Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 16
leftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart
Gérard Lemarquis er madur fremur lágvaxinn en snöfurmannlegur, meö
dökkt liöaö hársem er örlítiö fariö aö grána og brún viökvœmnisleg augu,
lœtur aldur liggja á milli hluta. Enda Frakki. Lipur í hreyfingum enda hjól-
andi en ekki bílandi. Skuldlaus enda alltafbúiö í leiguhúsnœöi. ítvöfaldri
vinnu enda búiö á íslandi í tíu ár og lœrt leikreglurnar. Tvöfaldur í roöinu:
er bœöi gagnrýninn á íslenskt þjóölífsem hann tekur þátt í aflífi og sál frá
degi til dags og ofstækisfullur aödáandi þess þegar hann ræöir viö útlend-
inga. Honum finnst gaman aö roödraga fisk og elskar slorlykt; þessa borg
þótt hann telji aö Davíö sé kominn í slátrarahlutverkiö.
Gérard er aö vísu þeirrar skoöunar aö fólk segi aldrei neitt sem máli skipt-
ir í viötölum á borö viö þetta, en lét þó til leiöast aö taka þátt í leiknum í
þetta sinn, enda þekkir hann blaöamennsku afeigin raun sem fréttaritari
Agence France Press og Le Monde hérlendis. Og veit aö þaö kitlar alltaf
hégómagirnd íslendinga jafn mikiö aö fá svar viö spurningunni: How do
you like Jceland? Á hans máli: Gérard, aimez vous l’Islande?
Gérard og níu ára sonur hans, Tómas, taka á
móti mér með köldu borði á franska vísu í einu
reisulegasta húsinu í gamla Grjótaþorpinu. Það
stendur við Bröttugötu, byggt 1904, málað í ís-
lensku og frönsku fánalitunum. Við hlið þess
æpandi auð lóð þar sem áður stóð Fjalaköttur-
inn sálugi. Þar sem henni sleppir tekur Morgun-
blaðshöllin við í sínu fræga umhverfisósam-
ræmi. Hér hefur Gérard verið leigjandi Sigurðar
Valdimarssonar frá því hann fluttist til landsins
fyrir tíu árum og kann því firna vel. Þegar við
höfum gert kræsingunum góð skil bið ég Gérard
að skilgreina nánar hvað hann eigi við með því
að fólk segi aldrei neitt marktækt í svona viðtöl-
um.
ALLIR Á KROSSGÖTUM
„Ég hef sjálfur gaman af þessum viðtölum en
ég er ekkert reiðubúnari en aðrir til að segja
hluti sem máli skipta,“ svarar hann. „Hvernig
ætti svo líka að vera? Það gefur auga leið að
sjálfsritskoðunin er aldrei eins ströng og þegar
fólk er að ausa upp úr sjálfu sér fyrir alþjóð. í
svona viðtölum les maður heldur aldrei neitt
neikvætt um fyrrverandi maka, hræðilega
tengdaforeldra, afskiptasama yfirmenn, erfið
börn á villigötum. Slíka hluti langar fólk aftur á
móti til að lesa um.“
Gérard bætir við að auðvitað geri þetta ekkert
tii. í bænum gangi nóg af kjaftasögum sem hægt
sé að nota til að fylla upp í viðtalsgötin. „í raun
og veru eru þurrustu og leiðinlegustu viðtölin
miklu meira spennandi en lífsjátningar þeirra
sem standa á skrautlegum krossgötum og kenna
t.d. áfengisbölinu um alit sem hefur misheppn-
ast í lífi þeirra. Slíkar lýsingar geta vissulega ver-
ið safaríkar, en sá sem er reiðubúinn að játa allt
er í raun búinn að læsa inni það sem skiptir máli
í lífi sínu með því að útskýra alla hluti í eitt skipti
fyrir öll. Hins vegar getur viðtal við leiðinlegan
kerfiskarl vakið forvitni fyrir það sem hann seg-
ir ekki.“
Hann hefur líka sína kenningu um ástæður
þess að Helgarpósturinn skrifar svona mikið um
fjársvikamál: „Það sýnir bara að eina leiðin til
að komast að einkalífi fólks liggur í gegnum pen-
ingamálin. í erlendum blöðum er hægt að svala
forvitni fólks og meinfýsni með því að birta
myndir af forstjórum og öðrum frammámönn-
um að halda framhjá með einhverjum píum. Hér
er það einfaldlega ekki hægt sökum fámennis-
ins og því er eina leiðin að birta myndir af glæsi-
kerrum viðkomandi manna og spekúlera í með
hvers konar svindli þeir hafi getað keypt þær.
Helstu þrándar í götu blaðamanna hér eru
annars vegar atburðaleysi og hins vegar þetta
einkalífsbann. En hægt er að vinna bug á at-
burðaleysinu með því að kjósa á þing menn sem
maður getur verið viss um að verða klaufalegir
og seinheppnir eða eru líklegir til að svíkja flokk
sinn. Og síðan reyna blaðamenn að rjúfa einka-
h'fsbannið með því að upplýsa fjársvik einstakl-
inga.
En sem betur fer fyrir blaðamenn er alltaf
nægilegt framboð af fólki sem er reiðubúið að
koma í viðtöl til að tala um krossgöturnar sem
það stendur á eða lykkjurnar sem það leggur á
leið sína. Bubbi á krossgötum. Éinar Karl á
krossgötum. Það er nú annars meira umferðar-
öngþveitið sem þetta fólk hlýtur að skapa við
það að standa lon og don í alfaraleið eða taka
stanslausar beygjur," segir Gérard hlæjandi og
sveiflar höndunum á la francaise.
„Ég stend sko ekki á neinum krossgötum þótt
ég sé aftur á móti mjög staðnaður," bætir hann
við grafalvarlegur. „Frá því ég kom hingað hef
ég búið á sama stað og unnið við það sama,
kennt við MH og Háskólann og skrifað. Mér hef-
ur alltaf þótt gaman að kenna. Nemendurnir eru
ágætir, en þeir hafa bara þá leiðinda tilhneig-
ingu að yngjast með hverju árinu. Ég er svo
staðnaður að ég er ekki með bílpróf og ekki bú-
inn að fá mér tölvu. Það var afar stórt stökk fyrir
mig þegar ég hætti að nota byttublek og fékk
mér penna með fyllingu. Þá fann ég að lengra
gæti ég ekki stokkið."
VINN TVÖFALT í
SAMÚÐARSK YNI
Hann segist meira að segja vera staðnaður í ís-
lensku vinnumynstri. „Ég vinn ekki svona mik-
ið vegna þess að ég þurfi þess heldur bara í sam-
úðarskyni til að vera í takt við alla hina,“ segir
hann með sakleysissvip. „Ég væri álitinn skrýt-
inn fugi ef ég gerði það ekki. Og nískan blómstr-
ar eftir að ég skildi við konuna mína. Þess vegna
veit ég stundum ekki hvað ég á að gera við pen-
ingana og því má segja að ég sé farinn að skera
mig úr fjöldanum þrátt fyrir góða viðleitni til
hins gagnstæða. Skattarnir hjálpa þó guði sé lof
upp á sakirnar. Ég fór svo í dýrt sumarfrí til Ítalíu
í ár til að auðvelda mér að eyða og þar var líka
mikill sjens á að ég yrði rændur. Einu sinni tókst
mér reyndar að týna peningaveskinu en skilvís
maður fann það og gerði þessa tilraun mína að
engu."
— Er það ekki ofmikið á sig lagt að vinna tvö-
falt bara í samúðarskyni?
j,Nei,“ svarar Gérard alltaf jafn sakleysislegur.
„Ég vil ekki skera mig úr. Ég verð að geta sagt
eins og hinir: Ég vildi gjarnan gera hitt og þetta,
en ég get það bara ekki af því að ég vinn svona
mikið. Ég held nú reyndar að sumir vinni svona
mikið til að sjá sem minnst af maka sínum..."
Að mati Gérards er vinnumynstur íslensku
þjóðarinnar stórmerkilegt rannsóknarfyrir-
bæri. Kannski mótist það enn af vertíðar- og
heyskaparnostalgíu: ekkert geti kallast'vinna
nema æðisgengnar skorpur. Hann hefur kynnst
vertíðarhrotum af eigin raun, segist alltaf skella
sér í fisk af og til, nú síðast á Djúpavogi í sumar
leið við að roðdraga þorsk.
„Mitt lífsmynstur gengur út á að vera með
annan fótinn á íslandi og hinn í Frakklandi, eins
og jójó á milli tveggja menningarsvæða," heldur
hann áfram. „Þetta hafa gyðingar gert í 2000 ár
og því er mér engin vorkunn að búa við þessar
aðstæður allt mitt líf,“ segir hann kímileitur.
„Svo fer ég til Ítalíu að minnsta kosti á tveggja
ára fresti. Það er mitt draumaland. En ég verð að
gæta þess að dvelja þar ekki of lengi í senn og
læra málið ekki of vel, því þá hættir það að vera
draumalandið."
VEÐRIÐ OFBOÐSLEGA GOTT
— Hvers vegna Ítalía?
„Skynsemin ræður ekki ferðinni þegar maður
velur sér land,“ svarar hann. „Þegar víkingarnir
héldu hingað frá Noregi í fússi urðu þeir hér
lengur en þeir ætluðu sér af því að hér var svo
mikið gras. Ég fór fyrst til Ítalíu með foreldrum
mínum þegar ég var sex ára og varð mjög hrif-
inn. Svona er þetta bara.“
— Hvers saknarðu mest að hafa ekki hér á
landi?
„Hér þýðir víst ekkert að bíða eftir bjór og sól.
En ég þoli hvort eð er ekki hita. Þeir útíendingar
sem hingað hafa flust eiga tvennt sameiginlegt:
að finnast veðrið ofboðslega gott og að bernsku-
minningar þeirra tengjast öðrum stöðum. Sjór-
inn á sterk ítök í mér. En þegar ég stend á falleg-
ustu ströndum íslands verður mér samt hugsað
til hafsins sem ég uppgötvaði sex ára á skítugu
iðnaðarsvæði í Norður-Frakklandi. Sjórinn er
eins og annað tengdur bernskuminningunum
og hefur ekkert með óspillta náttúru að gera.
Kemur maður ekki hingað þrátt fyrir allt til að
losna undan bernskuminningunum? Mótsögnin
er sú að maður fer til annars lands af persónu-
legum ástæðum sem hefur ekkert með löndin
tvö að gera.“
— Þá er við hœfi að skella á þig spurningunni
vinsœlu: How do you like Iceland?
„Þegar þessi spurning var lögð fyrir erlendu
blaðamennina sem voru hérna um daginn í
tengslum við leiðtogafundinn var búið að binda
ókeypis Álafosstrefil um háls þeirra og gefa
þeim ókeypis lýsispillur og reyktan lax að borða.
Hvað gátu þeir annað sagt en þeim litist vel á
landið?" segir Gérard og hlær. „En ef útlending-
ur sem hefur lengi verið búsettur hér á landi gef-
ur jákvætt svar við þessari spurningu verður
hann vinsæll meðal þjóðarinnar. Því hef ég
ákveðinna hagsmuna að gæta í þessum efnum.
Niðurstaða mín er sú að útlendingar hér hafi
ekkert að segja nema það sem styrkt gæti stöðu
þeirra. Sjálfur er ég, eins og margir, algjörlega
klofinn: ég er mjög gagnrýninn í daglegu lífi og
svo aftur fanatískur í aðdáun minni á Islandi
þegar ég tala við ókunnugt fólk. Með því að vera
gagnrýninn er ég að reyna að vernda sjálfs-
ímynd mína og með því að vera fanatískur aðdá-
andi íslands erlendis er ég að reyna að sannfæra
hina um að ég hafi valið rétt með því að flytjast
hingað."
— Þú hafðir þínar persónulegu ástœður fyrir
því að koma hingað upp, en var eitthvað fleira
sem gerði ísland fýsilegt í þínum augum?
„Líti maður á þetta í heimspekilegu ljósi þá
langaði mig bara til að fara norður," svarar
Gérard tvíræður á svip svo ég veit ekki hvort ég
á að taka þetta bókstaflega. „Ég hafði lesið
kenningar Rousseaus sem heldur því meðal
annars fram að lýðræði sé einungis fram-
kvæmanlegt í litlu þjóðfélagi.“ Hann þagnar
smástund og bætir síðan við meira sannfærandi
á svip: „Svo sækist ég eftir sjónum, fiskinum,
slorlyktinni..."
MOGGINN DREGUR ÚR
VÍMUNNI
— En varla ertu yfirþig hrifinn af því lýðrœði
sem hér er iðkað?
„Þetta verður eins og í ástamálunum: við nán-
ari kynni er hætt við að maður vakni upp af
idraumnum. Þegar maður er orðinn nógu góður
í málinu til að geta lesið Morgunblaðið daglega
og hlustað Á ræður Steingríms Hermannssonar
hættir maður að vera í vímu út af landinu. Ef
draumsýnin dregst endanlega niður í svaðið
verð ég að pakka niður og fara til Ítalíu. Þess
vegna er svo nauðsynlegt að ég kynnist Ítalíu
ekki of vel því þá getur gerst það sama og þegar
ég fór að skilja Morgunblaðið."
Þegar ég spyr Gérard hvort ekki hafi verið erf-
itt að komast inn í íslenskuna bandar hann frá
sér hendinni eins og til áð gera lítið úr spurn-
ingunni, en segist þýða æ meira af íslensku yfir
á frönsku eftir því sem honum fari fram í íslensk-
unni. Nýverið þýddi hann til dæmis kafla úr síð-
ustu bókum Péturs Gunnarssonar og Thors Vil-
hjálmssonar sem þeir lásu upp á nýafstöðnum
menningardögum íslenskum í Frans. Og fljót-
lega hefst hann handa við að þýða Galdra-Loft
Jóhanns Sigurjónssonar sem verður færður upp
á íslenskri listahátíð í París að ári. Líklegt þykir
mér að upphafin ljóðræna leikritsins njóti sín
jafnvel betur á frönsku en íslensku. í framhaldi