Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 37
inga langt?
„Ferðaskrifstofurnar hafa oft ver-
ið ásakaðar fyrir að ýta undir langar
ferðir með því að bjóða ekki upp á
annað. Það hefur hins vegar sýnt sig
að fólk vill síður skemmra frí, þó við
höfum verið að reyna að hafa það á
boðstólum. Langflestir viðskipta-
vinir vilja vera í þrjár vikur erlendis,
eða því sem næst, og ég held að
peningamálin ráði mestu þar um.
Menn tíma hreinlega ekki að vera
bara í viku eða tíu daga, eftir að hafa
lagt í þennan grunnkostnað.
Við höfum algjöra sérstöðu hvað
þetta varðar. A meginlandinu fara
menn t.d. bara út í bílinn sinn og
keyra í nokkra tíma — þá eru þeir
komnir þangað sem þeir ætluðu sér
án þess að hafa lagt út í neinn kostn-
að að ráði.“
Karl Sigurhjartarson sagði að lok-
um, að það væri sín reynsla að
menn þyrftu viku til að vinda ofan af
sér, ef svo má að orði komast. Það
væri ekki fyrr en eftir um það bil sjö
daga að menn færu virkilega að
njóta leyfisins. Áhyggjur af vinnu,
víxlum og öðru sem heima biði,
taldi Karl hins vegar miðast við hve
stutt væri í heimferðina, en alls ekki
fara eftir því hve lengi menn væru í
fríinu. Þess konar áhyggjur kæmu
alltaf upp í hugann skömmu fyrir
Davlö Sheving Thorsteinsson, forstjóri:
„Kanar detta niður dauðir um fimmtugt,
þótt þeir taki stutt sumarfrí."
heimkomu, hversu lengi sem menn
hefðu dvalið að heiman.
SJÁÐU BARA KANANA!
Til þess að fá endapunktinn í
vangaveltur um hugsanlegar nei-
kvæðar hliðar langra sumarleyfa,
snerum við okkur til athafnamanns-
ins Davíðs Scheving Thorsteins-
sonar og spurðum hann hvort hann
tæki löng sumarleyfi. Hann svaraði
að bragði:
„í sumarleyfismálum trúi ég og
fer eftir því sem vinur minn, prófess-
or Tómas Helgason, sagði við mig
fyrir tuttugu til þrjátíu árum síðan.
Hann hefur hressilegar skoðanir á
þessum málum og ég hef trúað hon-
um, svo þú mátt alls ekki eyðileggja
lífsheimspekina eftir allan þennan
tíma.
Tómas sagði nefnilega, að maður
ætti aldrei að fara í skemmra frí en
þrjár vikur, því maður þyrfti fyrstu
tvær vikurnar til þess að ná sér nið-
ur. Eftir þrjár vikur er maður síðan
farinn að hlakka til að koma aftur í
vinnuna. Þessu kom Tómas inn í
höfuðið á mér og þetta hef ég
predikað fyrir öðrum í heilan aldar-
fjórðung. Svo kemur þú með ein-
hverja kenningu, sem eyðileggur
þetta allt saman!
Sjáðu bara Kanana, vini okkar.
Þeir detta dauðir niður þegar þeir
eru fimmtugir. Maður getur ekki
ferðast um Evrópu fyrir fullum rút-
um af kerlingum með fjólublátt hár,
sem eru búnar að drepa karlana
sína. Þær eru búnar að heimta svo
mikið af þeim að þeir eru dottnir
niður dauðir langt fyrir aldur fram.
Hefurðu ekki séð þessar rútur?
Þetta er bara eitthvað það hræðileg-
asta sem ég sé,“ segir Davíð Schev-
ing Thorsteinsson skellihlæjandi og
er þar með búinn að snúa þessari of-
urmáta alvarlegu umfjöllun upp í
Karl Sigurhjartarson, framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar Rólaris: „Við höfum
sérstöðu vegna hins háa grunnkostnaðar
við að komast til útlanda."
létt grín. Og það skal fúslega viður-
kennt að á málinu eru ýmsar hliðar.
Hitt má þó ekki gleymast, að bæði
hér á landi og annarstaðar er fjöld-
inn allur af fólki, sem alls ekki hefur
efni á að fara svo mikið sem út á
land í sumarleyfinu — hvað þá til út-
landa. Margt af þessu fólki vinnur
meira að segja af sér öll sumarfrí,
eða ræður sig hreinlega í aðra vinnu
í sumarfríinu frá sinni föstu launa-
vinnu. Alhæfingar eru sem sagt var-
hugaverðar í sumarleyfisumræðu
sem öðrum málum.
einingahús í 12 ár
Okkar vinsælu parhús JM
eru ódýrasti kostur þeirra
sem vilja byggja litlar íbúðir
• Reisum á öllum árstímum
• Fá samskeyti á útveggjum
• Frjálst val á utanhúsklæðningu:
Stál - timbur — steinn, allt kemur
til greina
• Óendanlegur fjölbreytih^jki í útliti
• Engir burðarveggir í miðjum húsum
Leggjum áherslu á
fjölbreytt útlit og byggjum
eftir hvaða teikningu sem er
ALLT EFTIR YKKAR ÓSKUM
Zii •
MicroW II
fyrirferöarlítið hörkutól,
sem leikur sér að stóm
verkefnunum.
Einkaumboð Kristján Ó. Skagfjörð hf. sími 24120.
'■/1 r—y<
o -
Með MicroVAX II er runnið upp nýtt
skeið á tölvuöld, — því nú er komin á
markaðinn lítil en svo öflug fjölnota-
tölva að þú átt greiða leið upp í kerfi
fyrir mörg hundruð notendur. Allar
VAX-tölvur hafa sama stýrikerfi. Forrit
sem gengur á einni VAX-tölvu gengur á
öllum hinum.
Aðeins þitt eigið hugmyndaflug
takmarkar möguleikana sem opnast
með MicroVAX II.
MicroVAX II býður upp á meira en
200 MB diskrými, 95 MB segul-
bandsstöð, 800 KB diskettustöð og 9
MB innra minni ásamt 21 tengilínu
fyrir skjái og prentara. Fullkomin 32
bita vinnsla með 40 MHz tíðni og
reiknigetu á við VAX-11/780 — 1 MIPS.
MicroVAX II er ótrúlega öflug þrátt
fyrir smæð sína.
Ef þú vilt tölvuvæða bókhaldið og
ritvinnsluna geturðu byrjað smátt með
MicroVAX II.
Þegar þú hefur bætt við teiknivinnsl-
unni, verkfræðiútreikningunum, birgða-
og sölukerfinu, toll- og verðútreikning-
unum og framleiðslustýringunni, er
kerfið orðið stórvirkt en jafn fyrirferð-
arlítið og í upphafi.
MicroVAX II — vex með vaxandi
starfsemi.