Helgarpósturinn - 18.12.1986, Síða 34
BOKMINNTIR
Vel heppnud
vidhöfn
Ari Trausli Guömundsson:
ÍSLANDSELDAR. ELDVIRKNl Á
ÍSLANDI í 10.000 ÁR. Kort:
Gunnar Haukur Ingimundarson.
Skýringarmyndir: Eggert Péturs-
son. Vaka — Helgafell 1986. 168
bls., kr. 4.860.
Þessi bók er alþýðlegt fræðirit í
viðhafnarútgáfu. Og það er meira
en meðalviöhöfn sem birtist í
myndskreytingu bókarinnar og
allri útgerð (og verðinu eftir því).
En það er viðhöfn sem lukkast,
einkum vegna þess að hér er eng-
inn verulega veikur hlekkur, held-
ur er hver verkþáttur öðrum sam-
boðinn. Og einkum sá sem mest
reynir á: texti höfundarins; hann
rís undir þessum veglegu umbúð-
um.
í nokkuð löngutn inngangskafla
gerir Ari Trausti grein fyrir nokkr-
um jarðfræðiatriðum, ekki síst
þeim sem tengjast annars vegar
landreki og hins vegar eldstöðva-
kerfum. Þau eru síðan rauði þráð-
urinn í umfjöllun Ara um einstak-
ar eldstöðvar, og gefur það henni
nokkurt nýjabragð fyrir þá lesend-
ur sem lengi hafa gutlað við að
iesa alþýðleg skrif um jarðfræði.
Þá koma sextán kaflar, flestir
innan við tíu síður, sem hver urn
sig fjallar um eitt eldstöðvakerfi
eða fáein slík kerfi á sama svæði.
Hinn fyrsti er um Kröflu, einmitt
þá eldstöð sem hvað drýgst hefur
upplýst jarðvísindamenn um eðli
eldstöðvakerfa. Loks eru hugtaka-
skýringar og yfirlit um eldgos á
20, öld.
í hverjuin kafla er, auk megin-
máls, meira og minna af skrám og
yfirlitum og stuttum viðbótartext-
um, sem auðkennt er með lituðum
grunni. Þá er mikið af kortum og
skýringarmyndum, hvort tveggja
einkar fallega unnið og hæfilega
einfalt. Og loks ljósmyndaefnið,
ríkulegt og mikil bókarprýði;
mesti óþarfi af höfundi að afsaka í
formála misjöfn myndgæði.
Þótt bókin sé góð og gagnvönd-
uð, þá er hún ekki hnökralaus.
Gallarnir eru smáatriði sem þó eru
fremur tiltökumál þegar svona
mikið er í bókina lagt.
Útlitsgalla kann ég ekki að
nefna nema smá-prentlýti á þrem-
ur blaðsíðum (7, 11 og 23), en það
þarf ekki að vera í öllu upplaginu.
Við kortagerðina hefur þess
ekki verið nógsamlega gætt að
nafngreina á kortum þá staði sem
talað er um í nálægum texta. A
kortið af Fremri-Námakerfinu (bls.
47) vantar t.d. Fremri-Námur sjálf-
ar; á kortið af Bárðarbungukerf-
inu (bls. 70) er bagalegt að vanti
Hamarinn; og smærri dæmi mætti
lengi telja.
Efnisskipan held ég sé rökrétt,
nema hvað smáklausa um aldurs-
greiningu gosmenja á bls. 23 ætti
heima með skyldu efni á bls. 11.
Hugtakanotkun krefst mikillar
hnitmiðunar í svona riti, ekki síð-
ur fyrir það að það er ætlað al-
menningi. Hér ber við að hugtök
(t.d. „möttulstrókur", „frumstæð"
bergkvika) séu notuð og ekki út-
skýrð fyrr en síðar. Ónákvæmni er
það líka (bls. 10), þegar búið er að
gera strangan greinarmun á plötu-
skilum og plötumótum, að skýra
plötuskil sem „flekamót". Kísil-
sýra „kísiloxíð" og á einum stað
(bls. 167) bara „kísill", og er það
óheppileg tilbreytni.
Málfar er yfirleitt gott; þó kemur
fyrir: „Ekki er vitað hvort eld-
sprungan hafi verið virk öll í einu"
og eitthvað sem „tilheyrir mó-
bergsmynduninni af síðari hluta
ísaldar". Prentvillur finnast, þótt
alls ekki sé mikið um þær. Óg í
myndatexta á bls. 78 er einhvers
konar nafnarugl (átt við Vatnaöld-
ur þar sem nefnd er Bárðar-
bunga?). Þá er á einum stað gölluð
heimildavísun, vísað í Þorleif Ein-
arsson (bls. 66) þar sem hann
finnst ekki í ritaskránni (bls. 68;
þar er hins vegar bókin Skaftár-
eldar 1783—1784, en ófróður les-
andi getur ekki séð að einmitt í
henni er grein Þorleifs sem við er
átt).
Þetta eru smámunir, óveruleg
lýti á öldungis prýðilegri bók. Bók
sem ég veit ekki betur en sé braut-
ryðjendaverk í al-íslenskri bóka-
gerð; allt sem ég hef séð af sam-
bærilegri gerð er erlent samprent.
Það er ögn af sjálfstæðismáli fyrir
íslendinga að geta gert svona hluti
sjálfir og einir. HSK
Lítur mildur
um öxl
Halldór E. Sigurdsson: BILIN Á
AD BRÚA milli manna og mál-
efna. Andrés Kristjánsson bjó til
prentunar. Örn og Örlygur 1986.
277 bls. 1.690 kr.
Halldór E. Sigurðsson, sem sat í
rikisstjórn lengst af síðasta áratug-
ar, lýkur með þessari bók tveggja
binda sjálfsævisögu sinni, og birt-
ist hér sameiginleg nafnaskrá
þeirra beggja.
Ferill Halldórs er auðvitað
merkilegur og þess vegna fengur
að minningum hans. Annars er
sterka hliðin á þessu bindi, rétt
eins og þvi fyrra, hve ljúfur og vin-
gjarnlegur blær hvílir yfir allri frá-
sögn Halldórs; velviljinn er hinn
rauði þráður minninganna, og að
bókarlokum á lesandinn hægt
með að trúa því að sama hvöt hafi
miklu ráðið um störf höfundar að
opinberum málum. Hins vegar er
bókin ekki alls kostar grípandi
lestur; til þess er skipt of títt um
umræðuefni og of margir kaflarnir
skýrslukenndir að blæ, þótt það
eigi alls ekki við um þá alla.
Halldóri er mikið í mun að geta,
og helst að góðu, sem flestra sam-
ferðamanna sinna á lífsleiðinni.
Hér eru jafnvel heilu og hálfu kafl-
arnir ekki annað en syrpur af
stuttum mannlýsingum og fjöl-
margs fólks getið þar fyrir utan.
Flestir fá hrós, eða a.m.k. jákvæða
umsögn og velviljaða (nema
Gunnar Guðbjartsson; og í sam-
bandi við Arnarflug eru menn
gagnrýndir en hlífst við að nafn-
greina þá). Ekki eru mannlýsing-
arnar alltaf mjög skýrar, eða
hvaða hugmynd fær lesandinn um
mann sem „var mikill viljamaður
og hlífði sér hvergi", en má þó
helst finna það til foráttu að hann
„mætti stundum vera harðgerð-
ari“ (bls. 179)?
Bókinni má skipta nokkurn veg-
inn til þriðjunga, þannig að í hin-
um fyrsta segir frá sveitarstjórnar-
málum í Borgarnesi og þingsetu
Halldórs; síðan frá ráðherratíð
hans; og í lokaþriðjungi eru mann-
lýsingar, minningar frá síðustu ár-
um og fylgiskjöl, grein og ræða
um Halldór. Það er líklega helst í
ráðherrahlutanum sem Halldór
veitir verðmætar upplýsingar, t.d.
um myndun vinstri stjórnarinnar
1971 og um það af hverju „varð að
fara verðbólguleiðina í hjálpar-
starfinu" eftir Vestmannaeyjagos-
ið. Fróðlegar eru líka svipmyndir
eins og þegar sú tillaga „var felld
í ríkisstjórninni ... að grásleppu-
veiðin skyldi teljast til sjávarút-
vegs en ekki landbúnaðar" (bls.
160); það hefði nefnilega skert út-
flutningsuppbætur á mjólk og
kjöt!
Annars er bókin varla svo fróð-
leg sem efni standa til. Drepið er á
mörg mál án þess að setja lesand-
ann verulega inn í þau. T.d. deil-
una um kjörbréf framsóknar- og
alþýðuflokksmanna 1956 (bls.
71—72), þar sem sagt er frá um-
ræðum á þingi án þess að koma
nærri sjálfu deiluefninu; og „að
lokum voru svo öll kjörbréf sam-
þykkt" án þess að við fréttum
hverjir studdu þau eða hvers
vegna. Eða ummæli Gylfa Þ. Gísla-
sonar um Hermann Jónsson í til-
teknum sjónvarpsþætti, sem gerð
eru að umræðuefni (bls. 89) án
þess að fram komi hvaö Gylfi var
að segja um Hermann.
Sums staðar virðist ekki hafa
verið hirt um að leita nákvæmra
heimilda til stuðnings minni Hall-
dórs, t.d. þegar sagt er (bls. 83) að
„Alþýðusambandið hafnaði til-
mælum Hermanns með einum
300 atkvæðum gegn nokkrum
tugum".
Talsvert er af villum í bókinni,
óbreyttum prentvillum, skökkum
orðmyndum, jafnvel misritun sem
verður að efnisvillu, eins og að
tala um „hálfs annars árs“ (í stað-
inn fyrir hálfs þridja) stjórnartíma-
bil vinstri stjórnarinnar fyrstu.
Eitt dæmi um hæpið orðaval er
sérlega skemmtilegt. Halldór kall-
ar mótframbjóðendur sína, þ.e.
frambjóðendur annarra flokka í
kjördæmi hans, ekki mót- heldur
meðframbjóðendur. Kannski er
þetta eitt af því sem Halldór og
Andrés hefðu að betur athuguðu
máli leiðrétt, en eins og það stend-
ur er það í einkar viðkunnanlegu
samræmi við hið hlýlega og já-
kvæða viðhorf sögumanns til
manna og málefna. HSK
FÓlk í húsi
Frída Á. Sigurdardóttir:
Eins og hafið.
Skáldsaga (148 bls).
Vaka-Helgafell 1986
Verð kr.: 1585.
Eins og hafið er saga sem gerist
í þorpi úti á landi. Persónurnar
búa flestar í einu og sama húsinu
sem er gamalt stórhýsi í miðjum
bænum, fyrrverandi glæsivilla,
sem nú er fyrir skipulaginu og á að
fara að rífa. Flest fólkið hefur búið
þarna lengi og verða því umtals-
verðar breytingar á högum þess
við það að þurfa að fara úr húsinu.
í raun veldur tilkynningin um upp-
sögn húsnæðisins hvörfum í sög-
unni. Fram að því hefur allt gengið
meira og minna sinn vanagang en
við uppsagnarbréfið brestur á
upplausn sem á endanum leysir
upp þetta afmarkaða samfélag.
Sagan er hópsaga, engin ein
persóna er aðalpersóna þó sumar
komi meira við sögu en aðrar og
sjónarhorn sögumanns hvarflar
mjög títt frá einni persónu til ann-
arrar. Þessi aðferð er mjög vand-
meðfarin og höfundi þessa verks
tekst hún eðlilega og áreynslu-
laust.
Sagan sýnir í hnotskurn fjöl-
breytt mannleg samskipti sem
kristallast í þessum litla hópi sem
býr í húsinu. Mest áberandi er ást-
in og eru sýndar á henni mjög
ólíkar hliðar, en þó fyrst og fremst
hvers hún er megnug, hvernig hún
getur knúið manneskjur til breytni
sem virðist vera langt fyrir utan
alla skynsemi. En það eru víst
gömul sannindi og ný að ástin fer
ekki að lögum.
Það er nokkuð oft sem sjónar-
horn sögunnar er bundið við
börnin í húsinu og tekst höfundi í
gegnum upplifun þeirra sem eru
að uppgötva heiminn að sýna
hvernig heimur hinna fullorðnu er
órökréttur og flókinn.
Höfundi tekst einkar vel að
bregða upp eftirminnilegum per-
sónum, fólki sem er hvortveggja í
senn venjulegt og sérstætt, einfalt
í lífi sínu en margbrotið í tilfinning-
um. Líkingin í nafni bókarinnar á
einmitt við líf þessa fólks. A yfir-
borði er oft ládautt eða smáar gár-
ur, en margt býr í djúpinu og fyrr
en varir er allt orðið ólgandi og
hvítfyssandi svo enginn veit hvað
næst gerist.
Eins og fyrri verk Fríðu er þessi
saga mjög vel skrifuð. Yfir stílnum
er sérstætt seiðmagn sem nálgast
að vera ljóðrænt, en er einnig
ferskt og lifandi.
Ekki ætla ég að hætta mér í að
fara að túlka þetta verk að ráði en
ef maður vill má sjá fjölþætt tákn-
mál í sögunni, sem spannar kyn-
slóðirnar þrjár í húsinu og vísar til
þess öryggisleysis sem skapast
þegar rýma þarf húsið, og þeirra
kosta sem fólk hefur þá um að
velja. En lesendum læt ég eftir að
túlka þetta frekar.
G.Ást.
Hvergi
blettur né
hrukka
Líf mitt og gleði. Minningar
Þuríðar Pálsdóttur söngkonu,
skráð af Jónínu Michaelsdóttur,
útg.: Forlagið.
Þuríður Pálsdóttir söngkona
hefur lengi verið í fremstu röð tón-
listarfólks hér á landi og nú hefur
Forlagið gefið út minningar henn-
ar skráðar af Jónínu Michaelsdótt-
ur. í bókinni rekur Þuríður söng-
feril sinn og líf, segir frá ættum sín-
um og uppeldi, mönnum og mál-
efnum sem hún hefur umgengist
og fjallað um á lífsferli sínum.
Einnig fylgir bókarauki um breyt-
ingaskeið kvenna, en það mál hef-
ur Þuríður látið til sín taka og fjall-
að um með fyrirlestrahaldi. Bók-
arauki þessi er merkileg og þörf
viðbót, því eins og Þuríður segir
sjálf hefur undarlega lítið verið
tekið á þessu máli.
Saga Þuríðar er ágætlega skrif-
uð, uppsetning er látlaus, stuttir
kaflar, skipuleg uppröðun og
þægileg aflestrar. Mannamyndir
margar dregnar skýrum og falleg-
um dráttum, sönglífi á íslandi
gegnum árin gerð greinargóð skil.
En bók þessari er ekki eingöngu
ætlað að vera saga listakonu held-
ur einnig saga konu. Minninga-
saga Þuríðar Pálsdóttur er því sem
næst algjörlega átakalaus. Þuríður
stendur utan og ofan við allt dæg-
urþras og vafstur, eins og súper-
kona sem er ekki af þessum heimi.
Þetta finnst mér galli á sögu jafn
stórbrotinnar konu og Þuríður er.
Þuríður segist hafa valið fjölskyld-
una þegar hún stóð andspænis því
að velja milli söngsins og fjölskyld-
unnar (bls. 260). Var þetta val kon-
unnar og listakonunnar jafn
átakalaust og virðist við lestur
bókarinnar? Því á ég bágt með að
trúa. Nú er ég ekki að fara fram á
að fá að skoða prívatlíf Þuríðar
Pálsdóttur, en ég sakna manneskj-
unnar í bókinni vegna þess að ég
trúi ekki á súpermanneskjuna,
hvorki í líki Þuríðar Pálsdóttur né
nokkurs annars.
Þetta súperviðhorf gengur eins
og rauður þráður gegnum bókina
og flest allir sem nefndir eru til
sögu, hvort sem eru ættingjar, vin-
ir eða samstarfsfólk virðast
vammlausir með öllu, gjörsneydd-
ir mannlegum veikleikum eða
skapgerðargöllum. Því eru mann-
lýsingar í bókinni engan veginn
raunsannar. Klausan um sam-
skipti Jóns Leifs og konu hans
stingur því illilega í stúf, jaðrar við
rætni og hæfir engan veginn
þeirri mynd sem dregin er upp af
Þuríði Pálsdóttur.
-I.Á.
Frá Keflavík
og
Kasakstan
Árni og Lena Bergmann
Blátt og rautt
— Bernska og unglingsár í tveimur
heimum
(260 bls.)
Mál og menning 1986
Nú á dögum eru fjarlægðir ekk-
ert til þess að setja fyrir sig. Við fá-
um samdægurs myndir í sjónvarp-
inu af jarðskjálftum í Mexíkó,
óeirðum í Kalkútta, hungursneyð í
Sómalíu o.s.frv. Á nokkrum
klukkutímum er hægt að ferðast
til flestra staða. Hinsvegar þarf
maður ekki að fara neitt sérlega
langt til þess að uppgötva að siðir
og menning, hugmyndir og dag-
legt líf byggja á allt öðrum forsend-
um en hér hjá okkur. Enn þann
dag í dag getur manni virst að
maður sé kominn á allt aðra
plánetu þó vegalengdir séu ekki
sérlega langar. Þó svo að mann-
eskjur séu meira og minna svipað-
ar hvar sem er þá eru aðstæður og
lífsskilyrði mjög með ýmsu móti.
Keflavík, Reykholt, Laugarvatn
eru nöfn sem hljóma kunnuglega
í eyrum íslendings, en hvað með
Rasjan, Alma Ata, Smolensk. Ætli
það hljómi ekki álíka framandi í
eyrum okkar og fyrri upptalningin
í eyrum meðaljóns í Rússlandi. Og
þegar við lesum í sömu bók frá-
sögn af uppvexti og þroska
tveggja ungmenna sem ólu aldur
sinn á þessum stöðum á árunum
frá því um miðjan fjórða áratuginn
og fram á þann sjötta þá verður
manni ljóst hversu óhemjulega
ólík veröldin getur verið. í þessu
sambandi skiptir miklu máli að á
þessu tímabili geisar heimsstyrj-
öld og er mjög sláandi hvernig
hún kemur mismunandi niður á
ungmennum á íslandi og austur í
Rússlandi. Reyndar er þar engu
saman að jafna og reyndar er alls
ekki verið að tala um sama fyrir-
bærið þegar rætt er um stríðið hér
á landi eða í þeim löndum þar sem
átökin áttu sér stað.
Bókin er þannig byggð upp að
það skiptast á kaflar úr minning-
um þeirra Árna og Lenu án þess
að um neina sérstaka tengingu sé
að ræða. Frásögn Árna er nokkru
lengri, þar sem hann rekur
bernsku sína í Keflavík, skólavist í
Reykholti og á Laugarvatni, póli-
tískt stúss og loks mikla og fræga
ferð á heimsmót æskunnar í Búka-
rest. Einnig eru þar umfangsmikl-
ar lýsingar á ýmsum samferða-
mönnum og kunningjum sem
honum eru minnisstæðir og haft
34 HELGARPÓSTURINN