02 c4 b6 03 g3 g6 04 Bg2 Bb7 05 0-0 Bg7 06 Rc3 Rf6 07 d3 0-0 08 Bf4 d5 09 cd5 Rxd5 10 Rxd5 Bxd5 11 Dd2 He8 12 Bh6 Bh8 13 Rh4 Bxg2 14 Kxg2 Rc6 15 f4?f5! 16 Dc2 Rb4! Svartur hefur náð undirtökunum, biskup hvíts og riddari eru úr leik, sóknartilraunin á kóngsvæng var ekki nógu vel grunduð. Nú svarar svartur 17. Dc4+ með Dd5+ og vinnur að minnsta kosti peð. 17 Dcl Dd5+ 18 Hf3 Rxa2 19 Dbl Rb4 20 e4 Dd4 21 ef5 Dxb2+ 22 Dxb2 Bxb2 23 Hel Bf6 24 fg6 hg6 Nú kostar Rxg6 mann: Kh7. 25 Bg5 Kf7 og svartur vann í fáeinum leikjum. Héðinn Steingrímsson — Magnús Ármann 01 e4 d5 02 ed5 Dxd5 03 Rc3 Dd8 04 d4 e6 05 Rf3 c5 06 Be3 cd4 07 Rxd4 Rc6 08 Rdb5 b6 09 Dxd8+ Kxd8 10 0-0-0+ Bd7 11 Be2 Kc8 12 Bf3 Bb4 Nú vinnur hvítur tvo menn fyrir hrók, en svartur var þegar kominn með miklu lakara tafl. 13 Hxd7! Kxd7 14 Hdl+ Ke7 15 Bxc6 Hd8 17 Rxdl Bc5 19 Rxe3 Rf6 21c3 Rd5 23 Rd4 g6? og vann. 16 Rxa7 Hxdl + 18 Bf3 Bxe3 20 Rb5 Hd8 22 Bxd5 ed5 24 Rc6+ Þröstur Árnason — Birgir Orn Birgisson 01 d4 Rf6 03 g3 d5 05 Rf3 c5 07 dc5 0-0 09 Dc2 Be7 11 a3 h6 02 c4 e6 04 Bg2 Be7 06 cd5 Rxd5 08 0-0 Bxc5 10 Bd2 Rc6 12 Hdl Dc7 eftir Guðmund Arnlaugsson 13 e4 Re5 15 Bxf3 Rf6 17 Hacl Db6 19 Be2! Rc6 14 Db3 Rxf3 + 16 Rc3 Rd7 (Bd7!?) 18 Dc2! Re5 20 Be3 Da5 Nú er svarta drottningin komin í vandræði sem kosta mann að lok- um. 21 Rb5! a6 23 ab4 Rxb4 25 Hal Ra2 27 Hd2 Ha4 29 Bxb5 Hb4 31 Bc5 Hd8 33 Bc4 Hf3 35 Bc5 Hd8 22 b4 Bxb4 24 Dc3 ab5 26 Dxa5 Hxa5 28 Hexa2 Hxe4 30 Bfl Hb3 32 Hcl b6 34 Bxb6 Hf8 36 Ha8 og svartur gafst upp því að hann tapar biskupnum á c8 til viðbótar. GÁTAN Hvað er það sem fer upp og niður, út og suður — og lyktar eins og camembert-ostur? • • su!s>)>|ognQAcj|v l6|A-) :jbas SPILAÞRAUT Suður gefur. Allir í hættu. ♦ K-D-4 <7 Á-G-5-3 O 9-4 + 8-7-4-2 + Á-G-9-5 é? K-10-7-2 O 6-5 + Á-K-5 S V N A 1 hj. pass 3 hj. pass 4 hj. — pass pass Vestur lét fyrst tígulkóng og síð- an drottninguna. Austur fylgdi lit og lét sjöið og tvistinn. Þá lét vest- ur laufagosann, sem suður tók með ásnum. Hvernig hefur þú hugsað þér framhaldið? Hvernig högum við framhaldinu? Við höfum þegar tapað tveim slögum og illmögulegt að komast hjá að tapa einum í laufi. Allt velt- ur því á að losna við að tapa slag í trompi. Þar er bannsett pínan, því trompinu má svína á tvo vegu. Að svína í gegnum áustur eða vestur? LAUSN Á KROSSGÁTU • H • 8 . . V - . fí F • . L ■ u L •1 D u R • lv F 1 R K ú N N fí N N ‘O P fí <3 U RlT . R fí K l N • ö r\fí N fí U L fí N\fí fí F r U R fí 1< R fí\ -1 u fí Ð R fí 6 N fí . S fí R fí N G|U|£ s L Ifí P P U R • N • N fí N U m • F 1 R n4 1/3 s 5 ÍF fí R fí ífí • R\fl G N ) m fí\5 . N fí F\N • 5 fí T • 5 K ‘o F1 • 1F fí <5 N fí Ð\U R. . /71 /)|S ■ ■ R L' / K N / N\G\f N\N . R u N fí /3 fí Ð\F\ . 6 K / N R fí /V fí\ R - fí 'F) H • R '/ k H R m 1 • B L\o\r N h N & Yfí l/y) u I- '0\F / fí N • fl\r V'ISlL' • F h • fí\T\fí S| T « fí HI- |/^ A G L\/fí * SlTl/? 'fí • r fí R\fí\S HJJ fí\R\N\fí\ * R ú ÍA\V 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.