Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 26
Alfred og agn- dofa áhorfendur Hugleiðingar í tilefni af Hitchcock-hátíð í Regn- boganum. Mánudagsklúbbur Regnbogans hóf uetrarstarf sitt í síöastliöinni viku. Ad þessu sinni hefst starfsemin med ekki ómerkara framlagi en flokki Hitchcock-mynda frá fjórda áratugnum og upphafi þess fimmta. Hér er m.ö.o. um að rœöa nokkrar af síðustu myndum meistarans, áður en hann fluttist alfarið frá Bretlandi vestur um haf til Bandaríkjanna. Myndir þœr, sem valist hafa til sýn- ingar á þessari veltilfundnu Hitchcock-kynningu kvikmynda- hússins eru: The Thirty Nine Steps (Þrjátíu og níu þrepin, frá árinu 1935) , Sabotage (Skemmdarverk, 1936) , The Lady Vanishes (Kona hverfur, 1938) og Foreign Corre- spondent (Fréttaritarinn) frá árinu 1940. HP teiur sér það bæði ijúft og skylt að fylgja að nokkru eftir þessu lofsverða framtaki aðstandenda Regnbogans. Og um leið er e.t.v. ekki úr vegi að varpa fram þeirri spurningu tii framkvæmdastjóra annarra kvikmyndahúsa, hvort nú- orðið sé ekki í raun fjárhagslegur grundvöllur fyrir því, að einhverjir af minni sölum bíóhalla höfuðborg- arsvæðisins verði nýttir að ein- hverju leyti fyrir ámóta starfsemi og þá, sem rekin er á vegum mánu- dagsklúbbs Regnbogans. Það eru framleiddar kvikmyndir — góðar kvikmyndir — víðar en í Bandaríkj- um Norður-Ameríku. SÍRSTÆÐ STÍLBRÖGÐ Alfred Hitchcock (1899—1980) var með eindæmum afkastamikill kvik- myndaleikstjóri. Á 58 ára löngum starfsferli tókst honum að ljúka við gerð tæplega 60 kvikmynda í fullri lengd. Frumraun sína á leikstjórnar- sviðinu háði hann þegar á tímum þöglu kvikmyndanna, nánar tiltek- ið árið 1922, er hann fékk tækifæri til að annast leikstjórn kvikmyndar- innar Number Thirteen, sem að vísu komst aldrei af framleiðslustiginu og þaðan af síður í dreifingu. í þess stað varð The Pleasure Garden (1925) fyrsta raunrétta Hitchcock- myndin, þó svo að hann hafi þar enganveginn náð að þróa að neinu verulegu marki þau sérstæðu stíl- brögð, er síðarmeir áttu eftir að ein- kenna velflest verka hans og jafn- framt lyfta mörgum þeirra á stall með helstu öndvegisverkum kvik- myndasögunnar, hvað þróun mynd- málsins varðar. Þegar talmyndirnar komu til sög- unnar hafði Hitchcock á tveggja ára tímabili komið frá sér einum fjórum kvikmyndum, og var jafnframt með þá fimmtu í smíðum, það örlagaríka ár í sögu miðilsins, þegar The Jazz Singer eftir Alan Crosland með A1 Jolson í aðalhlutverkinu var frum- sýnd síðla árs 1927. Bretar voru ekki eins fljótir að tileinka sér hina nýju tækni og frændur þeirra vestanhafs. En þegar að því kom, að hljóðvæð- ing miðiisins virtist óumflýjanleg, tókst þeim á undravert skömmum 26 HELGARPÓSTURINN tíma að laga sig að hinum nýju að- stæðum. Árið 1929 vann Hitchcock að gerð tíundu kvikmyndar sinnar, nefnilega hinni víðfrægu Black- mail. Kvikmyndin var tilbúin til sýn- ingar, þegar framleiðendur sáu sitt óvænna, og ákváðu með hliðsjón af síversnandi samkeppnisaðstöðu þöglu myndanna á markaðnum að endurvinna hana í heild með hljóði. Einvörðungu þær senur, sem hægt var að hljóðsetja í eftirvinnslunni, voru nýttar úr gömlu útgáfunni, öðrum var kastað á glæ. HUGMYNDAAUÐGI í þessari fyrstu talmynd Hitch- cocks komu yfirburðahæfileikar hans sem leikstjóra hvað berlegast í ljós. Hann gerði hljóðið þegar í upp- hafi að ekki einvörðungu óaðskilj- anlegum hluta myndmálsnotkunar sinnar, heldur í raun að einu helsta megininntaki hennar: Mynd og hljóð voru eitt. Vald hans á þessum nýja tjáningarmáta miðilsins var slíkt þegar í þessari frumraun hans, að enn í dag á tímum tölvuvæddra hljóðgerfilseffekta, sitja menn agn- dofa og í lotningarfullri forundran yfir hugmyndaauðgi hins aldna meistara, sem í raun hafði ekki nema gamla membranhljóðnem- anum og þriðja klassa mixerborði að spila úr. Forsendur yfirburða- hæfileika Hitchcocks á þessu sviði •lágu m.ö.o. ekki einvörðungu í hinni nýju tækni, heldur í raun fyrst og fremst í djúpstæðum skilningi hans á eðli myndmálsins (sambandi hljóðs og myndar) og óbrigðulli þekkingu hans á hrifnæmi og skyn- túlkun áhorfenda. Það sem hann hafði framyfir marga aðra starfs- bræður sína í greininni á þessum tíma var skilningur hans á því að fcw'fcmynd er ekki einungis tuttugu og fjórar hreyfanlegar myndir á sek- úndu á hvítu tjaldi í myrkvuðum sal- arkynnum. Heldur verður hún í raun fyrst til í hugarheimi áhorfand- ans, þ.e. eftir að hann hefur með- tekið og túlkað það myndefni, sem leikstjórinn framreiðir fyrir hann. Möguleikar leikstjórans til að hafa áhrif á nefnda skyntúlkun áhorf- enda liggja því fyrst og fremst í hæfni hans og þekkingu, á jafnt eðli myndmálsins, sem og þeim sál- fræðilegu þáttum, er stjórna skynj- un og hughrifum áhorfenda við- komandi myndefnis. ÞÁTTUR ÁHORFENDA Eitt skýrasta dæmið hvað þetta varðar, úr þessari fyrstu hljóðmynd Hitchcocks, og sem jafnframt lýsir ágætlega yfirburðahæfileikum hans og skilningi á meðvitaðri notk- un hljóðs í kvikmyndum, er verslun- arbjallan, sem í sífellu og án misk- unnar dynur fyrir eyrum kvenhetj- unnar á örlagastundinni, meðan replíkur samleikaranna tónast, í meðvitund hennar, yfir í ókennileg- an klið, þar sem vart má greina orðaskii, nema þegar orðið „knife“, Klasslskt Hitchcock-mótlf: Cary Grant bruggar eiginkonu sinni launráð I einni af hinum margfrægu tröppusenum meistar- ans. (Suspicion, 1941.) eða hnífur kemur fyrir og er síend- urtekið í ræðu viðmælendanna. Af framangreindu má ljóst vera, að það er ekki að ósekju, sem Hitch- cock hefur hlotið viðurnefnið „the master of suspense", eða hinn ótví- ræði meistari gjörvallrar kvik- myndasögunnar, hvað varðar möguleika miðilsins að hneppa áhorfendur sjálfviljuga í fjötra eftir- væntingar og spennu. Þegar kvik- myndir hans eru teknar til nánari at- hugunar kemur brátt í ljós hvað veldur þessum einstöku hæfileikum hans til að ná áhorfendum á sitt vaid. Galdurinn við myndmál Hitch- cocks er einfaldlega, að hann gerir áhorfendur að beinum hlutaðeig- endum í sköpun viðkomandi at- burðarásar. Með þessu er vitaskuld ekki þar með sagt, að hann veiti þeim fulit frelsi til eigin ályktunar- gerðar. í þess stað matar hann þá, í þauihugsuðum áföngum, á þeim iágmarksupplýsingum, er honum þykir nægjanlegar hverju sinni, til að koma þeirra eigin ímyndunarafli á kreik. Eftir að hann hefur á þenn- an hátt markvisst unnið að því að byggja upp væntingar áhorfenda gagnvart jafnt hinum ýmsu persón- um, sem og sjálfum söguþræðinum, brýtur hann þær gjarnan niður, lið fyrir lið uns ekki stendur steinn yfir steini af þeim hugmyndum, er þeir höfðu áður gert sér um sín eigin meðvituðu eða ómeðvituðu tengsl við verkið. í SPORUM SÖGUHETJUNNAR Aðferðir þær er Hitchcock notar, til að draga áhorfendur á þennan hátt inn í atburðarásina eru jafn margvíslegar og þær eru hugvit- samlega útfærðar. Hér skal þó að lokum og til nánari skýringar að- eins tæpt á tveimur þeirra, enda koma þær fyrir í nánast öllum kvik- myndum hans og hafa frá upphafi þótt eitt helsta aðalsmerki mynd- málsnotkunar hans í gegnum tíð- ina. Hitchcock hefur löngum verið álitinn einn helsti snillingur hug- lœgrar myndnotkunar í kvikmynd- um. Með huglægri mynd er átt við það, þegar myndavélinni er t.d. komið fyrir í sporum einnar sögu- hetjunnar þannig að áhorfendur upplifa viðkomandi atburðarás út frá sjónarhóli hennar og komast þ.a.l. engan veginn hjá því að taka afstöðu með henni til þeirra atvika, sem eiga sér stað frammi fyrir kvik- myndatökuvélinni hverju sinni. Þessa tækni notar Hitchcock sér síðan oft á tíðum, til að byggja upp eins konar falskt trúnaðartraust milli einhverrar nánar tiltekinnar persónu verksins og áhorfenda. Þ.e.a.s. þegar áhorfendur þykjast þess fullvissir, að „þeirra maður“ sé langt kominn með að sigrast á því ranglæti, er hann hefur verið beitt- ur framanaf í myndinni, kemur oftar en ekki í Ijós um síðir, að hann er í raun sökudólgurinn. LISTUNNENDUR eiga von á öndvegisriti neðan úr Austurstrœti. Nú á næstunni kemur út á vegum Almenna bókafélagsins listaverka- bók um ísland á nítjándu öldinni eftir ítalska listfræðinginn Frank Ponzi sem hefur verið búsettur hér- lendis nokkur undanfarin ár. Þarna mun vera á ferðinni ítarlegt og snjallt yfirlit yfir þetta þögla tíma- skeið í listasögu landsins. FARMENN minnast með hlý- hug bókarinnar um Kolakláfa og kafbáta sem Jón Steingrímsson skráði og Vaka gaf út fyrir síðustu jól. Nú er okkur sagt af framhaldi þessarar bókar, sem ku heita Um höf til hafna. ATHOL Fugard er höfundur næsta leikverks sem verður frum- sýnt á fjölunum í lðnó. Það ber nafnið Vegurinn til Mekka og fjallar í sem skemmstu máli um kröfu mannsins til frelsis. Athol er suður- afrískur — og kemur m.a. inn á kyn- þáttahatrið í heimalandi sínu í þessu verki — en hann hefur undanfarin ár verið búsettur í Bandaríkjunum og starfað við Yale-háskóla. Vegur- inn til Mekka krefst þriggja leikenda og urðu þau Sigríður Hagalín, Jón Sigurbjörnsson og Guðrún Gísladótt- ir fyrir valinu, en Hallmar Sigurðs- son leikstýrir. Fyrir stuttu var sýnt í sjónvarpinu leikritið Boesman og Lena eftir Fugard. ÞEIR sem sáu myndbandið með bandaríska nýjarokksbandinu Smithereens í sjónvarpinu á mið- vikudagskvöld — og líkaði músíkin — geta farið að hlakka til. Mjög góð- ar líkur er á því að Ásmundur í Gramminu sé búinn að ganga frá samningi þess eðlis að grúppan komi hingað til tónleikahalds í næsta mánuði. Smithereens nýtur mikilla vinsælda vestra um þessar mundir, er á svipaðri Iínu og R.E.M. og kemur m.a. fram í unglinga- myndinni Dangerously Closed sem Austurbœjarbíó tekur bráðlega til sýningar. VIÐTALSBÓK Jónasar Jónas- sonar við íslenska alkóhólista kom út í síðustu viku og ber nafnið Og svo kom sólin út. Þarna ræðir Jónas opinskátt og undir kertaljósi við Önnu Þorgrímsdóttur, Guðbrand Kjartansson, Gunnar Huseby, Halldór Gröndal, Helgu Björnsdótt- ur, Jóhönnu Birgisdóttur, Ólaf Gauk, Pálma Gunnarsson, Ragn- heiði Guðnadóttur, Sigfús Halldórs- son, Tómas Agnar Tómasson, Tóm- as Andrés Tómasson, Þórarin Tyrf- ingsson, Þórunni H. Felixdóttur, Þráin Bertelsson og Jóhannes Berg- sveinsson. PRELUDÍA og Fúga í C-dúr eftir Bach verður m.a. í boði á næstu miðvikudagstónleikum Háskólans í Norrœna húsinu. Þar leikur Örn Magnússon að auki á píanó sónötu í F-dúr eftir Mozart og Une barque sur L’ ocean eftir Ravel. Örn er ensk- lærður, en kennir núna stunda- kennslu hjá Tónskóla Sigursveins meðfram eigin tónlistariðkun. MYNDLISTARFÉLAG ísa- fjarðar opnar hverja sýninguna af annarri í Slunkaríki sínu fyrir vest- an, nú síðast með Pétri Guömunds- syni. Pétur lauk námi frá MHÍtyr'ir allnokkrum árum en hefur síðan haldið sig við myndlistarkennslu við Grunnskólann á ísafirði. Meistarinn ráðfærir sig við helstu samstarfsmenn slna IThe Rope, 1948. Sú kvikmynd var frægust fyrir það á slnum tlma, að vera tekin upp með, að þvl er virtist aðeins einu samhangandi myndskeiði.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.