Helgarpósturinn - 18.12.1986, Page 44
eftir Magnús Torfa Ólafsson
„Hvað vissi forsetinn, og hvenær gleymdi
hann því?“ Þannig orðaði stjórnmálamaður
í Washington fyrir helgina í hálfkæringi
kjarna hneykslismálsins sem tröllríður
bandarísku stjórnkerfi um þessar mundir.
Þar reynast allir þræðir liggja til Hvíta húss-
ins, en Ronald Reagan forseti og menn hans,
bæði fyrrverandi og þeir sem enn lafa í há-
um stöðum, eru sparir á vitneskju um tengsl-
in milli þeirra.
Tvískinnungur forsetans blasir við öllum.
Fyrst rekur hann Oliver North undirofursta
úr starfi hjá Þjóðaröryggisráðinu fyrir athæfi
hans við vopnasöluna til írans og veitingu
gróðans af henni til að standa straum af
hernaði gegn Nicaragua, en lýsir svo yfir í
viðtali við Time að North sé þjóðhetja. For-
setinn segist geta fullvissað þingnefndir um,
að allir sem við málið eru riðnir muni gera
sitt til að auðvelda kannanir þeirra á mála-
vöxtum, en North og Poindexter aðmíráll
koma fyrir hverja nefndina af annarri og
neita að svara spurningum.
Ed Meese dómsmálaráðherra er fornvinur
Reagans og var hægri hönd hans fyrstu árin
í forsetaembætti. Þegar forsetinn treysti sér
ekki til að svara spurningum fréttamanna
eftir afsögn Poindexters og brottrekstur
Norths, fól hann Meese að taka við ræðupúlt-
inu í Hvíta húsinu.
Meese hugðist fyrst í stað fela eigin mönn-
um rannsókn hneykslisins, en á því var ekki
stætt til lengdar. Síst eftir að hann lýsti sjálfur
yfir, að nú yrðu allir að standa með forsetan-
um, öxl við öxl, en rannsóknarefnið er ein-
mitt grunur um margföld lögbrot starfs-
manna forsetaembættisins undir nefinu á
honum sjálfum.
Dómsmálaráðherrann varð að sleppa
rannsókninni við sérstakan rannsóknardóm-
ara, eftir að vitnaðist hvernig hann sjálfur
hélt á málum í upphafi. Dómsmálaráðherr-
ann dró í fjóra daga eða fimm að kalla til al-
ríkislögregluna FBI, eftir að hann hafði látið
North verða þess áskynja að athæfi hans
væri til skoðunar. Alríkislögreglan lætur
verða sitt fyrsta verk í slikum málum að
meina grunuðum aðgang að líklegum máls-
gögnum með því að skipta um lása á vistar-
verum og hirslum. Fullyrt er í Washington,
William Casey leyniþjón-
ustustjóri fékk fyrir
hjartað, þegar þingnefnd
krafði hann sannra
sagna.
Undanfærslur Reagans-manna
gera illt verra í Washington
að frestinn sem Meese veitti North til að gera
sínar ráðstafanir, hafi sá síðarnefndi notað til
að mata pappírstætarann i kjallara Hvíta
hússins á þeim skjölum sem hann kærði sig
ekki um að rannsóknarmenn kæmust í.
Ekki óx álit á Meese og mönnum hans,
þegar í ljós kom að þeir höfðu klúðrað lokun
leynireikninga þeirra í Sviss, sem North
beitti til að nota vopnasölugróðann til að
greiða herkostnað málaliða Bandaríkja-
stjórnar gegn Nicaragua, á því tímabili sem
i lögum var bann Bandaríkjaþings við sliku
athæfi stjórnarstofnana. Beiðni um lokun
reikninganna var svo áfátt, að svissneski
bankinn gat ekki tekið hana til greina. Þótti
talsmanni bankans slíkt furðu gegna, og
benti á að stjórnvöld á Haiti hefðu ekki átt í
neinum vandræðum að semja gilda lokunar-
beiðni eftir fall Duvaliers einræðisherra.
Vandræði Meese dómsmálaráðherra eru
þó smámunir í samanburði við það sem á
hefur bjátað hjá öðrum nánum samstarfs-
manni Bandaríkjaforseta, yfirmanni leyni-
þjónustunnar CIA, William Casey. í fyrsta
skipti sem Casey kom fyrir þingnefnd út af
vopnasölunni til Irans og fjárstreymi um
leynireikninga í Sviss á nafni CIA, bar hann
sig borginmannlega og sagði fréttamönnum
eftir yfirheyrsluna: „CjA kemur út úr þessu
ilmandi eins og rós.“ Á mánudag var Casey
fluttur í sjúkrahús, borinn á börum með
hjartaáfall úr yfirheyrslu hjá leyniþjónustu-
nefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Nefndir Bandaríkjaþings yfirheyrðu leyni-
þjónustustjórann dag eftir dag í síðustu viku.
Á miðvikudag vann hann eið að því, að hafa
enga vitneskju haft um peningaumsvif
Norths ofursta í þágu hernaðar gegn
Nicaragua, fyrr en Meese ráðherra skýrði
honum frá málavöxtum í nóvemberlok. I yf-
irheyrslu á fimmtudag varð svo Casey að
játa, að hafa komist á snoðir um hvernig mál
voru vaxin þegar 7. október. Þá bárust til
hans klögumál Kanadamanna, sem fengnir
höfðu verið til að fjármagna vopnasending-
arnar til írans, af því ákvörðun um að fara
bakvið þingið með málið gerði leynisjóði
CIA ónothæfa til slíkra þarfa. Kanadamenn
voru orðnir langeygir eftir fé sínu og fyrir-
heitnum ágóða, en voru orðnir áskynja um
að tekið var að verja vopnasölugróðanum til
herkostnaðar í Mið-Ameríku, þar sem þeir
vissu að CIA hafði hönd í bagga.
Um þverbak keyrði þó fyrir Casey á föstu-
daginn. Þá kom upp úr kafinu vitneskja um,
að það var hann og enginn annar, sem lagði
á ráðin um hversu farið skyldi með vopnasöl-
una til írans á bak við leyniþjónustunefnd
Öldungadeildarinnar. Þar með var úti trún-
aður milli leyniþjónustustjórans og þing-
manna, sem kváðu uppúr með að honum
bæri að segja af sér hið fyrsta. Ekki bætti úr
skák, að vitnisburður Casey sjálfs leiddi í ljós
að peningamenn í Kanada og vopnabraskar-
ar í Austurlöndum vissu allt af létta um
bandarískar stjórnarathafnir, sem haldið var
vendilega leyndum fyrir Bandaríkjaþingi,
jafnvel þingnefnd sem lögum samkvæmt ber
að skýra frá öllu sem leyniþjónustan aðhefst,
annað hvort fyrirfram eða „í tæka tíð“.
Leikurinn í Washington æstist enn í fyrra-
dag, þegar vitneskja kom í ljós sem bendir til
að North undirofursti hafi ekki aðeins varið
vopnasölugróða frá íran til að hafa að engu
bann þingsins við hernaðarstuðningi við
Contra í Mið-Ameríku, heldur einnig til að
reyna að fella frá þingsetu þá menn sem
komu banninu á. North reyndist hafa lagt fé
til tvennra samtaka hægri manna, sem í
þingkosningunum í haust einbeittu fjárfram-
lögum úr sjóðum sínum til stuðnings við
mótframbjóðendur þingmanna sem haft
höfðu sig í frammi gegn hernaði á hendur
Sandinistastjórninni í Nicaragua.
Málið er komið úr höndum Reagans for-
seta og manna hans. Hver uppljóstrunin rek-
ur aðra, og böndin berast æ harðar að innsta
hring í Hvíta húsinu.
Eftir vitnisburð Donalds Regans, starfs-
mannastjóra forsetans, fyrir leyniþjónustu-
nefnd Öldungadeildarinnar i fyrradag, þar
sem vitnið hélt fram sakleysi sínu og hús-
bónda síns, komst einn nefndarmanna svo
að orði við fréttamenn, að starfsmannastjór-
inn hefði sagt „sögu sem enginn trúir nokk-
uð trúverðuglega". Þingmenn vísa á bug
uppástungu Reagans forseta um Poin-
dexter og North verði heitið takmarkaðri
friðhelgi frá lögsókn, leysi þeir frá skjóð-
unni fyrir þingnefndum.
Mergurinn málsins er að Ronald Reagan
hefur þegar fyrirgert miklu af því trausti sem
bandaríska þjóðin bar til hans, og trúnaðar-
bresturinn ágerist eftir því sem könnun
hneykslismálsins við hirð hans vindur fram.
I skoðanakönnun New York Times og CBS í
síðustu viku, töldu þrír af hverjum fimm sem
afstöðu tóku, að forsetinn lygi, þegar hann
neitaði vitneskju um athæfi Norths undirof-
ursta.
„HVAÐ GERIR JÓLASVEINN SEM HEYRIR
ROKKAÐ BAKI BROTNU? — AHA —
Rýnt í nokkra jólapopptexta
„Já, ég vildi ad alla daga vœru jól.
Þá gœtu allir dansaö og sungid jólalag.
Já, ég vildi ad jólin kœmu slrax i dag.
Látiö klukkur hringja um jólin.
Þegar tsinn teggur tjörn,
skauta hraust og slálpuð börn,
renna rjóð í kinnum saman fram á kveld.
Þegar frostið bítur kinn,
er svo gott að komast inn,
fá sér flóaða mjólk og hlýja sér við
opinn arineld."
Þetta er brot úr texta eins efsta
lagsins á vinsældalistum útvarps-
stöðvanna um þessar mundir, Jól
alla daga, á samnefndri safnplötu.
Hér er á ferðinni nokkuð dæmigerð
„jólapoppplata" en fjöldi þeirra er
nú orðinn legíó. Flestar flokkast þær
undir heldur ómerkilegan vitundar-
iðnað, þó einkum og sér í lagi text-
arnir sem hér verða gerðir að
umtalsefni.
ENGiLSAXNESKUR
INNFLUTNINGUR
I umsögn í Listapósti þessa tölu-
blaðs getur Ásgeir Tómasson þess
að fyrir ári hafi komið út í Bretlandi
platan Now — Christmas Album
með rjómanum af þeim jólalögum
sem heimspoppararnir hafi samið
síðustu fimmtán árin. Þar sé t.a.m.
jólamúsík með Roy Wood og Wizz-
ard, Slade, Wham! og Paul Mc-
Cartney. Að mati Ásgeirs sver platan
Jól alla daga sig talsvert í ætt við
þessa bresku, enda eigi þær fimm
lög sameiginleg. I umsögn sinni seg-
ir Ásgeir:
„Höfuðkosturinn við Jól alla
daga er sá að þar er sleppt öllum
lögunum sem er búið að útsetja á
365 mismunandi máta. Gunnar
Þórdarson, verkstjóri plötunnar,
hefur og tekið þann kost að halda
útsetningunum á ,,nýju“ jólalögun-
um sem líkustum þeim upprunalegu
en ekki reynt að klæða þau í nýjan
búning sem jafnvel hefði misheppn-
ast."
Um textahöfunda plötunnar er
það að segja að Ólafur Haukur
Símonarson á stuttan, stílhreinan
texta við eina íslenska lagið á plöt-
unni, Jóhanna G. Erlingsson á einn
texta en Iðunn Steinsdóttir tvo, þeir
eru allir fyllilega boðlegir. Jónatan
Garðarsson á langflesta textana,
fimm að tölu. Þeir eru sagðir frum-
samdir en virðast þó fremur „þýddir
og staðfærðir" úr ensku. í textanum
Jól alla daga hefur opni arineldur-
inn t.d. vakið mönnum skemmtan.
Spurt er þá hvernig arineldur geti
verið annað en opinn?!
BLANDAÐ SAMAN
BÓKMÁLI OG SLANGRI
I held eiga þessir fimm textar Jón-
atans Garðarssonar á Jól alla daga
það sammerkt með fjölda annarra
slíkra „jólapopptexta" að þar er
hrært saman bókmáli og slangri í
afskaplega kostulegri blöndu sem
engum er tungutöm. Tökum dæmi
úr öðrum texta eftir Jónatan, Rokk-
ad út jólin. Hann hefst svo:
Kveikjum upp, kyndum vel
kuldalegl er Fróni á.
Inni er afar notalegt
þó úti blási vindar hafi frá.
Verið nú velkomnir
vinir látið sjá ykkur,
því hátíð þessa halda skal
með hamingjuna á útopnu.
Þarna er notað upphafið bókmál,
talað um að kuldalegt sé Fróni á, en
síðan skal halda hátíðina á útopnu,
rokkaö um byggd og ból. Og síðar í
textanum loga björt friðarljós og
skuggamyndir leiftra, en: „Innan-
stokks andinn er / ákaflega glað-
beittur", og „karlmenn fá sér hvítt
og kjól / og kyrja síðan rokk og ról“,
hnokkar og stuttfættar hnátur
hlakka til að fá hlaupahjól, en
amma og afi ruggustól. Ja, hvílíkt
leiftrandi hugarflug og skáldlegt
innsæi!
Annað megineinkenni jólapopp-
textanna er að þar er blandað sam-
an gömlum, horfnum hefðum og
nýjum, i illtorganlegum kokteil.
Hvaða elskendur nú til dags skyldu
t.d. kyssast undir mistilteini uiö
kertaljóssins log á jólaballi eins og
segir í texta Jónatans, Snjókorn
falla? Reyndar er vafamál hvort
slíkt hefur nokkurn tíma gerst!
HREINDÝR, SANDALAR,
LAUFABRAUÐ OG ROKK
Þá er algengt að í þessum textum
sé hrært saman erlendum hefðum
og íslenskum, gömlum og nýjum,
öllu í einum graut, samanber texta
Jónatans sem oft heyrist á öldum
ljósvakans, Gledileg jól (allir
saman), þar sem jólasveinninn
„notast við fjölmörg hreindýr“,
menn ýmist renna sér á sleða á
sandölum, baka laufabrauð, eða
rokka baki brotnu:
„Ert'að bíða þess að gestir komi við,
eða vilt þú bara rólegheit og friö?
A að taka á móli fólki,
verður dansað þessi jól,
á að bjóöa uppá eldhresst rokk og ról?
Gleðileg jól, allir saman, það er komin
jólastund.
Fögnum öll saman nú og eigum gleðifund.
— Hvað gerir jólasveinn sem heyrir
rokkað baki brotnu? — aha —
Viltu renna þér á sleða í sandölum?
A að skreyta jólatréð meö snjókornum?
Eða œtlar þú að baka,
þunnt og gómsœtl laufabrauð
kannski telur þú að jólin veröi rauð."
NÝ ENDURLAUSNAR-
KENNING
I textanum Vetrarsöngur reynir
svo téður Jónatan að hræra við-
kvæma strengi í brjóstum íslenskra
kúluvamba, vekja með þeim sam-
viskubit vegna bágstaddra meðan
þeir sjálfir belgja sig út á góðgæti á
jólahátíðinni:
„Þegar ísilagðar tjarnir draga til sín
ústfangna vini
og snjókornin þau falla kristaltœr í
mánaskini.
heitar hugur þinn til þeirra sem búa við sorg
og hungur
til litla fallega drengsins sem mun deyja
svona ungur?
Er vetur — sœkir hann heim.
Meðan hangikjötiö er soðið og rjúpan
fœrð á fat
og jólagjafir opnaðar — þú boröar á
þig gat.
Leitar hugur þinn til Jesú, sem átti aðeins
kœrleikann?
Hann var negldur fyrir að tala og vingast
við almúgunn.
Þegar vetur — sœkir þig heim."
Þar við bætist að í lokin varpar
Jónatan Garðarsson fram nýrri út-
gáfu á endurlausnarkenningunni!
Einkar athyglisvert.
Islensk-amerísku jólapopptext-
arnir eru því ansi hreint skrýtin
kæfa þegar að er gætt, kröfur forms-
ins fara illa með innihaldið,
eins og dæmin hér að ofan sanna og
var þó sleppt að fjalla sérstaklega
um bragfræðibrot og ambögur í
orðalagi. Segja má að aðalkostur
textanna felist í því að þeir heyrast
illa þegar þeir eru sungnir.
Að sögn dagskrárgerðarmanna
útvarpsstöðvanna byrja hlustendur
að hringja í þá strax um miðjan nóv-
ember, spyrja hvort þeir ætli að
gleyma jólahátíðinni í þetta sinn, og
biðja þá um að spila það jólapopp
sem hér hefur lítillega verið reifað.
Þetta er víst allt sorglega mikið
spurning um framboð og eftir-
spurn...!
44 HELGARPÓSTURINN
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur