Helgarpósturinn - 18.12.1986, Page 43
Sagan af £>ví
hvernig Arni
Johnsen, Pétur
Steinn og Páll
Magnússon
reyndu aö ganga
hver af öörum
dauðum
— eða reyndi sitt besta til að stjórna
— ferð þeirra um þrekæfingasalinn.
Það verður eiginlega að segja eins
og er, að galsi og gáski voru mjög
við völd eftir að kvöl eróbikk-leik-
fiminnar var að baki.
Bæði Pétur Steinn og Árni hjóluðu
og hjóluðu, til þess að verma vöðv-
ana. „Á að fara langt?" kallaði ein-
hver. „Til Hafnarfjarðar," svaraði
þingmaðurinn. „Pá er þetta fyrst
orðinn brandari."
Þegar félagarnir tveir voru byrjaðir
að lyfta lóðum og metast af kappi,
mætti Páll Magnússon, glóðvolgur
eftir tilraun til að „grilla" fjármála-
ráðherra. Hann var enn með þykk-
an, gulbrúnan andlitsfarða og fékk á
sig vandlætingargusur frá Arna og
Pétri Steini, sem kviðu eitthvað
samanburðinum. „Bíðið þið bara
þangað til þetta fer að leka í straum-
um niður eftir andlitinu á mér,“
sagði Páll og flýtti sér inn í búnings-
herbergið.
Kona úr leikfimiliðinu kom út úr
kvennaklefanum og hrópaði upp
yfir sig. „Eruð þið enn að pína strák-
ana!“ Ég er ekki frá því að örlítillar
aðdáunar hafi gætt í röddinni. Hún
hefur eflaust haldið að þeir væru
búnir að vera eftir leikfimina.
Þá steig Páll Magnússon, klæddur
í hvítar stuttbuxar, treyju og glænýja
íþróttaskó, út úr búningsklefanum
og þögn sló á hópinn. Hann var
jafnbrúnn á löppunum og hand-
leggjunum og hann var í framan!
Athyglisvert.. . „Djöfull. Þarft þú
endilega að koma svona brúnn og
sætur,“ tautaði einhver.
KARLAGROBB OG
METINGUR
Metingurinn og karlagrobbið
margfaldaðist við komu Páls og
Ævar þjálfari þurfti að taka á hon-
um stóra sínum við að stjórna þrí-
eykinu. Allir vildu lyfta þyngri lóð-
um en sá á undan, fara fleiri ferðir
en hinir, og svo framvegis. Og skotin
flugu á milli þeirra, bæði í gamni og
alvöru.
Ftíll: „Misstu þetta ekki ofan á þig,
Árni.“
Árni: „Ég er rétt að byrja.“
Pétur: „Hann er búinn að segja
þetta í klukkutíma."
Árni: „Það verður gaman að sjá
Palla í sjónvarpinu á morgun, mað-
ur, alveg fastan í herðunum."
Árni: „Mikið er þetta framsóknar-
leg hreyfing hjá þér Páll. Svona
klunnaleg."
Ftíll: „Arni, af hverju ertu með
gallann opinn niður á maga?
Ftítur Steinn: (Þegar Árni og Páll
fóru mjög frjálslega með tölur í eilíf-
um samanburði sínum) „Læra
menn ekki að telja í Vestmannaeyj-
um, eða hvað?“
Árni: „Hvað á ég eiginlega að
gera þetta oft? Tíu?”
Ævar þjálíari: „Já, til klukkan
tíu!“
Þegar hér var komið sögu, var
kappið alveg að gera útaf við þre-
menningana. Páll margítrekaði að
hann vildi ekki láta sinn hlut vera
eitthvað minni eða auðveldari, þó
hann hefði komið seinna en hinir,
og virtist hafa af þessu töluverðar
áhyggjur.
Að lokinni hringferð um æfinga-
salinn í Rœktinni, eins og þessi
heilsuræktarstaður í Vesturbænum
heitir, stilltu þeir Páll, Árni og Pétur
Steinn sér upp fyrir framan vegg-
myndir af húðfiettum mannslíköm-
um. Þar tók Jim af þeim fallega hóp-
mynd, þrátt fyrir að erfitt væri að fá
kappana til þess að standa kyrra eitt
andartak. Páll átti að standa fyrir
framan hina tvo, en hann lýsti því yf-
ir, að hann óttaðist mikið að vöðv-
arnir á handleggjum hans skyggðu
á andlit Péturs Steins og Árna, ef
hann „pósaði". Þetta var mikið mál,
allt saman.
ÁRNI OG PÁLL FÆRU
SÉR AÐ VOÐA
Áður en drengirnir skelltu sér í
sturtu, var þeim boðið upp á hress-
andi próteindrykk á heilsubarnum.
Það bar ekki á öðru en þetta rynni
ljúflega niður, þó Páll segði meira í
gríni en alvöru: „Þetta væri ekkert
gott, ef maður vissi ekki að það væri
svona hollt!"
Þegar þremenningarnir voru
horfnir af barnum, spurði ég Ævar
Agnarsson álits á líkamlegu ástandi
þeirra. Dómur þjálfarans var eitt-
hvað á þessa leið:
„Árni er í ágætis ástandi, þó hann
sé auðvitað dálítið þrekvaxinn.
Hann færi sér hins vegar mjög fljót-
lega að voða, ef hann fengi að ráða.
Hann er allt of djarfur og ákafur!
Páll Magnússon færi sér líka að
voða í æfingunum, sérstaklega ef
hann væri einhvers staðar nærri
Árna Johnsen. Þeir æsa hvorn ann-
an svo upp. Það þyrfti a.m.k. sterkan
aga á þá.
Pétur Steinn fór mun rólegar í
þetta. Ég gæti trúað því að það
þyrfti meira að ýta á hann, svo hann
passi sig ekki of mikið.
Þeir yrðu allir saman ágætir, ef
þeir hefðu úthald til þess að æfa í
einn og hálfan mánuð, án þess að
gefast upp eða meiða sig. Ef þeir
héldu út þetta tímabil, væru þeir
koinnir með góða undirstöðu. Þeir
eru allir nógu sterkir, en vöðvarnir
eru ekki tilbúnir í neina keyrsiu.
Mér fannst Páll ná þessu mjög
fljótt og þeir raunar allir. Þetta voru
ekkert einfaldar æfingar, en þeir
voru strax með á nótunum. Það
þyrfti auðvitað góðan tíma, en það
væri hægt að gera alla þessa menn
„myndarlega". Enginn þeirra er hins
vegar í neinni æfingu fyrir þetta
núna, þó það hafi verið gífurlegt fjör
og stuð á þeim. Þeir hafa þetta samt
í sér og það mætti ná því fram. En
djúpt er á því!“
Ekki vildi Ævar gefa köppunum
neina einkunn. Hann sagði, að það
gæti „brotið einhvern niður", svo ég
noti óbreytt orð þjálfarans. Að end-
ingu lagði hann ítrekaða áherslu á
þá skoðun sína, að þessi ákveðna
þrenning væri stórhættuleg blanda.
Þeir myndu fyrr drepast en gefast
upp, eða geta minna en næsti mað-
ur. „Þeir þyrftu alla vega mjög
strangt eftirlit."
Þar höfum við það og um leið og
Ævar hafði sleppt orðinu, kom Pét-
ur Steinn hlaupandi út úr búnings-
herberginu og kallaði: „Ég var fyrst-
ur að klæða mig!“
Það er þó nokkur vegalengd niður að iljum.
„Sjáið þið hvað ég get, strákar!"
„Ég get þetta Wsf."
Þeir voru ekki allir
festir á filmu kátbros-
legir og stundum grát-
broslegir tilburðir
þremenninganna.
Blaðamaður HP sá
það allt — og hló.
HELGARPÓSTURINN 43