Helgarpósturinn - 23.10.1986, Síða 39

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Síða 39
FRÉTTAPÓSTUR Sigur Alberts í prófkjöri Eftir harðsnúna prófkjörsbaráttu sjálfstæðismanna í Reykjavik stóð Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra uppi sem sigurvegari. Hann hlaut langflest atkvæði frambjóð- enda í 1. sætið, en varð aðeins í áttunda sæti hvað heildarat- kvæðamagn varðar. Sigurinn pakkar Albert þrekvirki kosn- ingastjóra síns, dóttur sinnar Helenu Albertsdóttur, sem kom gagngert frá Bandarikjunum til að stýra baráttunni. í prófkjörinu lenti varaformaður flokksins, Friðrik Sophus- son, í öðru sæti, en hlaut færri atkvæði samtals en Birgir ís- leifur Gunnarsson, sem hreppti þriðja sætið. í leiðara Morg- unblaðsins kom fram að útkoma Priðriks og sigur Alberts væri flokknum ekki til framdráttar. í f jórða sæti lenti Ragn- hildur Helgadóttir ráðherra, en síðan komu Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, Guðmundur H. Garðarsson, Geir Haarde, Sól- veig Pétursdóttir og Jón Magnússon. Ásgeir Hannes Eiriks- son, sem var bandamaður Alberts í prófkjörinu, lenti í 14. sæti af 15 og hefur gagnrýnt flokkseigendafélag Sjálfstæðis- flokksins harðlega. Þá hefur Vilhjálmur Egilsson viðrað óánægju með sinn hlut, en hann lenti í 11. sæti. Miðað við síðustu úrslit og fjölgun þingmanna telja sjálfstæðismenn sig örugga með 8 þingmenn úr Reykjavík. Af öðrum framboðsmálum Kosningabaráttan er víðar farin að setja svip sinn á stjórnmálaflokkana. Hjá krötum í Reykjavík heyrist að þrýst sé á Jón Sigurðsson, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, að taka sæti á lista Alþýðuflokksins. Miðað er við að hann verði í fyrsta sæti og að Jón Baldvin Hannibalsson taki þá áhættu að fara fram i þriðja sæti á eftir nafna sínum og Jóhönnu Sigurðardóttur. Er þá gengið út frá því að ekki komi til próf- kjörs, en ákvörðun um þetta liggur þó ekki fyrir. Guðmund- ur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, hefur lýst því yfir að hann muni að öllum líkindum taka þátt í forvali Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, en um tima var þetta talið ósennilegt í kjölfar eftirminnilegs ferðastyrks úr höndum Alberts Guðmundssonar, sem reyndist tilkominn úr sjóðum Hafskips og Eimskips. Á Norðurlandi eystra lenti Halldór Blöndal í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, Björn Dagbjartsson í öðru og Tómas Ingi Olrich í því þriðja. í sama kjördæmi lenti Guðmundur Bjarnason i efsta sæti í „skoð- anakönnun“ hjá Framsóknarflokknum, en athygli vakti að Valgerður Sverrisdóttir lenti í öðru sæti á undan þingmann- inum Stefáni Valgeirssyni. Þá má nefna að Guðmundur Ein- arsson, flóttamaður úr BJ og nú þingmaður Alþýðuflokks- ins, hefur samþykkt að vera i fyrsta sæti Alþýðuflokksins á Austf jörðum. 8 manns hafa gefið kost á sér i prófkjöri krata á Reykjanesi. Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðna- son eru taldir nokkuð öryggir með sin sæti, en baráttan um þriðja sætið er talin standa á milli samherjanna og bæjar- fulltrúanna í Kópavogi, Guðmundar Oddssonar og Rann- veigar Guðmundsdóttur. Fjárlög 1987 Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hefur lagt fram sitt fyrsta frumvarp til f járlaga. í frumvarpinu er gert ráð fyrir 41,6 milljarða króna útgjöldum ríkisins, en tekjur eru áætl- aðar 40 milljarðar króna og áætlaður halli því um 1,6 millj- arður króna. Stjórnarandstaðan hefur harðlega gagnrýnt þá niðurskurðarstefnu sem kemur fram i frumvarpinu og Þorvaldur Gylfason, prófessor við viðskiptafræðideild Há- skólans, telur að fjármálastefna rikisstjórnarinnar muni leiða af sér að minnsta kosti 3,5 milljarða króna „þenslu- halla“ og verðbólguhvata. Óvissa í síldar- og olíuviðskiptum Mikil óvissa ríkir nú um oliukaup íslendinga af Sovétríkj- unum eftir að hinir síðarnefndu slitu viðræðum milli aðil- anna um síldarkaup af okkur. Sú krafa hefur komið fram að ekki verði samið við Sovétmenn um oliukaup fyrr en sildar- samningar hafa tekist. Víða mun verulega harðna á dalnum ef ekkert verður af síldarkaupum Sovétmanna, einkum á Austfjörðum, þar sem blasa myndi við atvinnuleysi og gjald- þrot fyrirtækja. Gerð hefur verið sú krafa að Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra fari til Moskvuborgar til að leysa málið, en þar er nú fyrir Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri. Mikill launamismunur kynja og svæða Samkvæmt kjarakönnun Kjararannsóknanefndar er rikjandi þó nokkur munur á samningsbundnum launum í landinu og raunverulega greiddum launum. Laun karla eru almennt talsvert hærri en laun kvenna og laun á höfuð- borgarsvæðinu hærri en á landsbyggðinni. Þó eru þessar niðurstöður ekki einhlítar, því ástandið er mismunandi eft- ir starfsgreinum. Miðað við framreikning og þegar allar tekjur og tekjuaukar eru tíndir til er afgreiðslufólk og ann- að ófaglært verkafólk launalægst, með 28—37 þúsund krónur, en hæstir eru deildar- og skrifstofustjórar með yfir 75 þúsund krónur. Miðað er við dagvinnu á mánuði og meðfylgjandi kaupauka. Fréttapunktar • Mikil ólga er rikjandi í byggingasamvinnufélaginu Bygg- ung, vegna bakreikninga sem félagsmenn hafa fengið und- anfarið. Á 200 manna ólgufundi í síðustu viku var stjórnar- formaður félagsins, Árni Þór Árnason, hrópaður niður úr pontu, hlegið að endurskoðanda félagsins og nýr fram- kvæmdastjóri harðlega gagnrýndur. • Hitaveitustjóranum á Akureyri, Wilhelm V. Steindórs- syni, hefur verið sagt upp af bæjarstjórninni þar, vegna djúpstæðs ágreinings um stefnuna í málefnum veitunnar. • Rjúpnaskytta týndist i Bláfjöllum um síðusu helgi. Eftir mikla leit björgunarsveitarmanna fannst maðurinn látinn. Hann hét Ásgeir Ásgrímsson, 55 ára Kópavogsbúi. Andlát Látinn er Jón Abraham Ólafsson, sakadómari, í Borgar- spítalanum 20. október sl„ 55 ára að aldri. BJAETUR cr Vv\nnniír ‘Kíll Komdu með bílinn eða láttu okkur sækja hann og þú færð nýbónaðan bílinn kláraðan samdægiurs, fyrir sölu eða eigin ánægju. Við bjóðum uppá eftirfarandi þjónustu: Tjöruhreinsun Sprautun á felgum Bón Vélarhreinsun Djúphreinsun (sæti og teppi) Laugardaga frá kl. 9-18. Opið alla virka daga frá kl. 8-19. VERIÐ VELKOMIN!:::::::::::::::::::::::::::::::::: w ■ ■ ÞETIA ER TOLVAINJ! FYRIR EINSTAKLIMGA OG FYRIRTÆKI AMSTRAD PCW tölva með íslensku RITVINNSLUKERFI, ísl. 3ja tíma leiðbeiningum á snældum, SAMSKIPTAFORRITI fyrir telex, gagnabanka o.fl. og PRENTARAI - fyrir aðeins 39.900,—kr. Stóri bróðir, AMSTRAD 8512, er með 2 drifum og stærra minni og kostar aðeins 49.900,-kr. Hann er auk þess hægt að fá með fullkomnu fjárhagsbókhaldi eða með vlðskiptamanna-, sölu- og lagerkerfl fyrir 59.900,-kr., og með hvoru tveggja fyriraðeins 64.900,-kr.-allt í einum pakka - geri aðrir béturl AMSTRAD PCW 8256 ritvinnslutölvan: 256 K RAM (innbyggöur RAM diskur), 1 drif; skjár. 90 stafir x 32 línur. Prentari: Punktaprentari, 90 stafir á sek. AMSTRAD PCW 8512 ritvinnslu- og bókhaldstölvan: 512 K RAM (innb. RAM diskurf 2 drir (B-drif er I megabytel. skjár: 90 st. x 32 línur. Prentari: punktaprentari, 90 stafir á sek. Báðum gerðum fylgir fslenskt ritvinnslukerfi (LOGO- SCRIPT). Dr. Logo og CP/M+. ísl. lyklaborð, ísl. leiðbeiningar, 3ja tíma kennsluefni á 2 snældum (fsl ), prentari með mörgum fallegum leturgerðum og -staerðum. Með AMSTRAD 8512 er einnig hægt að fá fullkomln bókhaldskerfi sem henta mjög vel litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Námskeið: Tölvufræðslan sf. Ármúla 36. s. 687590 & 686790: Fjárhagsbókhald 6 tímar aöeins 2.500 kr. Viöskiptamanna-, sölu- og lagerkerfi 6 tímar aöeins 2.500 kr. Ritvinnslunámskeið 6 tímar aöeins 2.500 kr. FORRIT FYRIR AMSTRAD: Samsklptaforrit: BSTAM, BSTMS, Chit-Chat, Crosstalk, Honeyterm 8256, Move-it. Áætlana- og reikniforrit: Pertmaster, Milestone, Brainstorm, Statflow, Cracker, Master Planner. Multiplan, PlannerCalc, SuperCalc. Gagnagrunnsforrit: Cambase, Cardbox, dBase II, dGraph, dUtil, Delta, Flexifile. Telknlforrlt: Dataplot plus, Datplot III, DR Draw, DR Graph, Polyplot, Polyprint. Forrltunarmál: DR C Basic, Mallard, Basic, Microsoft Basic, Nevada Basic, Cis-Cobol, Nevada Cobol, RM Cobol, HiSoft C, Nevada Fortran, Pro FortrarvDR PL/I, DR Pascal MT+, Nevada Pascal, Pro Pascal, Turbo Pascal. Annaö: Skáktorrit. Bridgeforrit. íslensk forrlt: Ritvinnsla (fylgir), Fjárhagsbókhald. Viöskiptamannafor- rit. Sölukerfi. Lagerbókhald, Nótuútprentun. Límmiöaútprentun. Auk þúsunda annarra CP/M forrita. v/Hlemm Símar 29311 & 621122 chhh>= TÆKMDQLD HaHarmúla2 Sími832T1 Umboösmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman. Akureyrl: Bókabúöin Edda. Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga, DJúpavogl: Verslunin Djúpið. Grlndavík: Bókabúö Grindavíkur. Hafnarfjöröur: Kaupfélag Hafnfiröinga. Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stef., Isafjörður: Hljómborg, Keflavík: Bókabúö Keflavíkur. Vestmannaeyjar: Vídeóleiga GS. Seltjarnarnes: Verslunin Hugföng. öll verö mióuö viö gengi I. sept. 1986 og staögre/öslu. TÖLVULA/MD HF., SÍMI 17850

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.