Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 36
MIKIÐ HEFUR VERIÐ RITAÐ UM NEIKVÆÐ-
AR HLIÐAR LANGRA SUMARLEYFA í ER-
LENDUM FJÖLMIÐLUM. HP KANNAR
HVORT ÞAÐ SAMA GILDI UM FRÍ OKKAR
ÍSLENDINGA.
ERULÖNG
LEYFI
ÓHOLL?
Ert þú einn þeirra, sem ekki tóku
sér frí frá vinnu í sumar? Ef svo er,
skaltu samt ekki að láta það valda
þér stórkostlegu hugarangri. Margt
bendir nefnilega til þess að langt
sumarleyfi fjarri heimili og vinnu-
stað geti haft ýmsar miður heppileg-
ar afleiðingar í för með sér — bœði
fyrir einstaklingana sem í hlut eiga
og þjóðfélagið í heild.
Á síðustu misserum hefur töluvert
verið fjallað um neikvæðar hliðar
langra sumarleyfa í evrópskum fjöl-
miðlum. Lítið hefur hins vegar farið
fyrir slíkri umræðu hér á iandi,
kannski vegna þess að við Islend-
ingar höfum nokkra sérstöðu í þess-
um málum sem svo mörgum öðr-
um.
Rauði þráðurinn í þessari erlendu
umfjöllun hefur verið sá, að hið
dæmigerða sumarleyfi okkar hér í
Evrópu — þ.e. eins mánaðar leyfi
sem allt er tekið í einu — sé ekki sú
hvíld og endurnæring sem menn
hafa haldið. Þessu til sönnunar er
sýnt fram á hve iangan tíma það taki
fólk að „ná sér niður“, eins og það er
kallað, m.a. vegna þess hve vinnu-
álag og undirbúningur hefur skapað
mikla streitu rétt fyrir fríið. Fari fólk.
á sólarströnd eða eitthvað annað út
fyrir landsteinana, segir kenningin
að það sé ekki fyrr farið að ná jafn-
' vægi en hugurinn leiti heim. Þá hell-
ast yfir áhyggjur af fallandi víxlum,
veikum eða öldruðum ættingjum,
vinnu og öðru slíku. Þetta álag verð-
ur þó ekki til þess að hugurinn beri
viðkomandi hálfa ieið heim, heldur
einmitt til þess að hann dauðkvíðir
fyrir því að þurfa að takast á við
raunverulegan eða ímyndaðan
vanda.
ÞRÓUN ERLENDIS
Eins og fyrr segir, hefur lítið verið
fjallað um hugsanlegar neikvæðar
hliðar langra sumarleyfa hér á landi
og er þess vegna lítið af prentuðum
gögnum til að styðjast við. Helgar-
pósturinn hafði því samband við
nokkra aðila, lærða og leikmenn,
og reyndi að komast að því hvort
hinar evrópsku kenningar eiga við
um okkur Islendinga, eða hvort við
skerum okkur á einhvern hátt úr
öðrum Evrópuþjóðum.
Bjarni Ingvarsson, vinnusálfræð-
ingur, veitir fyrirtækjum ráðgjöf
varðandi ýmislegt sem betur má
fara á vinnustöðum. Hann tjáði okk-
ur, að mikil hreyfing væri erlendis í
þá átt að breyta vinnutíma fólks og
þar af Ieiðandi frístundum einnig.
T.d. hefði komið upp sú hugmynd að
dreifa 40 stunda vinnuviku á fjóra
daga í stað fimm. Bjarni sagði að
það skapaði gjarnan vándamál fyrir
fólk þegar það færi í löng frí í einni
striklotu. Þegar það kæmi aftur
væri oft búið að gera miklar breyt-
ingar á vinnustaðnum, eða eitthvað
mikilvægt hefði gerst á meðan. Við-
komandi þyrfti þá undirbúningslítið
að aðlagast breyttum aðstæðum,
eftir að hafa komist svo að segja „úr
takt“ við vinnufélagana.
Samkvæmt upplýsingum, sem við
fengum hjá Bjarna Ingvarssyni, eru
menn víða erlendis farnir að taka
upp þá nýjung að leyfa starfsmönn-
um að safna sér smám saman eins
árs fríi á launum. Þetta er gert með
þeim hætti að fólk tekur einungis
stutt sumarfrí á ári hverju en fær
þess í stað árs leyfi á tíu ára fresti.
Slík leyfi gagnast fólki til ýmissa
hluta, sem það gæti annars ekki
framkvæmt, svo sem til langra
ferðalaga um heiminn, til þess að
setjast á skólabekk eða til að sinna
öðrum hugðarefnum sínum.
FYRIRTÆKI í LAMASESSI
OG EINSTAKLINGAR
í VANDA
Hvað varðar sérstöðu íslendinga
og íslenskra fyrirtækja í sumarleyf-
ismálum, hafði Bjarni lngvarsson
eftirfarandi að segja: „íslendingar
fara í sumarfrí á mjög stuttu tímabili
og það skapar ákveðna sérstöðu.
Sumarið er stutt og þar af leiðandi
fara mjög margir virkir starfsmenn í
hverju fyrirtæki í burtu í einu. Þetta
gerir það að verkum, að fyrirtækið
er jafnvel í hálfgerðum lamasessi í
þrjá mánuði á ári. Við höfum öll orð-
ið vör við það í ýmiss konar útrétt-
ingum, að það þýðir ekkert að tala
við sum fyrirtæki á sumrin. Þetta
getur haft slæmar afleiðingar fyrir
framleiðni á vinnustaðnum.
Tökum sem dæmi eitthvert lítið
fyrirtæki með 20 til 30 starfsmenn.
Tveir til þrír lykilmenn skipta þá
með sér sumarfríum í þrjá mánuði
og á þeim tíma er þar af leiðandi
ekki hægt að taka neinar stórar
ákvarðanir, þegar það er kannski
einmitt mjög áríðandi að bregðast
fljótt við. Sú þróun sem við sjáum er-
lendis í þá átt að menn taki sumarfrí
skemur í einu en þeim mun oftar,
ætti því örugglega vel við hérna
ekki síður en í öðrum löndum."
Lengd sumarleyfa hefur að sjálf-
sögðu ekki eingöngu áhrif á fyrir-
tækin, heldur skiptir oft sköpum fyr-
ir þá einstaklinga sem í hlut eiga.
Menn, sem þræla myrkranna á milli
í ellefu mánuði, hafa gjarnan miklar
væntingar til sumarleyfisins, þessa
eina mánaðar þegar meiningin er
að njóta lífsins til fulinustu og hrinda
öllu mögulegu í framkvæmd. Slíkar
væntingar fá oft harða brotlendingu
sem ósjaldan er tengd samskiptum
innan fjölskyldunnar, þegar fjöl-
skyldumeðlimir hafa allt í einu tíma
til að tala og vera saman í fyrsta sinn
í marga mánuði.
AUKIÐ ÁLAG EFTIR FRÍ
En svo haldið sé áfram á nei-
kvæðu nótunum, þá getur ýmislegt
annað orðið til þess að gera fólki í
sumarleyfi lífið leitt. Bjarni Ingvars-
son, vinnusálfræðingur, fær orðið á
ný: „Flestir þéna ekki eins mikið í
fríinu og á þeim mánuðum, sem
þeir eru í vinnu. Menn fá sitt orlof,
án allrar yfirvinnu og annars álags á
launin. Þetta er sem sagt ákveðið
tekjutap.
Það fylgja því einnig erfiðleikar
að koma heim og byrja aftur í vinn-
unni. Þá er kannski búið að breyta
einhverju á vinnustaðnum og mað-
ur þarf að setja sig inn í alls kyns nýj-
ar aðstæður og störf. Það bíða jafn-
vel eftir manni verkefni, sem safn-
ast hafa upp í heilan mánuð, og það
tekur langan tíma að vinna úr
þessu. Vinnukúrfan er sem sagt í
toppi og það þarf að ná henni niður.
Yfirleitt er því meira álag á fólk eftir
sumarfríin en endranær og þetta
hefur neikvæð áhrif."
Bjarni var í framhaldi af þessu
spurður um það hvernig vinnukraft-
ur fólk væri þegar það er nýkomið
úr leyfi.
„Menn eru ekkert endilega betri
starfskraftar að loknu sumarleyfi —
það þarf ekki að vera. Þetta orsakast
m.a. af þessu álagi sem skapast þeg-
ar verkefnin hrannast upp, eins og
ég minntist á. Gera má ráð fyrir að
styttri tími gefist til að leysa hvert
mál og þess vegna leysir viðkom-
andi þau kannski ekki jafn vel.
Annað atriði í þessu sambandi er
hreinlega streitan, sem fylgir því að
koma heim úr fríi og fá yfir sig
ógrynni af verkefnum, afborganir af
persónulegum lánum og fleira. Þess
konar atriði fléttast líka inn í vinn-
una og afköstin. Það er vitað, að
streita hefur neikvæð áhrif á vinnu-
framlag — hvort sem menn taka
streitu að heiman með sér í vinnuna
eða streitu úr vinnunni með sér
heim.
Kvíði kemur einnig inn í myndina
— svokallaður verkkvíði, sem lýsir
sér í frestun á viðfangsefnum. Fólk
kvíðir fyrir því að leysa verkefnin og
slær þeim þess vegna á frest. Þetta
er þó alls ekki algild regla, en það er
vissulega möguléiki á því að þessi
staða komi upp.
Sumir hafa þar að auki tilhneig-
ingu tii að gera sig ómissandi á
vinnustað. Þá er ekki sú vald- og
verkdreifing í fyrirtækinu, sem
þyrfti að vera. Þeir sem vita að eng-
inn á vinnustaðnum er fær um að
leysa ákveðin verkefni á meðan þeir
eru í burtu, slaka auðvitað ekki full-
komlega á í leyfinu. Slíkar áhyggjur
aukast í beinu hlutfalli við lengd
sumarfrísins, eins og gefur að skilja,
og kannski er hluti lausnar vandans
falinn í því að taka styttri frí í einu.“
SÉRSTAÐA ÍSLENDINGA
Vangaveltur um hinar ýmsu hlið-
ar sumarleyfa er mál, sem snýr ekki
síst að ferðamálafrömuðum sem
hafa sitt lifibrauð af ferðum manna
út fyrir landsteinana. Lengi vel voru
3—4 vikna sólarlandaferðir megin-
uppistaða erlendra ferðalaga íslend-
inga, en á síðustu árum hefur orðið
áberandi aukning í auglýsingum á
helgar- og vikuferðum til borga í ná-
lægum löndum. Til þess að kanna
þessa hlið málsins, slógum við á
þráðinn til Karls Sigurhjartarsonar
hjá ferðaskrifstofunni Pólaris. Áður
en hann fékk að vita um hvað blaða-
greinin snerist, var hann beðinn um
lýsingu á eigin sumarleyfismálum.
„Minn tími hefur verið minni á
seinustu árum en oft áður. Tvö síð-
ustu sumur hef ég haft þann háttinn
á að fara með fjölskylduna á sólar-
strönd, en sjálfur hef ég ekki stopp-
að þar nema viku til tíu daga. Fjöl-
skylda mín hefur hins vegar dvalið
lengur. Ég tel mig, með réttu eða
röngu, einfaldlega ekki hafa tíma til
að vera lengur í burtu. Þetta er ef-
laust gryfja sem margir falla í — að
halda að þeir séu ómissandi á vinnu-
stað.“
— Notarðu tímann þarna úti til
þess að vinna?
„Já, ég geri það alltaf."
Varðandi þróun ferðamála íslend-
inga, sagði Karl að hlutdeild styttri
ferða í heildarferðamynd okkar
væri sífellt að aukast, vegna þess að
sá hluti tæki örari vexti en hinar
klassísku sólarlandaferðir. Tjáði
Karl okkur ennfremur, að sólar-
landaferðirnar hefðu fyrir iöngu
náð ákveðnum styrk og aukning í
þeim geira endurspeglaði einungis
eðlilega fjölgun þjóðarinnar.
Karl var spurður að því hvort hon-
um þætti líklegt að sú þróun yrði
hér eins og erlendis, að menn tækju
sumarleyfi sitt í tveimur eða fleiri
hlutum.
„Fólk í Evrópu gerir þetta gjarnan
og tekur þá aðalfrí og nokkurs kon-
ar „aukafrí", sem er styttra. Við er-
um hins vegar í svolítilli sérstöðu
fyrir fólk sem ætlar sér að ferðast í
leyfinu, vegna þess hve ísland er
Iangt úr þjóðleið. Þar af leiðandi
eiga menn ekki jafnauðvelt með að
taka fleiri og styttri frí. Fólk nýtir
Bjarni Ingvarsson, vinnusálfræðingur:
„Fólk fyllist stundum verkkvföa f sumar-
leyfinu."
ferðirnar betur, eftir að hafa lagt í
háan grunnkostnað við að komast
úr landi. Hver aukadagur er nefni-
lega oft ekki svo kostnaðarsamur,
þegar fólk er á annað borð komið út
fyrir landsteinana. Þetta er ein skýr-
ingin á því hvað íslendingar fara í til-
töiulega langt frí erlendis miðað við
margar aðrar þjóðir."
AHYGGJUR ÞEGAR
BROTTFARARDAGUR
NÁLGAST
— Hvað er óskaferðalag íslend-
36 HELGARPÓSTURINN
eftir Jónínu Leósdóltur