Helgarpósturinn - 18.12.1986, Qupperneq 21
Hallgrímur
Thorsteinsson
útvarpsmaður í
HP-viðtali
Hann hafði til að bera þessa einlægu jákvæðni
gagnvart lífinu. Jafnvægi. Sanngirni. Æðruleysi.
Elskulegheit. Tilbeiðslu á öllum hlutum, sem
honum fannst allir vera jafn merkilegir.
Já, ætli ég sé ekki eins konar aristókrati,
svona góður gæi. Samt er ég lóner að mörgu
leyti. Svo get ég verið kurteislega ýtinn og frek-
ur í samstarfi. Eg er fæddur í meyjarmerkinu og
get verið óþolandi nákvæmur í sumum hlutum
en eins get ég verið afskaplega draumlyndur. Ég
var ágætur í fótbolta sem strákur en átti svo til
að setjast á kantinn og fara að skoða blóm. Eða
fjallahringinn."
— Utan við þig, semsé?
„Já. Mamma, Elísabet Maack, sem er komin af
sjómönnum, dæsti alltaf: Þú ert nú meiri
prófessorinn. Ég er svona akademískt ut-
an við mig. Get hæglega misst af stoppistöð í
strætó ef ég er mjög niðursokkinn. Og stundum
gleymi ég mér í skemmtilegum samræðum.
Besti vinurinn sem ég eignaðist í Ameríku var
alinn upp á miklu menningarheimili í Los Angel-
es. Hann var í guðfræði og hafði mjög gaman af
því að velta fyrir sér stóru spurningunum á dálítið
svipaðan hátt og Islendingar eru vanir að gera.
En honum þótti Bandaríkjamenn slappir til
slíkra hluta og því sagði hann oft við mig: Well
Halli, let’s have a big talk!“
KOLLEGARNIR KITLA —
HLUSTENDURNIR HLÝJA
Við Hallgrímur hendum gaman að þvi að enn
hafi ég ekkert spurt hann út i hjónabandið og.
„áhugamálin" samkvæmt prótókolli viðtalsins,
enda sé það til lítils: fólk segi yfirleitt frá hjóna-
bandi sínu í upplognum klisjum og líkast til eigi
fáir sér þessi svokölluðu áhugamál, það sé orðið
hálf pervers að safna frímerkjum og spila golf,
og enginn segist hafa gaman af kráarsetum og
konum. Svo segir Hallgrímur á sinn yfirvegaða
og kæruleysislega hátt með tilheyrandi hummi
inni á milli: „í stórum dráttum hef ég bara áhuga
á að koma einhverju í verk, láta mér líða vel, láta
gott af mér leiða, klikka ekki í uppeldinu, týna
ekki tungunni, verða hamingjusamt gamal-
menni.
En mest fæ ég út úr því að ná til þess fólks sem
ég vil ræða við á öldum ljósvakans. Fólk hringir
stöðugt í mig í beinni útsendingu. Einn hringdi
um daginn og sagðist ekkert skilja í sér, hann
væri ekki vanur að gera svoleiðis nokkuð. Hann
hefði bara mátt til að láta mig vita að honum
fyndist lagavalið mitt æðislegt.
Vænst þykir mér þó um viðbrögð kolleganna.
Bau fullnægja starfslegum metnaði. Stundum er
sagt að blaðamenn skrifi fyrir blaðamenn og
fréttamenn hafi kollegana stöðugt i huga í sinni
matreiðslu. Ég held að það sé nokkuð til í því.
Viðbrögð kolleganna kitla mann, en viðbrögð
hlustenda hlýja manni. Það má segja að ég velji
efni þáttanna fyrir hinn almenna hlustanda en
umbúðirnar kannski í og með fyrir kollegana.
Það er alltaf gaman að kynna fólki ný viðhorf og
fyrirbæri. Þá líður mér dálítið eins og i hlutverki
föðurins sem segir við barnið sitt: Sjáðu, finnst
þér þetta ekki flott? Eða: Finnst þér ekki skrýtið
að heimurinn skuli vera svona?“
beitir íviötölunum felist einfaldlega íþvíað vera
,,þú sjálfur", að fella spyrilsgrímuna.
„Þetta er útpælt að því leyti að ég keyri á til-
finningunni, reyni að tala við fólk eins og ég sé
ekki í útvarpinu. Segi t.d.: Ertu að meina það?
Ertu að segja satt? Eg bregst við í stað þess að
vera með hina köldu grímu spyrilsins. Ég nálgast
fólk oft eftir krókaleiðum, nota mína eigin
reynslu. Stilli þá upp einhverri hliðstæðu úr
minni reynslu og keyri samsíða upp að viðmæl-
andanum. Þannig kemst ég miklu nær honum
en með yfirheyrsluforminu. Ég reyni að vera
hlýlegur."
— Stundum spyröu mjög leiðandi spurninga
sem- reynast ekki á rökum reistar. Stafar það af
þekkingarleysi eða er þetta bragð til að viðmœl-
andinn mótmœli kröftuglega og leysi stðan frá
skjóðunni?
Hallgrímur viðurkennir eftir dálitla umhugs-
un að stundum stafi þetta af þekkingarleysi. Seg-
ir síðan: „En mér er sagt að ég hafi svo sann-
færandi rödd að ég geti talið fólki trú um nánast
hvað sem er. Það er auðvitað stórhættulegur
eiginleiki sem ég held reyndar að fáum íslensk-
um stjórnmálamönnum sé gefinn. Sem betur
fer.“
— Pér virðist vera svona frekar í nöp við ís-
lenska stjórnmálamenn. Þá er sjálfsagt ekki við
því að búast að þú sért flokksbundinn einhvers
staðar?
„Nei, pólitík höfðar ekki til mín nema sem
viðfangsefni."
— Kýstu?
„Ég kaus siðast, af rælni. Ég fór á kjörstað með
dóttur mína til að sýna henni nákvæmlega
hvernig kosningar færu fram og þá fannst mér
að ég yrði að krossa við."
— Hvað kaustu?
Hallgrímur grettir sig. „íslensk pólitík er svo
gölluð. Það er til dæmis skandall að ekki skuli
vera hægt að setja upp mötuneyti í skólum,
þennan blessaða, samfellda skóladag. Mér er
sama þótt ég þurfi að borga eitthvað hærri
skatta, ef það gæti orðið til þess að börnin mín
fengju að borða í skólanum."
OÞOLANDI NÁKVÆMUR OG
DRAUMLYNDUR
— Ekki byggirðu sjálfsmynd þína á pólitík, á
hverju þá? Ertu aristókrati?
„Já, ég held að þessi velmeinandi aristókrat-
íski bakgrunnur eigi kannski allsterk ítök í mér
Langafi minn, Th. Thorsteinsson, var einn
þeirra kaupmanna og útgerðarmanna sem
byggðu upp Reykjavík. Ég er kominn af vest-
firsku slekti, bæði í móður- og föðurætt. Að mér
standasjómenn, formenn, gróssérar, pólitíkusar
og listamenn. Ég var til dæmis að glugga aftur
í bókina um frænda minn Mugg um daginn og
finn að ég stend nálægt honum að mörgu leyti.
stein, Einari Sigurðssyni, sem allir komu heim
úr fjölmiðlanámi um þetta leyti, og fleiri köpp-
um að gera fréttirnar bæði áheyrilegri og harð-
ari. Síðustu mánuðina á útvarpinu vann hann
jafnframt í undirbúningsnefnd að stofnun Rásar
2:
„Eftir þetta fannst mér ég ekki geta gert meira
á útvarpinu í bili, hafði fengið mig fullsaddan á
harða fréttastaðlinum og fór yfir á Helgarpóst-
inn þar sem frelsið og dýptin í umfjölluninni var
meira. Þar naut ég mín framan af en svo, á tíma-
bili, fylltist ég óbeit á því að skrifa, að þurfa
kannski að eyða löngum tíma í hluti sem mér
þóttu ekkert sérlega merkilegir. Þá fann ég líka
hvað vinnsluferlin á Ijósvakafjölmiðlunum og á
blaði eru gjörólík. I blaðamennskunni eyðirðu
kannski fleiri dögum í að matreiða efni sem þú
afgreiðir á örskömmum tima í útvarpinu."
Síðan vann Hallgrímur að auglýsingagerð fyr-
ir útvarp og þó aðallega sjónvarp, en það þótti
honum þrautleiðinlegur og yfirborðslegur
bransi miðað við fréttamennskuna; samt hafi
þetta verið góður sjálfsskóli til að ná valdi á
myndmiðlinum og nú rekur hann reyndar
Myndbandagerð Reykjavíkur ásamt konu sinni
og fleirum. Þá tók við síðdegisþátturinn / loftinu
á Rás 1 síðastliðið sumar og þá erum við aftur
komin að Bylgjunni.
KEYRI Á TILFINNINGUNNI
— Þú sagðir áðan að ,,leynivopnið“ sem þú