Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 28
PROFKJORIN A Ð SYNGJA SITT SÍÐASTA MAÐURINN Á GÖTUNNI Á LITLA MÖGULEIKA EFNAÐIR EINSTAKLINGAR OG FLOKKSKLIFRARAR EIGA GREIÐUSTU LEIÐ INN Á FRAMBOÐSLISTA HÆTTA KRATAR VIÐ PRÓFKJÖR í REYKJAVÍK? MUNU GÖMLU FLOKKSKLÍKURNAR VELJA ÞINGMENN EÐA FINNAST NÝJAR REGLUR FYRIR PRÓFKJÖR? Prófkjörib er ad deyja út. Flokks- eigendafélög allra flokka hafa allan tímann veriö frekar andvtg þessari aöferð og nú hafa gallar þeirra einnig oröiö til þess aö fólk hefur í auknum mœli snúist gegn þeim. Blómatími þeirra var frá 1976—80 en hnignunarskeiöiö hefur nú staö- iö í nokkur ár. Nú er svo komið aö opin prófkjör þekkjast varla lengur og í flestum flokkum telja menn nú aö fyrir nœstu kosningar veröi búiö aö loka prófkjörunum á öllum framboöslistum. Alþýðubandalagið hefur einu tek- ist að komast hjá opnum prófkjör- um allan tímann, Framsóknarflokk- urinn hefur sumstaðar stundum haft opin prófkjör, Sjálfstæðisflokk- urinn reyndi þau í öllum kjördæm- um, en er nú að hverfa frá þeim og efnir til annað hvort lokaðs próf- kjörs meðal flokksmanna eða skoð- anakannana hjá fulitrúaráðum og stjórnum félaganna. Alþýðuflokkur- inn hefur haft opnust prófkjör en einnig hann er að hverfa frá þeim — loka þeim fyrir öðrum en flokks- mönnum. Og Alþýðubandalagið, sem hefur aldrei haft opið prófkjör, er að þrengja reglur hins lokaða forvals, sem það þó efnir víða til. BARÁTTAN UM VÖLDIN Uppstilling á framboðslista er auðvitað hápólitískt mál. Fóik er að keppa um áhrif og völd, sem fólgin eru í því að sitja á Alþingi. Þetta vald var eitt sinn falið örfáum einstakl- ingum innan stjórnmálaflokkanna — og þótti flestum sem valdaklík- urnar, flokkseigendafélögin, sæju einungis um að endurnýja eigið vald. Framboðin voru ákveðin í bak- herbergjum einsog kjarasamningar og skipting valdanna í þjóðfélaginu almennt. Siðgæði þótti ekki uppá marga fiska, og valdaplottin um framboðs- lista og alþingismenn svo augljós, að þetta vó þungt á vogarskálunum þegar Vilmundur Gylfason á sínum tíma barðist fyrir opnum prófkjör- um. Páll Skúlason heimspekingur segir í grein í nýjasta Stefni, riti Sambands ungra sjálfstæðismanna: „Stjórnmál eru barátta um völd og slík barátta lýtur ekki lögum neins konar vinnusiðgæðis: Hún lýtur ef til vill ekki neinum siðgæðislögmái- um. Hún er hugsanlega í eðli sínu ósiðleg, vegna þess að hún felur iðu- lega í sér að ekki er skeytt um ná- ungann, ekki hugsað um hvað sé rétt eða fyrir bestu, heldur hvað komi sér í reynd vel til þess að ná tii- teknum völdum eða treysta valda- menn í sessi. Tillitssemi hefur því sjaldnast verið talin kostur góðs stjórnmálamanns, heldur ákveðni og festa, svo kurteisleg orð séu not- uð yfir ófyrirleitni og yfirgang." MAÐURINN Á GÖTUNNI Hugmyndin var sú, að maður á götunni fengi að hafa áhrif á það hverjir sætu á Alþingi. Hinn hæst- virti kjósandi átti að fá að ráða meiru um það hverjir sætu fyrir hans hönd og stjórnuðu landinu. Löngun eða hugsjón stjórnmála- manna um að aimenningurinn réði meiru um skipan framboðslista hef- ur samt sem áður ekki verið aðal- hvati þess að stjórnmálaflokkarnir efndu til prófkjörs. Sú staða kom víða upp, að vaidamiklir menn í flokkunum gátu ekki komið sér saman um skipan framboðslista, — og þess vegna var gripið til þess ráðs að láta flokksmenn í prófkjöri skera úr um málið. En á áttunda áratugn- um urðu slík átök, einsog Gunnar gegn Geir í Sjálfstæðisflokknum og Vilmundur gegn hinum í Alþýðu- flokknum, mjög til að ýta undir próf- kjör í þessum flokkum. Áður en opin prófkjör einsog við þekkjum þau komu til sögunnar, hafði oft verið gripið til þess ráðs innan stjórnmálaflokkanna, að efna til skoðanakannana meðal trúnað- armanna og formiegt samþykki fé- lagsfunda þurfti yfirleitt til að fram- boðslisti væri samþykktur. En það mun hafa heyrt til algerra undan- tekninga að breytt væri útaf til- lögum uppstillingarnefnda. HP hef- ur spurnir af opnu prófkjöri árið 1950, en þá var flokkshollusta með þeim hætti í landinu, að ekki voru talin nein brögð að því að stuðnings- menn annarra flokka kæmu til að- stoðar. En þetta átti eftir að breytast. Stjórnmálaflokkar telja ekki marga félaga, nema helst Sjálfstæð- isflokkurinn, og til viðbótar á það við um Sjálfstæðisflokkinn og aðra stjórnmálaflokka, að virkir félagar þeirra telja örfá hundruð. Með próf- kjörunum á m.a. að gefa manninum á götunni, manninum sem kýs í kosningum, tækifæri tii að ráða ein- hverju um það hverjir verði borgar- fulltrúar og þingmenn listans sem hann kýs. Aukinheldur á, eða átti, að gefa manninum sjálfum á göt- unni tækifæri til að bjóða sig fram, manninum sem ekki hafði eytt nokkrum áratugum í að kiifra inní flokksmaskínunni til áhrifa og fram- boðs. SKÁSTA LEIÐIN Prófkjörin þóttu betri leið en aðrir kostir af margvíslegum ástæðum. Stjórnmálaflokkarnir virtust vera að breytast frá því að vera söfnuðir í kringum þrönga hagsmuni og fá- einar hugmyndir í það að verða far- vegur — hreyfing — máske ólíkra hópa og tæki fyrir hugmyndir. Á átt- unda áratugnum — tímum örra þjóðfélagsbreytinga og fjölbreyttara þjóðfélags, tók einnig að bera meira á því en áður að fólk ætti ekki samleið með stjórnmálaflokkum í einu og öllu. Það gat og getur ekki lengur fundið sjónarmiðum sínum sam- sömun í öllu því sem einhver einn stjórnmálaflokkur lætur sér detta í hug að segja — og gera. Það hefur orðið erfiðara fyrir einstaklinga að ganga inní einn stjórnmálaflokk eft- ir fermingu og lifa með honum allt til grafar í sátt og samlyndi. Fjöl- breytnin er ögn meiri. Og þessari breyttu afstöðu einstaklinganna svaraði prófkjör að nokkru. Helstu forgöngumenn prófkjöra töldu þau þeim mun betri því opnari sem þau voru. En með tímanum og reynslunni átti þetta eftir að breyt- ast. Hættan hlaut að vera sú, að ut- anflokksmenn fjölmenntu til að hafa áhrif á niðurstöður — og úti á landsbyggðinni gekk þetta þannig fyrir sig að „heimamenn" reyndu að styðja við bakið á sínum manni, hvar í flokki sem hann stóð. Þannig tóku hátt á þriðja hundrað manns í Bolungarvík þátt í prófkjöri Alþýðu- flokksins fyrir síðustu alþingiskosn- ingar, en í síðustu sveitarstjórna- kosningum fékk Alþýðuflokkurinn þar rúmiega 90 atkvæði. GRÓÐI AF PRÓFKJÖRI En óttinn við að „maðurinn af götunni" ætti litla möguleika í opnu prófkjöri reyndist einnig eiga við rök að styðjast. Fólk sem er þekkt átti mun meiri möguleika en óþekkti frambjóðandinn. Mjög fljót- lega varð til önnur maskína til að auglýsa og kynna frambjóðendur. Og þá kom að því í Sjálfstæðisflokki og Álþýðuflokki að árangurinn valt á því, hversu mikil fjárráð frambjóð- andi hafði. Þannig fengu hinir efna- meiri visst forskot í prófkjöri sem ætlað var til að gera öllum jafnt und- ir höfði. Þá getur einnig reynt á hug- kvæmni þeirra sem stjórna skrifstof- um frambjóðenda og — siðferði. Sú hætta er nefnilega fyrir hendi að ríkir einstaklingar, forstjórar stór- fyrirtækja og þvíumlíkir sjái sér hag í því að styrkja vissa frambjóðendur strax í prófkjöri. „Ég hef fengið slíkt vink," sagði frambjóðandi í prófkjöri í samtali við HP, sem sagt að for- stjórar stórra fyrirtækja hefðu boð- ist til að styrkja hann í prófkjörs- slagnum. Sami maður og viðurkenndi þessa augljósu galla á prófkjöri, kvaðst engu að síður styðja þessa leið. „Þetta er eina færa leiðin fyrir gagn- rýnendur í flokkunum til að komast að. Valdið í flokkunum vill verja sjálft sig og endurnýja aðeins í skömmtum, þannig að þeir sem ráða fyrir muni gera það áfram." í prófkjöri Alþýðuflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar sá Ámundi Ámundason um baráttu þeirra Bjarna P. Magnússonar og Bryndísar Schram í prófkjörinu. HP spurði Ámunda hvernig baráttan hefði verið fjármögnuð: „Þetta var ekki dýr slagur og þau Bjarni og Bryndís þurftu ekki að borga krónu. Það voru ákveðnir stuðningsmenn og fleiri sem gaukuðu smá-upphæð- um að okkur — og þegar upp var staðið var hagnaður af þessu próf- kjöri," sagði Ámundi Ámundason. En fæstir hafa þessa sögu að segja að afloknum slag í prófkjöri. Oft er bundinn þungur baggi sem fólk er lengi að greiða niður. BREYTINGAR I PÍPUNUM Niðurstaða úr stóru prófkjöri er oft sú, að fjársterkir einstaklingar (eða þeir sem eru með fjársterka aðila á bakvið sig) vinni sæmilegan sigur, sem og þeir sem hafa klifrað upp í flokkunum. Gagnrýnendur hafa ekki komist að nema í undan- tekningartilvikum. Þess utan fylgja prófkjöri gífurleg átök, rógur og illmælgi, þannig að það þarf fólk með þykkan skráp til að taka þátt í prófkjöri með glöðu geði. Og á seinni tímum hefur Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokkn- um gengið illa að fá frambjóðendur í prófkjör. Og þess vegna felldi flokkurinn niður prófkjör í næst- stærsta kjördæmi landsins á dög- unum. Bæði á Reykjanesi og í Suð- urlandskjördæmi hefur verið hætt við prófkjör, sem og í Vesturlands- kjördæmi. Aðrir telja að ástæðan fyrir því að ekki fáist fleiri til framboðs til Al- þingis, sé einfaldlega lág laun. „Það þarf að hækka þingmannslaunin uppí 130 þúsund krónur á mánuði til þess að fleiri hæfir gæfu kost á sér í stjórnmál," sagði einn sem hefur haft með leit að frambjóðendum í prófkjörsslag að gera. Og HP hefur haft spurnir af mönnum sem hafa verið að hugsa sig um, en hafnað þátttöku um síðir einmitt vegna launanna. Ljóst er að þeir tveir flokkar sem haldið hafa uppi prófkjörsaðferð- inni eru báðir að hverfa frá henni. Alþýðuflokkurinn hefur ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Austfirðinga- fjórðungi, en tefla þess í stað fram Guðmundi Einarssyni. Og margir óttast að gerð verði tilraun til þess að koma í veg fyrir prófkjör í Reykjavík. Hjá Alþýðuflokknum er það fulltrúaráðið í borginni sem tek- ur ákvörðun um málið — en heyrst hefur að forystumenn flokksins hafði náð „víðtæku samkomulagi" um skipan listans og því eigi að stýra framhjá prófkjöri. í síðasta Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins má glöggt sjá þá afstöðu sem voldugustu aðiljar í Sjálfstæðis- flokknum hafa til málsins, þarsem segir að allt bendi til þess að próf- kjör verði „ekki ríkur þáttur í starfi flokksins á næstu árum". Líklegt er talið að flokkarnir muni til að byrja með hafa forval og skoð- anakannanir einsog tíðkast hafa all- an tímann hjá Alþýðubandalaginu. Og flestir óttast að þetta sígi á sömu ógæfuhliðina og áður fyrr, að valdið til að velja á lista færist yfir á færri hendur, þeirra sem eru handhafar valdsins fyrir. Þá eru uppi hugmyndir um að sníða galla af prófkjöri t.d. með sam- ræmdum reglum yfir allt land. Með því að binda prófkjörsslag við eina viku, með því að knýja allar stjórn- málahreyfingar til prófkjörs á sama degi o.s.frv. Þá eru uppi hugmyndir um að auka valfrelsi manna milli manna og jafnvel flokka á kjörseðl- inum sjálfum, en þær hugmyndir eiga ekki mjög háværa talsmenn enn sem komið er. Einstaklingar hafa takmárkaðan rétt til áhrifa á skipan framboðslista, — og þrátt fyrir allt hafa prófkjör orðið til að auka þau áhrif. Meðan ekki finnast betri aðferðir til að auka þennan rétt einstaklinganna er erfitt að taka afstöðu gegn próf- kjörinu. Og forval flokksmanna sýn- ist í það minnsta skárra en gamla leiðin. 28 HELGARPÓSTURINN leftir Óskar Guðmundsson teikning: Jón Óskarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.