Helgarpósturinn - 18.12.1986, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Qupperneq 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Friörik Þór Guðmundsson, Gunnar Smári Égilsson, Helgi Már Arthursson, Jóhanna Sveins- dóttir, Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ölafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Oreifing: Garðar Jensson (heimasimi: 74471). Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsla: Berglind Nanna Burknadóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sfmi 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Ráðherrann og lýðræðið Nokkur undanfarin ár hafa það nær ein- göngu verið blaða- og fréttamenn, sem hafa lagt áherslu á mikilvægi upplýsingastreymis í samfélaginu í anda heimspekinga eins og Lockes, Mills, Rousseaus o.fl., o.fl. Forsenda lýðfrelsis og lýðræðis er ekki einvörðungu fólgin í kosningaréttinum, heldur gerir sá rétt- ur þá kröfu á þegna samfélagsins, að þeir séu upplýstir um málefni samfélagsins. Frjáls aðgangur að upplýsingum er grund- vallarmál, þegar lýðræði er annars vegar. Þetta hafa valdhafar og stjórnmálamenn al- mennt skilið í grannlöndum íslands. Lengst á veg eru Bandaríkjamenn komnir. Af lýðræðisríkjum Vesturlanda er ísland að líkindum aftast á merinni. Fyrir tæpum 20 ár- um voru ritstjórar blaðanna spurðir um af- stöðu ráðherra og annarra embættismanna til frjálsrar upplýsingamiðlunar og hvernig við- horf „kerfisins" kæmu fram í störfum þeirra. Þessir fréttamenn voru allir sammála um, á einn eða annan hátt, að í stjórnardeildum ís- lenska ríkisins ríkti það grundvallarsjónarmið hjá embættismönnum, að málefni almenn- ings, sem þeir væru að fjalla um, kæmu þess- um sama almenningi ekkert við nema þá, ef þeim sýndist svo. í íslenska „kerfinu" hefur margt breyst á þessum tíma. En samt er þetta sjónarmið enn ríkjandi með því tilbrigði þó, að nú virðast embættismennirnir óöruggari, jafnvel tauga- veiklaðri, að því leyti að þeir lifa í fullkominni óvissu um hvað megi segja fréttamönnum eða láta þeim í té af skriflegum gögnum. Þessi óvissaeöa taugaveiklun stafar annars vegar af skorti á reglum og hins vegar af ótta við þann ráðherra, sem situr yfir ráðuneyti hverju sinni. Sumir ráðherrar skilja fyllilega skyldu sína um upplýsingagjöf, aðrir lifa í svartnætti. Svartnættið stafar stundum af vanþekkingu, eða vanhæfni. Svartnættið getur líka stafað af öðru, sem getur verið mun verra og öllu hættulegra, þegar á herðir. Raun- ar heitir síðari kosturinn ekki alltaf svartnætti, heldur upplýsingaþjófnaður. Það vill segja, að upplýsingum sé haldið leyndum fyrir almenn- ingi og jafnvel t.d. samráðherrum vegna þess, að þær geta komið viðkomandi ráðherra í koll. Þetta kann að hljóma sem alvarlegar ásak- anir, og þær eru það. Hitt er öllu verra, að hér er ekki verið að ræða fræðilega möguleika á upplýsingaleynd. Hér eru raunveruleg dæmi höfð í huga. Og það er raunar ástæða þess, að þetta grundvallaratriði lýðræðisþjóðfélagsins er rætt hér í forystugrein. Á blaðsíðu 7 í blaðinu í dag er viðtal við Stefán Ingólfsson verkfræðing, aðalsérfræð- ing Fasteignamats ríkisins í húsnæðismálum. Þetta viðtal er sorgleg lesning en jafnframt ákaflega lærdómsríkt fyrir alla þegna þessa þjóðfélags. i þessu viðtali lýsir Stefán því hvernig Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra hefur stungið úrbótatillögum um húsnæðismál ofan í skúffu, hvernig hann hef- ur leynt þjóð og þing staðreyndum og áliti þar til bærra manna um húsnæðismálin af þeirri ástæðu einni, að hann hefði sjálfur komið illa út sem ráðherra. Stefán Ingólfsson lýsir sér sem embættis- manni af nýrri kynslóð. Hann telur það skyldu embættismanna að veita fjölmiðlum og þá um leið almenningi upplýsingar. Stefán skilur hlutverk sitt. Það gerir Alexander Stefánsson ekki og raunar hefur ráðherrann gert sig sekan um slíka lágkúru, að undrum sætir. I varnarræðu á Alþingi um húsnæðismálaklandrið, sem hann hefur stýrt frá 1983, leyfði Alexander sér í skjóli þinghelgi að ráðast á embættismann- inn Stefán og skella skuld á hann vegna hús- næðismálanna. í þokkabót hefur ráðherrann knúið það í gegn að gengið var framhjá Stefáni sem næsta yfirmanni Fasteignamats ríkisins enda þótt Stefán hefði langmesta reynslu allra umsækjenda og væri umyrða- laust hæfastur. Ástæðan er kannski sú, að ráðherrann hafi fundið til minnimáttarkenndar og raunar kemur það ekki á óvart, ef það er rétt hjá Stefáni í viðtalinu í HP í dag, að í fréttamanna- stétt séu á milli 20—30 blaða- og fréttamenn, sem viti meira um húsnæðismálin en t.d. sjálfur ráðherrann. BRÉF TILIRITSTJÓRNAR Skýringar Stýri- mannafélags íslands við grein Sigurbjörns Guð- mundssonar stýri- manns í Helgarpóstinum 4. des. s.l. var viðtal eða grein eftir fyrrverandi varaformann Stýrimannafélags Is- lands, Sigurbjörn Guðmundsson. f greininni ber hann stjórn félags- ins og framkvæmdastjóra þungum sökum. Ekki verður hjá því komist að gefa nokkrar skýringar á þeim atriðum í greininni sem snúa sérstaklega að stjórn og framkvæmdastjóra félagsins. Sigurbjörn heldur því fram að stórn félagsins hafi í engu viljað að- stoða sig í að fá leiðréttingu sinna mála á „fölsun" á farþegabókhaldi m.s. Akraborgar, þar sem hann hef- ur verið stýrimaður síðan 1978, og félagið hafi meinað honum að fá að- stoð lögmanns þess. „Fölsunarmál" þetta eins og Sig- urbjörn nefnir það kom að tilhlutan Sigurbjörns til umræðu á stjórnar- fundi félagsins 23. nóv. 1982. Það er rétt að stjórnin taldi sig ekki bæra að taka þetta mál uppá sína arma. Enda virðist augljóst að rétta leiðin sé að kæra mál af þessu tagi til réttra yfirvalda. Sú staðhæfing að stjórnin hafi meinað Sigurbirni að fá aðstoð hjá lögmanni félagsins er alfarið röng, sem best sést á því að Sigurbjörn segir sjálfur í grein sinni að Skúli Pálsson, hrl., lögmaður félagsins hafi ráðlagt sér að kæra til RLR og var ekki annað vitað á þeim tíma og fram á þetta ár, en Sigurbjörn væri fullkomlega sáttur við þessa málsmeðferð. Einhverra hluta vegna hefur dreg- ist hjá Sigurbirni að kæra, því sam- kvæmt upplýsingum RLR barst henni kæra frá Sigurbirni ekki fyrr en í byrjun árs 1985. Það er svo rétt að upplýsa það hér og nú, því vitandi eða óafvitandi getur Sigurbjörn þess ekki í grein sinni, að málið var sent frá RLR til Ríkissaksóknara 30. apríl 1985 og 8. janúar 1986 afgreiddi Ríkissaksókn- ari málið á þann veg að hann sæi ekki ástæðu til frekari aðgerða. Það er því alls ekki rétt að málið liggi enn hjá RLR eins og haft er eftir Sig- urbirni. Þetta atriði hefði blaðamað- ur getað gengið úr skugga um. Hinn 1. apríl s.l. var svo haldinn fundur í stjórn félagsins að beiðni Sigurbjörns. Enn tók hann upp „fölsunarmálið" svonefnda og ósk- aði eftir að félagið „gengi í það“ eins og hann orðaði það. Hann lét hinsvegar undir höfud leggjast ad segja frá því að hann hefði fyrir ári síðan kœrt málið til RLR né heldur, sem öllu máli skipti, að saksóknari hefði þegar afgreitt málið á þann hátt sem að framan greinir. Stjórnin komst að sömu niður- stöðu og fyrr. Ennfremur óskaði Sigurbjörn eftir því á fundinum að félagið aðstoðaði sig við að ná rétti sínum hjá útgerð- inni og taldi að hann hefði verið lát- inn gjalda þess að hann hefði tekið þátt í félagsmálum stéttar sinnar. Hann gat hinsvegar engin dæmi nefnt um þetta en dró þó fram atvik sem varð til misklíðar milli hans og annarra stýrimanna á skipinu fyrir nær fjórum árum, en útgerðin átti engan þátt í. Atvik þetta var kannað af framkvæmdastjóra félagsins á sínum tíma og sá hann ekki ástæðu til að hafast frekar að. Málsatvik voru þau að Sigurbjörn stundaði nám í útgerðardeild Tækniskóla Islands haustið og vet- urinn 1982. Um miðjan desember hugðust stýrimenn skipsins skipu- leggja vaktir og vinnu sína um jól og áramót. Komu þeir að máli við Sig- urbjörn og spurðu hvort hann hygðist koma til starfa í jólafríi. Hann svaraði engu og vissu þeir ekki hvort hann kæmi til starfa á umræddu tímabili. Gerðu þó ráð fyrir honum nokkurn tíma. Sigurbjörn birtist þó einn góðan veðurdag og sagðist mættur til vinnu. Honum var þá sagt af samstarfs- mönnum að hans tími væri ekki nú og yrði hann að ganga inní það kerfi sem sett hefði verið, hann hefði get- að haft á það áhrif en ekki viljað og yrði nú að una því eins og það væri. Þessu reiddist Sigurbjörn og taldi sig vera ofsóttan af útgerðinni, sem var hrein fjarstæða, þar sem skipu- lag þessara mála var og er alfarið í höndum stýrimannanna sjálfra. Það er rétt að stjórn félagsins taldi sér ekki fært að hafa afskipti af þessu margra ára gamla deilumáli. Á þessum nótum eru þau mál sem félagið hefur ekki viljað sinna fyrir Sigurbjörn og hann gerir nú að ástæðu til að segja af sér stjórnar- störfum og ásökunarefni á stjórn félagsins. Sigurbjörn segist „halda að Stýri- mannafélag íslands eigi að vera félagsmönnum sínum til styrktar, ef réttur þeirra er brotinn, og þá ekki síður ef félagar vinna glæp gegn fé- lögum sínum". Þetta er hárrétt athugað hjá Sigur- birni og þetta gerir félagið, enda eitt æðsta boðorðið í lögum þess. Málin eru könnuð og metin á fé- lagslegum grundvelli og afstaða tekin í samrœmi við það. Brot á refsilögum heyrir hinsveg- ar undir yfirvöld, en ekki undir stjórn Stýrimannafélags íslands. Stjórn félagsins óskar Sigurbirni alis hins besta og þakkar honum störf í þágu stéttarinnar en harmar jafnframt að hann skuli hafa séð sig knúinn til þeirra aðgerða sem raun ber vitni og á þann hátt sem hann hefur nú valdið. F.h. stjórnar Stýrimannafélags íslands Guðlaugur Gíslason framkvœmdastjóri Athugasemd „Vinnubrögð af hinu illa". I tilefni af hugleiðingu Jóhönnu Sveinsdótt- ur ísíðasta Helgarpósti um hlutverk djöfulsins í vitund Islendinga. Þar sem djöfullinn var mér eitt sinn hugleikið rannsóknarefni hóf ég lestur ofangreindrar hugleiðing- ar af mikilli áfergju, til að forvitnast um hvað blaðakonan og heimildar- menn hennar hefðu til málsins að leggja. En sú áfergja snerist fljótt upp í furðu og gremju, þegar mér varð ljóst að ég var að lesa mín eigin orð!! — eigin hugleiðingar, sem ég hafði skrifað í Mími, blað stúdenta í íslenskum fræðum við Háskóla ís- lands. Og bak við þau skrif bjó lestur á kirkjulegum bókmenntum mið- alda og töluverð rannsóknarvinna. Þegar ég hafði náð mér eftir fyrstu undrunina hélt ég áfram að lesa og sá þá mér til nokkurrar hug- arhægðar að blaðakonan fór að vitna með eðlilegum hætti í þessi skrif mín (með gæsalöppum og öllu tilheyrandi). Það róaði mig þó ekki meir en svo að ég fann mig knúna til að segja frá þessari sérkennilegu reynslu minni og lýsa yfir óánægju með slík vinnubrögð, sem að vísu eru fyllilega að skapi „djöfsa". Hefði blaðakonan aðeins slegið á þráðinn til mín og beðið leyfis (eins og hún hefur væntanlega gert við aðra heimildarmenn sína), eða kynnt skrif mín og sett gæsalappir á undan klausunni sem hefst svona: „Sköpunarsaga Gamla testamentis- ins...“ (og opnað þær og lokað eftir því sem við átti, en ekki skeytt sam- an í eina samfellu klausum og setn- ingum úr grein minni), hefði mér ekki orðið eins bilt við að sjá eigin orð á allt öðru prenti en þeim var upphaflega ætlað. Með von um batnandi vinnubrögð. Halla Kjartansdóttir. LAUSN Á SPILAÞRÁUT S ÁK H D2 T D10 L DG109874 s 42 S 953 H 9643 H ÁKG87 T G742 T K953 L 652 L Á S DG10876 H 105 T Á86 L K3 Það skemmtilega við lausnina er að við borðið myndu snillingur- inn og viðvaningurinn líklega standa jafnt að vígi við að finna hana: Tekið á laufás og tígulkóngi síðan spilað. Viðvaningurinn í þeirri bornu von að félagi ætti þar ásinn. Snillingurinn yrði hins veg- ar harla ánægður ef félagi ætti gosann. Þú sérð að spilið er nú tap- að. Sagnhafi læsist inni borði, eftir. að hafa tekið ás og kóng í trompi. LESENDAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS Munid ad senda inn spurningalistana. Látiö aðeins annan happdrœttismiöann fylgja. Geymið hinn. Dregiö í happdrœttinu þ. 23. desember. Vinningar birtir í áramótablaöi HP. LESENDAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS AKTA heildverslLin, Sundaborg 1, sími 685005 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.