Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 38
Furðuveröld Alfreðs Flóka
The Singular World of Alfred Flóki
Sérstæð bók með fjölda pennateikninga Alfreðs Flóka
frá árunum 1963-1986. Formáli á íslensku og ensku eftir
Aðalstein Ingólfsson, listfræðing.
Einstök gjöf til vina yðar hérlendis sem erlendis.
BÓKAÚTGÁFAN S= 19338
hannað umhverfi Borgarleikhúss-
ins og Utvarpshússins. Eins og
arkitekta er siður er Reynir eilítið
sérvitur á hvers kyns hellusteinar
eru notaðir í stéttir og gangstíga
kringum þessi hús. Hann teiknaði
þríhyrnda steina kringum Borgar-
leikhúsið og steina sem voru 30x60
sm kringum Útvarpshúsið. Slíka
steina framleiðir enginn á íslandi
nema Hellu- og steinsteypan. Eig-
andi hennar heitir Jóhannes og er
Vilhjálmsson. Semsé bróðir Reyn-
is. Það sannast því hið fornkveðna:
„Ber er hver . ..“
Þ
að hefur lengi loðað við
Ríkisútvarpið að þar störfuðu í
grófum dráttum nokkrar fjölskyld-
ur, vinir og kunningjar. Nú hefur ný
fjölskylda haldið innreið sína í stofn-
unina. Það eru systkinin Þorgeir
Ólafsson, dagskrárgerðarmaður á
Rás I og fastur starfsmapur svæðis-
útvarpsins, Sigrún Ólafsdóttir,
sem starfar á auglýsingadeild Ríkis-
útvarpsins Rás I, ognúum áramótin
bætist við Steinþór Ólafsson, ný-
ráðinn markaðsstjóri auglýsinga-
deildar Rásar I. En hann var áður
auglýsingastjóri H P — traustur mað-
ur Steinþór vitum við hér á HP. . .
tEÍÍÍ itthvaö gengur Helga Þ.
Jónssyni erfiðlega að halda í hótel-
stjórana sína á Hótel Örk í Hvera-
gerði. Guðmundur Gunnlaugs-
son tók við þessu starfi í haust, en
stansaði afar stutt og nú er þar eng-
inn „stjóri". Skrifstofustjórinn á
bænum mun gegna starfi hótel-
stjóra í augnablikinu. . .
u
H ýja hótelið við Sigtún í
Reykjavík verður væntanlega opn-
að naésta sumar. Eftir því sem fregn-
ir herma hefur eigandinn ráðið Jón-
as Hvannberg, sem áður var að-
stoðarmaður Konráðs Guð-
mundssonar á Hótel Sögu, til þess
að undirbúa opnunina...
s........ _ 4,
landi, Alexander Kosarov, var
sem kunnugt er sendur heim til
Rússlands eftir miður góða
frammistöðu við skipulagningu á
komu Gorbatsjoff-hjónanna til ís-
lands í októbermánuði. Nú mun
vera afráðið hver verður arftaki
hans í embættinu og heitir sá Igor
Krasavin. Nafni hans Nikiforov,
hefur gegnt sendiherraembætti und-
anfarnar vikur, en hann er gjör-
kunnugur landi og þjóð eftir að
hafa dvalið hér á árum áður sem
fyrsti sendiráðsritari. Nikiforov talar
meðal annars reiprennandi ís-
lensku, er málkunnugur mörgum ís-
lenskum embættismönnum og
framámönnum í þjóðfélaginu — og
verður það verkefni hans næstu vik-
ur að setja nýja sendiherrann inn
í íslensk málefni eins vel og nokkur
kostur er. Það á semsé að reyna að
girða fyrir frekari hættu á mistök-
um. . .
LEITIN AÐ
ENDAK HJA ESSO
Á bensínstöðvum ESSO fást ódýrar en vandaðar
vörur af ýmsu tagí, sem eru tilvaldar í jólapakkann.
Þar fæst líka jólapappír ásamt merkíspjöldum og
margs konar varníngí tíl jólaundírbúníngs s.s. lítaðar
perur í útíseríuna, framlengingarsnúrur og öryggí,
að ógleymdum reykskynjurum og slökkvitækjum.
VÖNDUÐ SÍMTÆKI
MEÐ TÓNVALI
STEREÓ ÚTVARP
TVEIR KERTASTJAKAR
MEÐ KERTUM.
VHS MYNDBAND
3 KLUKKUSTUNDIR
Olíufélagið hf
Komdu víð á næstu bensínstöð ESSO og gerðu góð kaup
Athugaðu að það er opíð bæðí á kvöldín og um helgar.