Helgarpósturinn - 18.12.1986, Síða 47

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Síða 47
FRÉTTAPÓSTUR Fatlaðir mótmæla Fjöldi fólks safnaðist fyrir utan alþingishúsið sl. fimmtu- dag til að mótmæla niðurskurði á framlagi til Framkvæmda- sjóðs fatlaðra. Framlagið er lögbundið og í fjárlagafrum- varpinu var gert ráð fyrir miklum niðurskurði. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hét 30 milljón kr. viðbótarfram- lagi, sem þýðir að sjóðurinn fær helming lögbundins fram- lags á næsta ári. Borgarspítalinn í sölu Gífurlegar umræður hafa orðið um fyrirhugaða sölu Borgarspítalans. Davíð Oddsson borgarstjóri hefur haft for- göngu um þessa sölu ásamt Ragnhildi Helgadóttur heil- brigðisráðherra, sem vill kaupa. Brá svo við að stjórnarand- staða Alþýðubandalagsins, Kvennalista og Alþýðuflokks (að nokkru) ásamt starfsfólki spítalans átti samleið með and- ófsöflum innan Sjálfstæðisflokksins i málinu. Vöruðu and- stæðingar sölunnar við hættunni af aukinni miðstýringu og risabákni í heilbrigðiskerfinu. En Davíð, Þorsteinn og Ragnhildur fengu umboð til að semja um kaupin. Fram- sóknarflokkurinn í Reykjavík hefur alltaf viljað selja Borg- arspítalann. Rjúkandi góðæri Eftir kjarasamninga kom endurskoðuð þjóðhagsspá 1986 og umsögn um horfur 1987 frá Þjóðhagsstofnun. Þar kom m.a. fram, að milli áranna 1985 og 1986 hafi orðið 35% með- alhækkun atvinnutekna, meðan kauptaxtar hækkuðu að- eins um 25%. Milli áranna jókst kaupmáttur kauptaxta um 3% en kaupmáttur atvinnutekna um 11%. Þjóðhagsstofnun telur að kaupmáttur tekna heimilanna hafi aukist um 20% á síðustu tveimur árum. Spáð er áframhaldandi launaskriði á næsta ári, amk. 20% meðalhækkun atvinnutekna og 16% hækkun kauptaxta. Hagvöxtur er 5% til 6% á þessu ári og spáð er 4% hagvexti á næsta ári. Þannig er allt í miklum blóma, en Þjóðhagsstofnun varar við þenslu sem gætt hefur að undanförnu. Óveður Djúp lægð sótti landiö heim um sl. helgi og var mikill við- búnaður vegna þess að óttast var að hamfarirnar yrðu meiri en þær þó urðu. Verst varð veðrið í Grindavík og á ísafirði. Engin slys urðu á fólki. Á ísafirði varð aftakaveður og í sam- tali við Morgunblaðið sagði Grimur Jónsson flugumferðar- stjóri vestra: ,,En þegar vindhraðamælirinn var kominn í botn á 120 hnútum, sjórokrið með klakahröngli og grjót- kasti buldi á rúðunum, sem svignuðu ógurlega, þá stakk ég mér undir borðið og beið þess sem verða vildi.“ Hrunadans i sköttum Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hefur fallið frá hug- myndum sínum um 600 milljón króna orkuskatt á innflutt eldsneyti. Þá hafa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um virðis- aukaskatt mætt mikilli andstöðu m.a. verkalýðshreyfingar- innar og Verslunarráðsins. Ákveðið hefur verið að taka upp staðgreiðslukerfi skatta áramótin 1987/88. Á þinginu er verið að ganga frá skattþrepum vegna álagningar skatta þessa árs. Kjartan Jóhannsson Alþýðuflokki segir í séráliti sínu, að skattstiginn sé alltof brattur og fólk með meðallaun sé sett í há skattþrep. Við 42 þúsund króna mánaðartekjur eru menn komnir upp í 40% jaðarskatt. Samkvæmt upplýs- ingum fjármálaráðuneytisins hafi meðallaun fólks í BSRB numið 52 þúsund krónum í mánaðarlaun, en hjá BHM hafi meðallaunin í sama mánuði verið 74 þúsund krónur. Þann- ig sé verið að setja venjulegt vinnandi fólk i mjög há skatt- þrep þó það sé í rauninni einungis með meðallaun. Ætla aö hækka rafmagnið Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið hækkun á raforku um 7,5%. Áður hafði stjórnin áformað 16% hækkun, en í kjölfar athugasemda Þjóðhagsstofnunar var ákveðið að draga úr hækkuninni. Ekki er vitað hvað þetta þýðir til neyt- enda, en Rafmagnsveita Reykjavikur hefur þegar farið fram á 5,2% hækkun gjaldskrár um áramótin og óttast menn að hækkun Landsvirkjunar bætist við þessa hækkunarbeiðni. Einn er þó sá notandi sem ekki þarf að kvarta yfir háu raf- magnsverði frá Landsvirkjun, en það er Ísal/Alusuisse í Straumsvík. Fréttapunktar: • Mikið hefur verið um umgangspestir í landinu að undan- förnu. Talið er að síðar í vetur eigi inflúensa af austræn- um uppruna að segja til sín. Landlæknisembættið upplýsir að 20 þúsund skammtar af mótefni séu komnir til landsins. • Viðræður hafa staðið um varaflugvöll milli íslenskra yf- irvalda, bandariska hersins og Nató. Rætt er um Sauðár- krók í þessu sambandi. • Eyfirska sjónvarpsfélagið hefur hafið útsendingar. Sjón- varpsstjóri er Bjarni Hafþór Helgason. • Fjárlög hækkuðu um 448 milljónir milli annarrar og þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins. • Rætt hefur verið um frjálst fiskverð og virðast hagsmuna- aðilar vera flestir á einu máli um það fyrirkomulag, en fisk- verð átti að taka gildi 1. janúar. • 12 til 14 ára gömul skólabörn fengu sendan upplýsinga- bækling um eyðni fyrir misskilning í tölvum í stað 15 til 24 ára gamals fólks. • Eftir samningana lækkuðu nokkrir í launum og hefur verið gert viðbótarsamkomulag til leiðréttingar. • Viðræður standa yfir um útflutning íslensks ærkjöts til Egyptalands í miklum mæli. • Kosningalögin hafa reynst meingölluð einsog fram hefur komið í HP og er nú rætt um að gera leiðréttingar, þannig að lögin feli amk. ekki í sér stjórnarskrárbrot. Andlát Látin er Berglind Bjarnadóttir, 29 ára gömul söngkona. Látin er Ragnheiður Eggertsdóttir, 41 árs, sem m.a. var i stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna. /7KAUP GERID GÓÐ KAUP!!! Yfirfarin litsjónvarpstæki 22 tommur frá kr. 12.900- 26 tommur frá kr. 21.900- NOTUÐ VIDEOTÆKI Verslunin & Takmarkaöar birgðir E EUROCAPO /7KAUP BERGÞORUGOTU 2 SIMI21215 ÞÆTTIRURISLE ATVINNUSOGU1100 AR ókin Landshagir er gefin út í tilefni 100 ára afmælis Landsbanka íslands. Ellefu höfundar rita jafnmargar greinar um ýmsa þætti íslenskrar atvinnusögu síðustu 100 ára. Viðfangsefnin ná til allra meginatvinnuvega, landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar og verslunar, auk banka- og peningamála. Til dæmis er fjallað um Landsbankadeiluna 1909, togaraútgerð í Reykjavík á þriðja áratugnum, rakin saga íslandsbanka 1914-1930 og umsvif Louis Zöllner, sem var atkvæðamikill fjárfestandi hér á landi um og eftir síðustu aldamót og gerði þá m.a. út sex togara. Landshagir kosta 1.450.- krónur og fást hjá öllum helstu bókaverslunum og hjá Sögufélaginu í Fishersundi, sem jafnframt annast dreifingu bókarinnar. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár HELGARPÓSTUftlNN 47

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.