Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 3
HELGARPUSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
inga sem gerðu mörgum lesand-
anum bylt við, heldur setning úr
greininni sem gerð var að aðal-
fyrirsögn greinarinnar og breiddi
úr sér efst yfir þvera síðu. Fyrir-
sögnin undir mynd af Guðmundi
hljóðar: Kratarós í hverjum
barmi. Margir iesendur Helgar-
póstsins minnast þess að fyrir
tæpum fjórum mánuðum meðan
Guðmundur var enn þingmaður
BJ sagði hann orðrétt í Yfirheyrslu
blaðsins: ,,A-flokkarnir! Fyrir hvað
ætli þeir svo sem standi — annað
heldur en það sama og stjórnar-
flokkarnir. Ég get líka sagt þér í
hreinskilni að mig langar alls ekki
í framboð fyrir slíka flokka. Ég vil
samstarf við fólk.“ Nú hefur þing-
maðurinn greinilega hengt krata-
rósina á hvern barm. Svo hann
geti talað áfram við fólk undir
rós.
ÞAÐ hefur tæpast farið framhjá
neinum hvað þingmennirnir okkar
hafa ofboðslega mikið að gera
þessa dagana. Þeir þurfa að vinna
á föstudögum og jafnvel laugar-
dögum, til þess að ljúka sér af
fyrir jól, og það hefur meira að
segja stundum þurft að þinga
langt fram á kvöld. Síðastliðinn
þriðjudag var þinghaldi hins vegar
hætt snemma um eftirmiðdaginn.
Ástæðan var ekki sú, að eitthvað
alvarlegt hefði komið fyrir, heldur
var öllu liðinu boðið í partí hjá
Framsóknarflokknum af því
hann átti afmæli . . .
STUNDUM verða skemmtileg-
ar tilviljanir í lífinu, eins og
dæmin sanna. Um síðustu helgi
bauð íslenska útvarpsfélagid
starfsfólki Bylgjunnar til fagnaðar
á Hótel Sögu, þar sem fram var
borin jólaglögg og síðan glæsi-
legur málsverður. Fór þetta fram í
einum af hliðarsölum Súlna-
salarins, en á sama tíma var starfs-
fólk Stödvar 2 einmitt statt í næsta
hliðarsal í nákvæmlega sama til-
gangi...
JOLAhugvekjur eru gjarnan
birtar í blöðum og tímaritum um
þetta leyti árs. Þær eru jafn mis-
jafnar og mennirnir sem semja
þær. Þroskaheftir hafa samið sínar
hugvekjur fyrir jólin — og þar er
einlægninni fyrir að fara. Það eru
starfsmenn Ass, Vinnustofu van-
gefinna í Brautarholti og Þjálfun-
arskólans í Stjörnugróf sem óska
okkur gleðilegra jóla með þessum
orðum:
„Það er leiðinlegt þegar fólk
drekkur mikið á jólunum og fólk
er kannski sett í steininn.
Það er margt hægt að gera svo
fólki líði vel ef viljinn er fyrir
hendi, en þá verður maður að
framkvæma sjálfur.
Það eru ekki allir sem halda jól,
sumum er alveg sama, — sumum
er sama um sjálfa sig.
Menn eiga að forðast misskiln-
ing, — oft er ekki hægt að leið-
rétta hann.
Gott fólk ætti að stofna sjóð,
gefa fólki peninga, þeim sem eru
hungraðir á íslandi, fólki og ungl-
ingum sem borða uppúr tunnum.
Guð ætti að gefa þeim sem eru
svangir afganginn af því sem fólk
notar ekki.
Bið Guð að segja mönnunum að
vera ekki að lemja konuna sína.
Og konunum að vera góðum við
mennina sína.
Gera öðrum greiða. Ekki med
vondu. — Ekki med fýlu."
FYRST OG FREMST
FELAG íslenskra frœda og
Mímir, félag stúdenta í íslenskum
fræðum, héldu sína árlegu jóla-
rannsóknaræfingu í Félagsstofnun
stúdenta sl. laugardagskvöld með
tilheyrandi fyrirlestri, umræðum,
borðhaldi og almennu teiti. í þetta
sinn var dagskráin óvenju fjöl-
breytt þar sem samkoman var
jafnframt hugsuð sem afmælis-
hátíð Mímis sem nýverið fyllti 40
ár. Ýmsir fræðingar sýndu á sér
óvæntar hliðar í skemmtiatrið-
unum. Til dæmis söng Höskuldur
Þráinsson málfræðiprófessor sem
fáir vissu að hefði verið helsti
rokkkóngur Þingeyinga á árum
áður, tvo frumsamda bragi; annar
var írónísk útlistun á hugsunar-
hætti háskólakennara, hinn var
saminn við lag eftir Tom Lehrer
upp úr rannsóknar- og kennslu-
skrám Háskólans!
Hvað mesta kátínu vakti þó e.t.v.
dagskrá samin og flutt af þeim
Helga Þorlákssyni sagnfræðingi,
Sverri Tómassyni miðaldafræðingi
og Ornólfi Thorssyni bókmennta-
fræðingi, en þeir létu sem þeir
hefðu stofnað Útvarp íslenskra
frœda sem hefði að meginmark-
miði að „byggja létta og skemmti-
lega brú milli fortíðar og nútíðar"!
Settu þeir sig í Bylgjustellingar og
lásu upp fréttir, heillaóskaskeyti,
auglýsingar og dagskrá sem allt
saman miðaðist við fræðin. T.d.
auglýsti hið nýútkomna tímarit
Mannsmynd opinskátt viðtal við
Silju Adalsteinsdóttur ritstjóra
Tímarits Máls og menningar undir
fyrirsögninni: Tel Bubba betri en
marga adra. Og eitt kvöldið hét
SMARTSKOT
síðasti dagskrárliður stöðvarinnar
I háttinn með Helga Þorlákssyni,
vinsælasta piparsveini landsins!
MÖRGUM lesenda Alþýðu-
blaðsins (þeir eru nokkrir ennþá)
brá illilega í brún þegar málgagn-
inu var flett í gær, miðvikudag.
Þar gaf að finna heilsíðugrein eftir
Gudmund Einarsson alþingismann
og efsta mann á lista Alþýðu-
flokksins á Austurlandi. Guð-
mundur er nú búinn að skreppa
austur og kynna sér kjördæmið og
þakkar fyrir kaffið og kökurnar í
greininni. En það eru nú ekki
þakkir fyrir viðurgjörning og jóla-
kveðjur þingmannsins til Austfirð-
JÓL ,,fslenskan á fremur erfitt uppdráttar
Það er Ijótur og leiður kækur að lesa bækur. erlendis, einkum þó í Asíulöndum."
En svo fer að hækka sólin - EGILL ÓLAFSSON STRAX-MAÐUR i SJÓNVARPS-
og senn gleymast jólin. ÞÆTTINUM GEISLA, SPURÐUR UM HVORT TEXTA- GERÐ ÞEIRRA FÉLAGA Á ENSKU VÆRI TIL MARKS , UM STEFNUBREYTINGU STRAX- OG STUÐMANNA.
Niðri
Mikil yfirvinna?
Hurðaskellir
(alias Magnús Ólafsson)
„Já, það hefur verið mikið að gera. Jafnvel meira en ég hef
komist yfir."
— Hvernig eru launakjör jólasveina?
„Þau geta verið góð. Það er þó ekkert fast verð á þessu, eng-
inn umsaminn jólasveinataxti eða svoleiðis, en ég hef svona
miðað mig við Ómar Ragnarsson."
— Hafa jólasveinar með sér stéttarfélag?
,Ja, já og nei. Við Gáttaþefur höfum verið að slást um það
hvor okkar sé formaður Jólasveinafélagsins. Ég held nú að
Hurðaskellir, þ.e.a.s. ég, hafi vinninginn."
— Hvað gerist nú, ef jólasveinn fær flensu um há-
annatímann?
„Það er einmitt það sem háir manni oft, þegar maður þarf
að vera svona mikið innan um krakka. Ég fæ yfirleitt alltaf kvef
um þetta leyti og það er alveg voðalegt. Við jólasveinarnir erum
að hlaupa úr og í hita allan daginn og þessar miklu hitabreyting-
ar eru ekki góðar. Það er líka mikil áreynsla að skemmta börn-
um, því þau eru kröfuhörð og það tekur oft mjög mikið á
mann."
— Til hvers er ætlast af ykkur?
„Það er náttúrulega ætlast til þess fyrst og fremst að viö
gleðjum börnin. Við syngjum þessi hefðbundnu lög, sem
fylgja jólunum og jólatrésskemmtunum. Jólasveinar eru líka
hressir og kátir, finnst mér, en samt svolítið einfaldir. Þeir eru
dálítil börn í sér. Þannig er Hurðaskellir að minnsta kosti."
— Verðið þið ekkert leiðir á jólalögunum?
„Jú, þú getur ímyndað þér! En einhvern veginn gleymist
þetta um leið og maður er kominn í gang. Ég finn stundum fyrir
kvíða, þegar jólin nálgast. Þá veit maður hvað bíður manns. Að
vera almennilegur jólasveinn, eins og ég legg mig fram um er
eitt það erfiðasta sem maður gerir."
— Verða krakkarnir hræddir við þig?
„Já, það er viss aldur, sem verður hræddur. Aldurinn 2—4
ára er viðkvæmastur, þó auðvitað séu ekki öll börn þannig."
— Hefurðu lent í mörgu skemmtilegu á jólaböll-
unum?
„Ég var mjög snortinn um daginn, skal ég segja þér. Þá var
ég að skemmta fyrir Kiwanis-hreyfinguna í Reykjavík þar sem
voru blind börn. Þau komu til mín, til þess að koma við mig,
þreifuðu á skegginu og öllu saman og voru æðislega hrifin.
Þegar þau áttuðu sig á því, hvað þetta væri stór og mikill jóla-
sveinn, hlógu þau óskaplega. Ég var snortinn af þessu.
Það var líka afskaplega ánægjulegt að fara með Lionsmönn-
um á Sólheima í Grímsnesi um daginn. Slíkt gerir maður auð-
vitað ekki fyrir þóknun.
Síðan er a.m.k. eitt hrekkjasvín á hverju einasta jólaballi. Ég
er orðinn vanur þeim. Þau klípa, kippa í buxurnar og skeggið
og gera yfirleitt allt sem þau geta til þess að angra jólasveininn.
Ég man sérstaklega eftir einum, sem var alveg svakalegur.
Hann kleip svo fast, að ég fann bara verulega til. Þegar enginn
sá til, læddi ég mér að honum og kleip hann einu sinni hressi-
lega á móti. Þá hætti hann alveg."
— Þú hótar hrekkjasvínunum sem sagt ekki að þau
fari í jólaköttinn?
„Nei, nei. Ég er svo voðalega góður jólasveinn. Enda borgar
það sig ekkert að ybba sig við börnin, því þá fær maður það
óþvegið á móti. Börn eru svo gagnrýnin og miskunnarlaus. Þau
láta allt í Ijós, sem þau eru óánægð með.
Það ógleymanlegasta á mínum ferli er hins vegar, þegar ég
var handtekinn á Alþingi. Við Stúfur ætluðum að gleðja þing-
mennina með því að gefa þeim epli þegar þeir kæmu út, en
þinghaldið dróst eitthvað og ég bankaði upp á til þess að kom-
ast inn í anddyrið. Þá kallaði þingvörðurinn á lögregluna og eftir
augnablik voru mættir tveir lögreglubílar og einir 8—12 lög-
regluþjónar. Stúfur hljóp í burtu, en ég var handtekinn. Það var
rosalegt."
Nú er mikill annatími hjá jólasveinum. Þeir þurfa að koma fram á ýms-
um skemmtunum, ganga frá jólagjöfum og kanna hegðun barnanna,
fyrir utan að fylla alla skóna, sem settir eru út í glugga á kvöldin. Bless-
aðir karlarnir hljóta að vera útkeyrðir vegna yfirvinnu, eins og aðrir þjóö-
félagsþegnar. Hurðaskellir er auðvitað með sleðasíma, svo okkur tókst
að ná sambandi við hann til þess að kanna ástandið
HELGARPÖSTURINN 3