Helgarpósturinn - 23.10.1986, Síða 32

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Síða 32
FRETTASKYRING SVERFUR TIL STÁLS í ALÞÝÐUB Fljótt á litið hvíla rólegheit yfir Alþýðubandalaginu. Forval vegna alþingiskosninga hefur hvergi verið haldið og í Reykjavík verður forval ekki haldið fyrr en í desember, eða janúar. Ein skýring er sú að forysta flokksins þarf tíma til að koma sam- an lista. Framboð þingmannsefna í örugg sæti á lista Alþýðubandalags- ins er meira en eftirspurn. Eða m.ö.o. ágreiningur um menn og mál- efni gerir átök í forvali óumfiýjan- Ieg. Atökin núna snúast um grund- vallaratriði í pólitík. Og þau eru framhald átakanna á síðasta lands- fundi Alþýðubandalagsins fyrir ári, og átakanna um Þjóðviljann og Gudmund J. Gudmundsson s.l. sumar. FYLKINGAR FJORAR Alþýðubandalaginu í Reykjavík má skipta í fjórar fylkingar. Gamla flokkseigendafélagid, verkalýdsfor- ystu, frjálslynd öfl og lýdrœdiskyn- slóð. Fyrir flokkseigendafélaginu fer formaður flokksins, Svavar Gestsson. Hann nýtur stuðnings manna eins og Inga R. Helgasonar, Ragnars Árnasonar, Úlfars Por- móðssonar, Álfheiðar lngadóttur, Sigurjóns Péturssonar, Guðrúnar Ágústsdóttur og Gísla B. Björns- sonar, svo einhverjir séu nefndir. Oddamenn verkalýðsarms Al- þýðubandalagsins eru Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar og Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar. Stuðn- ingsmenn þeirra innan flokksins eru formenn og starfsmenn verka- lýðsfélaga. Má í þessu sambandi nefna Helga Guðmundsson, Tryggva Þór Aðalsteinsson, Jóhann- es Gunnarsson og Snorra Konráðs- son. Ólafur Ragnar Grímsson og Guð- rún Helgadóttir teljast til hinna frjálslyndari afla innan flokksins. Stuðningsmenn þeirra eru hluti Þjóðviljahópsins og yngri kynslóðin í Alþýðubandalaginu. Einn stuðn- ingsmanna þeirra Ólafs Ragnars og Guðrúnar er Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans. Talsmaður lýðræðiskynslóðarinn- ar er varaformaður flokksins, Kristín Olafsdóttir. Hún nýtur stuðn- ings yngra fólks innan flokksins og hefur víðtækan stuðning innan Al- þýðubandalagsfélags Reykjavíkur. Þá nýtur Kristín Ólafsdóttir mikils trausts úti um land, en einkum eins og áður sagði, þeirra fjölmörgu ungu manna, sem gengið hafa til liðs við Alþýðubandalagið síðustu misseri. Kom styrkur hennar nokk- uð á óvart á landsfundinum, þar sem henni tókst að vinna varafor- mannssæti í flokknum, þrátt fyrir massífa andstöðu flokkseigendafé- lags og verkalýðsarms. í þeirri bar- áttu naut hún stuðnings Ólafs Ragn- ars og Guðrúnar Helgadóttur og stuðningsmanna þeirra. Sú samstaða, sem varð til á milli lýðræðiskynslóðarinnar og hinna frjálslyndu afla í Alþýðubandalag- inu á síðasta landsfundi, er líkleg til að standa áfram í komandi forvali. Báðir þessir hópar eru sammála því, að skera beri á hin beinu tengsl á milli forystu Alþýðubandalagsins og 32 HELGARPÓSTURINN Helgi Guömundsson, stjórnarformaður MFÁ. Eindreginn stuðningsmaður Ás- mundar Stefánssonar innan Alþýðu- bandalagsins. Hefur veriðtrúnaðarmaður verkalýðsarmsins á ritstjórn Þjóðviljans og kemur vfða við í stofnunum flokksins. Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsina Staða hans er veikari innan flokksins, en hún hefur verið áður. Hann á eftir að sitja eitt ár sem formaður Al- þýðubandalagsins. I komandi forvali munu þeir Ásmundur Stefánsson og Ólafur Ragnar Grímsson reyna að styrkja stööu sína fyrir formannsslaginn að ári. Gæti svo farið í hörðu forvali þar sem þátttaka væri mikil að Svavar Gestsson hafnaði í þriðja sæti á framboðslista flokksins. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og VMSÍ. Líklegast er talið á þessari stundu að hann muni berjast fyrir þvf að koma Þresti Ólafssyni í öruggt sæti á framboðslista. verkalýðshreyfingarinnar. Báðir hópar eru þó sammála því, að flokk- ur geti ekki látið hreyfingu binda Ragnar Árnason, hagfræðingur. Traustur maður í þeirri skjaldborg sem flokkseig- endafélagið hefur slegið um formann flokksins, Svavar Gestsson. Ragnar er einn af arftökum Inga R. Helgasonar i flokkseigendafélaginu. Þröstur Óíafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, og umsvifamikill kaupsýslu- maður í félagshyggjugeiranum. Hann er hægri hönd Guðmundar J. Guðmunds- sonar og Ifklegur framboðskandfdat verkalýðsforystu Alþýðubandalags á framboðslista flokksins í Reykjavík. Ásmundur Stefánsson, forseti ASl. Hann hefur lýst áhuga á að komast á þing. For- setinn hefur ásamt Þresti Ólafssyni lagt rfka áherslu á samstarf A-flokka að aflokn- um kosningum. Eftir átökin f Alþýðu- bandalaginu síðustu mánuði erÁsmund- ur sterki maðurinn í stofnunum flokksins. Gætir áhrifa hans víða. afstöðu sína í, t.d. kjara- og efna- hagsmálum, einfaldlega vegna þess að stefna ASÍ er samsuða fjögurra flokka í kjaramálum. Þessir hópar telja, að það standi vexti Alþýðu- bandalagsins fyrir þrifum ,,að vera að dröslast með verkalýðskontór- ana á bakinu í kosningabaráttu", eins og einn forsvarsmanna nefndra hópa orðaði það í samtali við Helg- arpóstinn. Gamla flokkseigendafélagið, með formann flokksins í broddi fylking- ar, og verkalýðsforystan munu sömuleiðs renna saman í eina fylk- ingu í væntanlegu prófkjöri. Báðir hópar eru sammála um þá grund- vallarhugmynd, að Alþýðubanda- lagið og verkalýðshreyfingin séu tvær greinar af sama meiði og að óhugsandi sé að rjúfa þau nánu tengsl, sem eru á milli flokks og hreyfingar. I reynd þýðir þessi hugmynd — þessi skilningur á Alþýðubandalag- inu sem faglegum armi verkalýðs- hreyfingar — að flokksforysta tekur það að sér, að tryggja fulltrúa verka- lýðshreyfingar öruggt sæti á fram- boðslista flokksins í Reykjavík. Á þessum grundvelli er samstarf flokkseigendafélags og verkalýðs- arms byggt. í þessu „örugga sæti“ hefur fram til þessa setið Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar. Og til að undirstrika skilning flokks- forystunnar á mikilvægi þessa fyrir- komulags má geta þess, að Guð- mundur J. Guðmundsson er fjórði formaður Dagsbrúnar sem situr í öruggu Reykjavíkursæti á lista Al- þýðubandalags eða Sósíalistaflokks. Forverar hans voru Héöinn Valdi- marsson, Sigurður Guönason og Eðvarð Sigurðsson. BANDINGI VERKALÝÐSARMS Formaður Alþýðubandalagsins var hér áður fyrr af þeirri stærð, að geta sætt ólík sjónarmið innan Al- þýðubandalags — og afstýrt stórum slag innan flokksins. Lengi vel leit út fyrir að Svavar Gestsson gæti ávaxt- að þann arf, en hin síðari ár hefur hann æ oftar komið fram innan flokks og utan, sem bandingi verka- lýðsarms. Flokksformaður —■ án sjálfstæðs stuðnings innan flokks. Nefna menn í þessu sambandi af- stöðu Svavars Gestssonar í hörðu verkfalli BSRB, haustið 1984, af- stöðu hans gegn lýðræðisöflum á landsfundi Alþýðubandalags s.l. haust, afstöðu Svavars til febrúar- samninga, og að endingu, þá af- stöðu sem hann tók í Þjóðviljadeil- unni og deilum um Guðmund J. Guðmundsson s.l. sumar. Öll til- hlaup hans til sjálfstæðrar afstöðu leiddu til þess að hann endaði eins og lús á milli tveggja steina og úr þeirri stöðu valdi hann það, að veðja á verkalýðsarm — trúr þeirri hug- sjón að flokkur og hreyfing væru eitt. í öllum tilvikum hafa andstæðing- ar formanns verið Ólafur Ragnar Grímsson og lýðræðiskynslóðin. Margir viðmælenda HP nefndu, að á síðasta ári hefðu veikleikar Svavars Gestssonar sem formanns Alþýðubandalags komið æ skýrar í ljós. Á sama tíma hefði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, styrkt stöðu sína mjög innan stofnana flokks og í röðum flokkseigendafélags. Sömu- leiðis hefði Ólafur Ragnar Grímsson styrkt sína stöðu meðal óbreyttra í flokknum. Einkum í Reykjavík, í hópi miðstéttarmanna, sem aðhyll- ast hugmyndir lýðræðiskynslóðar. ÞJÓÐVILJAÁTÖKIN Átökin um Þjóðviljann snérust ekki aðeins um blaðamennsku. Þau snérust öðrum þræði um þau grund- vallaratriði, sem áður voru nefnd. Þau voru spurning um það, hvort málgagn skyldi vera óháð flokki, og umfram allt hreyfingu, eða hvort þar skyldi hljóma hinn eini sanni tónn — flokkseigendafélagsins. Þjóðviljinn var þangað til síð- sumars farvegur nýrra sjónarmiða í Alþýðubandalaginu. Blaðið fjallaði oft á tíðum gagnrýnum orðum um flokk, verkalýðsforystu, verkalýðs- hreyfingu og sjálfan sig. Þjóðviljinn gerðist talsmaður opnari flokks. Lýðræðislegri flokks. Þar sögðust menn vilja flokk fyrir fólk — ekki fólk fyrir flokk. Hugmyndirnar minntu sumpart á hugmyndir Vil- mundar Gylfasonar og sumpart á málflutning sem stundum heyrist frá kvennahreyfingu. Málflutningur Þjóðviljans náði hámarki sínu s.l. vetur, þegar blaðið tók afstöðu gegn kjarasamningum þeim, sem gerðir voru í Garðastræti 51. Blaðið gagnrýndi samningana og gerðist málsvari þeirra sem vildu fella þá. Var gagnrýnin allt í senn, gagnrýni á flokksforystu og verka- lýðsarm. Beindist hún fyrst og fremst gegn höfúndum samkomu- lagsins, þeim Ásmundi Stefánssyni og Þresti Ólafssyni, en jafnframt gegn formanni flokksins, Svavari Gestssyni, sem studdi samningana innan flokks og á Alþingi. í kjölfar þessa tók Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, að sér það hlutverk að gagnrýna stefnu Þjóð- viljans opinberlega. Flokkseigenda- félagið lýsti yfir „vaxandi áhyggj- um“ og öllum, sem með þessum átökum fylgdust, varð ljóst, að það var aðeins spurning um tíma, hvenær verkalýðsforysta og flokks- eigendafélag gerðu aðsúg að rit- stjórn Þjóðviljans. Staða Þjóðviljans var hins vegar fyrir borgarstjórnar- kosningar mjög sterk. Blaðið var sterkasta stjórnarandstaðan í land- inu. Sala þess fór vaxandi og hin nýja stefna skilaði nýju fólki inní flokkinn. Blaðið var ábyrgt fyrir því að Alþýðubandalagið hrundi ekki í skoðanakönnunum. En þá gerði lýðræðiskynslóðin í Alþýðubandalaginu mistök — mis- tök sem áttu eftir að verða dýr- keypt. Ritstjóri Þjóðviljans, Össur Skarphéðinsson, gaf kost á sér í prófkjör vegna sveitarstjórnakosn- inga. Á samri stundu glataði Þjóð- viljinn því sjálfstæði, sem menn börðust svo hart fyrir. Þjóðviljinn fór ósjálfrátt að draga taum þeirra á borgarstjórnarlistanum, sem hlynntastir voru hugmyndum lýð- ræðiskynslóðar og öðrum fram- bjóðendum voru ekki gerð eins góð skil. Þjóðviljinn var aftur orðinn málpípa ákveðinna afla innan Al- þýðubandalagsins. Nú með öðrum formerkjum. Áherslurnar nú voru áherslur lýðræðiskynslóðar og sjálf-

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.