Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 24

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 24
BÓKMENNTIR Jónas til söngs eftir ingólf Margeirsson og Gunnlaug Ástgeirsson Jónas Arnason: Til söngs. Myndskreytingar eftir Atla Má, Hring Jóhannesson, Eirík Smith, Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Jóhannesson, Steinþór Sigurös- son, Tryggua Olafsson og Valtý Pétursson. ímbusteinn 1986. Svíarnir eiga Bellman og Taube, Frakkarnir Brel og Brassens, Ameríkanarnir Leadbelly og Guthrie. íslendingar eiga Jónas Árnason, sem höfund vinsælla alþýðulaga. Jónasi er ýmislegt til lista lagt; hefur skrifað leikrit, söngleiki, hörkugóðar blaðagrein- ar í gamla Þjóðviljann sem enn standa sem minnisvarðar um margt það besta sem gert hefur verið í íslenskri blaðamennsku. Jónas hefur líka skrifað vinsælar bækur og hann hefur samið söng- texta við þekkt erlend þjóðlög, mörg hver sem hvert mannsbarn þekkir og kann utanbókar. Nú hefur hið nýstofnaða forlag Imbu- steinn tekið sig til og safnað sam- an flestöllum söngtextum Jónasar í stóra, eigulega bók og prýtt hana teikningum eftir þjóðkunna lista- menn. Og aftast í bókinni er að finna nótur og gítargrip við text- ana. Þessi bók er ekki lítill fengur fyrir aðdáendur Jónasar og aðra sem kynnast vilja liprum textum hans og hnyttnum. Bókinni er skipt í kafla eftir efni, allt eftir því hvort sungið er um stillur, storma, sjómenn, ástina, karlana, konurn- ar, mannlegsamskipti, grimmdina og dauðann eða eitthvað annað. Sumt af vísum og kvæðum Jónas- ar er úr leikritum og söngleikjum eins og Gísl eftir Brendan Behan og Þið munið hann Jörund eftir Jónas sjálfan og Þrjú á palli sungu á plötu ásamt öðrum lögum hans. Og þarna eru söngtextar sem hver maður kann: „Hífopp!" æpti karl- Átta myndlistarmenn skreyta söngbók Jónasar Árnasonar. Meðfylgjandi teikning er eftir Eirík Smith. inn, Lífið er lotterí, Hríseyjar- Marta, Jón var kræfur karl, og fleiri. Það er gaman að fletta þess- ari fallegu bók og áður en maður veit af er maður farinn að raula textana og jafnvel syngja þá upp- hátt. Og ef píanó er nærtækt eða gítar, þá er bókinni stillt upp og farið að spila. Það eina sem getur fipað lesandann, sem bæði getur sungið og spilað, er að viðkom- andi þarf að fletta fram og til baka því nóturnar eru prentaðar (reyndar með tölvutækni) aftast í bókinni og hefðu að ósekju mátt standa við hlið textanna. Það er fagnaðarefni að söng- textar Jónasar skuli vera komnir út í einni bók og vonandi verður þar framhald á, því af nógu er enn að taka eftir Jónas, m.a. textar hans við lög bróðurins Jóns Múla. En í fyrstu atrennu tökum við undir þau lög sem Jónas hefur valið til söngs. -IM Bókaþing Nýverið efndi hið nýstofnaða Bókasamband Islands til Bóka- þings 1986. Bókasambandið er samband eftirtalinna félaga: Bókauarðafélags íslands, Félags bókagerðarmanna, Félags ís- lenskra bókaútgefenda, Félags ís- lenskra bókaverslana, Félags ís- lenska prentiönaðarins, Hagþenk- is, Rithöfundasambands Islands ogsamtaka gagnrýnenda. Þetta er mikið lið og má segja að þarna séu saman komin félög allra þeirra sem láta sig bœkur og bóka- gerð varða, nema eftil vill lesend- ur, en erfitt er aö finna þeim form- lega aðild, nema efvœri í gegnum Atþýðusambandið eða BSRB, en þau samtök láta sig nú menning- armál litlu varða. Á bókaþing mættu hátt á annað hundrað manns og hlýddu á marga og misjafna spekina um bækur og bókaþjóðina, enda var yfirskrift þingsins: Bókaþjóð á krossgötum. Reyndar voru flest framsöguerindi fremur stutt og skipuleg og yfirleitt voru þau saman sett af skynsamlegu viti. Er slíkt mikil blessun því oftar en ekki þarf maður að sitja undir löngum og leiðinlegum framsögu- ræðum á þingum sem þessu. Eiga skipuleggjendur bókaþings hrós skilið fyrir vandaðan og skipuleg- an undirbúning. Skipta má umræðuefnum bóka- þings í þrennt. í fyrsta lagi umræð- ur um tæknileg atriði í sambandi við bókaútgáfu, í öðru lagi vanga- veltur um bókaútgáfu og bóksölu og í þriðja lagi umræður um lestr- arvenjur og lestraráhuga fólks. Skal nú reynt að gera nokkra grein fyrir hverjum þessara þátta fyrir sig; Eg er nú ekki svo vel að mér í tæknilegum efnum að ég skilji allt sem sagt er um þau mál í sam- bandi við bókagerð, en menn virðast almennt sammála um að þegar hefur átt sér stað bylting í bókagerð og að alls ekki sé séð fyrir endann á henni. Tölvutækn- in leiðir ma. til þess að allt vinnslu- ferlið við bókagerð verður miklu einfaldara og þar af leiðandi ódýr- ara og opnar það margvíslega möguleika. T.d. virðist að með til- komu geislaprentara sé unnt að gefa út bækur í tiltölulega fáum eintökum án þess að kostnaður verði sérstaklega hár. Nú þegar er unnt að ganga algerlega frá bókum í tölvum án þess að annað sé eftir en að prenta þær. Þær breytingar sem þegar eru orðnar hafa vissu- lega haft áhrif á prentarastéttina (sem núna kallar sig bókagerðar- menn) og von að þeir hafi þungar áhyggjur vegna vinnu sinnar. En tækniþróunin verður ekki stöðv- uð og þvi er jafn gott að horfast í augu við hana og nýta sér hana á eins skynsamlegan hátt og unnt er. Um bókaútgáfu og bóksölu var sagt margt athyglisvert á þessu þingi. Samkvæmt afar fróðlegum tölum sem Kristján Jóhannsson, forstjóri AB, lagði fram, þá sýnir norræn statistík að i raun er bóka- útgáfa á íslandi hreint kraftaverk og stenst í rauninni alls ekki. T.d. eru hér á landi skráðir einir 400 aðilar sem gefa út bækur, þar af í kringum 90 bókaforlög, að vísu fæst mjög stór. Hér á landi er eitt forlag á um 2600 íbúa meðan í Skandinavíu er eitt forlag á milli 60.000 og 70.000 íbúa. Hér á landi eru um 400 íbúar um hverja bóka- verslun meðan í Svíþjóð eru þeir nærri 1200. Þannig mætti áfram telja. Þetta bendir vissulega til þess að bókaiðnaður allur sé hinn blómlegasti hér á iandi, en hins- vegar mætti einnig spyrja sig að því hver sé framleiðni í bókaiðn- aðinum hér, og þá á ég við allan ferilinn frá höfundi til lesanda. Bæði Kristján og Árni Einarsson hjá Máli og menningu voru sam- mála um að bókaútgáfan hér ætti ennþá ónumin lönd og væri þar einkum um að ræða ódýra kilju- útgáfu svo og handbækur ýmiss- konar sem fólk í fjölþættu og nið- urhólfuðu upplýsingaþjóðfélagi þyrfti á að halda. Annars fjallaði Árni mest um breytingar á bók- sölu og var kjarninn í máli hans sá að bækur þyrftu að vera mun víð- ar til sölu en nú er til þess að meira seldist og væru þær reglur sem giltu milli bóksala og forleggjara orðnar úreltar og jafnvel hemill á sölu bóka. (Blöskraði mörgum gömlum kommanum í salnum að framkvæmdastjóri Máls og menn- ingar væri orðinn talsmaður óheftrar markaðshyggju.) En Árni lagði ýmislegt fleira skynsamlegt til. Taldi hann að bóksalar og for- lög þyrftu að auka samstarf sín á milli og auka þjónustu við kaup- endur. Halda ætti útsölur oftar en gert er og vekja ætti sérstaka at- hygli á tilteknum bókum hvenær sem tækifæri gæfist. Ennfremur taldi hann og reyndar fleiri að full þörf væri á almennilegum bók- menntaverðlaunum til þess að vekja rækilega athygli á bókum og bókmenntum. Voru í þessu sam- bandi nefnd nýleg finnsk verðlaun sem skynsamleg fyrirmynd. Þar velur nefnd fyrst 10 bækur sem eru tilnefndar til verðlauna í októ- ber en síðan velur önnur nefnd verðlaunabókina í janúar og láta Finnar vel af þessu fyrirkomulagi, að sögn fróðra manna. Mikið hefur verið rætt um niður- fellingu söluskatts á bókum og töldu margir sem til máls tóku að í þessari niðurfellingu væri að finna frelsun bókarinnar frá hin- um illu öndum vídeós, bíós, sjón- varps o.fl., en aðrir töldu að hér væri um tálvon að ræða, það væru aðrir þættir sem réðu bóksölunni í landinu. Flestir sem til máls tóku lögðu mikla áherslu á sérstöðu bókar- innar sem miðils. Hana væri hægt að hafa hjá sér og fietta fram og aftur, hún væri aðgengileg og ekki síst hefði lesandi fullkomið vald yfir miðlinum. Einnig lögðu menn áherslu á að lestur væri vitræn og tilfinningaleg upplifun, skapandi starfsemi sem aðrir mötunarmiðl- ar byðu ekki uppá. Þrátt fyrir þessa sameiginlegu trú á ágæti bókarinnar höfðu menn skiptar skoðanir á því hvernig hún stæði og hverja fram- tíð hún ætti fyrir sér. Einkum ótt- ast margir erkifjandann video. Virtist mega ætla af máli sumra að bókelskt fólk og grandvart hefði í stórum hópum tekið trú á þennan afguð og liti nú aldrei í bók. Aðrir bentu á að einmitt sjónmiðlarnir, sjónvarp og video, hefðu þvert á móti stuðlað að aukinni bóksölu. Þessir miðlar væru þrátt fyrir allt svo takmarkaðir að þeir vektu hungur fólks eftir frekari fróðleik og að skáldverk sem búnar væru til myndir eftir kæmust skjótt á metsölulista. Það virðist vera nokkuð rík til- hneiging þeirra sem velta þessari þróun fyrir sér að gylla fortíðina um of og láta svo sem allir hafi hér fyrr á árum verið á kafi í fagurbók- menntalegum pælingum. Það er útaf fyrir sig ekkert við það að at- huga þó menn gylli fortíðina, en það er hinsvegar ærið varasamt ef slík glansmynd á að vera mæli- kvarði á ástand nútíðarinnar og grundvöllur greiningar á henni. Spunnust um þetta nokkrar um- ræður þegar undirrituðum ofbauð glansmyndagerð Erlends Jóns- sonar og óð í pontu með nokkrum hávaða. Snjallasta hugmyndin sem kom fram á þessu þingi var frá Pétri Gunnarssyni. Hann dró upp mynd af hollustubyltingu nútimans sem enginn hefði getað ímyndað sér fyrir 30 árum. Síðan setti hann fram þá framtíðarsýn að innan tíð- ar hlyti að eiga sér stað andleg hollustubylting þar sem bækur og góðar bókmenntir tækju við af því menningarlega frauðmeti sem nú um stundir virtist vinsælast. Þó mér finnist ekki ástæða til þess að líta á Bókasambandið sem einskonar náttúruverndar-, frið- unar-, eða slysavarnasamtök til varnar útrýmingu bókarinnar er það samt sem áður þarflegur vett- vangur skoðana- og upplýsinga- skipta, sem geta orðið bókmennt- um og bókaiðju í landinu til gagns. G.Ást. SJÖSTJARNAN í meyjar- merkinu er eftir Jónas Svafár. Og þykir alltaf tíðindum sæta þegar hann sendir frá sér ljóð, í þetta sinn myndskreytt af sér sjálfum. Þarna verður að finna ný Ijóð innan um úrval eldri ljóða, þrungin tilfinn- ingahita að hætta súrrealistans. GÍTARVINIR gera sér ferð í Austurbœjarbíó klukkan hálf þrjú á laugardag, þar sem Pétur Jónasson plokkar hljóðfæri sitt af kunnri kúnst. BÓKAFORLAGIÐ Nótt, sem stofnað var á síðasta ári og gaf þá út einar fjórar þýddar bækur, þ.á m. Hörkutólin hans Norman Mailers, verður ekki með í útgáf- unni fyrir næstu jól. MYNDBAND með einu laga Bubba Morthens af Svíþjóðarplöt- unni verður tekið upp hérlendis í næstu viku. I dag, fimmtudag, koma til landsins enskir kvikmyndagerð- armenn á vegum sænskra framleið- enda plötunnar og eiga að annast tökurnar. Lagið heitir „Er nauðsyn- legt að skjóta þá“, fjallar um hval- veiðarnar okkar, og verður hvort heldur sem er tekið upp með ís- lenskum og enskum texta, enda er stefnt á markað erlendis sem hér- lendis með þessa skífu Bubba sem menn biða með óþreyju eftir. FÓLKI eru enn í fersku minni hnitmiðaðar og merkar ræður Krist- jáns Eldjárn forseta við ýmis tilefni. Nú hefur Menningarsjóður ákveðið að gefa út á bókfelli áramótaávörp Kristjáns og margar hans minnis- stæðustu ræður. Verkið kemur út á næstu vikum. TÓNLEIKAR til styrktar Kvennaathvarfinu fara fram i Há- skólabíói á þriðja tímanum á sunnu- dag. Og núna legguröubb/ upp með landsliðið í söng og leik, að líkind- um ekki ófrægari listamenn en Diddú, Valgeir Guðjónsson, Egil Ólafsson, Kristínu Ólafsdóttur (ekki systur hans, en borgarfulltrúa) og dúett Péturs Kristjáns og Bjartmars. Þá er næsta víst að Raggi Bjarna mæti á sviðið til gamanauka. Auk þessara listamanna spilar Bubbi svo söngva sína. Þessir tónleikar munu eiga að verða næsta órafmagnaðir, en rómantískir og notalegir. * GALLERI af nýjustu nál hefur bæst í hóp þeirra fáu sem orðin eru fyrir. Það heitir Innrömmunar- Gallerí og er til húsa að Skipholti 50c í Reykjavík. Fyrstu menn með samsýningu á staðnum eru þeir Gunnar Örn, Steinþór Sigurgríms- son, Sverrir Ólafsson, Sœmundur Valdimarsson og Tolli, en áætlað er að skipt verði um sýningar í pláss- inu á tveggja vikna fresti í framtíð- inni. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.