Helgarpósturinn - 15.10.1987, Síða 25

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Síða 25
Eih-leikhúsið rís úr Djúpinu Þrír ungir leikarar setja á stofn eigið leikhús Laugardaginn 17. október tekur nýtt leikhús til starfa í Reykjauík. Þetta er eih-leikhúsid sem þann dag mun rísa úr Djúpinu. Eih-leikhúsið er sem stendur þriggja manna leik- hús, sem komið er til að vera að sögn aðstandenda þess, þeirra Hjálmars Hjálmarssonar, Stefáns Sturlu Sigurjónssonar og Guðjóns Sigualdasonar. Það rts úrDjúpinu — en sýningarstaður þess og aðsetur er Djúpið (kjallari veitingastaðarins Hornsins) — með leikriti Edwards G. Albee Sögu úr dýragarðinum (Zoo Story). Albee er eitt frægasta leik- skáld Bandartkjanna. „Við viljum reyna að bjóða fólki upp á annað en það fær að sjá í stóru leikhúsunum. Þessu leikhúsi er þó ekki stefnt til höfuðs þeim heldur býður áhorfendum upp á eitthvað annað. Kannski vilja áhorfendur ekki svona leikhús en við höfum þá a.m.k. reynt,“ segja þeir. Hvað rekur unga menn út í að stofna leikhús og setja sýningu á svið? Hjálmar svarar þessu og segir: „Þetta er nokkuð sem leikara dreymir um að gera, þetta blundar í þeim mörgum. Grunnhugmyndin fyrir leikarann og það sem hann vill gera er að vinna og takast stöðugt á við nýjar og óþekktar víddir um leið og hann hefur frumkvæðið að því sem hann er að gera. Þetta er stór partur af sköpunarþörfinni." Hvers vegna þetta leikrit frekar en eitthvað annað? Stefán: „Þegar við ákváðum að fara út í þetta vildum við taka eitt- hvað sem okkur þætti gott og væri bitastætt fyrir leikarana og hentaði þeim. Við hugsuðum líka um að kaf- keyra okkur ekki — þetta er verk sem hentar staðnum, sem óneitan- lega setur okkur viss takmörk. Það hentar líka buddunni og hefur þann kost að leikmyndin er óþörf.“ Guðjón: „Þetta fellur líka að þeirri forsendu að menn séu að gera eitt- hvað sem þeir finna sér metnað í að fást við. Þetta er sterkt og kraftmik- ið leikrit sem höfðar ekki síður til nútímans en þegar það var fyrst sett upp fyrir tæpum 30 árum." Guðjón: „Það hefur líka viljað brenna við að leikhúsin séu um of að þóknast áhorfendum. Það er nokkuð sem ekki gerist hjá frjálsum leikhópum, því þar kemur metnað- ur leikaranna betur fram.“ Skýringin er sem sagt ekki sú að þið búið við verkefnaleysi? Stefán: Jú, að vísu, en samt ekki. Fyrst og fremst langaði okkur að takast á við þetta form leikhússins." Hjálmar: „í litlu leikhúsi er leikar- inn staddur nær vinnu sinni, ef svo má segja. Það fylgir þessu mikil praktísk vinna sem er bæði gefandi og skemmtileg." Stefán: „Við höfum lagt í þetta alveg gífurlega vinnu, höfum unnið hér kauplaust í tvo mánuði og auð- vitað fáum við aldrei borgað til sam- ræmis við okkar framlag. Þetta er fyrst og fremst hugsjón." Verður þetta eins leikrits leikhús? Stefán: „Nei, það verður það ekki. Við erum búnir að taka húsnæðið á leigu í allan vetur og ætlum okkur að vera með fleiri sýningar. Við stefnum að annarri frumsýningu fyrir áramót og svo enn annarri í upphafi næsta árs.“ Og œtlið þið sjálfir að sjá um allt, leika og leikstýra, eins og í þessu verki? Guðjón: „Nei, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð hjá fólki sem er tilbúið að leikstýra og leika hjá okkur og aðstoða okkur á alla lund. Við verðum stjórn leikhússins en það er alls ekki víst að við leikum í eða leikstýrum næstu verkum. Við ætlum okkur hins vegar að halda starfseminni gangandi.“ Að lokum — af hverju þetta nafn; eih-leikhús? Stefán: „Nafnið er út t bláinn. Þetta er bara nafn sem okkur fannst hljóma vel. Við sáum fyrir okkur að það yrðu einhver átök um hvort það ætti að vera með i-i eða y-i svo við bættum h-inu við.“ Þá var lokið þessu spjalli við for- sprakka hins nýja eih-leikhúss, sem fram fór á sýningarstað þess í Djúp- inu. Eins og fyrr segir verður frum- sýningin á laugardaginn, 17. októ- ber, og hefst klukkan 14.00. Sýning- in er sett upp í samráði við veitinga- staðinn Hornið og er leikhúsgestum boðið upp á veitingar í tengslum við sýninguna, málsverð ef þeir þess óska, en það er þó ekki skylda. Eftir sýningu verður barinn síðan opinn og gestir geta setið í Djúpinu og spjallað saman. Næstu sýningar verða sunnudaginn 18. og svo mið- vikudaginn 21. og fimmtudaginn 22. október og hefjast kl. 20.30. KK UIKNfS VKBKO V>SU»V«\Jy Stefán Sturla Sigurjónsson í hlutverki Péturs hlýðir andaktugur á sögu dusil- mennisins Jerrís, sem leikinn er af Guðjóni Sigvaldasyni. Jerrí ryðst inn í frið sama tilveru Péturs með ófyrirséðum afleiðingum. Þriðji stofnfélaginn, Hjálm- ar Hjálmarsson, er leikstjóri verksins. Smartmynd. TÓNLIST Arfur Jóns Leifs Enginn listamaður af kynslóð Jóns Leifs var jafnóþekktur og hann sjálfur. Ekki hefur verið þag- að jafnmikið um nokkurn af- burðalistamann íslenskan og Jón Leifs. Það eru liðin nær tuttugu ár frá dauða hans og ennþá hafa mörg stærstu verk hans aidrei komið fyrir almenningssjónir. Jón var í mörgu á undan sínum tíma og gjörólíkur öðrum þeim sem fengust við tónsmíðar á Is- landi um hans daga. Hann var bet- ur menntaður en flestir aðrir, hann var heimsborgari, sem gat litið á ísland og íslenska menningu utan frá og borið hana saman við miðevrópska hámenningu. Og hann var ólíkur starfsnautum sín- um hér í því, að hann vildi ekki stæla stíl eldri meistara að sunnan, heldur skapa nýja þjóðlega ís- lenska tónlist. Tónlist sem væri framlag okkar til menningar heimsins líkt og íslendingasög- urnar. Meðan aðrir sömdu ,,ljúf“ og „angurblíð" sönglög, eða hæsta lagi kórlög (hér var tæpast nokkur hljóðfæraleikmenning á fyrri- stríðsárunum), samdi Jón um- fangsmikil hljómsveitarverk og kammerverk. Og meðan önnur tónskáld hímdu hér heima dvaldi hann langdvölum erlendis. Allt þetta gerði Jón og verk hans framandi, enda varð hann mjög umdeildur þegar hann settist að hér heima eftir stríðið. Hann ruddi nýjum hugmyndum braut um rétt- indi höfunda og var harður bar- áttumaður fyrir þeim. Nú eru allar þessar hugmyndir almennt viður- kenndar. En á baráttuárum Jóns um 1950 var íslenskt menningarlíf smáborgaralegt og íhaldssamt. Á því hefur orðið mikil breyting, þó útnesjamennskan eigi alltaf sína fylgismenn. Mér finnst það okkur Islendingum til skammar að hafa ekki flutt opinberlega öll verk Jóns Leifs. Við vitum ekki hvers konar tónskáld hann var fyrr en verk hans hafa öll heyrst. Framlag hans til íslenskrar menningar er svo einstakt, miðað við sína tíð, að fullkomin mynd af menningu okkar verður ekki gerð án hlið- sjónar af því. Ég legg til að Sinfóníuhljóm- sveitin, tónlistardeild Ríkisút- varpsins og jafnvel fleiri aðilar stefni að því að flytja öll verk Jóns á næstu fimm árum, og helst gefa þau út á hljómplötum eða geisla- diskum. Á verkalista Jóns eru 66 verk, allra tegunda nema óperu. Ég nefni nokkur verk sem aldrei hafa verið flutt eða ekki verið flutt hér á landi: Hekla, forleikur fyrir hljómsveit, og Baldr, sem er músíkdrama án orða, og ætti Þjóð- leikhúsið að sýna það verk. Þá samdi Jón þrjár Eddu-óratóríur og hefur aðeins heyrst hér brot úr þeim. Dettifoss er mikil kantata fyrir blandaðan kór og hljómsveit við ljóð Einars Benediktssonar, sem aldrei hefur verið flutt, og sama er að segja um Hafís, líka við ljóð Einars. A næstunni verður hinn mikli Konsert fyrir orgel og hljómsveit fluttur í Stokkhóimi. Það verk hefur aldrei heyrst hér. Og svona mætti lengi telja. Strengjakvartettarnir, þrír að tölu, eru ejnstakir í tónbókmennt- um okkar, og þá þyrfti að flytja alla í röð. Sönglög Jóns eru mörg mjög sérstæð, og lýsir það miklu metn- aðarleysi söngvara að hafa ekki flutt þau meira. Jón Leifs var vissulega umdeild- ur maðúr í lifanda lífi og enn má finna meðal vor gamla mótstöðu- menn hans. En nú er kominn tími til að hefja sig upp úr lágkúrunni og gera átak í að flytja verk Jóns og kynna þau fyrir umheiminum. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Islands heldur aðra áskriftartón- leika sína í kvöld, fimmtudagskvöld. Þar ber hæst frumflutning á píanó- konsert eftir Askel Másson en kon- sert þennan samdi Áskell sérstak- lega fyrir píanóleikarann Roger Woodward, sem leikur einleik með Sinfóníunni. Sjö ár eru síðan Áskell kvaddi sér fyrst hljóðs á tónleikum hljómsveitarinnar með Klarinett- konsert sínum. Annað á efnis- skránni er Parísarsinfónían eftir Mozart og Myndir á sýningu eftir Mussorgsky. Stjórnandi á tónleikun- um verður franski hljómsveitar- stjórnandinn Diego Masson, en hann er vel kunnur hljómsveitar- stjóri og eftirsóttur sem slíkur í Evrópu. Roger Woodward er sömu- leiðis vel þekktur, einn af leiðandi konsertpíanistum heimsins í dag. Þess má geta að mikill áhugi er fyrir verki Áskels víða og hefur Wood- ward m.a. beitt sér fyrir því að verk- ið verði leikið víðar en á Islandi. ÉG DANSA VIÐ þig, ballett- inn sem Islenski dansflokkurinn hefur sýnt nú i haust og á síðasta leikári, hefur slegið öll aðsóknar- met. Margsinnis hefur verið auglýst síðasta sýning en alltaf þurft að bæta við þar sem margir hafa þurft að hverfa frá. Nú er hins vegar Ijóst að það er komið að allra allra síð- ustu sýningum sem verða um helg- ina, á laugardaginn og sunnudag- inn, og hefjast kl. 20.30. Þetta hefur meira að segja gengið svo langt að Kölnaróperan hefur þurft að gefa aðaldönsurunum, þeim Athol Farmer■ og Philippe Talard, frí frá æfingum í Köln auk þes að breyta sýningaráætlun sinni, svo íslenski dansflokkurinn gaeti komið til móts við ballettþyrsta islendinga. Hinir erlendu gestadansarar fara á kost- um í sýningunni, svo sem dans- flokkurinn allur, og ekki má gleyma söngvurunum og sögumönnunum Agli Olafssyni og Jóhönnu Linnet. En sem sagt — síðasti séns á laugar- dag og sunnudag. KIUUÚTGÁFA hefur heldur en ekki færst í aukana hér á landi. Mál og menning hefur verið ötult við að gefa út kiljur, þar á bæ er reyndar sérstakur klúbbur sem ein- göngu gefur út þá gerð bóka, en aðalútgáfan hefur einnig aukið sína kiljuútgáfu á síðustu árum. Nú eru komnar tvær sígildar skáldsögur frá forlaginu í þessu formi, báðar rússneskar. Þetta eru Glœpur og refsing, það sígilda meistaraverk Dostojevskís, sem reyndar er í tveimur bindum. Hin er svo Dauðar sálir eftir Nikolaj Gógol, en eins og menn muna var nýlega sýndur í sjónvarpinu framhaldsmyndaflokk- ur gerður eftir þessari frægu sögu. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi Glæp og refsingu fyrir fáum árum, beint úr rússnesku, en Magnús Magnús- son hefur þýtt Dauðar sálir, sem kom fyrst út hér á landi árið 1950. GEORG GUÐNI opnar á laug- ardaginn sýningu á olíumálverkum og teikningum í Gallerí Svörtu á hvítu. Þetta er önnur einkasýning Georgs Guðna, hann hélt sína fyrstu í Nýlistasafninu árið 1985. Einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlend- is, nú síðast í sumar var hann valinn, ásamt Jóni Óskari, til þátttöku í Borealis 3 í Malmö ásamt þekktum erlendum listamönnum. Georg Guðni nam við MHÍ og einnig var hann við framhaldsnám við Jan van Eyck Akademie í Hollandi. Verkin sem hann sýnir í Gallerí Svörtu á hvítu eru unnin á síðastliðnum tveimur árum og ef að líkum lætur verða það einvörðungu myndir af fjöllum sem ber fyrir augu sýningar- gesta. Sýningin stendur til 1. nóvem- ber. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.