Helgarpósturinn - 18.12.1986, Qupperneq 39

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Qupperneq 39
SKÁK Stórmeistarar og smærri spámenn „Undarleg er íslensk þjóð“ — hún á nú sex stórmeistara í skák en ekki nema fjóra alþjóðlega tafi- meistara, eina þjóð í heimi sem á fleiri meistara af stærri gerðinni en þeirri minni. Ef við bregðum fyrir okkur höfðatölureglunni, sem oft er hagkvæm til að sjá hlut- ina „í réttu ljósi“, þá eigum við 25 stórmeistara í skák á hverja millj- ón íbúa, sem er margfalt meira en nokkur önnur þjóð getur státað af. Næstar okkar koma hinar gömlu og grónu skákþjóðir Júgóslavar og Ungverjar og Búlgarar sem komu ögn seinna til sögunnar, með um einn stórmeistara á hverja milljón íbúa. Sovétríkin með alla sína heimsmeistara eiga ekki nema 0,2 og raunar tæplega það, og Banda- ríkin eru rétt hálfdrættingur á við Sovétríkin. Þessi fróðleikur er meðal þess sem finna má í skýrslu, sem Einar S. Einarsson hefur unnið til þess að styðja kröfu Norðurlanda um rétt- látari svæðaskiptingu alþjóða- skáksambandsins. Einar var for- seti ísienska skáksambandsins um all langt skeið og er nú ritari skák- sambands Norðurlanda. Hann er framkvæmdastjóri „Visa“ hér á landi og kom því til leiðar að þetta fjölþjóða fyrirtæki kostaði skák- keppni þá milli Bandaríkjanna og Norðurlandanna er fram fór hér í Reykjavík snemma á þessu ári. Einnig styrkti íslandsdeild fyrir- tækisins skákförina til Dubai rausnarlega. Svo að aftur sé vikið að alþjóð- lega viðurkenndum taflmeistur- um, þá munu nú vera um 200 stór- meistarar í heiminum en um 600 er bera alþjóðlegan meistaratitil, eða um 800 alls, og fer fjölgandi. Þetta bendir til þess að nöfnin hafi naumast verið valin með nógu mikilli fyrirhyggju og verði von bráðar að búa til nýjan topp ofan á þessa tvo. Það er alþjóðaskák- sambandið sem hlutar þessum nafnbótum út eftir ákveðnum reglum, og hefur verið svo frá því um 1970. En báðir titlarnir eiga sér sögulegan aðdraganda. Þeir skákmenn er tefldu eitthvað að ráði á fjölþjóðlegum skákmótum og stóðu sig sæmilega voru nefnd- ir meistarar, hinir „stóru" í þeim hópi, heimsmeistarinn og þeir sem næstir honum stóðu að afrek- um, voru nefndir stórmeistarar. Stundum er reyndar talið að fyrstu stórmeistararnir hafi hlotið nafnbót sína að loknu skákmótinu mikla í Pétursborg árið 1914. Þá hafi Nikulás keisari annar slegið þá fimm er komust í úrslitakeppn- ina til riddara að nýjum sið og nefnt þá stórmeistara. Þetta voru þeir Lasker, Capablanca, Aljekín, Tarrasch og Marshall. t þessum hópi eru þrír heimsmeistarar, svo að ekki var valið af verri endan- um. Já, víst er gaman fyrir okkur þessa dvergþjóð að eiga svona marga og snjalla taflmeistara. En þeir hafa ekki sprottið alskapaðir úr engu, þeir standa föstum fótum í íslenskri skákhefð, eru toppurinn á kjarnmiklum gróðri. Það er sem- sé hvergi á byggðu bóli teflt meira en hér á íslandi. Menn tefla saman í matartímum hjá fyrirtækjum, hittast á kvöldin til að tefla, stofna litla skákklúbba þar sem smáhóp- ar hittast reglulega til að tefla. Inn- an fyrirtækja eru oft stofnaðir tafl- klúbbar starfsmanna. Einn þess- ara klúbba er Skákklúbbur starfs- manna Flugleiða. Sá klúbbur hef- ur unnið sér sitthvað til frægðar. Flugfélög heims hafa með sér ým- is sambönd, meðal annars keppa starfsmenn þeirra í ýmsum grein- um. Sveitakeppni í skák hefur far- ið fram níu sinnum, og sveit Flug- leiða hefur unnið fjórum sinnum, hún er þannig ferfaldur heims- meistari. í október tefldi sveitin eins konar landsleik við skáksam- band Lúxemborgar og vann knappan sigur. Loks er þess að geta sem mér finnst ekki minnst um vert: Skákklúbburinn hefur undanfarin átta ár haldið skákmót þar sem 24 sveitum er boðið til keppni. Hver sveit teflir við allar hinar og þó tekur mótið aðeins tvo daga. Umhugsunartími er aðeins 15 mínútur fyrir hvern keppanda á hverja skák. Þarna koma sveitir víðs vegar að, m.a. tvær frá Bol- ungarvík og aðrar tvær frá Akur- eyri, en flestar eru sveitirnar frá Reykjavík eins og að líkum lætur. Þetta er eitthvert best skipulagða taflmót á Islandi, undirbúningur með ágætum og framkvæmd öll hnökralaus. Ætli sé ekki rétt að ljúka þessari frásögn á einni skák frá síðasta mótinu. Það er yngsti þátttakand- inn sem stjórnar liði svarts: Hreinn Steingrímsson ellefu ára gamall. 01 e4 c5 02 c3 d5 03 ed5 Dxd5 04 Rf3 Bg4 05 Be2 Rc6 06 c4 Dd7 07 d3 e5 08 0-0 Rf6 09 Rc3 Be7 10 Bg5 0-0 11 h3 Bf5 12 Rh4 Be6 13 Bxffi Bxffi 14 Rf3 Be7 15 Re4 h6 16 a3 Had8 17 Dd2 f5 18 Rc3 Bxc4 19 Hadl Bb3 20 Hcl e4 21 Rel c4 22 f4 Bc5 + 23 Khl e3 og hvítur gafst upp. Drottningin er mát, lokastaðan er brosleg, en svona getur farið í hraðskák þegar menn eru farnir að þreytast. Lokastaðan: SPILAÞRAUT Að flestra áliti er vörnin tví- Félagi þinn spilar út hjartaþristi, mælalaust erfiðasti þáttur bridge- þú tekur þar tvo slagi og félagi spilsins, og í þrautinni í dag þarftu þinn sýnir fjóriit með lengdar- að nota spariputtana ef þér á að merkingu í hjartanu. 1 takast að hnekkja lokasamningn- Af sögnum má hiklaust ráða að um: suður eigi góðan tromplit og jafn S ÁK víst er að hann á tígulás og lauf- H D2 kóng. T DIO Er þá nokkur glæta að þú getir L DG109874 banað geiminu? Austur (þú) S 953 H ÁKG87 T K953 L Á Lausn á bls. 10. LAUSN Á KROSSGÁTU • - V • •I- •13 u •| L • • |S| 5 T £ N V\U R ' F\fí N 6\A N N 1 m L fí • 1/7) fí s fí\R\N U |S fí > ft\ R\t< V £ r U RV u m u\ft\- 51K U R Ð\U\R ■ R Ö L £ 6 u m '\fí 5 fí L\' \5\T\fí rf\ fí • \m\'J P £ L f) R • R fi KI- r R\£ \/<\K\u\R • S W\ft\N H Y 6 6 J • n fí\N i > <3\fi\U\l<\' s K £\R\ft r( ft * \A S L / • 1/ N fí 31- |T|/ \C\H ft\R\fí\- / V fí N • \fí m\£\N r\fí\p\ ■ \fí\£ \/£ • K\U\L . R\' R fí U\L • \L\U fí\R\£\N\6\/ • L ) 1N\fí • • I>9I2> • \F\L 9\J \fí ■ r\fí\N\C\£\L 5|/ £>\ • \5 • K\L\Q U\5\fí 5\fí\R\6 fí\Ð\l | \N\A\R\r • Yfítr 'P>\rfi\fí\N m\A\% fi\N\ • 1J0 P\A\R\' \G\fiW\A HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.