Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 33
eftir Helga Má Arthursson
SPENNA MAGNAST VEGNA FORVALS í
REYKJAVÍK SVAVAR GESTSSON Á MILLI
STEINS OG SLEGGJU VERKALÝÐS-
FORYSTAN BÝÐUR FRAM ÁSMUND OG
ÞRÖST - STYÐUR SVAVAR ÓLAFUR
RAGNAR NÝTUR STUÐNINGS LÝÐRÆÐ-
ISKYNSLÓÐAR NÝTT ALÞÝÐUBANDA-
LAG í UPPSIGLINGU? FELLUR FORMAÐ-
URINN í FORVALI? BÚIST VIÐ FJÖL-
MENNU FORVALI
stæði blaðsins notað í innanfélags-
átökum við gamla borgarstjórnar-
gengið, Sigurjón Pétursson og kó.
Það að ritstjóri, Össur Skarphéð-
insson, skyldi setjast á framboðslista
var jafn fáránlegt og hugmyndin,
sem Ásmundur Stefánsson setti
fram síðar um það, að Svavar Gests-
son skyldi gerður ritstjóri Þjóðvilj-
ans. Stangast hugmyndin á við
grundvallaratriði þeirrar hugsunar,
að blað skuli vera sjálfstætt — og
óháð flokki og þröngum innanfé-
lagshagsmunum. En Össur Skarp-
héðinsson og stuðningsmenn mátu
dæmið öðru vísi — og mátu það
skakkt. Ritstjóranum var ranglega
kennt um ófarir borgarstjórnarlist-
ans.
í kjölfar ófaranna í borgarstjórnar-
kosningunum lét flokkseigendafé-
lag og verkalýðsarmur til skarar
skríða gegn ritstjórn Þjóðviljans.
SAMNINGAR — NÝR
RITSTJÓRI
Verkalýðsforystan setti fram kröf-
una um að ráðinn yrði nýr — þriðji
— ritstjóri Þjóðviljans. Eins konar
blaðafulltrúi ASÍ á ritstjórninni. Var
krafa þessi fram sett til höfuðs Össur
Skarphéðinssyni, og Óskari Guö-
mundssyni, ritstjórnarfulltrúa blaðs-
ins. Krafa verkalýðsarmsins var
hins vegar ekki ákveðnari en svo,
að þeir áttu ekki mann í embættið.
Það var í þeim vandræðum, sem
stungið var uppá Svavari Gestssyni
í ritstjóraembættið.
Mæltist sú uppástunga vel fyrir í
hópi verkalýðsarms og flokkseig-
endafélags. Ritstjórn Þjóðviljans
brást hins vegar illa við og hótuðu
menn uppsögn og útgöngu yrði
Svavar gerður að ritstjóra á nýjan
leik. Fyrir milligöngu Ólafs Ragnars
Grímssonar var síðan samið um
þetta mál.
Svavar Gestsson varð ekki ritstjóri
— og ritstjórnarfulltrúinn, sem var í
fríi, kom ekki aftur að blaðinu — en
hins vegar ákveðið að skipa nefnd
til að finna nýjan ritstjóra. Hann var
ráðinn síðsumars Þráinn Bertelsson.
Er hann almennt álitinn vera fulltrúi
verkalýðsarms, en umfram allt full-
trúi Svavars Gestssonar á ritstjórn
blaðsins. Hefur mátt lesa þetta al-
menna álit úr leiðurum hans og
fréttaskrifum.
Eftir þetta samkomulag ber Þjóð-
viljinn þess glögg merki, að hann er
blað í biðstöðu. Áhlaup verkalýðs-
forystu og flokkseigendafélags
tókst. Lýðræðiskynslóðin tapaði
slagnum um blaðið — eins og áður
sagði — mest fyrir þau mistök sín,
að halda ekki fast um blaðið og láta
framboð til borgarstjórnar ekki lönd
og leið.
SAMNINGAR ÖÐRU
SINNI — ÁTÖKUM
FRESTAÐ
Á svipuðum tíma — eða í kjölfar
Þjóðviljadeilunnar — kom upp svo-
kallað Guðmundarmál. Krafa var
sett fram um að Guðmundur J. Guð-
mundsson segði af sér þing-
mennsku í kjölfar uppljóstrunar um
peningaviðskipti hans og Alberts
Guömundssonar. Kröfunni var
bæði hafnað og ekki á miðstjórnar-
fundi í júlí. Flokkseigendafélag og
verkalýðsarmur lögðust gegn því að
Guðmundur J. Guðmundsson segði
af sér og lýstu þess í stað fullum
stuðningi við hann. Niðurstaðan var
hallærisleg. Nefnd manna gekk á
fund Guðmundar J. og skýrði hon-
um frá niðurstöðu fundarins. í þessu
máli, sem lauk með þegjandi sam-
komulagi um ekki neitt, beið lýð-
ræðiskynslóðin ósigur öðru sinni.
Átökum um menn og málefni var
frestað. Þessi frestun þýðir að nú er
það ekki lýðræðiskynslóð sem
verður í eldlínunni, heldur Ólafur
Ragnar Grímsson, dyggilega studd-
ur af lýðræðiskynslóð. Og átökin
færast yfir í forval flokksins í Reykja-
vík — eftir nokkrar vikur.
í því forvali verður barist um þrjú
örugg sæti á framboðslista Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavik. Nú sitja í
þessum sætum þau Svavar Gests-
son, formaður flokksins, Guðmund-
ur J. Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar og Guðrún Helgadóttir. En
eins og menn rekur eflaust minni til
var Ólafur Ragnar Grímsson, þáver-
andi þingflokksformaður Alþýðu-
bandalags, felldur úr þriðja sæti list-
ans í forvali með ejnu atkvæði.
Töidu menn að fall Ólafs Ragnars
mætti kenna flokkseigendafélagi og
verkalýðsarmi, sem sameinuðust á
móti honum — og með Guðmundi J.
Guðmundssyni.
í komandi forvali hyggjast Ólafur
Ragnar Grímsson og stuðnings-
menn hans, sem nú eru lýðræðis-
kynslóð og lýðræðissinnuð öfl inn-
an flokks, hefna harma sinna og
koma Ólafi Ragnari í öruggt sæti.
Verður það væntanlega á kostnað
fulltrúa verkalýðsarms. Sá fulltrúi
verður að þessu sinni ekki Guð-
mundur J. Guðmundsson, heldur
Þröstur Ólafsson og Ásmundur
Stefánsson.
Fimm frambjóðendur munu
þannig berjast um þrjú efstu sætin á
framboðslista flokksins. Svavar
Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, Þröstur Ólafs-
son og Ásmundur Stefánsson. Og
eins og áður segir, líklegast er að
þarna mætist tvær fylkingar. Ann-
ars vegar Svavar, Asmundur og
Þröstur. Hins vegar Ólafur Ragnar
og Guðrún Helgadóttir. Formaður-
inn neyðist til að taka afstöðu með
verkalýðsarminum. í fyrsta lagi til
að tryggja sjálfum sér fylgi. í öðru
lagi til að tryggja sambandið við
verkalýðshreyfinguna, sem að hans
áliti er lifakkeri flokksins.
Hugsanlegur möguleiki er, að for-
maður flokksins fari fram í öðru
kjördæmi — til að forða átökum —
og um leið, að hann geri þá tillögu
að frambjóðendum verði dreift, eins
og af handahófi um kjördæmin —
en talið er ólíklegt að hann þori það,
eða að landsbyggðin kæri sig um
slíka sendingu. Mikil átök eru því
óumflýjanleg í Reykjavík.
MÆTAST ÞÁ STÁLIN
STINN
Trúr sinni tradisjón — og hug-
mynd um verkalýðsflokk — gerir
formaður flokksins bandalag gegn
Ólafi Ragnari, Guðrúnu Helgadótt-
ur og lýðræðiskynslóðinni. Með því
neyðir Svavar Gestsson áðurnefnda
aðila til að gera með sér kosninga-
bandalag. Og í sæmilega stóru for-
vali eru yfirgnæfandi líkur á því, að
síðarnefnda bandalagið muni sigra
yfir verkalýðsarmi og flokkseig-
endafélagi.
Hinn breiði flokkur í Reykjavík
samanstendur af einstaklingum,
sem harðastir hafa verið í andstöð-
unni við Svavar og Ásmund. Við
þetta bætist, að hringlandaháttur
Svavars í Þjóðviljamálinu s.l. sumar
og þrálátur orðrómur um að Ás-
mundur Stefánsson hafi gælt við þá
hugmynd, að bjóða sig fram fyrir
Alþýðuflokk, hefur veikt báða og
valdið pirringi meðal traustustu
flokksmanna. Þar fyrir utan liggur
fylgi Svavars Gestssonar einkum úti
á landi og stuðningsmenn Ásmund-
ar Stefánssonar er að finna í öðrum
stjórnmálaflokkum en Alþýðu-
bandalaginu.
Lýðræðiskynslóðin — lykillinn að
sigri Ólafs Ragnars og Guðrúnar
Helgadóttur — er afar sterk meðal
óbreyttra félagsmanna í Alþýðu-
bandalaginu, enda þótt andstæð-
ingar hennar geti státað af því að
eiga meirihluta í flestum stofnunum
flokksins, sbr. útgáfustjórn Þjóðvilj-
ans. Hún mun hins vegar að
óbreyttu ekki bjóða sig fram í forval-
inu nema sem stuðningsmenn Ólafs
Ragnars og Guðrúnar.
Þetta er flokkseigendafélagi og
verkalýðsarmi fullljóst.
Þessi sameinaða fylking mun því
í fyrstu umferð gera tilkall til annars
sætis á lista, og e.t.v. þriðja sætisins
líka. Hugsanlega verður Álfheiður
Ingadóttir einnig boðin fram í fjórða
sæti til að veikja stöðu Guðrúnar
Helgadóttur. Sjálf röðunin á listann
ræðst af samkomulagi þeirra Þrast-
ar Ólafssonar og Ásmundar Stefáns-
sonar.
Ólafur Ragnar Grlmsson, prófessor. Um
hann, eða hugmyndir hans, snýst forvalið
í Reykjavlk. Hann var felldur I síðasta for-
vali Alþýðubandalagsins I Reykjavík, en
hefur síðan styrkt stöðu sína verulega
meðal óbreyttra I flokknum. Hann berst
gegn miðstýrðum flokki — vill fjölskrúð-
uga lýðræðishreyfingu og á samleið með
lýðræðiskynslóðinni.
össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðvilj-
ans. Sór ekki fyrir framboðshugleiðingar
í nýlegu útvarpsviðtali. Hann er einn
stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grfms-
sonar og Guðrúnar Helgadóttur. i hörðum
forvalsslag og stóru forvali gæti össur
lent I þriðja sæti á lista flokks síns I
Reykjavík.
í annarri umferð má gera ráð fyrir
því að þessi sameinaða fylking krefj-
ist þrengingar á forvalsreglum, eða
jafnvel að uppstillingarnefnd verði
kvödd til þess að komast hjá
„ágreiningi", eins og það er nefnt.
Tilgangurinn er sá að fella Ólaf
Ragnar Grímsson — á sama hátt og
gert var 1983. Afar ólíklegt er talið
að slík krafa verði samþykkt, enda
verður gífurleg spenna i kringum
þetta forval og þátttaka að öllum lík-
indum mikil.
Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því í
blaðaviðtali s.l. sumar, að ágreining-
ur í Alþýðubandalagi snérist um
þrennt. í fyrsta lagi um það, hvort
flokkurinn ætti að hafa sjálfstæða
stefnu í kjara- og efnahagsmálum, í
öðru lagi um það, hvort flokkurinn
ætti að verða fjölskrúðugur lýðræð-
islegur flokkur, en ekki þröngur
flokkur þar sem ríkjandi væri einn
vilji, og í þriðja lagi um það, hvort
mynda ætti ríkisstjórn til hægri eða
vinstri að afloknum kosningum.
f öllum ágreiningsmálum skiptist
flokkurinn í tvær fylkingar. Og í öll-
Guðrún Helgadóttir, alþingismaður. Hún
skipar nú annað sæti á lista Alþýðu-
bandalagsins og telst til hinna frjálslynd-
ari í flokknum. Kapp og heimtingar verka-
lýðsforystu og flokkseigendafélags miða
að því að veikja stöðu hennar í forvali.
Kristfn Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðu-
bandalagsins. Hún er fulltrúi lýðræðis-
kynslóðarinnar, sem nú styður þau Ólaf
Ragnar Grlmsson og Guðrúnu Helga-
dóttur í slagnum gegn flokkseigendafé-
lagi og verkalýðsarmi. Varaformaðurinn á
undir högg að sækja innan flokksins, en
hefur áunnið sér traust og virðingu utan
hans og meðal óbreyttra alþýðubanda-
lagsmanna.
um málum er spurt um grundvallar-
atriði í pólitík. Öll ágreiningsmálin
munu setja svip sinn á komandi for-
valsbaráttu. Þetta veit flokkseig-
endafélagið. Kröfur og heimtingar
þess og verkalýðsarms gætu haft
það í för með sér, að Ólafur Ragnar,
Guðrún Helgadóttir og lýðræðis-
kynslóðin neyddust til að setja kúrs-
inn á fyrsta og annað sætið í Reykja-
vík. Slíkur slagur gæti haft það í för
með sér, að Svavar Gestsson hafnaði
í þriðja sæti framboðslistans, eða þá
áð þar lenti fulltrúi lýðræðisaflanna.
Til dæmis Össur Skarphéðinsson,
sem ekki sór fyrir framboðshugleið-
ingar í útvarpsviðtali nýlega.
Niðurstaðan gæti því orðið sú, ef
forvalsþátttakan verður mikil, að
framboðskapp flo kkseigendafélags-
ins í Reykjavík skolaði bæði Svavari
Gestssyni og fulltrúa verkalýðs-
armsins úr öruggum sætum á lista
Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Nýtt Alþýðubandalag er hugsan-
lega ekki eins langt undan og menn
halda í fljótu bragði.
HELGARPÓSTURINN 33