Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 25

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 25
Fléttar áfram einþáttung Augusts Strindbergs, Hina sterkari, og færir hann til nútlmans. Kallar verk sitt Þá veikari. Smartmynd. ÞORGEIR SKRIFAR UM POP-KYNSLÓÐINA — tekur fyrir persónur á borð við Davíð Odds- son og Hrafn Gunnlaugsson að margra dómi. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur settist framan vid ritvélina heima á Bókhlödustíg í sumar og fléttaði áfram gamtan einþáttung eftir August Strindberg, Hina sterkari, sem Inga Bjarnason leikstjóri setti upp á síðastliðnu sumri hjá Alþýöu- leikhúsinu. Þorgeir fœröi sömu sögupersónurnar tvœr, sem koma fyrir í Hinni sterkari, fram til okkar tíma, skrifaði það reyndar að beiöni Ingu, og kallar það Þá veikari. Alþýðuleikhúsið tekur það til sýn- ingar núna undir lok október í Kjall- araleikhúsinu í Hlaðvarpa. lnga stýrir. Þetta er rúmlega klukkutíma langt verk, sem leikstjórinn segist vera heillaður af. Það séu forréttindi að fá að vinna með skáldi á borð við Þorgeir, sem hér sem fyrr hafi tekist yndislega upp. Hún segir óþarft að rekja efnisþráðinn, að öðru leyti en því að sér finnist verkið taka á per- sónum hennar kynslóðar, 68-kyn- slóðinni. Inga kveðst þekkja sjálfa sig í persónusköpun verksins og alla sína vini. Kvisast hefur að skilja megi efnis- tök þessa verks sem umfjöllun um menn á borð við Davíð Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson, pólitík þeirra og menningarviðleitni, en þeir eru sem kunnugt er af sömu kynslóð og verkið tekur sannarlega á. Inga Bjarnason vill sem fyrr lítið útskýra efniviðinn, en segir aðeins: „Þarna er vissulega fjallað um manneskjur og við vitum að í hverjum og einum eru til brot af öllum öðrum mann- eskjum." Hún segist jafnframt ekki halda að Þorgeir hafi skrifað þetta leikverk með einhverja sérstaka fulltrúa umræddrar kynslóðar í huga. Sjálfur hlær Þorgeir Þorgeirsson við, þegar þessi túlkun á verki hans er borin undir hann. „Þegar menn þurfa að láta mikið á sér bera í þjóð- félaginu, eins og þessir menn sem þú tilgreinir þurfa greinilega, þá er fólki gjarnt að hugsa sem svo að allt sem fest er á blað fjalli um þá. Þetta er eitt af einkennum okkar smáa samfélags," segir Þorgeir. Og hann er á sömu skoðun og Inga Bjarna- son að óeðlilegt sé að tilgreina efni verka fyrirfram. Sú veikari er ekki fyrsti leikþáttur Þorgeirs, sem talsvert hefur samið fyrir útvarp. Þá sýndi Þjóðleikhúsið leikgerð Þorgeirs á einni sögu Sig- urðar Guðmundssonar málara árið 1980. Leikendur í þessu verki hans eru Margrét Ákadóttir, Elfa Gísla- dóttir, Anna S. Einarsdóttir og Harald G. Haralds. Þau Vilhjálmur Vilhjálmsson og Nína Njálsdóttir annast leikmynd og búninga. Pop-kynslóðin og fólk á öðru reki bíður spennt eftir októberlokum, en þá verður frumsýnt í Hlaðvarp- anum. -SER WOSA Albert er nafngift á at- hyglisverðu leikriti sem Þjóðleik- húsið fær frá Cafe teatre, Danmörku um miðjan næsta mánuð. Það fjallar um kynþáttamisréttið í Afríku á helsti farsakenndan hátt og var unnið í hópvinnu á sínum tíma. Tveir leikendur taka þátt í því, báðir negrar og bregða fyrir sig ýmist ensku, afrísku eða Zulu-máli. STELLA í orlofi hefur fengið fádæma góða aðsókn það sem af er og virðist ljóst orðið að myndin nýt- ur almennra vinsælda hjá fólki. Síð- ast er fréttist höfðu miðar selst upp á allar sýningar Austurbœjarbíós á þessum geggjaða farsa. MATARBÆKUR virðast ekki verða margar á þessari haustvertíð í bókaútgáfu sem er fyrir höndum. Þó mun Sigmar B. Hauksson hafa lokið við eina, Á matarslóðum, en hún er skrifuð með það að leiðar- Ijósi að vera ferðamanninum innan handar við matareftirgrennslan í Evrópu. YMSIR íslendingar búsettir í París eru nú í óða önn að undirbúa sérstaka Íslandshátíð sem verður haldin þar í borg að ári. Takmarkið er að færa út menningarlandhelgi Islands og kynna landið á líflegan og fjölbreytilegan hátt margs konar fólki sem seinna gæti gerst kaup- endur útflutts varnings frá Islandi. Parísarbúar eru kröfuharðir neyt- endur, á menningu jafnt sem mat, og því verður að vanda mjög til allra dagskráratriða. Höfuðstöðvar hátíðarinnar verða fallegur iðnhönnunarskóli í ná- grenni Bastillutorgs, Les Ateliers, ENSCI, þar sem m.a. verður komið á framfæri íslenskri iðnframleiðslu, arkitektúr, bókmenntum og tónlist. Þá er stefnt að myndlistarsýningu 30 ungra listamanna, þrennum tón- leikum, 5 íslenskum kvikmynda- sýningum og matarkynningum víða um borgina. Auk þess verður Galdra-Loftur Jóhanns Sigurjóns- sonar færður upp. Á frönsku nátt- úrulega. Bráðabirgðafjárhagsáætlun und- irbúningsnefndar Islandshátíðar- innar hljóðar upp á 7 milljónir. Von- ast er til að þar af komi 3 milljónir frá opinberum aðilum í formi beinna styrkja, en 4 milljónir frá fyr- irtækjum í styrkjum og fríðu. INDRIÐI G. Þorsteinsson hefur lokið við bókarskrif um Þjóðhátíö- ina 1974, samantekt á hátíðarhöld- unum með ljósmyndum, mörgum áður óbirtum. Þessa verks mun að mörgu leyti svipa til bókar sem gerð var um Lýöveldishátíöina 1944 og þykir í dag hin eigulegasta bók. NIELS Hafstein opnar sína fyrstu einkasýningu í sjö ár í Nýlistasafn- inu í kvöld, fimmtudagskvöld, en Níels hefur undanfarið verið að fást við fjarvídd í messing, pappír og gifs. KVIKMYNDIR eftir Ólaf Angantýsson Dœmalaus ærsla- leikur Austurbœjarbíó: Stella í orlofi. ★★★ Kvikmyndafélagið UMBl sf. Árgerð 1986. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Handrit: Guðný Halldórsdóttir. Kvikmyndun: Jan Pehrson. Klipping: Kristín Pálsdóttir. Hljóð: Martien Couche. Leikmynd: Halldór Þorgeirsson. Tónlist: Valgeir Guðjónsson. Framkvœmdastjóri: Ingibjörg Briem. Aöalhlutverk: Edda Björgvins- dóttir, Þórhallur Sigurðsson, Gestur Einar Jónasson, Bessi Bjarnason, Eggert Þorleifsson, Gísli Rúnar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Ása Hlín Svavars- dóttir, Bríet Héðinsdóttir o.fl. Enn hefur undrið skeð: Ný ís- lensk kvikmynd hefur litið ljós þessa heims, og það sem e.t.v. er meira um vert, þá virðist hún eiga töluverða möguleika á að lifa af þær hörðu fæðingarhríðir, er að öðru jöfnu hafa í gegnum tíðina þótt einkenna slík glæfrafyrir- tæki. Islenskum áhorfendum virð- ist alltént falla hún vel í geð, því ekki færri en 4000 þeirra börðu hana augum fyrstu sýningarhelg- ina. Stella I orlofi er hreinræktaður íslenskur nýbylgju-ærslaleikur í anda Líf-mynda Þráins Bertelsson- ar & co, þar sem lífsmáta og dæg- urþrasi landans er lyft á braut farsakenndra rangtúlkana sín eig- in sjálfs, öllum lögmálum heii- brigðrar skynsemi snúið upp í andhverfu sína, um leið og þess er síðan vendilega gætt að nýta tæki- færið til að stinga á ýmsum smá- vægilegum kaunum, er handrits- höfundum þykir miður æskilegur Ijóður á annars felldu yfirbragði þjóðarsálarinnar. Að þessu sinni er aðalviðfangs- efnið sumarbústaðarómantíkin og karlrembusvíns-mórall sá, er löngum hefur þótt einkenna við- horf betri helmings þjóðarinnar til lífsins og tilverunnar. Þar ofanyfir sáldrar síðan handritshöfundur ýmsum gullvægum athugasemd- um og skemmtilega umturnuðum vangaveltum sínum um ýmis önn- ur og mis-sjúkleg séreinkenni, er tengjast framangreindu höfuð- þema myndarinnar. Það sem þessi mynd hefur m.ö.o. umfram margar aðrar sömu tegundar er semsé ágætlega heilsteypt handrit, sem í öllum helstu aðalatriðum gengur nokkurnveginn skammlaust upp. Myndin fjallar um Stellu, sem gift er verslunareiganda nokkr- um, er ráðgert hefur að eyða helgi með danskri hjákonu sinni í sum- arbústað í Kjósinni. Stellu konu sinni tjáir hann, að von sé á mikils- virtum sænskum viðskiptavini, sem áhuga hafi á að renna fyrir lax og því verði hann að hverfa úr bænum í nokkra daga. Ekki tekst þó betur til en svo, að téður eigin- maður handleggsbrotnar á báð- um, kvöldið áður en von er á hjá- konunni með flugvél frá Kaup- mannahöfn. Stella tekur því málið í eigin hendur, og til að bjarga heiðri fjölskyldufyrirtækisins ákveður hún (gegn vilja eigin- mannsins að sjálfsögðu) að taka í eigin persónu á móti Svíanum og drífa hann forvendislaust í lax- veiðina, á meðan eiginmaðurinn liggur úr sér kránkleikann á sjúkrahúsinu. í flugafgreiðslunni á Hótel Loftleiðum hittir hún um síðir fyrir draugfullan Svía, sem kominn er hingað til lands til að gangast undir margfræga afvötn- unaraðgerð SÁÁ. Stella tekur hann að sjálfsögðu fyrir viðskipta- vininn mikilsvirta og þar með er hringekja þessa dæmalausa farsa endanlega komin á skrið. Tæknivinnsla myndarinnar er öll með þokkalegra móti, þó svo að nærvera hljóðvinnsludraugsins margfræga skyggi þar nokkuð á. Þau Edda Björgvinsdóttir og Þór- hallur Sigurðsson koma hlut- verkum sínum sömuleiðis töluvert betur en klakklaust frá sér, og sömu sögu er að segja um flest aukahlutverk myndarinnar. Þó ber sérstaklega að geta frammi- stöðu Sigurðar Sigurjónssonar og Bríetar Héðinsdóttur. Það hrein- lega lýsti af óforbetranlegri túlkun þeirra á þeim litlu en þó heildar- svipmótsins vegna mikilsverðu hlutverkum, er þeim voru ætluð í myndinni. Að lokum er HP það bæði ljúft og skylt að koma á framfæri þökk- um til aðstandenda UMBA sf. fyrir velþegið framlag þeirra til eflingar hérlendrar kvikmyndahefðar, ásamt einlægum óskum um að framhald megi verða á starfsem- inni í hvaða formi sem það síðar kann að verða. Ó.A. Uppi- vööslu- samur militar- ismi Bíóhöllin: The Park is Mine (A bláþrœði). ★ Bandarísk: Árgerð 1985. Framleiðendur: Denis Heroux/John Kemeny. Leikstjórn: Steven Hilliard Stern. Handrit: Lyle Gorch. Kvikmyndun: Lazlo George. Tónlist: Tangerine Dream. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Helen Shaver, Japet Kotto, Lawrence Dane, Peter Downsky, Eric Peterson o.fl. Á þakbrún þrjátíu-og-tólf-hæða skýjakljúfs í nágrenni Central Park í Nýju Jórvík stendur maður nokk- ur all-taugastrekktur, þess albúinn að láta sig svífa út í bláinn, á vit Guðs síns almáttugs og gleymsk- unnar handan endimarka lífs og dauða. Nokkrum dögum síðar berst Viet-Nam-veterananum Mitch bréf frá þessum sama manni... fyrrum kumpána sínum úr frelsissveitum Pentagons í lauf- skrúðshelvítinu í Austurlöndum fjær: „Hey... Mitch, ég var orðinn súr og spældur og dauðþreyttur á skítkastinu og skilningsleysi al- mennings á nauðsyn þess, að við héldum áfram að murka líftóruna úr hinum rauðnefjuðu fulltrúum alheimskommúnismans suður í Nam. Vér gamlir veteranar verð- um að snúa vörn í sókn, og al- menningsálitinu á sveif með her- gagnaframleiðendum, sem jafn- framt eiga fjárhagslegra hags- muna að gæta sem meðframleið- endur (undir dulnefni að vísu, en það er jú annar handleggur) þess- arar myndar, sem þú ert að leika í þessa stundina. Skrepptu því nið- ur í Miðgarð og kíktu á bakvið runnann vinstra megin til hægri við miðja tjörnina. Þar hef ég komið fyrir reykbombum, hand- sprengjum, vélbyssum ýmiskonar og öðrum ámóta tegundum alls kyns morðtóla, er nauðsynleg munu þykja við hernám af þeirri stærðargráðu, sem hér um ræðir. Jú, ég hefði gert þetta sjálfur, ef ég hefði haft heilsu til... kaus því heldur að hoppa af þakbrúninni, sem sagt dauður, er þú þetta lest. Vertu því góði strákurinn hans Sáms frænda og legðu þitt litla lóð á vogarskál' jafnréttis og bræðralags, sem (eins og þér er jafn vel kunnugt um og mér) þrífst enganveginn, nema undir fall- byssukjöftum hermálastefnu hins náðumprýdda forseta vors og rík- isstjórnar. Taktu því djöfuls park- inn hernámi einn þíns liðs í þrjá sólarhringa. Þá færðu pöbblísitet og heilsíðu-kovveras hjá öllum helstu fjölmiðlum landsins. Trekktu lýðinn upp og sýndu þeim frammá nauðsyn þess, að héðaní- frá verði meiri virðing borin fyrir oss, er fórnuðum lífi voru og mis- lúngamjúkum limum í þágu föður- landsins. . . Og þar með getum við um stund verið nokkuð vissir um, að fjölmiðlafólk og aðrir þvíumlík- ir slorkjaftar hugsi sig a.m.k. tvisvar um, áður en þeir hefja upp raust sína og gagnrýnishjal og þvaður um stefnu ríkisstjórnar vorrar í varnar- og utanríkismál- um.“ í stuttu máli sagt: Enn eitt skóla- bókardæmið um uppivöðslusemi militarismans í amerískri kvik- myndagerð á liðnum árum. Ó.A. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.