Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 29
þeim hætti að í fyrri umferð verða menn tilnefndir, en í þeirri síðari er kosið milli þeirra sem flest atkvæði fá og vilja gefa kost á sér. Alþýðu- bandalagsmönnum vestra er mikil eftirsjá að Kjartani Ólafssyni sem ekki gefur kost á sér að nýju. Hins vegar þykir ljóst að möguleikar á að ná fylgi frá Framsóknarflokknum hafa aukist verulega með brottför Steingríms Hermannssonar úr kjördæminu. Það hefur orðið til að auka þrýsting á framboð Finnboga Hermannssonar fréttamanns, sem eitt sinn var varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í kjördæminu og gekk síðar til liðs við Alþýðubanda- lagið og Kjartan Ólafsson. Þegar er vitað um hugsanlegt framboð Kristins Gunnarssonar í Bolung- arvík. Ekki mun vera sérlega kært með allaböllum vestra, því þeir heyra til ólíkra hópa í bandalaginu. Kristinn þykir hallur undir flokks- eigendafél., Svavar og Ásmund, en Finnbogi með lýðræðiskynslóð- inni. Ef þeir Kristinn og Finnbogi bítast um fyrsta sætið er líklegt að Magnús Ingóifsson bóndi í Ön- undarfirði og Sveinbjörn Jónsson trillukarl á Súganda fylgi þeim fast eftir í skoðanakönnun. Fátt kvenna virðist vilja taka þátt í þessum slag. Þuríður Pétursdóttir forystumað- ur AB á ísafirði virðist framboði til þings af huga, en ekki er vitað um af- stöðu Þóru Þórðardóttur (systur Ólafs þingmanns) úr Súgandafirði. Þá hefur verið nefndur til sögunnar Pétur Pétursson héraðslæknir í Bolungarvík (bróðir Páls á Höllu- stöðum), vinsæll maður og virtur í héraði. Hann er talinn geta skotið öllum ref fyrir rass... Eiins og kunnugt er stefnir Magnús Magnússon fyrrverandi félagsmálaráðherra á 1. sætið í Suð- urlandskjördæmi fyrir Alþýðuflokk- inn. Þá hafa verið nefnd til sögunn- ar Elín Alma Arthúrsdóttir úr Vestmannaeyjum, Þorlákur Helgason frá Selfossi — og Guð- laugur Tryggvi Karlsson hrossa- bóndi úr Reykjavík. Nú hefur HP fregnað að áhugi sé á að fá Eyjólf Sigurðsson aðalkrata úr Reykjavík til að keppa við Magnús og Þorlák um efsta sætið. Eyjólfur í Bókhlöð- unni er forystumaður úr Kiwanis- hreyfingunni, en hefur ekki farið vei útúr prófkjörslag áður.. . Þ að hefur reynst mörgum erf- itt að koma draumum sínum um húsnæði fyrir innan skipulagssam- þykkta. Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, er ekki und- antekning þar á. Þegar hann byggði sér einbýlishús í Skildinganesi byggði hann það upp fyrir ákvæði skipulagsins frá 1966. Þetta gerði hann reyndar með samþykki bygg- ingarnefndar Reykjavíkur en einn nágranna hans sætti sig illa við það. Sá hafði á sínum tíma verið neyddur til þess að byggja lágt hús með flötu þaki og fannst að húsameistari ríkis- ins gæti gert það sama. Nágrannan- um sveið þetta enn sárar þar sem hús Garðars skyggði á það ágætis útsýni er hann hafði haft yfir Skerja- fjörðinn. Nágranninn kærði því samþykkt byggingarnefndar til fé- lagsmálaráðherra, Alexanders Stefánssonar, en hann hafnaði for- sendum kærunnar . . . íbúð óskast til leigu Oska eftir íbúðarhúsnœði til leigu sem allra, allra fyrst. Get bæöi greitt leiguverð mánaðarlega og eins fyrirfram ef óskað er. Er reglusamur, skilvís, kattþrifinn og í alla staði eins heppilegur leigjandi og hœgt er að gera kröfu til. Draumahúsnœðið er 2—3 herb. íbúð nálægt gamla miðbœnum í Reykjavík. Upplýsingar í síma 68 15 11 frá því á morghana og fram eftir kvöldi. VISTLEGT fi! - í UMHVERFI Á VINNUSTAÐ únaður á vinnustað hefur mikil áhrif á afköst starfsmanna og vellíðan þeirra. þess vegna skiptir miklu máli að umhverfi þar i—sé vistleg og öll starfsaðstaða þægileg Þetta vitum við hjá Káess hugVít, hagkvæmni og still ita að umgjörð skipulagðrar starfsemi þarf að vera þaulhugsuð. Allt frá minnsta smáatriði [■ 1 upp í heildarútlit hvers vinnustaðar. tilgangi sínum, hvernig sem á er litið. 5 húsgögnin stílhrein og setja svip á vinnustaðinn Þau eru hagkvæm r HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.