Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 12
Donner^tag, 14. Juni 11)84
f. ^ Nr nP
KMli/SUJLH^lX
„Luxembourg Jewellery Manufacturers ; offiziell eröffneL
Modernste euroj
dýrðir við
flaut og
dýrum
síðar var
k BiiwT»cír.ter v«m Vcrc.gen. Jra.n
verksmiðjan gjaldþrota og Fett-
ilÍlí mann-málið orðið að miklu
ÍlÍi hneykslismáli í Luxemborg.
ERLENDUR FJARGLAFRAMAÐUR
HYGGST SETJAST HÉR AÐ
MAÐURINN SEM VlKINGASVEIT LÖGREGLUNNAR HANDTÓK FYRIR TÆPU ÁRI AÐ
BEIÐNI INTERPOL BÝR NÚ VIÐ LAUFÁSVEGINN. TALIÐ ER AÐ GJALDÞROT HANS OG
FJÁRSVIK NEMI ALLT AÐ 1,5 MILLJÖRÐUM KRÓNA. LÍKLEGT AÐ HANN HAFI SKOTIÐ
PENINGUM UNDAN GJALDÞROTINU. LEITAR NÚ AÐ FASTEIGN Á REYKJAVÍKURSVÆÐ-
INU. HEFUR HAFT FÉ ÚT ÚR FJÖLDA ÍSLENDINGA í LUXEMBORG.
Jean Pierre Fettmann, adalper-
sónan í mesta fjársvikamáli í Lux-
emborg síðastlidinn áratug, var
handtekinn hér á landi í janúar á
þessu ári med fulltingi víkinga-
sveitar lögreglunnar. Grunur lék á
ad hann voeri vopnadur og hættu-
legur. Hann var framseldur og sat
í gœsluvardhaldi í Schrassig-fang-
elsinu í 10 mánuöi, þar til hann
var látinn laus gegn 3 milljón
franka tryggingu þann 15. nóv-
ember sídastliöinn. Hann býr nú
ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni
vid Laufásveginn í Reykjavík. HP
hefur fregnaö af Fettmann á fast-
eignasölum, þar sem hann hefur
gert tilboö í dýr einbýlishús. Hann
hyggst setjast hér ad. Eiginkonan
fyrrverandi opnaöi þann 18. nóv-
ember verslun í Reykjavík og
höndlar þar með ítalskan skófatn-
aö.
GRÍÐARLEGT
GJALDÞROT
Mál Jean Pierre Fettmann hefur
verið mikið til umræðu í Luxem-
borg á þessu ári. Því tengist gjald-
þrot fullkomnustu skartgripaverk-
smiðju í Evrópu, skartgripaversl-
unar við Grand' Rue í miðborg
Luxemborgar; ferðaskrifstofunnar
Queen Travel í Pétange og fjárfest-
ingafyrirtækis. Ríkisrekinn banki
og Societé Nationale de Credit a
l'Investissement, einhverskonar
framkvæmdastofnun þeirra í Lux-
emborg, hafa komist í vond mál.
Þá hefur gríðarlegur fjöldi fólks
tapað stórum upphæðum sem það
lagði í fjárfestingafyrirtæki Fett-
manns, þar á meðal þó nokkrir úr
íslendinganýlendunni í Luxem-
borg. Ríkisstjórnin hefur komist í
vond mál vegna fyrirgreiðslu sem
Fettmann fékk hjá hinu opinbera
og einstaka þingmenn hafa dregist
inn í hneykslismál samfara rann-
sókn málsins. Langt gæsluvarð-
hald Fettmanns sýnir alvarleika
þessa máls. Það mun aldrei verða
rannsakað að fullu en unnið er að
því að taka til alvarleg ákæruatriði
úr allri súpunni.
Frami Jean Pierre Fettmanns
hefur verið skjótur í viðskiptalífi
Luxemborgar. Hann opnaði skart-
gripaverslun JPF Diamonds við
Grand’ Rue, aðalverslunargötuna í
Luxemborg, fyrir fjórum árum, þá
26 ára gamall. Síðan snerust hjólin
hratt. Matsölustaðurinn Scandia
Um Bock. Ferðaskrifstofa. Fjár-
festingafyrirtæki. í júní 1984 var
síðan fullkomnasta skartgripa-
verksmiðja Evrópu, Luxembourg
Jewellery Manufacturers Sárl,
opnuð í Pétange, iðnaðarútborg
við Luxemborg. Miklar vonir voru
bundnar við þessa verksmiðju og
fengu Fettmann og Lo Ka Chung,
skartgripasali frá Hong Kong og
viðskiptafélagi Fettmanns, stór lán
frá ríkinu og ríkisreknum bönkum
til þess að koma henni á laggirnar.
Tveimur árum síðar var verk-
smiðjan orðin gjaldþrota og önnur
fyrirtæki Fettmanns fylgdu í kjöl-
farið, að matsölustaðnum Scandia
Um Bock undanskildum. Starfs-
menn hans tóku yfir reksturinn.
FJARSVIK OG
OKURLÁNASTARFSEMI
Þegar þessi gjaldþrotamál fóru í
rannsókn kom mikil ólögleg fjár-
málastarfsemi í Ijós að baki hinum
opinberu fyrirtækjum. Fettmann
hafði starfrækt gríðarlega um-
fangsmikla okurlánastarfsemi í
skjóli fjárfestingafyrirtækisins og
notað í hana fé þess fólks sem fékk
honum fjármuni sína til ávöxtun-
ar. Ekkert bókhald fannst um þessi
okurlán, en fljótlega varð ljóst að
Fettmann hafði verið umsvifamik-
ill í lánastarfseminni og heimtað
háa vexti. 9% mánaðarvextir og
120% ársvextir voru algengustu
kjörin. Eins og gefur að skilja voru
þeir sem voru í lánaviðskiptum
við Fettmann ekki af vandaðra
taginu. Engin lögleg viðskipti geta
staðið undir svo háum vöxtum.
í desember á síðasta ári gaf lög-
reglan í Luxemborg út handtöku-
skipun á hendur Fettmann, en þá
var hann flúinn Luxemborg. Talið
var að hann hefði farið til Hong
Kong, S-Arneríku, eöaísrael. Inter-
pol var kallað til aðstoðar. Hann
var síðan handtekinn í Reykjavík
þann 7. janúar með miklum við-
búnaði. í skeytum Interpol kom
fram að grunur léki á að Fettmann
væri vopnaður og því hættulegur.
Því var víkingasveit lögreglunnar
kölluð út. Ekki kom til vopnavið-
skipta því Fettmann veitti engan
mótþróa við handtökuna. Hann
var úrskurðaður í gæsluvarðhald
hér, en ekki kom til þess að saka-
dómur kvæði upp framsalsúr-
skurð þar sem Fettmann sam-
þykkti að gefa sig fram á flugvell-
inum í Luxemborg. Hann flaug ut-
an þann 11. janúar.
SVARTIR PENINGAR OG
PÓLITÍSK ÁHRIF
Ekki eru öll kurl komin til grafar
í Fettmann-málinu og enn allt
óljóst um umfang þess. Gjaldþrot
fyrirtækja hans var stórt. Talið er
að það geti numið allt að 500 millj-
ónum franka (luxemborgarfrank-
inn hefur svo til sama verðgildi og
íslenska krónan). Auk þessa er tal-
ið að Fettmann skuldi viðskipta-
mönnum fjárfestingafyrirtækisins
allt að einum milljarði franka. Þeir
skiptu hundruðum, ef ekki þús-
undum, og í kjölfar gjaldþrots Fett-
manns hafa margir viðskipta-
manna hans fylgt á eftir. Þar sem
bókhald yfir lánastarfsemi Fett-
manns er glatað, eða hefur aldrei
verið til, hefur rannsóknaraðilum
gengið erfiðlega að kortleggja
heildarumfang hennar. Lögreglan
hefur óskað eftir því að fyrrver-
andi viðskiptamenn Fettmanns
gefi sig fram en mikill fjöldi þeirra
hefur verið tregur til. Fettmann
mun hafa tekið mikið af svörtum
peningum til ávöxtunar, peninga
sem hafa orðið til við ólöglega
starfsemi og fé sem fólk hefur vilj-
að hylja fyrir skattayfirvöldum.
Sökum þessa, og alls umfangs
málsins, mun það aldrei verða að
fullu rannsakað. En af nógu er að
taka og saksóknari í Luxemborg
vinnur nú að opinberri ákæru á
hendur Fettmann.
Ávöxtun Fettmanns á svörtum
peningum hefur sett margan í
bobba. Einn þingmannasósíalista,
Lydie Err, varð uppvís að því í vor
að hafa lagt inn 2 milljónir franka
til ávöxtunar hjá Fettmann, fé sem
ekki fannst á skattaskýrslum
hennar. Fettmann upplýsti um
þetta við yfirheyrslur er hann var
spurður um afdrif 5,6 karata
rúbín-steins sem hann hafði tekið
í umboðssölu. Fettmann sagði að
hann hefði látið Err fá steininn er
hún krafði hann um tryggingu fyr-
ir 2 milljónunum sem hún hafði
lagt inn hjá Fettmann. Rúbín-
steinninn er metinn á 1 milljón
franka, en Err á að hafa sætt sig
við þá tryggingu þar sem veldi
Fettmanns var á þeim tíma að
hrynja. Err neitaði að hafa stein-
inn undir höndum og hann hefur
enn ekki komið í leitirnar. Tvær
milljónirnar skýrði Err á þann hátt
að þær væru lán frá föður hennar
sem hún hefði viljað ávaxta með
hagnaði. Err slapp með skrekkinn
og situr enn á þingi. En lánið frá
föðurnum er glatað.
RÍKIDÆ.MI OG PEN-
INGAR I PLASTPOKA
Fyrir skömmu var hér á landi
annað af fórnarlömbum Fett-
manns. Það var maður frá Luxem-
borg sem giftur er íslenskri konu.
Hann hafði lagt allt sitt fé til ávöxt-
unar hjá Fettmann til þess að safna
sér fyrir námi í hljóðfæraleik í
Bandaríkjunum. Samkvæmt lög-
um Luxemborgar er Fettmann
persónulega ábyrgur fyrir öllum
skuldbindingum fjárfestingafé-
lagsins, og gildir einu þó það hafi
verið lýst gjaldþrota. Þessi maður
hugðist reyna að fá eitthvað af fjár-
munum sínum til baka frá Fett-
mann, en fékk ekki. Þær sögur
ganga í Luxemborg að Fettmann
hafi stungið umtalsverðum fjár-
munum undan áður en kom til
gjaldþrots fyrirtækja hans. Þeir
sem illa hafa orðið úti í viðskiptum
við hann ásælast eitthvað af þessu
fé, og er það sjálfsagt hluti af skýr-
ingunni fyrir því að hann er nú hér
á landi.
Fettmann lifði hátt á velgengni-
tíma sínum. Hann og fyrrverandi
eiginkona hans, voru áberandi í ís-
lendinganýlendunni í Luxemborg,
bjuggu í höll og áttu Rolls Royce.
íslendingar sem þekktu til þeirra
á þeim tíma sögðu í samtali við
HP að veldið á Fettmann hefði
verið meira en á moldríku fólki.
Þau hjónin hefðu lifað eins og í
ævintýri. Eins og í lygasögu frá
Hollywood. Einn Islendinganna
sagðist hafa verið að aka með
þeim á Rollsinum um nótt er Fett-
mann stöðvaði bílinn á afviknum
stað, snaraði sér út og átti tal af
manni sem skaut upp í nóttinni.
Þegar Fettmann kom til baka
henti hann plastpoka, úttroðnum
af peningum til konu sinnar og
bað hana að telja þá. Fettmann óð
í peningum á stuttum ferli sínum.
LEITAR AÐ EINBYLIS-
HÚSI í REYKJAVÍK
Jean Pierre Fettmann var leyst-
ur úr haldi þann 15. nóvember
gegn 3 milljón franka tryggingu.
HP tókst ekki að fá upplýst hver
hefði reitt fram þetta fé, en samtök
gyðinga í Luxemborg munu hafa
haft milligöngu þar um. Stuttu síð-
ar kom hann hingað til lands og
býr nú hjá fyrrverandi eiginkonu
sinni og barni þeirra. Síðan hann
kom hingað til lands hefur hann
leitað fyrir sér á fasteignamark-
aðnum og meðal annars gert til-
boð í veglegt einbýlishús á Arnar-
nesinu. Fettmann hefur þó ekki
notað sitt eigið nafn, heldur leppa.
Útlendingaeftirlitiö veit af dvöl
Fettmanns hér á landi og fylgist
með honum. Eins og áður sagði
leikur grunur á að honum hafi tek-
ist að skjóta umtalsverðum fjár-
munum undan gjaldþroti fyrir-
tækja sinna. Því er ekki ólíklegt að
hann hyggist koma undir sig fót-
unum á ný. Það eru slæmar fréttir,
svo framarlega sem hann hefur
ekki söðlað rækilega um í við-
skiptaháttum sínum.
-eftir Gunnar Smára Egilsson-
12 HELGARPÓSTURINN