Helgarpósturinn - 18.12.1986, Page 14

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Page 14
V estfirskir kratar eiga bágt þessa dagana. Talið er öruggt að meirihluti flokksbundinna krata vestra fylgi Sighvati Björgvins- syni að málum en allt kemur fyrir ekki. I prófkjörinu á dögunum vann Karvel Pálmason sannfærandi sig- ur og þótti mörgum einkennilegt að hann notaði tækifærið í sjónvarpi til að gefa skýrlega í skyn, að hann vildi alls ekki Sighvat Björgvins- son í annað sæti. Þótti mönnum sem sigurvegarinn væri heldur smár í sér, — en auk þess var kosið um tvö efstu sætin í prófkjörinu og voru kjörseðlar ógildir ef bæði nöfn- in voru ekki á seðlinum. Sighvatur var því réttkjörinn í annað sætið — og ekki á færi Karvels að meina honum sætið. Á hinn bóginn telja margir líklegt að Karvel hafi kandídat á reiðum höndum í annað sæti. Sá sé enginn annar en Bryn- dís Schram varaborgarfulltrúi í Reykjavík — og kom hún reyndar við sögu í prófkjörsslagnum vestra fyrir Karvel. Enn aðrir telja að Karv- el hafi átt við Ragnheiði Björk Guðmundsdóttur sem líka hefur komið nálægt borgarmálum í Reykjavík en hún er ættuð frá Súg- andafirði. Víst er að sigurvegarinn vill ekki að hinn sigraði verði vara- þingmaður Karvels Pálmasonar. . . M ■ W ■ikillar tortryggni og reiði gætir víða í vestfirskum plássum gegn Bolvíkingum af pólitískum ástæðum. Segja menn þar, að Bol- víkingar hafi meira og minna skipu- lagt prófkjör hjá öllum flokkum þannig að menn þaðan færu betur útúr innanflokkskosningum en efni standa til. Bolvíkingar kjósi nefni- lega flestir hjá öllum flokkum. Þetta ásamt með langvinnum átökum innan Alþýðuflokksins í kjördæm- inu mun hafa fremur en hitt ýtt und- ir hugmyndir vestfirskra um sér- framboð Sighvats Björgvinsson- ar. ísfirðingar og Patreksfirðingar hafa haft forgöngu um umræðu um hugsanlegt sérframboð. Fréttir hafa borist af skoðanakönnun i beitinga- skúrunum á ísafirði, þarsem 16 manns voru saman komnir. Af þess- um 16 kváðust 11 vilja styðja slíkt sérframboð... G árungarnir segja að ritstjór- arnir á Þjóðviljanum hafi þannig laun í anda hreyfingarinnar að ekki nægi þeim til framfærslu. Þannig þurfi Árni Bergmann að drýgja tekur sínar með bókaskrifum. Þrá- inn Bertelsson með því að auglýsa Kopal-jólamálninguna og nú mun Össur Skarphéðinsson vera kom- inn á kaf í fiskeldið og farinn í frí af blaðinu . . . S- 4 - j. „ Bubba Morthens hefur verið fá- dæma góð og þegar þetta er skrifað, er sjö þúsundasta eintakið líkast til að skorða sig á fóninum. Bubbi hef- ur fylgt þessu verki sínu vel eftir og að sumra mati aldrei verið eins áberandi og séður í efniskynningu. Skal svo sem engan undra þar sem hann réð sér sænskan auglýsinga- mann, sem gerði sérstakt prógram fyrir kappann til að prómótera plöt- una eins og það heitir á auglýsinga- máli. Árangurinn skilar sér. . . m r I " ( IH K II II LV/ V/ Cilv | V-/ L ■■ *8CjJr I Kjöt á frábœru veröi Pantið í síma 31071 eða á staðnum Hangikjöt frá Sambandinu Hangilœri kr. 398,- Hangiframpartur kr. 288,- Okeypis úrbeiningarþjónusta. Nautakjöt 1. flokkur ún. Nautalundir kr. 961,- Nautabuff kr. 888,- Nautafile kr. 888,- Nautainnlœri kr. 862,- Svínakjöt Svínalœri kr. 269,- Svínabógur kr. 269,- (1 Uppselt j) Svínahamborgarhryggur y kr. 498,- Fuglakjöt Kjúklingar kr. 288,- Kalkúnar kr. 480,- ,. • Aligœsir kr. 522,- Rjúpur kr. 200,- stk. 1. flokks nýtt úrvals lambakjöt í skemmtilegum jólabúningi og gott verd! Sælkerahornið — Tilbúið í ofninn. Innbakað, úrbeinað og jurtakryddað lambalæri með Duxall-fyllingu í smjördeigi. Svínalundir, royal blue (svínalundir fylltar skinku og gráðosti í smjördeigi). Stigahlíð 45—47. S. 35645—31077. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.