Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 23
LISTAPOSTURINN Nemendaleikhúsið frumsýnir Leikslok í Smyrnu eftir Horst Laube: Frelsi í listum og hugmyndafræði Nemendaleikhúsið stillir upp fyrir uppvakningafundinn. Efri röð frá vinstri: Halldór Björnsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafla Hrönn Jónsdóttir og Ingrid Jónsdóttir. Fremri röð: Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Arnljótsdóttir. Á myndina vantar Valgeir Skagfjörð og Stefán Sturlu Sigurjónsson. „Þótt leikritiö gerist í Feneyjum fyrir tveimur öldum fjallar þad um hluti sem því midur veröa œ algeng- ari í nútímanum: þaö, hvernig menningin á í vök aö verjast gagn- vart peningavaldinu, aö viöbœttu fjölmiölafári og auglýsingaskrumi," segir Þórdís Arnljótsdóttir, meölim- ur í Nemendaleikhúsi LÍ, sem frum- sýnir fyrsta verkefni sitt af þremur nú í kvöld, fimmtudag 23. október, kl. 20.30 í Lindarbœ. Þetta er gleðileikur sem Horst Laube samdi í samvinnu við Werner þann Schröter sem varð fyrir upp- ljómun barn að aldri þegar hann heyrði fyrst í Maríu Callas og hefur síðan verið óhemjumikill óperuað- dáandi. Og ekki nóg með það held- ur hefur hann mikið fengist við að tengja óperu og kvikmynd, sett á oddinn „tótalfilmuverkið", samruna allra listgreina undir miklum áhrif- um frá leikhúsi. Leikverkið sem nefnist Leikslok í Smyrnu er svo aftur byggt á 18. ald- ar gamanleik ítalska háðfuglsins Carlo Goldoni og snýst atburðarás þess um raunir óperufólks og ann- arra skrýtinna persóna. Goldoni rann til rifja afskiptasemi aðalsins sem vildi ekki einungis — að sjálf- sögðu í krafti fjármagns síns — ráða hvað leikskáldin skrifuðu heldur jafnframt hvernig leikhúsfólkið hegðaði sér. í verkinu setur einn aðalsmaðurinn sig í alvaldsstelling- ar gagnvart þessu fólki, vill eiga það með húð og hári um leið og hann fyrirlítur það. Leikhúsfólkið lætur glepjast í skammsýni brauðstritsins. Augljósar samsvaranir við nútím- ann var ein ástæða þess að Nem- endaleikhúsið valdi þetta verk til sýningar. Önnur ástæða var einfald- lega sú að það hentar vel samsetn- ingu hópsins: þarna fá öll leikara- efnin verðug híutverk til að spreyta sig á. En þau eru: Halldór Björns- son, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgeir Skagfjörö, Þórarinn Eyfjörö og Þór- dís Arnljótsdóttir. Auk þeirra taka tveir gestaleikarar þátt í sýning- unni, þau Jón Símon Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld. Það er Kristín Jóhannesdóttir sem leikstýrir Leikslokum í Smyrnu. Að mati Þórdísar Arnljótsdóttur nálg- ast hún verkið á mjög skemmtileg- an hátt, nær vel hinu raka og blauta andrúmslofti Feneyja og hinum ómanneskjulegu aðstæðum óperu- fólksins. Hljóðmyndir Hilmars Arnar og leikmynd og búningar Guörúnar Sigríöar Haraldsdóttur undirstrika þetta. enn frekar: á sviðinu hrærast ófullkomnar persónur, lifandi en dauðar samt, með froskakvak og vatnsnið í eyrum. En hvað segir leikstjórinn um gang mála? „Þetta hefur gengið vel, verið af- skaplega gefandi vinna, af því að all- ir samstarfsaðilar mínir eru svo ótrúlega skemmtilegir, allt frá Goldoni til Nemendaleikhússins. Þess vegna er ég mjög glöð kona í augnablikinu," sagði Kristín Jó- hannesdóttir í samtali við HP dag- inn fyrir frumsýningu. „Það er talsvert mikil brúarsmíði að tengja ítalskt leikhús 18. aldar nútímanum í gegnum Laube. Brúna verður að tengja þannig að áherslan verði ekki of mikil öðru hvoru meg- in. En ramma sýningarinnar hef ég eiginlega hugsað mér sem einhvers konar uppvakningafund," segir Kristín dulúðug. Kristín telur að Leikslok í Smyrnu bjóði upp á marga túlkunarmögu- leika. „En ef til vill snýst verkið fyrst og fremst um frelsi í listum og hug- myndafræði, um mikilvægi þess að láta ekki öfgakennda fulikomnunar- stefnu kaffæra frjálst listform, — að viðhalda draumnum." Fyrstu fjórar sýningar Nemenda- leikhússins verða svo næstkomandi fimmtudags-, laugardags-, sunnu- dags- og mánudagskvöld kl. 20.30 í Lindarbæ. Rétt er að undirstrika að sýningafjöldi er takmarkaður. -JS LEIKLIST Viö hvern erum viö aö berjast? eftir Elísabetu Brekkan Kaffístofa Hlaövarpans: Veruleiki eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Leikstjóri: Helga Bachmann. Leikendur: Guöný Helgadóttir og Ragnheiöur Tryggvadóttir. Sviösmynd: Kurigei Alexandra Argonova. Ljós: Sveinn Benediktsson. Okkur er boðið að hlýða á sam- tal móður og dóttur þar sem brostnar vonir beggja eru reifaðar í sveiflukenndu tilfinningaflóði, án þess að um nokkurt uppgjör sé að ræða. Móðirin Hallbera átti sér draum, hún vildi verða leikkona en hætti leiklistarnámi þá er hún kynntist ástinni stóru og valdi að eiga hann og börnin hans. Hann skildi síðan við hana en hún elskar hann enn og heldur rembingsfast við tryggð sína. Sjálfstæða menntaða dóttirin Nína heimsækir móður sína og kemur að henni þar sem hún er að tala við sjálfa sig. Hún ræðst á hina brostnu drauma hennar um leið og hún er að reyna að hrista af sér þessa hefðbundnu kvenímynd. Unga konan lætur gamminn geysa og úr henni vellur foss af fróðleik um fólskulega fórnarlund formæðra sinna og móður. Móðir- in hlýðir með jafnaðargeði á orða- flaum dóttur sinnar, sem í raun og veru er bergmál eintals hennar. Hallbera telur dóttur sinni trú um, eða reynir alla vega að gera það, að hún hafi átt kost á því að velja lífshlaup sitt og vegna þess sé hún frjáls. Hún valdi ástina fram yfir eitthvað annað. Eitthvað ann- að sem hún í dag veit ekki hvað hefði getað orðið, á meðan tíðar- andinn og krafan um nýju upp- lýstu konuna hefur þrýst Nínu, ungu konunni áfram án þess að hún þori að taka ástina með í lífs- mynd sína. Nína hefur verið í ýmsum ástar- samböndum og heldur því fram að best sé að losa sig úr samböndun- um áður en hinum aðilanum detti það í hug. Hún þolir ekki nokkurs staðar að henni sé haf nað. Það kemur inn í myndina að hún er auðvitað skilnaðarbarn, þannig að ástar- ruglið er kannski ekki einvörð- ungu vegna þess að hún er nýja frjálsa konan. Móðirin sem situr sem „symbol" tryggðar með lopapeysuprjóna- skap í fanginu og fjölskyldumynd- ir þriggja kynslóða undir hulu „Okkur er boðið aö hlýða á samtal móður og dóttur þar sem vonir beggja eru reifaðar I sveiflukenndu tilfinninga- flóði án þess að um nokkurt uppgjör sé að ræða," segir Elisabet Brekkan í um- fjöllun sinni um Veruleika eftir Súsönnu Svavarsdóttur. köngulóarvefjar vanans, verður undurblíð við dóttur sína í hvert sinn er þær koma inn á annað hvort eiginmanninn fyrrverandi eða hugsanleg ástarsambönd Nínu. Hún vill að Nína læri að elska: Þú þorir ekki út í tilfinninga- sambönd af því að þú ert heila- þvegin af boðskapnum... þú ert ekki frjáls. . . þú ert kúguð af kyn- systrum þínum. . . það er búið að velja fyrir þig... Eg er frjáls, eru lokaorð móður í þessu 40 mínútna samtali þeirra. Leikurinn er fulldramatískur á köflum enda er miklu komið að í samtali sem má segja að allar kon- ur þessara beggja kynslóða þekki. Spurningin er, hvort er betra að vera frjáls í búri eða frjáls með fjötra? Baráttuvopnin, klisjurnar og frasarnir, eru kynslóðaskipt. Þetta er opnun á samtali sem kemst ekkert lengra nema við lær- um að hlusta og virða það sem við heyrum og gera okkur grein fyrir því við hvern og hverja við erum í rauninni að berjast. BARNABÆKUR þar sem saman fer texti og teikningar sama íslenska listamannsins, eru aldrei þessu vant tvær á þessu hausti. Við höfum áður greint frá B2-Bétveir Sigrúnar Eldjárn, en bætum hér við upplýsingum um frumraun Þorvald- ar Þorsteinssonar á þessum vett- vangi. Mál og menning sendir frá sér bók hans í næstu viku, að nafni Skilaboöaskjóöan, og fer þar kostu- legt ævintýri úr skóginum þar sem öli ævintýri gerast. Myndir í bókinni eru gerðar með vatnslitum og er að sögn mjög vandað til alls frágangs á þeim og öðrum þáttum bókarinnar, en Oddi prentar. Þorvaldur er á síð- asta ári nýlistadeildar MHÍ, fæddur og alinn upp á ævintýrastaðnum Akureyri. HRINGUR Jóhannesson hefur myndskreytt Ijóð Bolla Gústafs- sonar sem koma út hjá Menningar- sjóöi núna á næstu vikum. ÍSLENSKI dansflokkurinn heldur utan til Kaupmannahafnar í dag, fimmtudag, en þar mun hann sýna dansverk Hollendingsins Ed Wuppe, Stööugir feröalangar, en það fékk einróma lof gagnrýnenda og almennings þegar það var sýnt í Þjóöleikhúsinu á síðasta leikári. Aðeins ein sýning verður á þessu verki í Köben, en það er á alþjóð- legri hátíð dansflokka þangað sem öllum stjórnendum stærstu listdans- hátíða heims er boðið. Hátíðin í Kaupmannahöfn er því nokkurs konar undanrás fyrir stóru festivöl- in, og er núna í fyrsta sinn haldin á Norðurlöndunum. RITHÖFUNDAR í landinu leggja í síauknum mæli fyrir sig þýð- ingar á góðbókmenntum að utan. Núna á þessu hausti er m.a. tekið eftir þýðendum á borð við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Þorstein frá Hamri, Fríöu Á. Siguröardóttur, Guömund Daníelsson, Birgi Sig- urösson og Þorgeir Þorgeirsson sem núna þýðir Ijóðahluta í skáldsögu spænska rithöfundarins Ramons J. Sender, Sálumessu yfír spænskum hermanni. Álfrún þýðir að öðru leyti og Forlagiö gefur út. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.