Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 20
GJALDÞROT REYKHOLASKIP A H / F HRÖP OG MARKVISS BÓKHALD FÉLAGSINS ENN ÓFRÁGENGIÐ OG FER ÞANNIG í GEGNUM SKIPTARÉTT. MARGIR AÐILAR MUNU TAPA UM 30 MILLJÓNUM KRÓNA Á SEX MÁNAÐA REKSTRI LÍTILS FLUTN- INGASKIPS. Sex mánaða rekstur Helgeyjar varð mörgum dýr. Skipið hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn síðan um mitt sumar. Landsbankinn hafnaði 10 milljón króna tilboði ( skipið í síðustu viku og þv( er Ijóst að það mun liggja ( höfninni í Hafnarfirði enn um sinn. Nú virdist allt benda til þess aö bókhald Reykhólaskipa h/f fari í gegnum skiptarétt án þess að þaö verdi athugaö vandlega. Þar meö er loku fyrir þaö skotiö aö raunveru- legar ástœöur fyrir gjaldþroti félags- ins veröi dregnar fram í dagsljósiö. Forráðamönnum Reykhólaskipa tókst aö safna um 40 milljóna króna skuldum á rúmum sex mánuöum á sama tíma og innkoma félagsins var undir 10 milljónum króna. Gjald- þrot félagsins var því bœöi óvenju hröö og markviss kafsigling. TÓKU REKSTURINN í SÍNAR HENDUR Reykhólaskip h/f voru í eigu Þör- ungaverksmiöjunnar á Reykhólum, sem nú er til gjaldþrotaskipta, og fimm einstaklinga. Upphaflega var félagið stofnað til þess að sjá um flutninga á aðföngum og fram- leiðslu Þörungaverksmiðjunnar en skip félagsins, Karlsey og síðar Helgey, hentuðu illa til þeirra flutn- inga og voru því leigð öðrum skipa- félögum. Karlsey var fyrst leigð Rík- isskipum sem tóku að sér að full- nægja flutningaþörf Þörungaverk- smiðjunnar. Þegar Karlsey var seld og Helgey keypt gekk Eimskip inn í leigusamninginn og síðar Víkurskip. Víkurskip sem var með Helgey í leigu allt síðasta ár nýtti skipið til flutninga á ferskum fiski á Bret- landsmarkað. Þegar leigusamning- urinn rann út um síðustu áramót ákvað stjórn Reykhólaskipa að taka yfir rekstur skipsins og gera það út á sama markað og Víkurskip hafði áður gert. GOTT ÚTLIT í UPPHAFI Ferskfiskútflutningur jókst mikið á árinu 1985 og varð meiri en nokk- urntíma fyrr á vetrarvertíðinni árið 1986. Fyrir utan fyrrnefnd skipafé- lög var eitt lítið féiag, Ok h/f sem gerði út ísbergiö, einnig á þessum markaði. Samkvæmt heimildum HP er kostnaður við rekstur skips af svip- aðri stærð og Helgey um 1,5 milljón- ir króna á mánuði og er þá allt tekið með: skrifstofukostnaður, olía, við- hald, kostnaður erlendis o.s.frv. Samkvæmt þessu hefði Reykhóla- skipum nægt að flytja um 20 gáma í hverri ferð, en hver ferð til Fieet- wood tók um hálfan mánuð. í ofangreindum kostnaðartölum er gert ráð fyrir lítilli yfirbyggingu eða svipaðri og Ok h/f komst af með er félagið rak gamla Bœjarfoss undir nafninu ísberg, en það skip er nær jafnstórt og Helgey. ALLIR HLUTHAFAR í VINNU HJÁ FÉLAGINU Reykhólaskipum tókst þetta í upp- hafi ársins og skipti þá aðallega við Jóhannes Kristinsson, útgerðar- mann í Vestmannaeyjum. Yfirbygg- ing félagsins jókst þó fram úr hófi og eftir sex mánaða rekstur unnu á skrifstofu Reykhólaskipa þrír starfs- menn auk framkvæmdastjórans, Ólafs Vignis Sigurössonar. Þrátt fyr- ir vel mannaða skrifstofu stóð fé- lagið illa við samninga sína við fisk- útflytjendur og sneru þeir stærri sér flestir til annarra skipafélaga. Við það varð kostnaður mun meiri þar sem Helgey þurfti nú að eltast um margar hafnir til þess að fá full- fermi. Nær allir hluthafar Reykhólaskipa unnu hjá félaginu. Auk Ólafs Vignis vann á skrifstofunni Gunnar A. Gíslason og um borð í Helgey var hluthafinn Guömundur S. Jónsson skipstjóri og Sigurvin Hannibalsson vélstjóri. Auk þess vann eiginkona Ólafs Vignis, Jónína Jóhannsdóttir, á skrifstofu félagsins. VONLAUS STAÐA EFTIR SEX MÁNUÐI Samkvæmt heimildum HP voru laun skrifstofumanna hækkuð til samræmis við laun skipstjórnar- manna á Helgey eftir að kom í Ijós hversu há þau voru. Guðmundur S. Jónsson, skipstjóri, var með 50% álag ofan á venjuleg skipstjóralaun þar sem um borð var einungis einn stýrimaður og stóð Guðmundur því aukavaktir. Eftir að laun skrifstofu- mannanna höfðu verið samræmd þessum launum var launakostnaður félagsins orðinn umtalsverður hluti af rekstrargjöldum þess. Þegar Reykhólaskip höfðu gert Helgey út í um sex mánuði var lagt fram bráðabirgðauppgjör fyrir stjórnarfund daginn fyrir áætlaðan aðalfund. í því kom í ljós að staða félagsins var mun verri en nokkurn hafði grunað og var samþykkt að óska eftir greiðslustöðvun fyrir fé- lagið að tillögu Vilhjálms Lúðvíks- sonar, stjórnarformanns, er sat í stjórninni fyrir hönd Þörungaverk- smiðjunnar á Reykhólum. Verk- smiðjan hafði þá verið tekin til gjaldþrotaskipta og sat Haraldur Blöndal þennan fund fyrir hönd gjaldþrotabús Þörungaverksmiðj- unnar. HRINGLANDI í SKIPTARÉTTI í áðurnefndu bráðabirgðaupp- gjöri tók endurskoðandi félagsins, Gunnar Sigurösson frá Endurskoö- endamiöstööinni h/f — N. Manscher, fram, að Ólafur Vignir, framkvæmdastjóri, hefði ekki stað- ið nógu vel að frágangi gagna í hendur endurskoðandans. Áður en til óskar um greiðslu- stöðvun kom varð ljóst að félagið var dauðadæmt. Siglingum Helgeyj- ar var því hætt, þar sem menn ótt- uðust að hún yrði kyrrsett erlendis, og gjaldþrotabeiðni var send til Stefáns Skarphéöinssonar, sýslu- manns í Barðastrandasýslu. Stefán bar fyrir sig annir og ósk- aði eftir því að skipaður yrði skipta- ráðandi í máli Reykhólaskipa og var Steingrímur Gauti Kristjánsson fenginn til þess starfs. Hann skipaði síðan lögmennina Jón Ólafsson og Skúla Pálsson bústjóra og gegndu þeir því starfi þar til að þeir báðust undan því um miðjan september síðastiiðinn. Þá var skipaður bú- stjóri Skarphéöinn Þórisson, lög- maður, og hélt hann fyrsta skipta- fund á áætluðum tíma, þann 15. október. GJÖLDIN ÞREFALT HÆRRI EN INNKOMAN Þegar kröfur í þrotabú Reykhóla- skipa voru birtar varð ljóst að eitt- hvað fleira hafði farið úr skorðum í rekstri félagsins en launagreiðslurn- ar. Eins og áður sagði má áætla að útgerð skips á stærð við Helgeyna kosti um 1,5 milljónir króna á mán- uði. Á sex mánaða tímabili gerir það um 9 milljónir króna, sem er svipuð upphæð og innkoma Reyk- hólaskipa var á fyrstu sex mánuð- um þessa árs. En þegar kröfulistinn er skoðaður kemur í ljós að þar eru ógreidd rekstrargjöld upp á rúmar 11 milljónir króna og eru þá laun ekki talin með. Kröfur vegna launa og launatengdra gjalda nema um 7 milljónum króna. Venjuleg rekstrar- gjöld Reykhólaskipa voru því þrefalt meiri en innkoman fyrstu sex mán- uði ársins og verður þó innkoman að teljast viðunandi miðað við skip á borð við Helgey. FRAMKVÆMDA- STJÓRINN VILDI HALDA ÁFRAM Stærsti kröfuhafinn í þrotabú Reykhólaskipa ér Landsbankinn og er krafan vegna veðskuldabréfs að andvirði tæpar 18 milljónir króna. Landsbankinn hefur veð í Helgey sem tryggingu fyrir þessari skuld en þar sem laun sjómanna eru með sjóveði, verða vangoldin laun þeirra, að upphæð um 5 milljónir, greidd af söluverði skipsins áður en Landsbankinn fær sitt. Á fyrsta skiptafundi voru opnuð tilboð í skip- ið og var það hæsta um 10 milljónir króna og hafnaði Landsbankinn því. Þrátt fyrir það er ljóst að bank- inn mun tapa allt að 13 milljónum á viðskiptum sínum við Reykhóla- skip. Innan stjórnar Reykhólaskipa eru skiptar skoðanir um ástæður fyrir þessu gjaldþroti. Ólafur Vignir, framkvæmdastjóri, telur að hér hafi verið um ótímabæra gjaldþrots- beiðni að ræða þar sem hugsanlegt hafi verið að halda rekstri skipsins áfram. Vilhjálmur Lúðvíksson sagði hinsvegar í samtali við HP að hlut- höfum hafi verið boðið að auka hlutafé félagsins þar sem slíkt væri alger forsenda áframhaldandi rekstrar, en hluthafarnir hafi ekki sýnt vilja til þess. BÓKHALDIÐ ENN ÓENDURSKOÐAÐ Guðmundur S. Jónsson, skipstjóri á Helgey og hluthafi í Reykhólaskip- um, vill hinsvegar að bókhald fé- lagsins verði kannað, þar sem hann telur ekki einleikið að hægt sé að kafsigla félaginu jafn heiftarlega og á svo skömmum tíma sem raun varð á. Hann sagði í samtali við HP að varla stæði steinn yfir steini í bók- haldi fyrirtækisins og taldi hann að vert væri að skoða það vandlega þar sem ljóst væri að margir aðilar töpuðu allt að 30 milljónum króna á sex mánaða rekstri Helgeyjarinnar. Þegar HP sneri sér til Steingríms Gauta Kristjánssonar, skiptaráð- anda, og Skarphéðins Þórissonar, bústjóra, kom í ljós að bókhald fé- lagsins hafði ekki verið kannað til neinnar fullnustu. Forráðamenn fé- lagsins hefðu verið yfirheyrðir við upphaf skiptanna en að öðru leyti hefði ekki verið reynt að grafast fyr- ir um ástæður gjaldþrotsins. Skarp- héðinn sagðist líta fyrst og fremst á að sitt hlutverk væri að meta kröfur í búið og leita leiða til þess að fá sem mest fyrir eignir þess. Hann gat þess að búið gæti varla staðið undir dýrri endurskoðun á bókhaldinu og slíkt yrði ekki gert nema fram kæmu sterkar kröfur þess efnis á skipta- fundum. SKIPTI Á ÞVÍ SEM EKKERT ER Á fyrsta skiptafundinum, þann 15. október, kom engin slík krafa fram. Það er líka ólíklegt að það yrði kröfuhöfum í hag að bókhald félags- ins yrði endurskoðað þar sem skuld- ir þess eru það miklar að ekki næst einu sinni upp í forgangskröfur. Ef slík endurskoðun leiddi í ljós einhverjar ákvarðanir eða gjörðir hjá forráðamönnum félagsins sem strítt hefðu gegn hagsmunum þess er mögulegt að þrotabúið gæti stefnt þeim og krafist skaðabóta. En að baki slíkri stefnu þyrfti að liggja dýr og tímafrek rannsókn sem upp- haflega þyrfti að stofna til án vissu um nokkurn árangur. Ef af slíku yrði rynnu hugsanlegar skaðabætur í ríkissjóð þar sem hann er í ábyrgð fyrir vangoldnum launum og þær kröfur er forgangskröfur. Það er því fyrirsjáanlegt að með- ferð skiptaréttar á gjaldþrotamáli Reykhólaskipa verður lítið annað en skipti á því sem ekkert er. 20 HELGARPÓSTURINN leftir Gunnar Smára Egilsson mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.