Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 8
Nýju kosningalögin:
FJÓRFLOKKAKERFIÐ
LÖGBUNDIÐ
Nýju kosningalögin eru andlýö-
rœöisleg í eöli sínu. Þau útiloka
smáflokka. Útiloka framboö utan
fjórflokkanna í einstökum kjör-
dœmum. Þau útiloka landsfram-
boö, sem ekki ná yfir tiltekiö at-
kvœöamagn. Og þau eru beinlínis
sniöin utan um þrengstu hagsmuni
flokkakerfisins. Sett til höfuös ein-
staklingum og hópum sem brjótast
vilja undan þröngum vilja flokks.
Nýju kosningalögin — sem Alþingi
íslendinga samþykkti ekki alls fyrir
löngu — stangast enda á viö stjórn-
arskrána og veröa þingmenn nú
aö taka ,,kosningapakkanrí' upp og
semja nýjar reglur. Ný lög.
TVENNS KONAR
TILGANGUR
Þegar fjórflokkarnir á Alþingi
íslendinga voru að koma sér saman
um nýju kosningalögin vakti tvennt
fyrir þeim. í fyrsta lagi, að koma í
veg fyrir smáflokkafans á Alþingi.
Reynslunni ríkari eftir að BJ og Sam-
tök um kvennalista náðu sínum
þingmönnum sáu fjórflokkarnir
upplausn og skelfingu í hverju
skúmaskoti. Nýju lögin útiloka hins-
vegar smáflokka eða sérstök fram-
boð. Flokkur verður að fá mikið
magn atkvæða í ákveðnu kjördæmi
til að komast inn ef hann býður að-
eins fram þar og flokkur sem býður
fram á landsvísu verður sömuleiðis
að ná upp fyrir ákveðinn þröskuld
til að koma til greina þegar þing-
sætum verður úthlutað í kjölfar
kosninga.
í öðru lagi vakti það fyrir fulltrú-
um fjórflokkanna, að hindra að ein-
staklingar, eða hópar, sem e.t.v.
sættu sig ekki við niðurstöðu úr
prófkjöri, skoðanakönnun eða for-
vali, gætu tekið málin í sínar eigin
hendur og boðið fram — í viðkom-
andi kjördæmi.
Pessar tvær forsendur eru efnis-
leg rök fyrir nýju kosningalögunum.
Opinberlega kusu þingmenn að
nefna þetta jöfnun atkvæðisréttar
fólks í landinu. Og vissulega gera
nýju lögin það, að einhverju marki.
Þau jafna hins vegar einkum þing-
mannafjölda á milli flokka. A milli
þéttbýlis og dreifbýlis. I þessum leik
var fólk — kjósendur — aukaatriði.
Stjórnskipunarlög, sem samþykkt
voru í maí 1984, gera ráð fyrir að í
fyrstu umferð dreifist þingsæti á
kjördæmi sem hér segir: Reykjavík
14 þingmenn, Reykjanes 8 þing-
menn, Vesturland 5 þingmenn,
Vestfirðir 5 þingmenn, Norðurland
vestra 5 þingmenn, Norðurland
eystra 6 þingmenn, Austurland 5
þingmenn og Suðurland 6 þing-
menn. Samtals 54 þingmenn.
Síðan er gert ráð fyrir því, að út-
hlutað sé 8 þingsætum fyrir hverjar
kosningar, og þeim dreift um kjör-
dæmin. Þá eru þingmenn orðnir 62.
Og einn eftir. Sextugasti og þriðji
þingmaðurinn. Flakkarinn — eins
og hann var kallaður. Honum verð-
ur úthlutað til þess flokks sem ein-
hverra hluta vegna hefur hlotið
þingsæti sem í fjölda svara illa til
atkvæðamagns flokksins.
Allt lítur þetta vel út. Þingmönn-
um hefur verið fjölgað úr 60 í 63 og
allir 60-menninganna, sem settu sig
inní nýju reglurnar geta verið vissir
um að vera inni á þingi. Og vægi at-
kvæða hefur iítillega verið jafnað.
• Þrír þröskuldar koma í veg fyrir frambod utan flokka
• Samtök um kvennalista í hœttu vegna nýrra laga
• Þröngir flokkshagsmunir réöu ferdinni
En þá kemur að kosningalögum og
úthlutun skv. þeim.
UTHLUTUN —
TAKMÖRKUN
í nýju kosningalögunum eru
ákvæði, sem takmarka möguleika á
því að sérstök framboð komist inn á
þing, þ.e.a.s. ef boðið er fram í einu
kjördæmi. í lögunum segir: „í
hverju kjördæmi skal reiknað at-
kvæðahlutfall hvers lista með því að
deila atkvæðatölu hans með tölu
gildra atkvæða í kjördæminu.
Þá skal finna þingsœtahluta hvers
lista í hverju kjördæmi. Það er gert»
með því að margfalda þingsætatölu
kjördæmisins með atkvæðahlutfalli
listans." Og síðan settu menn inní
lögin takmarkandi þátt — að þing-
sœtahluturyröi aö vera meiri en 0,8
til þess aö listi komi til greina þegar
úthlutaö er þingsœtum í viökom-
andi kjördœmi.
Tökum dæmi. í kosningum 1978
bauð Karvel Pálmason sig fram utan
flokka á Vestfjörðum. Hann fékk þá
776 atkvæði og komst inná þing.
Þetta var skv. gömlu lögunum.
Samkvæmt nýju lögunum hefði
þingsætahlutur hans orðið:
776/5302 x 5 = 0,73 (atkvæði
lista/greiddum atkvæðum sinnum
þingmannafjöldi í kjördæmi = þing-
sætahlutur). Karvel Pálmason hefði
m.ö.o. ekki komist inn á þing skv.
nýju lögunum. Þingsœtahlutur hans
nær ekki 0,8.
Alþýðuflokkur hins vegar, sem
náði aðeins þingsætahlut 0,76 í
sömu kosningum hefði hins vegar
fengið sinn mann skv. nýju lögun-
um. Það er vegna þess, að enda þótt
Karvel Pálmason hefði komist inn —
í annarri umferð úthlutunar, þegar
miðað er við stærstan afgang þing-
sætahlutar, þá hefði Karvel ekki
komist yfir viðbótar þröskuld nýju
kosningalaganna sem er 5% reglan,
þ.e. að framboð verður að fá meira
en 5% atkvæða á landinu öllu til að
koma til greina við úthlutun þing-
sæta. Það sama má reynar segja um
sérstakt framboð Eggerts Haukdal í
kosningum 1979. Hann hefði ekki
komist inn vegna þröskuldanna
sem nýju lögin gera ráð fyrir.
Þriðji þröskuldurinn er svo sá, að
listi þarf að ná yfir 7% fylgis í við-
komandi kjördæmi til að fá þingsæti
skv. nýju lögunum. Vegna þessara
takmarkandi þátta kosningalaganna
þykir sýnt, að smáflokkar eða sér-
stakt framboð utan flokka á vart
möguleika á þingsæti.
Þetta eru hinar raunverulegu
ástæður fyrir því t.d. að Bandalag
jafnaðarmanna gekk til samstarfs
við Alþýðuflokkinn. Þingmenn BJ
gerðu sér grein fyrir því, að enda
þótt BJ myndi bæta stöðu sína veru-
lega frá því sem skoðanakannanir
bentu til, þá er mjög vafasamt að
flokkurinn næði yfir þá þröskulda
sem innbyggðir eru í nýju kosninga-
lögin.
Sama má reyndar segja um Sam-
tök um kvennalista. í ljósi þröskulda
og þeirrar niðurstöðu, sem samtök-
in hafa fengið í skoðanakönnunum
eru konur á mörkum þess að ná inn
mönnum. Fengju þær t.a.m. um 6,9
prósent atkvæða í þremur kjör-
dæmum, þá svaraði niðurstaðan til
um 4,9% landsfylgis. Og þessi niður-
staða dugar ekki til að koma inn
manni á Alþingi íslendinga.
VERÐUR LÖGUM
BREYTT AFTUR?
Eins og áður sagði stangast nýju
kosningalögin á við stjórnarskrá. Er
hér átt við, að ekki mun heimilt að
mismuna framboðum og flokka-
kerfi á þann veg sem þingsætahlut-
ur 0,8 gerir ráð fyrir. Þingmenn
neyðast því til að taka „pakkann"
upp þriðja sinni og breyta þessu
hlutfalli þannig að það gildi jafnt
um flokkakerfið og sérstök fram-
boð. Liggur fyrir breytingatillaga
þessa efnis.
Talið er að innan Sjálfstæðisflokks
sé vilji fyrir því, að endurskoða
kosningalögin frá grunni vegna
þess að Sjálfstæðisflokkurinn sér
framá, að almenn notkun þessara
reiknireglna gæti leitt til þess, að
enda þótt flokkurinn fengi meiri-
hluta atkvæða, þá þarf það ekki að
þýða að hann fái meirihluta fulltrúa.
Hafa menn í þessu sambandi beitt
reiknireglunum á niðurstöður borg-
arstjórnarkosninga 1950, en þá fékk
Sjálfstæðisflokkur 50,2% atkvæða
og meirihluta í Reykjavík. Ef nýju
kosningareglurnar hefðu verið í
gildi þá, hefði flokkurinn ekki endi-
lega náð meirihluta fulltrúa í borg-
arstjórn. Það hefði farið eftir fjölda
borgarfulltrúa (11, 13, 15 eða 21
o.s.frv.) Sjálfstæðisflokkurinn óttast,
að ef þessi reikniaðferð verður tekin
upp í alþingiskosningum þá muni
hún öðlast hefð og viðurkenningu í
bæjarstjórnarkosningum og jafnvel
nefndakosningum. Og þess vegna
haliast þeir að aðferð d’Hondts, sem
mjög var á lofti við upphaf umræð-
unnar um breytt kosningalög.
ÖHUGSANDI AFBRIGÐI
Til að undirstrika, að nýju kosn-
ingalögin eru sniðin utan um
þrengstu hagsmuni flokkakerfisins
— og ekki fyrir fólkið í landinu —
má líta á eitt afbrigði, sem að vísu
virðist óhugsandi, en hreint ekki
hægt að útiloka. Gerum ráð fyrir að
fjórflokkarnir ákveði að bjóða ekki
fram á Vestfjörðum. Þar komi hins
vegar fram fjórir nýir sjálfstæðir
listar. Og að þeir fái allir svipað fylgi.
Þeir myndu allir fá einn þing-
mann skv. fyrstu úthlutun. En þá á
eftir að úthluta einum þingmanni í
kjördæmi, en skv. stjórnskipunar-
lögum eiga þeir að vera fimm. Skv.
kosningalögunum er ekki hægt að
úthluta þessum fimmta þingmanni
vegna þess að listarnir næðu aldrei
yfir 5% þröskuldinn. Jafnvel þótt
einn listi þar fengi 99% fylgi, eru
kjósendur á Vestfjörðum það fáir að
þeir eru innan við 5% af heildar-
kjósendatölu landsins. Niðurstaðan
yrði því annað hvort sú, að Vestfirð-
ingar sætu uppi með 4 þingmenn í
stað fimm, eða þá breyta yrði lögum
til að troða fimmta þingmanni kjör-
dæmisins inní kerfið.
Þetta afbrigði undirstrikar enn
frekar, að þingmenn hafa hugsað
um sjálfa sig fyrst og fremst þegar
þeir voru að breyta kosningalög-
unum og ekki kjósendur. En hverjir
hefðu dottið út í síðustu kosningum,
ef nýju kosningalögin hefðu verið
komin í gildi?
í Reykjanesi hefði Karl Steinar
Guönason dottið út. Hans í stað
hefðu þeir komið Árni Gunnarsson
og Magnús H. Magnússon, úr Norð-
urlandskjördæmi eystra og Suður-
landskjördæmi. Davíö Aöalsteins-
son hefði dpttið út í Vesturlands-
kjördæmi, Ólafur Þ. Þórðarson í
Vestfjarðakjördæmi, Stefán Guð-
mundsson í Norðurlandskjördæmi
vestra, Guðmundur Bjarnason í
Norðurlandskjördæmi eystra, Kol-
brún Jónsdóttir í sama kjördæmi og
Egill Jónsson í Austurlandskjör-
dæmi. Inn hefðu komið í stað þess-
ara, auk þeirra Árna og Magnúsar
H., þau Jóhann Einvarösson í
Reykjaneskjördæmi, Ingólfur
Guönason í Norðurlandskjördæmi
vestra, Þóröur H. Ólafsson, Reykja-
neskjördæmi, Geir Hallgrímsson í
Reykjavík, Guömundur H. Garöars-
son í sama kjördæmi, Kristjana M.
Thorsteinsson í Reykjanesi, Björn
Dagbjartsson í Norðurlandskjör-
dæmi eystra og Kjartan Ólafsson á
Vestfjörðum.
Samkvæmt d’Hondts reglum
þeim sem talið er að sjálfstæðis-
menn séu fylgjandi í dag hefðu eftir-
taldir dottið út í síðustu kosningum:
Davíö Aöalsteinsson, Ólafur Þ.
Þóröarson, Stefán Guömundsson,
Egill Jónsson og Kolbrún Jónsdóttir.
Þeirra í stað hefðu eftirtaldir komið
inn: Árni Gunnarsson, Jónína Leós-
dóttir, Geir Hallgrímsson, Guö-
mundur H. Garðarsson, Páll Dag-
bjartsson, Jóhann Einvarðsson,
Kristjána M. og Kjartan Ólafsson.
Þannig geta menn rokkað — út og
inn af þingi — allt eftir því hvaða
reiknireglum beitt verður. Eins og
áður sagði verður þingheimur að
taka reglurnar sem hann samþykkti
í hitteðfyrra til endurskoðunar í vet-
ur og samþykja fyrir aprílkosningar.
Það verður ekki þrautalaus barn-
ingur.
Þegar þær breytingar verða gerð-
ar taka menn vonandi meira tillit til
fólks en flokka. Ef fólk vill smá-
flokkafans á Alþingi, þá eiga kosn-
ingalög að tryggja að svo verði. Lög-
um má aldrei beita gegn vilja fólks
í kosningum — til að tryggja fjór-
flokkana endanlega í sessi. Slíkir
gjörningar stangast á við hið fína í
lýðræðishefðinni.
8 HELGARPÓSTURINN
leftir Helga Mó Arthúrsson teikning Jón Óskar