Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.10.1986, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Qupperneq 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson,Friðrik Þór Guðmundsson, Helgi Már Arthursson, Jóhanna Sveins- dóttir, Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Augiýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471). Guðrún Geirsdóttir. Afgreiösla: Berglind Nanna Burknadóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Gegnum þagnarmúrinn Allt frá því að Helgarpósturinn var stofnaður fyrir tæpum átta árum, hefur blaðið fylgt þeirri stefnu að birta alhliða efni um þjóðmál og listir. Helgarpóstur- inn hefur kafað dýpra og nánar í málefni en aðrir fjölmiðlar hafa leyft sér, enda óháð ríkisrekstri, flokkum eða peninga- hópum. Umfjallanir Helgarpóstsins hafa löngum vakið mikla athygli og blaðið þjóðþekkt fyrir rannsóknarblaða- mennsku sína og ásækin skrif. Lesendur Helgarpóstsins hafa keypt blaðið vegna þess að á síðum þess birtast mál sem fjórflokkakerfið dregur dul á og sterkir þrýstihópar og hagsmunahringir þola illa að sjái dagsins Ijós. Þess vegna er Helgarpósturinn um- deilt blað. Og þess vegna á Helgarpóst- urinn volduga andstæðinga og óvildar- menn. Óvinir Helgarpóstsins nota sjaldn- ast málefnaleg rök í ummælum sínum um blaðið. Rógsherferðirnar eru nafn- lausar og án beinnar skírskotunar til ein- stakra mála eða efnisflokka. Nýjustu dæmin eru nafnlaust skítkast í Velvak- anda Morgunblaðsins og makalausar yfirlýsingar Geirs H. Haarde í fréttaskýr- ingarþætti á Bylgjunni þar sem hann sakaði Helgarpóstinn um „disinfor- mation" svo hans eigin orð séu notuð, m.ö.o. að blaðið birti vísvitandi rangar upplýsingar til að hitta höggstað á ein- stökum mönnum. Þetta er alvarlegur at- vinnurógur, svo alvarlegur að blaðið get- ur ekki setið undir honum. Þess eru einnig mörg dæmi að reynt hefur verið að frysta Helgarpóstinn, halda honum úti í kuldanum. Nýjasta dæmið er fréttabann Hjálparstofnunar kirkjunnar á blaðið. Hjálparstofnunin hef- ur reist þagnarmúr í kringum málefni sín og neitar alfarið að ræða við blaðamenn HR Framhaldsaðalfundur Blaða- mannafélags íslands ályktaði um þetta mál um síðustu helgi og mótmælti ein- dregið þeirri ákvörðun stjórnar Hjálpar- stofnunar kirkjunnar að setja Helgarpóst- inn í fréttabann. En fréttabann eður ei; klaufalegar og skammsýnar ákvarðanir einstakra stofnana fæla ekki Helgarpóst- inn frá því að flytja fréttir af málum. Okk- ar skylda er fyrst og fremst gagnvart les- endum, að halda almenningi upplýstum um menn og málefni þegar aðrir fjölmiðl- ar þegja í samtryggingu flokka og kunn- ingjaþjóðfélags. Þannig mun Helgarpósturinn halda áfram að gegna skyldu sinni þrátt fyrir rógsherferðir og samantekin ráð um þagnarmúra. Helgarpósturinn er blað sem ávallt hefur farið í gegnum þagnar- múrinn. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Þorgeir og starfsfólk Rásar 2 Helgarpóstinum hefur borist eftir- farandi athugasemd: ,,í HP (immtudaginn 9. október var á baksíðu frétt um starfsmanna- fund á Rás tvö, sem haldinn var þriðjudaginn 7. október. Á fundinn mætti forstöðumaður Rásar tvö, Þorgeir Ástvaldsson, og yfir tuttugu dagskrárgerðarmenn. Á dagskrá fundarins var dagskrárstefna stöðv- arinnar og hvernig bregðast skyldi við samkeppni Bylgjunnar. Helgar- pósturinn kýs að afgreiða þennan fund þannig: „Punduðu menn óspart á rásarstjórann, Þorgeir Ást- valdsson, og var hann gagnrýndur harðlega. Hótuðu starfsmenn út- göngu og uppsögnum, ef Rás tvö og forstöðumaður tækju samkeppnina ekki alvarlega — og gerðu eitthvað í málinu...“ Það verður að segjast eins og er að þessi klausa er alröng og vissu dagskrárgerðarmenn ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta þegar þeir lásu Helgarpóstinn sinn sl. fimmtudag. Á fundinum fóru fram mjög gagnlegar og opinskáar um- ræður sem enduðu með því að sam- þykkt var ályktun til yfirstjórnar Ríkisútvarpsins, þar sem tillögur dagskrárgerðarmanna um dag- skrárstefnu og lengingu dagskrár koma fram. Þá er einnig skorað á yfirstjórn Ríkisútvarpsins að for- stöðumaður Rásar tvö fái fullt umbod til að ljúka dagskrármótun sem fyrst, en því miður hefur skort talvert á að forstöðumaður Rásar tvö hafi fengið frítt spil í samkeppn- inni — bæði hvað varðar útsending- artíma og dagskrána sjálfa. Að starfsmenn hafi hótað útgöngu og uppsögnum er hrein firra. Dagskrár- gerðarmönnum Rásar tvö þykir vænt um sína stöð og leggja ekki árar í bát þó örlítið blási á móti þessar vikurnar." F.h. stjórnar Félags lausrádinna dagskrárg.manna á Rás 2. Sigurður Þór Salvarsson Kristján Sigurjónsson ÍÞRÓTTIR Flóðbylgja skall á Bylgjan kom, sá og sigraði um síð- ustu helgi, fékk 10 rétta og tók for- ystuna af HP og co. Eftir 4 umferðir er Bylgjan komin með samtals 28 rétta, en HP, DV og Mogginn hafa 26. Dagur og Ríkisútvarpið eru með 25, Tíminn með 20, en lestina rekur Þjóðviljinn með aðeins 18. í inn- LEIKVIKA 10 Leiklr 25. október 1986 K 1 X 2 1 Arsennl • Chelsea 2 Aston Villa - Newcastle 3 Everton - Wntíord l 1 LÍ o 4 Leicester - Southampton 5 Luton - Liverpool 6 Mnn. City - Man. United 1 o X z o 7 Oxford • Nott’m Forest 8 O.P.R. - Tottenham 9 Shefflold Wcd. - Coventry 1 o X X o 10 West Ham - Charlton 11 Wimblodon - Norwich 12 Sunderland - Birmingham 1 1 X o byrðis samkeppni HP og Alþýðu- blaðsins er komin upp sú einkenni- lega staða að AB hefur forystu, 20:19. Nýbreytni er tekin upp í spá HP að þessu sinni. Sem fyrr er að finna einfalda spáröð blaðsins, en auk þess er punktað við reiti á 6 stöðum. Samsvarar það spá HP miðað við 64 raða kerfi, þar sem tvímerkja má á 6 stöðum. Vonandi kemur þessi aukna þjónusta lesendum HP og samspámönnum til góða. -fÞg LÆRÐU SLÖKUNARTÆKNI Snœlda og bœklingur fást í bóka- og hljómplötudeildum um allt land. DREIFING KREATOR SÍMI 687075 HP svarar í sjálfu sér er ekki sérstök ástæða til að svara þessu bréfi dagskrár- gerðarmanna hjá Rás 2. Frétt HP var rétt að öðru leyti en því, að e.t.v. var lögð fullmikil áhersla á gagnrýn- ina á rásarstjórann, Þorgeir Ast- valdsson. Sú gagnrýni er meira áberandi í skrafi dagskrárgerðar- manna en á fundum. Vissulega á deildarstjórinn við ramman reip að LAUSN Á SPILAÞRAUT Það er alltof áhættusamt að byrja á því að hreyfa hliðarlitina áður en trompin eru tekin. Skipt- ing beggja svörtu litanna gæti verið 6-1. í slíku tilfelli gæti suður trompað laufið þegar því er spilað í annað sinn og látið makker sinn svo trompa spaðann. Nei, slíkt verðum við að forðast. í sjálfu sér er spilið alveg öruggt ef við spilum það á réttan máta. Við byrjum með því að láta hjarta gosann og tökum hann með ásnum. Höldum síðan áfram og látum tvistinn. Ef austur á ekkert hjarta, þá látum við kónginn. Spaða ás látinn og vestur settur inn á hjarta dömuna. Hann getur tekið einn slag á lauf, en afgang- inn á suður. Ef austur fylgir lit í öðrum slag í trompi, þá svínum við tíunni. Ef tían heldur, þá hirðum við síðasta trompið. Vestur er settur inn á laufa ásinn og við fáum þá slagi sem eftir eru. En ef vestur fær slaginn á drottn- inguna þegar hjarta er spilað í annað sinn, þá getur hann tekið einn laufaslag og látið síðan spaða sjöið. En við getum komist inn í borðið með því að spila hjarta fimminu og kasta tígul tapslagn- um í laufið. Þannig voru öll spilin: 6-5-4-2 Á-5-2 G-10 D-G-7-3 7 D-3 K-6-5-2 Á-K-10-9-5-2 D-G-10-9-8-3 7-6 9-8-4-3 8 draga, þar sem er yfirstjórn útvarps- ins. Hins vegar þykir mörgum dag- skrárgerðarmanninum sem svo, að mjög skorti á snerpu hjá Þorgeiri, þegar á herðir í samskiptum við út- varpsstjórn og útvarpsráð. Til viðbótar þessu má geta þess, að a.m.k. tveim af reyndustu dag- skrárgerðarmönnum Rásar 2 er far- ið að leiðast svo þófið, að allt eins megi búast við útgöngu þeirra. Ritstj. Á-K K-G-10-9-8-4 Á-D-7 64 lyrr í sumar sögðu þeir Stefán Guðjónsson, hjá Kaupmanna- samtökunum, og Ólafur Stefán Sveinsson, fjármálastjóri Ágætis og nýráðinn kaupfélagsstjóri hjá KRON, sig úr stjórn Byggung. Ástæðan fyrir úrsögnunum mun hafa verið óánægja með hvernig nú- verandi stjórn hefur tekið á vanda Byggung. Hluti af ágreiningnum mun einnig hafa verið um hvernig taka ætti á því er endurskoðandi fé- lagsins, Helgi Magnússon, var settur í gæsluvarðhald. Stefán og Ólafur munu hafa viljað sparka Helga, en aðrir í stjórninni bíða og sjá hverju fram vindi. Helgi leysti síðan málið sjálfur með því að leggja niður endurskoðunarstörf og snúa sér að ritstörfum ... örfáar v sekúndur , - í öryggis ^ skyni 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.