Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Friðrik Þór ’Guömundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og G. Pétur Matthíasson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson Oreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 6&-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Prentun: Blaðaprent h/f Réttlæti í réttarríki í blaðinu í dag er greint frá málflutningi í Fogetamálinu svokallaða. Mál þetta fjallar um embættisfærslu Kristjáns Torfa- sonar, bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum, og aðalbókara hans. Ákæra ríkissaksóknara hljóðar upp á brot í opinberu starfi fógeta og aðalbókarinn er ákærður fyrir auðgunarbrot. Fógetamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Einkum vekur það forvitni fyrir það að fógeti er ekki ákærður fyrir auðgunarbrot, heldur fyrir að hafa farið með sjóði embættis- ins að eigin geðþótta og, að því er ákæruvaldið telur, með ólög- legum hætti. Og einmitt í þessu atriði er uppi ágreiningur á milli dóms- málaráðuneytisins og ríkissak- sóknara, því í bréfi til ríkissak- sóknara heldur ráðuneytið fram þeirri skoðun, að í raun sé um „innanhússvandamál" tveggja ráðuneyta að ræða, að því er varðar háttalag bæjarfógetans í starfi. Hins vegar er ráðuneytið þeirrar skoðunar, að aðalbókar- inn fyrrverandi skuli sóttur til saka í samræmi við ákvæði laga. Þarna er gerður greinarmun- ur á fógetanum og aðalbókar- anum. í málsskjölum kemur hins vegar fram, að báðir urðu þessir menn uppvísir að svip- uðu meintu misferli þótt aðal- bókarinn væri stórtækari. Með afstöðu sinni virðist svo sem dómsmálaráðuneytið telji, að það sé ekkert ólöglegt við það að opinber embættismað- ur skuli taka lán handa sjálfum sér og öðrum með því að skrá það í bækur sem endurgreiðslu á ofgreiddum opinberum gjöld- um. Slík mál skuli leysa innan luktra dyra ráðuneyta. Þessi afstaða er til marks um það, að sumir embættismenn ríkisins telja sjálfa sig svo valda- mikla, að það sé í þeirra verka- hring að snupra þá sem ekki fara að settum lögum. I þessu máli vill svo illa til í þokkabót, að yfirmaður dóms- mála, ráðherrann Jón Helga- son, er náfrændi fógetans. Þessi ættartengsl verða til þess að vekja grunsemdir með mönnum, þegar ráðuneytið gerir þann greinarmun á sak- borningum, sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins. Um þetta atriði fjallaði Helg- arpósturinn fyrir rösku ári og af ærinni ástæðu, þar sem blaðið hafði upplýsingar um bein og óbein afskipti ráðuneytis- manna af rannsókn málsins. En nú hefur ríkissaksóknari tekið sjálfstæða afstöðu í mál- inu og hún gengur þvert á um- sögn og þar með vilja ráðuneyt- isins. Það er gott til þess að vita að mikilvægar stofnanir í réttar- ríkinu íslandi láti ekki stjórnast af öðru en framgangi réttlætis. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Yfirlýsing Helgarpóstinum hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Húsasmiðjunnar hf: „Vegna viðtals í Helgarpóstin- um, 29. maí s.l., við Guðlaug EII- ertsson og greinar frá honum, sem birt var með viðtalinu, leyfum við okkur að taka eftirfarandi fram: 1. Nefndur Guðlaugur vann við ýmis skrifstofustörf hjá Húsa- smiðjunni hf., á annað ár, en starf- aði hvorki sem skrifstofu- eða fjár- málastjóri. 2. Húsasmiðjan hf. hefur í ár- anna rás ætíð farið að lögum og notið aðstoðar hæfustu manna við reikningshald og skattskil. Um langt skeið hefur fyrirtækið verið í hópi hæstu skattgreiðenda í borginni og ávallt staðið í fullum skilum með opinber gjöld. 3. Ásakanir af þeim toga, sem viðmælandi Helgarpóstsins ber fram í nefndu viðtali, hefði að sjálf- sögðu átt að láta kanna af réttum aðilum áður en farið er að nota þær til uppsláttar í víðlesnu blaði 4. Að öðru leyti tökum við undir og vísum til yfirlýsingar löggilts endurskoðanda fyrirtækisins, sem Helgarpósturinn birti á eftir um- ræddu viðtali þann 29. maí sl. Stjórn Húsasmiðjunnar hf. harmar birtingu fyrrgreinds við- tals en ber engan kala til Guðlaugs Ellertssonar og óskar fyrirtækið honum farsældar í framtíðinni. Reykjavík, 2. júní 1986 Stjórn Húsasmiðjunnar hf.“ Flamengó-flokksins í Broadway á sunnudagskvöld hefur birst með margvíslegum hætti. Baltasar hefur þegar líkt dansi flokksins við „rassaköst” í DV á dögunum, en hneykslan manna virðist ekki síður beinast að umgjörð sýningarinnar. Leikmyndin var nefnilega ein gríð- arstór auglýsing frá ferðaskrifstof- unni Atlantik um Mallorca-ferðir sínar, sem fáum viðstöddum fannst hæfa þessu Listahátíðaratriði. En þó tók steininn úr, fannst fólki, þegar hléið hófst, en þá gengu forráða- menn skrifstofunnar fram á sviðið og drógu úr ferðahappdrætti sínu á meðan Flamengó-flokkurinn púst- aði... M ■ V ■iklar vangaveltur hafa verið um það hverjir hafi sótt um stöðu yfirmanns auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins, en það kernur væntanlega í ljós innan skamms. Deildirnar á að sameina í eina úr þremur. Nafn Jóhanns Briem hef- ur mikið komið við sögu í þessum vangaveltum, en eftir því sem HP veit best hvarflaði það ekki einu sinni að honum að sækja um. Hann, eins og kannski fleiri menn úr einkageiranum, ku brosa að launun- um sem í boði eru.. . A ^^TAnnars eru nýjustu frettirnar af sameiginlegum auglýsingamál- um Ríkisútvarpsins á þá leið að stofnunin hyggist, við flutning þess- arar nýju deildar upp í Efstaleitið, víkka út hlutverk sitt og þjónustu að mun frá því sem verið hefur. í þessu sambandi heyrum við til dæmis að allar auglýsingar sjónvarps, útvarps og rásar 2 verði tölvukeyrðar sam- an þannig að almenningi verðj kleift að hringja inn í Efstaleitið, segjum í leit að vaski, og fá uppgefið aila auglýsta vaska í þessum miðli á síðustu mánuðum. Þessi þjónusta verður rekin með beinharðri sölu- mennsku á auglýsingum og er til vitnis um nýja strauma í rekstri stofnunarinnar með tilkomu Markúsar Arnar Antonssonar í stöðu útvarpsstjóra og Elfu Bjark- ar Gunnarsdóttur í stöðu fram- kvæmdastjóra... Þ að eru ekki nýjar fréttir að launastefna Ríkisútvarpsins sé frekar fráhrindandi. Okkur berast stöðugt fregnir af fólki sem er að gefast upp á miðlum þess í því tilliti, nú síðast Sigrún Halldórsdóttir, annar umsjónarmanna nýja síðdeg- isþáttarins á Rás 1, en hann nefnist „I loftinu". Hallgrímur Thor- steinsson er hinn umsjónarmaður- inn og fær nú til liðs við sig Guð- laugu Maríu Bjarnadóttur leik- konu. Sigrún leggur hinsvegar í austurveg, sem leiðsögumaður í ferðum Kidda Finnboga um Búlgaríu, en hann rekur sem kunn- ugt er Ferðaskrifstofuna Ferðaval meðfram Tímastjórn... If M^^annski er það fremur bros- legt en pínlegt að í uppstillingar- nefnd Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík hafi setið þau Sigrún Magnúsdóttir, Alfreð Þorsteins- son og Hallur Magnússon, þau sömu og síðan voru valin í fyrsta, annað og þriðja sæti listans. . . Þ að er ekki nóg með að ríkis- starfsmönnum séu naumt skömmt- uð launin, heldur er aðbúnaður á vinnustöðum þeirra gjarnan í lakara lagi. Frá Ríkismati sjávarafurða berast okkur þær fréttir að þangað hafi nýlega verið keyptar tölvur fyr- ir mannskapinn, en aðeins hluta hans, eða sem nam fjárveitingunni til þessa máls. Fimm starfsmann- anna urðu útundan, en sem betur fer voru það allt jákvæðir menn sem létu þetta ekki fara svo mjög í taug- arnar á sér. Það sést kannski best á því að þeir ákváðu í sameiningu að kaupa sér sjálfir tölvur til þess að nota í vinnunni. Haukur Ingi- bergsson, rekstrarstjóri á staðnum, var einn þessara fimmmenninga, sem núna eru tengdir upplýsinga- banka ríkismatsins, með einkatölvu LAUSNÁ SPILAÞRAUT Allt útlit er fyrir það að um 50% möguleikar séu á því að trompin séu skipt 3-2. Ef þau eru skipt 4-1, verða viðbrögðin allt önnur. Við höfum nefnilega aðeins mögu- leika á því að fá alla fjóra slagina, ef drottningin er blönk, eða ef vestur er með áttuna eða níuna blanka. Öll spilin voru þannig: S K-D-4 H Á-G-5-3 T 9-4 L 8-7-4-2 S 10-8-6-2 H g T K-D-l 0-8-3 L G-10-3 S Á-G-9-5 S 7-3 H D-9-6-4 T Á-G-7-2 L D-9-6 H K-10-7-2 T 6-5 L Á-K-5 Til þess að vinna spilið, á suður fyrst að láta hjarta tvistinn og taka hann með ásnum. Láta síðan gos- ann og svína honum, ef austur læt- ur ekki drottninguna. Láti austur drottninguna, þá l nnan fárra vikna heldur hópur íslendinga í athyglisverða reisu til írlands, nánar tiltekið til norðvest- urhluta eyjarinnar grænu þar sem heitir Conimara. Þarna hefur menning kelta varðveist hvað best í heimi hér, en það er einmitt ástæð- an fyrir áhuga okkar manna á þessu landsvæði. Þarna ætla þeir að leita uppruna síns sem er ekkert síður írskur en norskureinsognwgir ætla. Að minnsta kosti 14 manns hafa þegar skráð sig í ferðina en á sunnu- daginn kemur verður þess freistað að fá fleiri með, en þá halda for- svarsmenn þessa ævintýris, með Sigmar B. Hauksson í fararbroddi, fund um málið í Duus-húsinu við Fischersund, skammt þar frá sem Ingólfur norsari Arnarson hafði heimili með Hallveigu forðum... kemur í ljós að vestur á ekkert hjarta. Þá spilum við okkur inn í borðið með því að láta spaða og svína nú hjarta níunni. Takið vel eftirþví, að það er ekki hægt að spila litunum án taps, ef að austur á annaðhvort átta eða níu sem einspil. Leiörétting I síðasta Helgarpósti birtist smá- frétt um skipsnafnið Þór sem lands- menn tengja að sjálfsögðu Land- helgisgæslunni. Jón Magnússon lög- maður Landhelgisgæslunnar óskaði að eftirfarandi kæmi fram: Maður sá sem fékk Þórsnafnið lánað, fékk það lánað tímabundið og Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Gæslunnar, þekkir ekki viðkomandi og hefur aldrei talað við hann. Þá vildi Jón að fram kæmi að Gunnar hefði ekki leyfi til að nota nafnið enda ætti Landhelgisgæslan einkarétt á nafninu. Þessu til viðbót- ar vildi Jón að fram kæmi að lántak- andi nafnsins hefði fengið leyfi til að nota það löngu áður en Slysavarna- félag íslands fór frain á að nota nafn- ið í sína þágu. Ritstj. largir Alþýðubandalags- menn eru nú heitir út í meirihlut- ann í Neskaupstað þar sem Al- þýðubandalagið hefur farið með stjórnvölinn síðastliðin 40 ár. Telja þeir að meirihlutinn hefði ekki átt annað skilið en að falla, fyrst þeir gátu ekki asnast til að koma á fót hagstæðari samingum við launafólk í síðustu kjarasamningum og þurftu að horfa upp á erkióvininn, Sjálf- stæðisflokkinn, veita launafólki í Bolungarvík 30 þúsund króna lág- markslaun, þótt alþýðubandalags- maður í minnihlutanum flytti að vísu tillöguna um 30 þúsundirnar. Munu þessir Alþýðubandalags- menn að vonum vera sótillir út í flokksbræður sína í Neskaupstað og telja að þar hafi sósíalisminn greini- lega eitthvað skolast til.. 7 A Listahátíð er listamönn- um gert hátt undir höfði, það liggur í eðli málsins. Á Listahátíðinni sem nú stendur yfir er til dæmis ýmsum tónlistarmönnum gert hátt undir höfði, sérstaklega fríðum hópi ungra tónskálda sem ætlar að halda tónleika í Norræna húsinu í næstu viku. Eitt höfuð af eldri kynslóðinni gnæfir þó býsna hátt á Listahátíð- inni — höfuð Jóns Nordals sem einmitt verður sextugur á þessu ári. Á opnunardegi Listahátíðar flutti Sinfóníuhljómsveitin Konsert fyrir hljómsveit eftir Jón — reyndar leik- ur hljómsveitin ekki verk eftir ann- að íslenskt tónskáld að þessu sinni — og á þriðjudaginn voru tónleikar í Norræna húsinu þar sem einvörð- ungu voru leikin verk eftir Jón. Það er kannski dálítið kvikindislegt að segja frá því að Jón Nordal er föður- bróðir framkvæmdastjóra Listahá- tíðar. .. l tölvubransanum eru menn sammála um hver sé helsti sigurveg- ari bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inganna. Nafni okkar, HP-Hewlett Packard, er þar nefndur til sögunn- ar. Þetta tölvufyrirtæki sem hefur einungis verið rekið í hálft annað ár á íslandi, fékk dýrmæta og góða auglýsingu á kosningavöku sjón- varpsins með því lykilhlutverki sem tölva frá þessu fyrirtæki gegndi við útreikninga á fylgi flokkanna. Það fylgir sögunni að IBM-menn hafi hlustað á útvarp fremur en horft á sjónvarp á kosninganóttina og hlakkað rosalega yfir þeim skipt- um þegar útvarpsmenn voru á und- an sjónvarpi með prósentureikn- inga á nýjustu tölum... A ini Akranesi er nú risinn upp gamall draugur. Þess er skemmst að minnast að í hressilegum prófkjörs- slag Alþýðuflokksmanna varð Guð- mundur Vésteinsson, sem verið hefur oddviti krata í bæjarstjórn síð- ustu 16 árin, að lúffa fyrir Gísla S. Einarssyni sem komst í fyrsta sæti og varð svo illur að hann neitaði að taka þriðja sætið á listanum eins og úrslit prófkjörsins mæltu fyrir um. En nú er Guðmundur kominn á stúf- ana og sækir fast á framsóknar- menn og alþýðubandalagsmenn, sem nú eru að ræða möguleika á meirihlutasamstarfi, að kratar fái einnig að vera með og hann sjálfur verði þannig alveg tilvalið bæjar- stjóraefni nýja meirihlutans. Guð- mundur er framagjarn maður og ætlar á þennan hátt að bæta úr óför- um sínum í prófkjöri krata. Ekki munu alþýðubandlagsmenn og framsóknarmenn þó vera hrifnir af þessu tilboði Guðmundar og telja það aldeilis fráleitt... o g meira fra Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði sem kunnugt er tveimur af fjórum full- trúum sínum í bæjarstjórn. Efsti maðurinn á framboðslista flokksins, Guðjón Guðmundsson, mun hafa orðið svo reiður að hann hefur hót- að því að taka pjönkur sínar og hætta við setu í bæjarstjórn, úr því bæjarstjórnarlið sjálfstæðismanna sé svona þunnskipað. Fyrrverandi bæjarstjóri, sem fyrrverandi meiri- hluti sjálfstæðismanna og krata réðu, hyggst líka pakka saman og fara burt því úrslit kosninganna séu líka vantraust á hann. Ekki óeðlileg niðurstaða það. . . 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (05.06.1986)
https://timarit.is/issue/53866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (05.06.1986)

Aðgerðir: