Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 18
Fyrstu fjárlög Porsteins Pálssonar
hafa séð dagsins Ijós. Eins og menn
muna tók Þorsteinn við af Albert
Gudmundssyni um þetta leyti í fyrra
og lágu þá fullmótaðar fyrir hug-
myndir Alberts um fjárlagadœmið.
Albert var ekki beinltnis þekktur
fyrir að vilja auka ríkisumsvifin og
hœkka skatta. Porsteinn vildi gera
betur. fbyrjun desember lagði Sam-
band ungra sjálfstœðismanna lín-
urnar fyrir Porstein. Formúlan gekk
út á ráðdeild í ríkisrekstri, niður-
skurð ríkisútgjalda, nýja verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga, minnk-
andi skattaálögur.
Þorsteinn tók til hendinni. Út-
gjaldaliður fjárlagafrumvarps Al-
berts hljóðaði upp á 37,7 milljarða
króna. I meðförum Þorsteins og
þingsins breyttist þessi tala í 36,8
milljarða. Niðurskurður Þorsteins
hljóðaði upp á 861 milljón króna.
Albert Guðmundsson hafði gert
ráð fyrir 37,8 milljarða króna tekj-
um ríkissjóðs. Þorsteinn fór um
þetta höndum'og í mars hafði hann
skorið þessa tölu niður í 35,3 millj-
arða eða nánar tiltekið niður um 2,5
milljarða króna. Þorsteinn gerði ráð
fyrir því að skera niður tekjuskatt-
inn um 150 miiljónir króna, inn-
flutningsgjöld um 766 milljónir,
söluskatt um 605 milljónir og þar
fram eftir götunum.
En í lok september hafði Þor-
steinn veruleikann fyrir framan sig í
nýjustu áætlunum. Nú hljóðaði út-
gjaldaliðurinn upp á 39,2 milljarða
króna. Fjárlögin höfðu hækkað frá
Albertsfrumvarpi um 1,5 milljarða
króna og frá Þorsteinslögum um 2,4
milljarða. Tekjuhliðin hafði og farið
úr skorðum. 2,5 milljarða króna nið-
urskurður Þorsteins var kominn
niður í 850 milljóna króna niður-
skurð. Sparnaðarandi upp á 1,5
milljarða farinn fyrir bí.
Þessi tala — 1,5 milljarðar — er
forvitnileg. Aukafjárveitingar á
fyrstu 9 mánuðum þessa árs hljóð-
uðu einmitt upp á rúmlega 1,5 millj-
arða króna. Nánar tiltekið
1.567.248.000 krónur. En þar fyrir
utan hafa útgjöldin hækkað vegna
B-hluta fjárlaga — lánsfjáráætlunar-
innar.
Það sem Þorsteinn ætlaði að gera
var að skera beina skatta niður um
150 milljónir króna og óbeina skatta
niður um 2,2 milljarða. Nú í septem-
ber hafa beinu skattarnir hækkað
um 850 milljónir króna frá mars-
áætlun Þorsteins og óbeinu skatt-
arnir um 770 milljónir króna. Vita-
skuld er vitnað í aukna veltu vegna
aukins kaupmáttar.
AUKAFJÁRVEITINGAR:
BROSTNAR FORSENDUR
Aukafjárveitingar eru útgjöld sem
ekki var reiknað með þegar fjárlög
voru samþykkt. Það er athyglisvert
við aukafjárveitingarnar nú, að þær
má að miklu leyti rekja til blekkinga
og mistaka. 81 milljón króna var sér-
staklega varið í hina frægu kinda-
kjötsútsölu í haust og almennar nið-
urgreiðslur urðu alls 135 milljónum
króna meiri en ráð var fyrir gert.
Landbúnaðarhítin tók sinn toll —
brugðið var á það ráð að niður-
greiða áburðarverð um aukalegar
170 milljónir króna. Tryggingastofn-
un ríkisins er þungur baggi og ætl-
aði Þorsteinn að skera þar niður, en
hefur endað uppi með aukafjárveit-
ingu vegna sjúkra- og lífeyristrygg-
inga upp á 500 milljónir króna. Þor-
steinn og Sverrir Hermannsson ætl-
uðu að taka í taumana hjá Lánasjóði
íslenskra námsmanna. Niðurskurð-
urinn þar hefur nú dagað uppi í 258
milljóna króna aukafjárveitingu.
Stórir póstar í samanlögðum
aukafjárveitingum eru vegna rekstr-
arhalla og greiðsluerfiðleika stofn-
ana og fyrirtækja ríkisins eða
tengdra aðila. Bifreiðaeftirlitið átti
að fá 45,5 milljónir króna umfram
eigin tekjur en hefur nú fengið 25
milljón króna aukafjárveitingu. St.
Jósefs spítalinn átti að fá 483,4 millj-
ónir króna, en þurfti og fékk 30
milljónir aukalega.
Ymsir aðrir liðir eru forvitnilegir
— þó ekki þurfi þeir að vega þungt
í heildardæminu. Þannig hefur
bókaútgáfa Skálholts fengið auka-
úthlutun vegna rekstrarsukks, 7
milljónir króna. Reynt er að fela
þetta eftir föngum með því að setja
úthlutanir þessar annars vegar
undir liðinn „Biskup íslands" og
hins vegar undir „Kristnisjóður".
Athyglisverður er þáttur Jóns
Helgasonar ráðherra í dómsmáia-
ráðuneytinu. Rannsóknarlögregla
ríkisins fékk 3,5 milljóna króna
aukafjárveitingu vegna þess að mál
urðu fleiri og stærri en ráð var fyrir
gert. Hegningarhúsið í Reykjavík —
að Skólavörðustíg — fékk 3 milljónir
aukalega vegna þess að forsendur
um fangafjölda brugðust. Þá kom til
5 milljóna króna aukafjárveitingar
til Litla-Hrauns fangelsisins vegna
þess að forsendur um matarkostnað
og vörusölu brugðust!
Þá má nefna að Alexander Stef-
ánsson þurfti að láta innrétta skrif-
stofuhúsnæði í Hafnarhúsinu og
kostaði það 9,5 milljónir króna
aukalega. Frú Ragnhildur Helga-
dóttir tók upp á því að kaupa handa
embætti sínu ráðherrabíl utan fjár-
laga og þar fór 1,1 miljón króna í
veglega drossíu. Þá kostaði umdeild
úthlutun á rannsóknarlektorsstöðu
fyrir Hannes Hólmstein Gissurarson
sitt — laun út árið upp á 175 þúsund
krónur.
Aukafjárveiting til Ríkisspítal-
anna, um 50 milljónir króna, er
afgreidd svo: „Vegna mistaka eru
áætluð launagjöld í fjárlögum 1986
of lág.“ Dýr mistök þetta.
MISHEPPNAÐUR
NIÐURSKURÐUR RÍKIS-
UTGJALDA
Auðvitað eru aukafjárveitingalið-
ir sem enginn sá fram á. T.d. útgjöld
vegna rannsóknar á Hafskipsmál-
inu — 1,2 milljónir króna. Og Feröa-
málaráð fékk 3,5 milljónir króna til
kaupa á hlutafé í Hótel Húsavík. . .
í raun er hlutfall aukafjárveitinga
nú lægra en oft hefur áður gerst. Ef
t.d. er litið á ríkisreikning fyrir árið
1982 kemur í ljós að aukafjárveit-
ingar námu 14% af fjárlögum. Nú er
þetta hlutfall Iægra en 5% — miðað
við fyrstu 9 mánuði ársins. En 1982
voru 80% aukafjárveitinga vegna
trygginga og niðurgreiðslna. Þetta
hlutfall er nú 40%. 1982 var verð-
bólga um 50% — nú er hún sögð un
10%. í auknum mæli kemur nú til
hallarekstur, greiðsluerfiðleikar,
brostnar forsendur og misheppnað-
ur niðurskurður ríkisútgjalda.
Fjárlagafrumvarpið fyrir 1987 er
sem fyrr segir fyrstu fjárlög Þor-
steins Pálssonar. Margir verða sjálf-
sagt fyrir miklum vonbrigðum með
frumburðinn. Ekki síst félagar Þor-
steins á frjálshyggjuarminum —
unga fólkið í SUS. Það lagði fram
vinnuplagg fyrir Þorstein í desem-
ber í fyrra. Það hafði í höndunum
fjárlagafrumvarp Alberts Guð-
mundssonar og lagði fram ítarlegar
„breytingatillögur" — Þorsteini til
hægðarauka við báknsbyltinguna.
TILLÖGUR UNG-
LIÐANNA í RUSLA-
FÖTUNA
Hinir ungu vinir Þorsteins lögðu
fram tillögur um niðurskurð ríkis-
útgjalda og sparnað uppá um 2,7
milljarða króna. Þeir vildu meðal
annars fella algjörlega niður 40
milljóna króna framlag til stofn-
kostnaðar vegna dagvistarheimila,
fella niður 20 milljóna króna fram-
lag vegna jöfnunará námskostnaði,
fella niður 20 milljóna króna fram-
lag vegna afleysingaþjónustu
bcenda, fella niður framlag í Ríkis-
mat sjávarafurða upp á 65,5 millj-
ónir króna, fella niður 65 milljóna
króna framlag til Póst- og síma-
málastofnunar og 103,5 milljóna
króna framlag til Skipaútgerðar
ríkisins. Þá vildu þeir skera niður 35
milljóna króna siyrk til húshitunar.
Þeir vildu skera niður með því að
færa til einkaaðila starfsemi Búnað-
arfélags íslands (34 milljónir), Fiski-
félags íslands (20,5 milljónir), Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins
(24,5 milljónir), Bifreiðaeftirlitsins
(40,1 milljón) og Ferðamálaráðs
(18.6 milljónir). Þeir vildu lækka
ýmsa liði verulega, skera framlag til
Vegagerðar ríkisins um 510 milljónir
króna, til Byggingasjóðs ríkisins um
325 milljónir, framlag til jarðrœktar
vildu þeir skera um 108 milljónir og
þeir vildu minnka niðurgreiðslur
um 290 milljónir. Þeir vildu skera
framlag til Lánasjóðs íslenskra
námsmanna um 112,5 milljónir,
sjúkratryggingar um 83 milljónir og
framlag til Ríkisspítalanna um 60
milljónir. Þeir vildu auknar tekjur
(hagnað) stofnana á borð við Há-
skólann (23 milljónir), Námsgagna-
stofnun (16 milljónir) og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins (12
milljónir). Alls vildu hinir ungu
skera ríkisútgjöld Alberts Guð-
mundssonar um 2,5 milljarða króna
og auka hagnað ríkisins (tekjur) um
152 milljónir króna. Og þeir lögðu
til sölu á 20 ríkisfyrirtækjum (eða
hlut ríkisins í þeim).
En frjálshyggjubyltingin lætur á
sér standa. Sala á ríkisfyrirtækjum
er gleymd umræða. Þó er búið að
augiýsa Umferðarmiðstöðina til
sölu. Sverrir gerði tilraun til að selja
Sémentsverksmiðjuna, en sam-
flokksmaðurinn Valdimar Indriða-
son kom í veg fyrir það. Hvað stend-
ur eftir? Þorsteinn ætlar að skera
niður verðjöfnunargjald á raforku.
En leyfir landsbyggðin (og fulltrúar
hennar á þingi) það? Þorsteinn og
Sverrir ætluðu að skera niður fram-
lag til Lánasjóðs íslenskra náms-
manna. Það dagaði uppi í 258 millj-
óna króna aukafjárveitingu. Á móti
niðurskurði til Ríkisspítalanna kom
70 milljóna króna aukafjárveiting. í
staðinn fyrir stórfelldan niðurskurð
á niðurgreiðslum kom niður-
greiðslufargan aukalega upp á 135
milljónir króna — meðal annars
vegna 80 milljóna króna kindakjöts-
útsölu í haust.
3,5 MILLJARÐA
ÞENSLUHALLI
Þessi niðurstaða veldur vitaskuld
mörgum vonbrigðum. En sagan er
ekki öll. Nú hefur Porvaldur Gylfa-
son, prófessor í viðskiptadeild Há-
skólans, kveðið upp úrskurð: Fjár-
málastef na Þorsteins Pálssonar mun
leiða til þenslu og verðbólgu. Hann
horfir á lánsfjárþörfina og umsvif
opinberra og hálfopinberra aðila og
fær út þá niðurstöðu, að „þenslu-
halli" ríkissjóðs verði a.m.k. 3,5
milljarðar króna en að í ljósi reynsl-
unnar verði þessi halli miklu meiri
þegar upp verður staðið. Ef ekki
verður gripið í taumana.
Þannig er þá staðan. í stað þess að
skera niður framlög og minnka út-
gjöld og umsvif hins opinbera stefn-
ir í enn eitt útgjaldametið. í stað þess
að minnka skattaálögur aukast
verulega tekjur ríkisins af tekju-
skatti (sem Albert ætlaði að afnema
á 3 árum og steig fyrsta skrefið) og
söluskatti (og hugmyndir um úttekt
á skattsvikum komnar í skúffuna).
En hefur þá Þorsteinn ekki enn
tíma til að bæta sig? Hann hefur tím-
ann fram að kosningum að minnsta
kosti. En er Þorsteinn líklegur til að
rjúka upp til handa og fóta og efna
til niðurskurðarveislu á næstu mán-
uðum — þegar kosningar eru fyrir
dyrum?
Þorsteinn Rálsson, núverandi fjár-
málaráðherra. Skar frumvarp
Alberts niður um 860 milljónir.
Fer 1.486 milljónum fram úr Al-
berti og 2.347 milljónum fram úr
sjálfum sér. 3,5 milljaröa þenstu-
halli blasir við.
Albert Guðmundsson, fyrrver-
andi fjármálaráðherra. Lækkun
tekjuskatts átti að vera áfangi I
afnámi tekjuskattsins. Þorsteinn
vildi gera betur og skar enn um
150 milljónir. En nú stefnir í að
tekjuskatturinn veröi 850 milljón-
um meiri en til stóð.
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra. Leiftursókn gegn
Lánasjóði Islenskra námsmanna
dagaöi uppi I 258 milljón króna
aukafjárveitingu.
Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra. Til
að standa undir sjúkra- og llfeyris-
tryggingum þurfti til að koma 500
milljón króna aukafjárveiting. Þá
þurfti frúin að fá sér ráðherrabíl
— utan fjárlaga.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
nýskipaöur rannsóknarlektor.
Þessi talsmaður minnkandi rlkis-
umsvifa jók umsvif ríkisins —
skipan hans kostaði aukafjárveit-
ingu...
Vilhjálmur Egilsson, formaöur
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna. SUS lagði fram Itarlegar
tillögur um „ráödeild ( ríkis-
rekstri". Tillögurnar rykfalla og
kosningar framundan...
18 HELGARPÓSTURINN
leftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir: Jim Smarti