Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 26
Lýstur gjaldþrota en lifir góðu lífi: Gjaldþrot! Fyrir okkur flestum merkir þetta orð að öll sund séu lok- uð og endanlega uppgjöf í skulda- basli. En getur verið að sumir hagn- ist á gjaldþroti; að menn fari á haus- inn, séu gerðir upp en haldi áfram að lifa kóngalífi? Gjaldþrot fyrir- tœkja og einstaklinga koma oftar en ekki til umrœðu í fjölmiðlum og manna á meðal þegar þrotabú eru gerð upp. En hvernig lítur dœmið út nokkrum árum seinna? Heldur gjaldþrota einstaklingur eða eig- andi gjaldþrota hlutafélags áfram að lifa rausnarlegu lífi athafna- mannsins eða verður gjaldþrotið honum að falli á þann hátt að hann missir húsið, bílinn, sófasettið og flytur í litla leiguibáð í gamalli blokk? Vafalítið er allur gangur á gjald- þrotamálum. Öll þekkjum við sögur af einstaklingum og athafnamönn- um sem hafa einmitt farið þá leiðina að detta niður í íburðarlitið líf og mátt vinna sér að nýju fyrir þeim grundvallareignum sem allir telja sig þurfa að hafa. En hitt er líka til að gjaldþrot er einstaklingi ekki annað en pappírsleikur og leið til þess að losna undan óþægilegum skuld- bindingum. Einn heimildamaður HP orðaði það svo að til væru tvær leiðir — að reka sig „fallít" og að reka fyrirtæki „fallít". Hlutafélag geta einstaklingar átt og rekið án jsess að bera sjálfir nokkra ábyrgð á þeim skuldbindingum sem hlutafé- lagið tekur á sig. I sliku tilfelli getur fyrirtækið orðið gjaldþrota en eig- andi þess samt hafa allt til siðasta dags skammtað sér þokkalegustu laun. Hafskipsmálið er gott dæmi um þetta. Við gjaldþrotið verða svo þeir, sem trúað hafa eiganda fyrir- tækisins, fyrir verulegum skakka- föllum þegar ekki reynast vera eign- ir fyrir öllum skuldum. Eigandinn hefur allt sitt á þurru og getur með hjálp þeirra launa sem hann hefur haft hjá eigin gjaldþrota fyrirtæki komið undir sig fótunum að nýju. Hin leiðin er að „reka sig fallít" — þegar einstaklingar eru sjálfir eignalausir og gjaldþrota en búa í glæsilegum húsum maka sinna, aka um á bíl sem sambýlisaðilinn á og verja stórum hluta tekna sinna í að auka íburð og glæsileik eigin hýbýla, sem þeir þó sjálfir eiga ekkert í, þeg- ar flett er í pappírum. Gjaldþrota fangi kaupir jörð! Svo virðist sem ótrúlega margir gæti sín á að hafa aldrei neina eign skráða á eigin nafni og komi sér þannig undan því að hægt sé að hafa einhverjar skuldir af þeim með fjárnámi eða skiptum. Þannig er HP kunnugt að Keflvíkingur, sem um þessar mundir situr inni vegna fjár- svika, óskaði eftir gjaldþroti vegna smávægilegra skulda. Nokkrum dögum síðar gerði sami maður til- boð i jörð í Rangárvallasýslu sem til stendur að selja fyrir um 21 milljón króna! Önnur heimild benti HP á mann sem fyrir mörgum árum stofnaði hlutafélag með því nær engri hluta- fjáreign, keypti vörur með vixla hlutafélagsins sem greiðslu, seldi sömu vörur aftur með verulegum afföllum og fékk þær staðgreiddar. Víxlarnir féllu sem verðlausir papp- írar eignalauss félags og gjaldþrota- skipti hlutafélagsins breyttu þar engu um, hvorki fyrir kröfuhafa sem stóðu jafn slyppir né heldur eig- anda hlutafélagsins sem ekki hafði „hætt meira fé" en sem nam upp- haflegu hlutafé félagsins. í lögum um hlutafélög frá 1978 er kveðið á um að lágmarkshlutafé skuli nema 200.000 krónum gömlum, eða sem jafngildir 2000 nýkrónum. Það er síðan ákvörðun þess sem að hlutafé- laginu stendur hversu miklu um- fram þá upphæð hann kýs að hætta til í viðkomandi rekstur. „Það er svo eins og allir vita æðsta dyggð að hætta fé sínu í einhvern rekstur hér á landi, í stað þess að geyma það inni á sparisjóðsbókum eða skulda- bréfum," sagði einn heimildamanna HP úr hópi lögfræðinga. „Það er heldur ekkert við það að athuga, út- frá lagalegu sjónarmiði, að menn ákveði að hætta 20 þúsundum í til dæmis fiskeldi og öðru eins í skipa- smíðar, vitandi vits að það fer kannski annað af þessum fyrirtækj- um á hausinn. Þeir sem skipta við þessi fyrirtæki taka ákveðna áhættu líka, “ bætti sami maður við. Traustvekjandi stimplar! „Karlarnir sáu náttúrulega að víxlarnir voru allir með fínum stimplum og heilt fyrirtæki sem gekk í ábyrgð. Það fannst þeim miklu fínna en ef það hefði bara ver- ið einhver Jón Jónsson á blaðinu," sagði heimildamaður HP í fyrr- nefndri sögu af víxlum eignalauss hlutafélags sem notaðir voru við vörukaup. Hver kannast ekki við það að betur gengur að losna við ávisanir á bensínstöðvum ef á þeim er einn blár stimpill þar sem segir að ávísunin sé gefin út fyrir hönd þessa eða hins hlutafélagsins. Þegar ekki reynist unnt að inn- heimta slíka skuld hjá hlutafélaginu — Verktakinn Pétur Jónsson sem stal 8 milljónum fró Inn- kaupastofnun með því að bæta einum framan við upphæð óvísana sem hann fékk til byggingar ó sundlaug Grensós- deildar á síðasta ári. Hús Eddu Guðmundsdóttur I Þverárseli þar sem hún og Pétur I. Jónsson eiga sitt heimili. Fyrir rúmu ári bjuggu þau (tveggja milljón króna fbúð á Barónsstfg en hafa nú flutt sig í tæplega 7 milljóna króna hús í Breiðholti sem Edda er skráður eigandi að og er eignin að mestu skuldlaus. Eiginmaðurinn er hinsvegar eignalaus öreigi! / september í fyrra var 38 ára gamall verktaki í Reykjavík, Pétur Ingiberg Jónsson, úrskurðaður í tveggja vikna gœsluvarðhald og gefið að sök að hafa svikið 8 millj- ónir króna útúr Innkaupastofnun ríkisins. Mál Péturs hefur síðan verið hjá RLR en verður vœntanlega sent ríkissaksóknara innan fárra daga, þar sem rannsókn þess er nú lokið. 20. maísíðastliðinn var sami maður úrskurðaður gjaldþrota hjá emb- cetti borgarfógeta vegna kröfu frá Gjaldheimtunni en ennþá hefur ekki verið auglýst eftir kröfum í búið. Samkvœmt heimildum HP er Pétur nœsta eignalaus en býr í húsi sambýliskonu sinnar, Eddu Guð- mundsdóttur, 310 fermetra einbýlis- húsi sem ásamt lóð er metið á 6,6 milljónir króna. Áhvílandi skuldir eru skv. veðbókarvottorði rúmlega 2 milljónir reiknað til núgildandi verðlags. Fróbær fölsun Pétur I. Jónsson rak verktakafyrir- tæki í Reykjavík og bauð í byggingu sundlaugar Grensásdeildar Borgar- spítalans. Hann fékk verkið og fé til þess að vinna verkið greiddi Inn- kaupastofnun ríkisins í ávísunum. Upphæð ávísananna var á bilinu frá 200 og upp í um 500 þúsund krónur og samanlögð upphæð þeirra allra, átta talsins, um tvær milljónir króna. Pétur breytti þessum ávís- unum með því að bæta einum fyrir framan upphæð þeirra, þannig að honum tókst að leysa milljón krón- um meira út í hvert skipti en raun- veruleg útborgun til hans var. Til þessa þurfti maðurinn einnig að breyta texta ávísananna og var verkið „frábærlega vel unnið," eins og lögfræðingur Iðnaðarbankans orðaði það í samtali við HP. „Það er engan veginn hægt að saka gjald- kera, sem tóku við ávísununum, um vanrækslu þvi fölsunin var fullkom- lega unnin." Ávísanirnar, sem voru á reikning Innkaupastofnunar í Landsbanka, leysti Pétur út í útibúi Iðnaðarbank- ans. Sú fyrsta kom í banka í febrúar en sú síðasta í ágústmánuði, 1985. Svikin komust aftur á móti ekki upp fyrr en í september eða hálfu ári eft- ir að fyrsta ávísunin var innleyst. Við yfirheyrslur bar Pétur að hann hefði notað féð í sundlaugarbygg- inguna þar sem tilboð hans í verkið hefði reynst allt of lágt. Eins og fyrr segir er rannsókn þessa máls nú lokið hjá RLR og verður það sent ríkissaksóknara innan skamms. Þegar málið kom upp greiddi Landsbankinn Inn- kaupastofnun til baka þá upphæð sem svikin hafði verið út af reikn- ingi bankans. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem HP fékk hjá lögfræði- deild Landsbankans í gær hefur enn ekkert innheimst af þeim peningum hjá Pétri en í málum sem þessum á bankinn um tvær leiðir að velja. Önnur er að heimta féð af skuldara með einkamáli fyrir Borgardómi, þar sem bankinn fær manninn dæmdan til þess að greiða skuldina. Hin leiðin er að setja fjárkröfu inn 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.