Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 19
ekkert verði af prófkjöri sjálfstæðis- manna á Reykjanesi, heldur sjái uppstillingarnefnd alveg um röð efstu manna. þar með er fyrirséð að núverandi þingmenn flokksins __ í kjördæminu, þeir Matthías Á. Mathiesen, Gunnar G. Schram, Salóme Þorkelsdóttir og Ólafur G. Einarsson, sitji áfram efst, en nýju andlitin sem gátu alveg hugsað sér árangur sitji eftir með skeifu. Hér er átt við gilda sjálfstæðismenn á borð við Júh'us Sólnes, Krist- jönu Millu Thorsteinson og Önund Björnsson. . . V ið greindum frá -því í sumar BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 að Bent Bjarnason, fyrrv. aðstoð- arsparisjóðsstjóri SPRON, hefði verið fluttur um set innan spari- sjóðsins og gerður að útibússtjóra á Seltjarnarnesi. Þetta var gert eftir að hann lánaði kaupendum að fyrir- tæki konu sinnar, Líkams- og heiisuræktinni, megnið af kaup- verðinu úr sjóðum SPRON. Bent hefur nú látið af störfum útibús- stjóra og Lísa Gunnarsdóttir full- trúi gegnir þeim störfum þar til ráð- ið verður í stöðuna. Ekki hefur held- ur verið ráðið í stöðu aðstoðarspari- sjóðsstjóra sem Bent yfirgaf síðast- liðið vor en Benedikt Geirsson skrifstofustjóri gegnir því starfi þar til úr rætist. Það er því óhætt að segja að Bent hafi skilið girnilegar stöður eftir sig á leið sinni út úr bankanum. . . A næstunni verður akveðið a kjördæmisþingi Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi hverjir muni skipa framboðslistann með Steingrími. Steingrímur Her- mannsson er talinn fá rússneska kosningu í fyrsta sætið. Reiknað er með að Jóhann Einvarðsson sem áður skipaði efsta sætið fái annað sætið, bæði í umbunarskyni fyrir fórnina sem hann færði með því að styðja Steingrím sem og vegna þess að hann hefur lagt á sig að búa í Keflavík allt kjörtímabilið. Reiknað er með að það sé eðlileg skipting milli byggðakjarna í kjördæminu að Jóhann fái annað sætið. Um næstu sæti er meira deilt á þessu stigi. Margir hafa viljað sjá konu framar á listanum og hefur nafn Helgu Jóns- dóttur oftast borið á góma í því sambandi. Hún er hins vegar að- stoðarráðherra Steingríms og þykir því dæmd úr leik að þessu sinni. Þá hefur Inga Þyrí Kjartansdóttir í Kópavogi ákveðið að gefa kost á sér og öðru hvoru hafa nöfn Drífu Sig- fúsdóttur í Keflavík og Elínar Jó- hannsdóttur í Kópavogi verið nefnd. Níels Árni Lund sem al- mennt er mjög vinsæll meðal fram- sóknarmanna býður sig einnig fram, en þar sem hann er annars vegar að flytja sig úr kjördæmi (Norðurlandi eystra) og með heima- byggð í Hafnarfirði (of nálægt Arn- arnesi Steingríms) þykja möguleik- ar hans ekki mjög miklir á þessu stigi. Svo er hann heldur ekki kona... NÝJUNG Þjónusta við húsfélög oonao«o»»“””P““°§ HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.