Helgarpósturinn - 18.12.1986, Page 35
hafa áhrif á hugsanagang hans.
Fyrir þá sem upplifað hafa heima-
vistardvöl í einangrun langt uppi í
sveit kemur margt kunnuglega
fyrir sjónir í skólalýsingunum og
er sú frásögn hin líflegasta. Enn-
fremur er umfjöllunin um hug-
myndir Árna og kunningja hans á
þessum tíma hin fróðlegasta.
Frásögn Lenu er ekki eins breið,
hún fjallar mest um sína nánustu
og næsta umhverfi sitt. Öðru
hvoru víkkar frásögnin þó út og
verður magnþrungin t.d. þegar
fjallað er um ógnir stríðsins og
einnig þegar gyðingaofsóknir eru
að hefjast aftur uppúr 1950. Öll er
frásögn Lenu hófstillt og sterk,
það hvílir ólíkt meiri alvara yfir
uppvexti hennar en Árna, ná-
lægðin við stríð og ógnir er miklu
meiri.
Blátt og rautt er skemmtileg bók
aflestrar, hún er líka fróðleg vegna
lýsingar á aðstæðum og hug-
myndaheimi ungmenna á ólíkum
stöðum og hún er síðast en ekki
síst lærdómsrík vegna saman-
burðarins á hinum tveimur heim-
um sem fjallað er þar um.
G.Ást.
Baráttukona
af Akranesi
Elísabet Þorgeirsdóttir:
í sannleika sagt
— Lífssaga Bjarnfríðar Leós-
dóttur (256 bls.) Forlagið 1986.
Verð: kr. 1888.
Bjarnfríður Leósdóttir hefur frá
mörgu að segja frá viðburða-
ríkri ævi. Frásögn hennar skiptist
eiginlega í tvo hluta, annar hlutinn
segir frá uppvexti hennar á Akra-
nesi og ættmönnum og nágrönn-
um á uppvaxtarskeiðinu, einnig
teljast til þessa hluta frásagnar af
einkalífi, erfiðri sambúð með
drykkjumanni og erfiðleikum sem
því fylgja. Hinn hlutinn fjallar um
þátttöku hennar í opinberu lífi.
Það líf skiptist eiginlega í þrjú svið,
fyrst er þátttaka í leikféiagsstarf-
semi á Akranesi, síðan þátttaka í
verkalýðsbaráttu þar á staðnum
og að lokum þátttaka í pólitík á
landsvísu, bæði í verkalýðshreyf-
ingunni og innan Alþýðubanda-
lagsins. Var Bjarnfríður í ein þrjú
kjörtímabil varaþingmaður, í
stjórn Verkamannasambands ís-
lands og einnig í stjórn ASÍ.
í þeim hlutum sem snúa að
einkalifinu er margt forvitniiegt
og lærdómsríkt. Dregin er fram
skýr mynd af stéttaskiptingu í litlu
sjávarplássi og sýnt hvernig al-
þýðufólk lifði á árunum á milli
heimsstyrjaldanna. Annar athyglis-
verður kafli er um menntun og
menntadrauma. Kemur þar glöggt
fram hvernig það var næstum óyf-
irstíganlegt fyrir alþýðufólk að
öðlast menntun aðra en þá sem
boðið var uppá á staðnum sem víð-
ast hvar var fremur takmörkuð.
Það þurfti heila heimsstyrjöld til
þess að breyta þessum aðstæðum
og var þó ekki heiglum hent að
fara í skóla í önnur pláss. Mætti
þetta vera þeim áminning sem
vilja miða hagkvæmni í skólahaldi
að aðstæður á þéttbýlustu svæð-
unum.
Af opinberum afskiptum sínum
af verkalýðsmálum og pólitík seg-
ir Bjarnfríður margt fróðlegt. Frá-
sagnir hennar af verkfallsátökum
og samningum á Akranesi lýsa
baráttu við andstæðinga í návígi
og á vettvangi og veitir innsýn í þá
erfiðleika sem við er að stríða í
slíkri baráttu bæði innávið og útá-
við.
Þar verður hinsvegar mun
þyngra í Bjarnfríði þegar hún fer
að ræða um baráttu sína á lands-
vísu. Minnir lýsing hennar á um-
fjöllun Gríms Thomsen um svipað
efni og eru víst orð að sönnu að
Bjarnfríður hafi horfið úr þeim
leik kalin á hjarta. Það er merki-
legt einkenni á þeim átökum sem
hún fjallar um, og ég held að sé oft
einkennandi fyrir íslenska stjórn-
málabaráttu, en það er að fjalla
ekki um ágreiningsmálin sjálf og
þau viðhorf sem þau byggja á
heldur snúa skoðanaágreiningi
upp í persónulegt skítkast og ráð-
ast á persónu þeirra einstaklinga
sem bera fram tilteknar skoðanir.
Hefur þessi árátta verið til mikillar
óþurftar fyrir íslenskt stjórnmála-
líf bæði innan flokka og utan, og
eru engin merki um að lát verði á
því nú þegar stjórnmálabaráttan
er nærri eingöngu farin að snúast
um einstaklinga.
Þó svo að þeir atburðir sem
Bjarnfríður fjallar mest um í þessu
samhengi séu svo tiltölulega ný-
liðnir að erfitt er að sjá þá í sögu-
legu samhengi og hún skoði þá
fyrst og fremst út frá eigin persónu
og tilfinningum, sem eru særðar,
þá hefur frásögn hennar að mínu
viti fyrst og fremst gildi vegna þess
að hún segir hreinskilnislega frá
eigin upplifun á þessum atburð-
um. G.Ást.
Lyklar að
lífum
Níu lyklar
eftir Olaf Jóhann Ólafsson.
Útg.: Vaka/Helgafell.
Með níu nýjum smásögum
kveður ungur rithöfundur sér
hljóðs. Sögur hans berast okkur
austur um haf þaðan sem hann
dvelur við nám og störf, og efni-
viður sumra sagnanna er einnig
tekinn úr erlendu umhverfi hans,
en annarra héðan af heimaslóð-
um.
Mannlífið í breytileik sínum er
viðfangsefni Ólafs Jóhanns,
mannlíf einstaklingsins. Sögur
hans eru fámennar, myndbrot úr
lífi einmana sálna á leið sinni um
víðáttur hins fjölbyggða heims.
íslendingur orðinn útigangs-
maður í vesturheimskri stórborg
sér fortíð sína líkamnast í leikhúsi
þar sem gott er að leita skjóls fyrir
kulda.
Hjá ungu pari deyr ástin vegna
mismunandi litarháttar og yfir
þeim grætur himinninn.
Gamall vísindamaður einn í
læstu herbergi, kvalinn af því að
frægð hans og árangur í vísindum
stendur á grunni óheilinda.
Ungur námsmaður hendir gam-
an að einmana manni og ógæfu-
samri portkonu — ólukkubörnum
stórborganna — en týnir sjálfur
heillafjöðrum sínum.
í sögum þessum er fremur verið
að lýsa og segja frá lífsmyndum en
skrifa sögur af atburðum. Þetta
eru fallegar sögur og skrifaðar af
léttleika og hlýlegri gleði þó að
mannlífsmyndir sagnanna séu oft-
ar en ekki harmrænar. Ólafur Jó-
hann skrifar sögur sínar í hinu
hefðbundna smásagnaformi en
efnistök hans eru hnitmiðuð og
skýr, myndir eru dregnar hreinum
dráttum, ekki er of eða van skrif-
að.
Frágangur bókarinnar er falleg-
ur, skemmtilegur þykir mér mynd-
hausinn við upphaf hverrar sögu
en ég sakna þess að fá ekki að vita
hver gerir hann og hina ágætu
kápumynd. IÁ
KVIKMYNDAHUSIN
FJÓRIR Á FULLU
(Hot Chili)
0
Fjórir vinir kynnast ýmiss konar kven-
mönnum þegar þeir fá vinnu á hóteli í
Mexíkó yfir sumarið. Bönnuð börnum
innan 16. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
STELLA I ORLOFI
★★★
Léttgeggjuð ærsl a la Islanda. Sýnd kl.
5, 7, 9 og 11.
PURPURALITURINN
(The Color Purple)
★★★
Manneskjulegur og hrífandi Spielberg.
Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 12
RÁÐAGÓÐI RÓBÓTINN
(Short Circuit)
★ ★★
Fjallar um róbót nr. 5 sem fer á flakk og
lendir í hinum ýmsu ævintýrum. Sýnd
kl. 5, 7, 9 og 11.
LÉTTLYNDAR LÖGGUR
(Running Scared)
★★
Grínlöggumynd með Gregory Hines.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Aliens
★★★★
Splunkuný og spennandi spenna.
Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan
16 ára.
STÓRVANDRÆÐI i LITLU KlNA
(Big Trouble in Little China)
★★
Uppátækjasamt sprell og hrekkir. Sýnd
kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára.
MONA LISA
★★★
Elskuleg mynd, hörku drama og leikur.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð börnum
innan 16 ára.
i HÆSTA GÍR
(Maximum Overdrive)
★
Splunkuný, spennandi spennumynd
með Emilio Estevez (úr Breakfast Club,
og St. Elmo's Fire). Sýnd kl. 7 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
BÍÓHÚSIÐ
„VITASKIPIÐ"
(The Lightship)
★★★
Góð mynd leikstýrð af Jerzy Skoli-
mowski (hann lék eitt aðalhlutverkið í
White Nights, og leikstýrði The Shout).
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16
ára.
LINK
★★
Ágæt spennumynd um prófessor sem
þjálfað hefur apa með harðri hendi, en
hætta er á að dýrin geri uppreisn og þá
er voðinn vís. Sýnd kl. 5.10, 7.10 og
9.10. Bönnuð börnum innan 12 ára.
LAUGARÁS
B I O
E.T.
★ ★★
Frábær fjölskyldumynd. Sal A kl. 5 og
7.05. Sal B kl. 9, 11.05.
LAGAREFIR
(Legal Eagles)
★ ★★
Mjúkt lögfræðidrama. Sal A kl. 9,11.15.
Sal B kl. 5 og 7.
EINKABÍLSTJÓRINN
(My Chauffeur)
★
Unq stúlka gerist einkabílstjóri. Sýnd
kl. 5, 7, 9 og 11.
IREGNBOGIINN
GUÐFAÐIRINN
(The Godfather Part II)
★★★★
Þrælmögnuð mafíumynd. Myndin
hlaut6 óskarsverðlaun. Sýnd kl. 3,6.05
og 9.15. Bönnuð börnum innan 16 ára.
AFTURISKÓLA
(Back To School)
★ ★
Dillandi grín og hraði. Sýnd kl. 3.05,
5.05, 9.15 og 11.15.
Abending
Ráðagóði róbótinn er frábær fjölskyldu-
mynd full af tæknibrellum og fjöri. Svo
er það andstæðan Guðfaðirinn II, frá-
bær spennumynd með úrvalsleikurum
og frábærum leikstjóra, Francis Ford
Coppola... Ekta Mafíumynd. Minnum
llka á hlýlega snilld Skolimowski í Bíó-
húsinu og orlofið hennar Stellu fyrir þá
fáu sem ólokið eiga Austurbæjarferð í
bíó.
LÖGREGLUMAÐURINN
(Ftolice)
★
Mynd um lögreglumann sem vill gera
skyldu sína sem lögreglumaður en
freistingarnar eru margar. Bönnuð
börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7, 9 og
11.15.
STRlÐSFANGAR
(RO.W.)
★
Föngum bjargað í lok Víetnamstríðsins.
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Bönn-
uð börnum innan 16 ára.
SAN LORENZO NÓTTIN
★ ★★
Mynd Paolos og Vittorios Tavionis sem
hlaut sérstök verðlaun í Cannes 1982.
Barátta þorpsbúa á Italíu við Þjóðverja
1944. Sýnd kl. 7.
GUOFAÐIRINN I
★★★★
Mafíumynd. Sýnd kl. 9.
ÞEIR BESTU
(Top Gun)
★★★
Strípur og stjörnur, mökkur af militar-
isma. Sýnd kl. 3, 5 og 7.
JÓLASVEINNINN
★★
Frábær jólamynd, fyrir alla fjölskyld-
una. Sýnd kl. 3 og 5.
JAKE SPEED
★
Spennandi, fyndin en leiðinleg mynd,
um einkaspæjara í leit að stúlku hjá
hvítum þrælasölum í Afríku. Sýnd kl. 5,
7 og 9.
Á YSTU NÖF
(Out of Bounds)
★★
Léttur götutryllir. Sýnd kl. 5, 9 og 11.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
ÞAÐ GERÐIST I GÆR
(About Last Night)
★★
Hjartaknúsarinn Rob Lowe. Sýnd kl. 7.
HEAT
Ný
Um hefnd vegna ástar. Með Burt Reyn-
olds. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan
16 ára.
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góö
★ ★ miölungs
★ þolanleg
O ntjög vond
MYNDBAND VIKUNNAR
Gufubað
Steaming ★★★
77/ útleigu m.a. hjá Vídeóspól-
unni.
Leikstjóri Joseph Losey.
Bresk. Árgerð 1984.
Handrit: Patricia Losey eftir
uerðlaunaleikriti Nell Dunn.
Aðalleikarar: Vanessa Redgrave,
Sarah Miles, Diana Dors, Patti
Love, Brenda Bruce og fl.
Lengd: 92 mín.
Sá góði leikstjóri Joseph Losey
(m.a. Servant 1963 og The Go-
Between, 1970) lést skömmu eftir
gerð myndarinnar Steaming. Og
reyndar dó kynbomban gamla,
Diana Dors, úr krabbameini
nokkru síðar en hún fer með eitt
aðalhlutverkið í myndinni og gerir
vel. Steaming er gerð eftir verð-
launaleikriti Nell Dunn og myndin
ber þess nokkur merki að um
sviðsverk er að ræða. Nokkrar
konur á ýmsum aldri og úr mis-
munandi stéttum koma inn úr
vetrarkulda Lundúna einu sinni í
viku til að hlýja sér í gufubaði og
ræða um sorgir sínar, gleði, vonir
og drauma. Þær varpa af sér ytri
ham í bókstaflegri merkingu;
bæði klæðum og daglegri grímu
og Losey tekst að sýna hina innri
manneskju kvennanna með lát-
lausri og yfirvegaðri leikstjórn, og
stjörnuleikur leikkvennanna er
slíkur að undirritaður saup oft
hveljur af aðdáun. Þetta er úrvals-
mynd í listrænum gæðaflokki sem
sérhver leiga getur verið stolt af.
-IM
HELGARPÖSTURINN 35