Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 14

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 14
Ljósmyndarar heimspressunnar mynduðu ekki aðeins þjóðarleiðtogana tvo. LIF AÐ LOKNUM LEIÐTOGAFUNDI Sú landkynning sem Island fékk í kringum fundinn frœga hefur gert marga yfirmáta bjartsýna, en aörir telja landann ágirnast stærri bita en hann er fœr um að kyngja. Nú þegar leidtogarnir margum- töludu eru farnir af landi brott og adrenalínmagnid í blódi þjódarinn- ar er á niöurleiö, gefst tími til þess að velta því fyrir sér, hve miklu Reykjavíkurfundurinn kemur raun- verulega til meö aö breyta fyrir ís- land — þegar til langs tíma er litið. Þad má segja að dollaraglampinn hafi blindað Islendinga á meðan öll herlegheitin stóðu yfir og landi og þjóð voru gerð skil í heimsfjölmiðl- um nótt sem nýtan dag. Yfirvegað fólk með vott af jarðtengingu veit hins vegar auðvitað mœtavel að þeir, sem heimurinn hampar í dag, geta fallið í gleymsku á morgun. Þeir eru þó margir, sem enn eru uppi í skýjunum og vilja láta fylgja landkynningunni eftir með því að „kýla á" málið með uppbrettar ermar. Mest er talað um ofurjákvaeðar afleiðingar á sviði útflutnings og í tengslum við ferðamannaþjónustu. Bjartsýnustu menn héldu jafnvel að símalínur færu strax að glóa á skrif- stofum útflytjenda og pantanir að streyma til kynningar- og flugfélags- skrifstofa okkar erlendis áður en fundinum lyki, en hlutirnir gerast hins vegar ekki með slíkum hraða. Jóhann Sigurðsson, forsvarsmaður Flugleiða í Lundúnum, segir þá vissulega ætla að notfæra sér ókeypis auglýsingu sem landið fékk með svona óvæntum hætti, þó ekki sé enn hægt að merkja breytingu á eftirsókn eftir Islandsferðum. ,,Það finnst ekki breyting á einum eða tveimur dögum og það er engin bið- röð hérna fyrir utan skrifstofuna af fólki sem vill fara til íslands að skoða Höfða. ísland hefur hins veg- ar stanslaust verið fyrir augum og eyrum Breta að undanförnu, þannig að nú er tæpast til það mannsbarn, sem ekki veit um og finnur mikið meira fyrir landinu en áður.“ Jóhann Sigurðsson sagði enn- fremur að í Bretlandi hefði mikið verið fjallað um hið góða samband sem myndaðist á milli íslensku þjóð- arinnar og erlendu fréttamannanna. Var það t.d. tíundað sem ein af bestu hliðum leiðtogafundarins, þegar menn reyndu að rífa sig upp úr því þunglyndi sem úrslit eða úrslitaieysi sjálfs fundarins skapaði. „Svip- myndirnar frá íslandi, sem sést hafa hérna á skjánum, hafa verið afar já- kvæðar. Náttúran og Reykjavík komu huggulega út, enda sést ekki hitastigið á skerminum. Menn tóku líka eftir því, að leiðtogarnir voru oft einungis á jakkafötum eða í þunnum regnfrökkum." Flugleiðamenn í London hyggjast notfæra sér meðbyrinn og auglýsa fsland af fullum krafti á næstu mán- uðum, sérstaklega hvað varðar að- stöðu til ýmiss konar funda- og ráð- stefnuhalds. Nú þegar er í undirbún- ingi kynningarmappa með upplýs- ingum um þessi atriði, sem dreift verður til fyrirtækja í Bretlandi. SKÝRSLA ERLENDRA SÉRFRÆÐINGA En hvernig skyldu menn hér heima á íslandi ætla að notfæra sér það óvænta kastljós, sem hingað beindist? Á þriðjudagskvöld í fyrri viku safnaði Ingvi Hrafn Jónsson nokkrum mönnum í sjónvarpssal til þess að ræða þetta mál. Bæði hann sjálfur og Baldvin Jónsson, auglýs- ingastjóri Morgunblaðsins, virtust hafa miklar vonir um eftirspurn eftir íslenskum varningi og ferðum til landsins. Forsætisráðherra, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins og menn tengdir útflutningi, voru hins vegar rólegri í tíðinni og veltu því fyrir sér hve mikilli aukningu við gætum yfirhöfuð annað og hvað væri æski- legt í þeim málum. Þegar möguleikar íslendinga að loknum leiðtogafundi eru skoðaðir af nokkru raunsæi, virðast menn sammála um það að fyrsta skrefið hljóti að vera gerð einhvers konar áætlunar fyrir nánustu framtíð. í fyrrnefndum sjónvarpsþætti kom fram hjá Kjartani Lárussyni, ferða- skrifstofustjóra, að útlendir sérfræð- ingar voru fengnir til þess að gera slíka framtíðaráætlun árið 1972. Eftir henni hefur hins vegar aldrei verið farið, þó svo hún hafi verið talin hið ágætasta plagg af þeim fáu, sem skýrsluna sáu á sínum tíma. í fyrrnefndri áætlun hinna er- lendu sérfræðinga, sem kostuð var af Sameinuðu þjóðunum, var mikil áhersla lögð á að kynna ætti ísland sem heilsubótarstað. Þó ekki á sama hátt og Helgi ÞórJónsson er að gera í Hveragerði, enda er hægt að búa til slíka aðstöðu hvar sem er í heim- inum að sögn hérlendra ferðamála- frömuða. Erlendu sérfræðingarnir vildu hins vegar nýta betur jarðhit- ann, jarðleirinn og gufuna til þess að lækna fólk af vissum sjúkdóm- um, eins og vísir er að í Bláa lóninu, en ekki einblína á heilsubót fyrir til- tölulega heilbrigt fólk. Sú áhersla, sem hinir erlendu sér- fræðingar vildu leggja á heilsubót- arferðir til Islands, er hluti fjögurra liða áætlunar með það markmið að lengja ferðamannatímabilið á land- inu. Hin svið ferðamálanna, sem þeir töldu æskilegt að nýta í sama tilgangi, eru stangaveiði í ám og vötnum, skíðaaðstaða og ráðstefnu- hald. Ein merkilegasta tillagan í skýrslu þessara sérfróðu aðila var hins vegar svonefnd Krísuvíkurfram- kvæmd, eða „multi-purpose-resort" á ensku. Samkvæmt útdrætti úr framtíðaráætluninni var hugmynd- in sú „að reisa 300 herbergja lúxus- hótel og tjalda auk þess yfir geysi- mikið svæði, þar sem væri svo heitt loftslag að þar gæti þrifist hitabelt- isgróður alls konar". Einnig gerir hugmyndin ráð fyrir vísindasafni, sögusafni, menningarmiðstöð, gestamiðstöð og söguþorpi. GETUM VIÐ ANNAÐ AUKINNI EFTIRSPURN? Kjartan Lárusson telur að íslend- ingar eigi nú að spyrja sig þriggja spurninga: Eigum við að fara út í eitthvað nýtt? Hve mikil eiga þessi umsvif að vera? Hvað kostar þetta og er það þess virði? Fyrstu spurn- ingunni svarar hann hiklaust ját- andi, „vegna þess að það verður aldrei þróun nema menn stígi skref fram í framtíðina". Annarri spurn- ingunni er erfiðara að svara og svar- ið við þeirri þriðju gæti hugsanlega orðið á þá leið að hætt yrði við allar fyrirætlanir, sem orðið hafa til í vímu leiðtogafundarins. Það er nefnilega ljóst, að íslend- ingar geta nú þegar ekki annað allri eftirspurn eftir fiski úr ómenguðum sjó og þjónusta hér á landi er ekki í stakk búin til að taka á móti mun fleiri ferðamönnum á ári hverju. Ýmislegt þyrfti því að gera áður en við gætum farið að laða útlendinga hingað í meira mæli en þegar er gert og það myndi kosta sitt, bæði í peningum og jafnvel í umgengni við náttúru landsins. Eða eins og Stein- grímur Hermannsson, forsætisráð- herra, sagði í sjónvarpsþættinum á dögunum: „Erum við tilbúin til þess að fá tugþúsundir ferðamanna í við- bót inn á öræfi?“ Ónefndur áhugamaður um ferða- mál hefur hins vegar síðasta orðið, enda er þar líkast til kominn kjarni málsins. „Við verðum að halda okk- ar stefnu og lifa lífinu áfram þó svo þessir náungar hafi komið hingað og fundað yfir eina helgi. Þetta má ekki breyta alveg okkar lífsskoð- unum og munstri. En ef það er hægt að nýta sér eitthvað þá athygli, sem þeir vöktu á landinu, þá er það gott. Við megum bara ekki ímynda okkur að við hrærumst núna í einhverri nýrri veröld en áður.“ 14 HELGARPÓSTURINN leftir Jónínu Leósdóttur mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.