Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST
LOGFRÆÐIprófessorarnir uppi
í Háskóla hafa það gjarnan að
reglu sinni að segja nemendum
góða gamansögu að afloknum
fyrirlestrum. Þessa lét Sigurdur
Líndal fjúka í tíma um daginn, er
okkur sagt:
Það gerðist einu sinni í Vest-
mannaeyjum að maður innfæddur
var dreginn fyrir dóm vegna
meints víxilsbrots, en við því ligg-
ur töluverð sekt eins og menn
vita. Aldrei þessu vant í málum
sem þessum hélt hinn grunaði
uppi vörnum í máli sínu, bað lög-
menn til dæmis að hann fengi að
skoða þennan umrædda víxil sem
kæran á hendur honum var byggð
á. Fékk hann það, en kuðlaði
sneplinum strax saman. Og át
hann.
Þar með fór sönnunargagnið
fyrir bí, en eftirmálin urðu þau að
stefnda var gert að borga sekt fyr-
ir að eyða sönnunargögnum, sem
hann og gerði með ánægju, enda
viðurlögin við því broti langtum
minni en við víxilbrotum!
ÁFRAM með gamansögur ofan
úr Háskóla, að þessu sinni úr
munni Ólafs Ragnars Grímssonar
prófessors í stjórnmálafræði. Hann
lét þessa flakka að loknum fyrir-
lestri um Framsóknarflokkinn:
■ Og vitiði börnin mín, afhverju
framsóknarmenn gerðu Eystein
Jónsson að fjármálaráðherra sín-
um aðeins 27 ára gamlan?
— Nei, kvað salurinn.
Af ]wí — og nú tísti í Grímssyni
— að Eysteinn var á þeim tíma
eini framsóknarmaðurinn sem
kunni tvöfalt bókhald!
MARGIR baráttuglöðustu efnis-
hyggjumenn landsins brugðust
fljótt og vel við þegar ljóst var að
19S6 PEACE MEETING REYKJAVIK1Œ1AND
K.-12. OCT
BCTPE'IA Mim PEHKBBHK UCJlAHUm
ta-ií.oiíT. isse
SMARTSKOT
félagi Gorbatsjoff og Reagan
ætluðu að staldra hérna við yfir
helgi. Framleiðsla allskonar
minjagripavarnings tók álíka
snöggan kipp og þegar ástfangin
stúlka sér elskhuga sinn eftir
aðskilnað. Til að mynda voru
fjöldamörg póstkort framleidd hér
innanlands af þessu tilefni og
stöndumst við ekki mátið að birta
mynd af einu þeirra, þar sem
nafngift fyrirtækisins sem stofnað
var jafn snarlega og fréttin um
komu þjóðarleiðtoganna barst
hingað, er svona frekar í frumlegri
kantinum. Á bakhlið þessa korts
er nefnilega krotað skýrum stöfum
Made and distributed by Smekk-
leysa s.m. Reykjavík, Iceland. Við
látum svo skoðendur kortsins eftir
að meta tengslin milli fyrirtækis-
nafnsins og framleiðslunnar.
BOÐSKORTIN sem myndlist-
armenn senda vinum og vanda-
mönnum þegar þeir efna til sýn-
inga sinna eru eins og gengur
misjafnlega úr garði gerð. Orlygur
Sigurdsson, sá galsafengni grallari,
útbjó þetta hérna á dögunum
vegna sýningar sinnar í Ásmund-
arsal sem hefst á laugardag. Á
framhlið kortsins stendur eftirfar-
andi texti til útskýringar á mynd-
verkinu sem þar má líta:
Kynóði huldumaðurinn úr dul-
heiminum svífur yfir hvílu eyfirsku
heimasætunnar!
Hvort þetta er pilla gamals Ak-
ureyrings á kaupfélagsveldið
nyrðra er óvitað, en hitt er sýni-
legt að næturgagnið í verkinu ber
kunnuglega skammstöfun...
TENÓR Akureyringa og annarra
landsmanna, Kristján Jóhannsson
var á línunni hjá Dagsmönnum
nyrðra fyrir fáum dögum og fór
auðvitað á kostum í svörum sínum
eins og hans var von og vísa.
Hann þvertekur til dæmis fyrir
það að við íslendingar eigum
mikið af góðum söngvurum og
kveinkar sér yfir því að enginn
annar en hann geti sungið
Cavaradozzi í Toscu, „nema
Gardar Cortes, sem er upptekinn
annarstaðar". Á öðrum stað segir
Kristján svo: „Söngur á íslandi
hefur alla tíð verið mjög væminn.
Ef það er verið að syngja um
sólina og vorið er eins og það sé
verið að jarðsetja..."
HELGARPUSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
Verslunin Prófkjör hf. Já
Vel hefur Hulduherinn merkt við hertogann svekkta og skerta. Er nú bert að ekki er vert - GUÐMUNDUR J. GUOMUNDSSON VIÐ DV i GÆR, AÐSPURÐUR HVORT ÞEIR ALBERT
að erta sperrta Berta. GUÐMUNDSSON VÆRU ORÐNIR VINIR AFTUR
Niðri
Kvikmyndin Stella i orlofi var frumsýnd í Austurbæjarbíói fyrir
skemmstu og hafa dómar um hana birst I blöðum síðustu daga. Höf-
undur handritsins er Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og Auöar
Laxness. En hvaða dóm skyldi móðir Guðnýjar nú kveða upp um þetta
nýjasta verk dótturinnar?
Finnst þér dóttir þín
fyndin?
Auður Laxness
,Já, mér finnst hún Guðný fyndin, en hvort það kemst allt
til skila veit ég ekki. Mér finnst kímnigáfa hennar bera keim af
því að hún er alin upp í sveit og ég hef alltaf haft gaman af því
að lesa handrit eftir hana. Hún mætti líka gera meira af því að
leikstýra sínum verkum sjálf, vegna þess að hún hefur bæði
nám og reynslu að baki til þeirra verka."
— Þú hefur sem sagt skemmt þér vel á Stellu í orlofi?
„Ég skemmti mér ágætlega, já. Mér fannst aðalleikararnir
mjög góðir, þau Edda og Laddi. Eins fannst mér Gestur Jónas-
son frá Akureyri afskaplega skemmtilegur, en ég hafði nú bara
ekki tekið eftir honum fyrr. Hann er alveg sérstaklega efnilegur
kvikmyndaleikari, ekki síst í sjón. Einnig lék Margrét Helga
ágætlega í gömlum kjól af mér og mér fannst Halldór Þorgeirs-
son skila sínu verki við leikmyndagerðina prýðilega vel. Þetta
var gífurleg vinna hjá honum og hún fór að mestu fram í bfl-
skúrnum hjá okkur hérna á Gljúfrasteini."
— Áttir þú eitthvað fleira I myndinni en kjól
Margrétar Helgu?
„Maður þekkti vissulega ýmsa muni þarna. Það var allt tínt
til."
— Fannst þér einhver galli á myndinni?
„Já, já. T.d. varðandi krakkana, sem þarna voru sem eins
konar fulltrúar tveggja kynslóða. Mér fannst galli að það sæist
aldrei að nútímabörnin voru með svokölluð He-Man leikföng,
sem eru hrottalega viðurstyggileg. Hin greyin voru með legg
og skel, en útlendingar skilja oft ekkert í því hvers lags mannæt-
ur við erum að nota þetta sem leikföng.
Á sveitabænum fannst mér líka fljótfærnislega farið yfir og
kannski fullmörg skilti til þess að maður greindi allt sem þar
var."
— Hvernig fannst þér Stella... ísamanburði viðSkila-
boð til Söndru?
„Ég var ánægð með Skilaboð til Söndru. Þessi nýja mynd er
hins vegar allt annars eðlis. Mér fannst sú fyrri svolitið hugljúf,
en þetta er meira sprell fyrir það fólk, 'sem helst sækir kvik-
myndahús, skilst mér.
Fólk sem er að framleiða kvikmyndir er I dálitlum vanda, því
það hafur ekkert nema húsið sitt að láta : veð, eins og þau hafa
gert. Maður er aðallega að hugsa um að þau fái að vera kyrr
íhúsinuog aðendar nái saman. Ungafólkið langar aðgera eitt-
hvað en það verður að hafa í huga að myndirnar gangi í kvik-
myndahúsunum."
— Fylgdist þú með myndinni í vinnslu?
„Ekki öðruvísi en það að ég fór jú einu sinni á tökustað. Það
var ansi gaman. En auðvitað sá ég hvernig allt var undirlagt,
sími á mínútu fresti og mikið sem fellur úr, fyrst og fremst út
af aðstöðuleysi. Maður sér hvað þetta er allt af hrottalegum
vanefnum gert."
— Hefurðu áhyggjur af kvikmyndadómunum?
„Ég les þá en hef engar áhyggjur af þeim. Ég mynda mér eig-
in skoðun og finnst þeir raunar að mörgu leyti svipaðir því sem
mér finnst. Það var að vísu talað um kvenrembu (einum dómi,
en því er ég alls ekki sammála."
— Hefur þér sjálfri aldrei dottið í hug að setja texta á
blað?
„Nei, mér hefur aldrei dottið það í hug af neinni alvöru. Hins
vegar hvarflar það oft að manni að gaman hefði verið að gera
eitthvað í þessum dúr, þegar maður fylgist með þessu í mynd-
um og vinnslu."
HELGARPÓSTURINN 3