Helgarpósturinn - 23.10.1986, Page 21

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Page 21
inn á málaferli Karvels Pálma- sonar, alþingismanns, vegna læknameðferðarinnar á Borgar- spítalanum og ætlar hann greini- iega engin grið að gefa í þeim efn- um. Veikindi þau, sem hann hefur gengið í gegnum, virðast þó ekki hafa dregið úr pólitískum baráttu- krafti hjá Karvel. Hann hefur hellt sér út í prófkjörsslag Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum og ætlar að berjast af hörku fyrir áframhald- andi þingmennsku... B ankakerfið hefur á undan- förnum misserum legið undir gagn- rýni og kemur til Hafskipsmál og önnur lánahneyksli. En einnig hefur verið deilt á bankakerfið fyrir þenslu. Munu ráðamenn bankanna fara varlegar í sakirnar en fyrr. M.a. hefur blaðið fregnað að stofnun nýrra útibúa fari mjög leynt í árs- skýrslum bankanna og munu mörg þeirra ekki koma fram á pappírum fyrr en á næsta ári. En fyrst við er- um að tala um þenslu og umsvif bankanna: Auglýsingar um lausar stöður í bankakerfinu eru hengdar upp í bönkum. Nýlega var auglýst deildarstjórastaða í Alþýðu- bankanum og þegar nokkrir al- þýðumenn fóru að grennslast fyrir um grunnlaunin fengu þeir þau svör að um 105 þús. kr. á mánuði vferu í boði. Sem sagt starfslaunin eru orð- in þolanleg í bankakerfinu... að vakti athygli margra sem fylgdust með sjónvarpssendingunni frá komu Ronalds Reagans til ís- lands fyrir réttri viku, að forseti ís- lands, forsætisráðherra og utanrík- isráðherra komu öll til móttökunnar á Keflavíkurflugvelli í einni og sömu þyrlunni. Þetta hefur leitt huga fólks að því hvort engar reglur gildi um það á íslandi, rétt eins og í Bandaríkjunum og mjög víða í Evrópu, að æðstu mönnum þjóðfé- lagsins sé óleyfilegt að ferðast sam- an og er óþarft að velta fyrir sér ástæðunni. Eftir því sem HP kemst næst, eru hvorki til lög né reglu- gerðir sem kveða á um þetta atriði hérlendis. Þar bætist þá við enn ein gloppan varðandi öryggisþátt þjóð- arleiðtoganna okkar ... ^R/^^yndbandaleigurnar aftur farnar að taka við sér eftir að rekstur Stöðvar 2 hófst. Fyrstu dag- ana og vikuna eftir að sendingar nýju sjónvarpsstöðvarinnar hófust tæmdust myndbandaleigur höfuð- borgarinnar gjörsamlega og munu margir eigendur þeirra hafa orðið skelfingu lostnir og séð fram á gjald- þrot fyrirtækja sinna. En nú er Eyjólfur tekinn að hressast og segja vídeóleigueigendur að kúnnarnir komi hægt og sígandi til baka, sér- staklega eftir að Stöð 2 hóf að senda út ruglaðar sendingar. Kemur þá einnig til að Stöð 2 hefur sent tölu- vert út af gömlum vídeómyndum sem myndbandatækjaeigendur hafa þegar séð og ennfremur að frí- tímans vegna verða menn að velja milli Stöðvar 2 eða myndbandsins. En ljóst er að slagnum er hvergi lokið... Girnilegir kjúklingabitar á góðu verði 1—10 bitar á 58 kr. stk. Fjölskyldupakki fyrir 3—4 7 kjúklingabitar, franskar kartöflur, heit eða köld sósa og salat. 575 kr. Lítið inn, tyllifi ykkur niður 11 bitar og fleiri á 56 kr. stk Fjölskyldupakki fyrir 5—6 11 kjúklingabitar, franskar kartöflur, heit eða köld sósa og salat. 890 kr. eða takið með ykkur heim. KJiMíngastaÓtaiim SOUTHERN FRIED CHICKEN Tryggvagötu Sími 29117 ORYGGIÐ / FYRRUH/II Philips viðgerdaþjónustu getur þú treyst. Þú kaupir Philips fyrir framtíðina. HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- S: 27500 215lítra 315lítra 450 lítra 550 lítra 140 lítra 300 lítra Frystikistur 27.920.- 29.950.- 35.850.- 47.800.- Frystiskápar' 27.860.- 39.680.- 26.520.- 28.450.- 39.990.- 45.410.- 26.470.- 37.700.- Philips frystikistur eru klæddar hömruðu stáli. Philips frystikistur gefa til kynna með sérstöku aðvörunar Ijósi ef frostið fer niður fyrir 15o. Philips frystikistur hafa lykillæsingu. Philips frystikistum fylgja 2—3 lausar grindur. Phiiips frystikistur hafa Ijós í loki. Philips frystikistur fást í stærðunum 140—550 lítra. HELGARPÖSTURINN 21 ARGUS/SÍA

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.